Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 40
auí;lVsin<;asíminn er: 22480 au(;lysin(;asíminn er: 22480 JHorgttnbloíiiíi ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Ung bandarísk hión fórust í fiugslysi á Eyjafjallajökli UNG bandarfsk hjón, nýgift, fórust er flugvél þeirra af gerðinni Piper Comntanche rakst á hátind Eyjafjallajökuls, Goðastein, nokkru eftir klukkan 18.30 á sunnudaginn. Vélin var að koma frá Edinborg f Skotlandi og var hún væntanleg til Reykjavfkur klukkan 19. Þegar hún kom ekki fram á réttum tfma var farið að óttast um hana og var leit skipulögðj en skilyrði til leitar voru mjög erfið. Strax f dögun f gærmorgun hófst svo vfðtæk leit 16 flugvéla og 250 manna á jörðu niðri og bar hún árangur klukkan 17.56; þegar. Sigurjón Einarsson flugmaður á vél Flugumferðarstjórnar fann flakið. Gerði hann stjórn- stöð leitarinnar þegar viðvart og fór þyrla frá varnarliðinu á vettvang svo og leitarmenn á vélsleðum sem voru staddir á Fimmvörðuhálsi. Komu þeir á slysstað um svipað leyti og þyrlan, eða um klukkan 19.30. Þyrlan lenti ekki, en lét tvo menn sfga niður. Var staðfest að flugmaður litlu vélarinnar og eiginkona hans væru látin en eftir útliti flugvélarflaksins höfðu menn gert sér litlar vonir um að ungu hjónin væru á Iffi. Þyrla varnarliðsins flutti Ifk þeirra til Keflavfkurflug- vallar, en þyrlan lenti um klukkan 21.30 f gærkvöldi. Þaðan voru Ifkin flutt til Reykjavfkur. Þess má geta f sambandi við þetta slys, að á sunnudaginn voru liðin nákvæmlega 25 ár sfðan flugvélin Geysir fórst á Vatnajökli, en það var að kvöldi 14. september 1950. FLAKIÐ — Þannig var um- horfs á slysstaðnum suð- austan f Goðasteini, hæsta tindi Eyjafjallajökuls. Greini- lega sést slóð vélarinnar f snjónum og brakið á vfð og dreif. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Piper Commanche vélin, sem var frá Bandaríkjunum og bar skrásetningarnúmerið N-7038Y, lagði af stað frá Skotlandi nokkru Þarna rakst flugvélin á jökulinn. Örin sýnir stefnu vélarinnar. eftir klukkan 13 á sunnudaginn. Vélin er frekar lítil, tveggja hreyfla græn og hvít að lit. Um borð voru sem fyrr segir ung bandarísk hjón og flaug eigin- maðurinn, sem er læknir. Klukkan 18.31 gaf flugmaður vélarinnar upp staðarákvörðun og taldi sig vera i 5000 þúsund feta hæð yfir Vestmannaeyjum. Áætlaði hann að lenda i Reykja- vík um klukkan 19. Leit skipulögð Þegar nokkuð var liðið fram yfir þann tíma og ekkert hafði heyrzt I vélinni, var byrjað að skipuleggja leit. Fór Piper flug- vél Flugmálastjórnar fyrst i loftið klukkan 19.56 og flaug hún til Vestmannaeyja og til baka aftur, þ.e. hina áætluðu leið vélarinnar, aðallega i þeim tilgangi að reyna að heyra í neyðartalstöð vélar- innar. Klukkan rúmlega 21 fór Herkúlesvél frá varnarliðinu í loftið og flaug hún meðfram suðurströndinni til Fagurhóls- Framhald á bls. 39 „Ef vélin hefði flogið 100-200 metrum hærra hefði hún sloppið yfír” — sagði flugmaðurinn sem fann flakið „VELIN hefði ekki þurft að fljúga nema 100—200 metrum hærra til að sleppa yfir jökul- inn og þá hefði hún vafalftið ratað á Reykjavfk þvf stefnan var nokkuð rétt,“ sagði Sigur- jón Einarsson flugmaður á vél Flugumferðarstjórnarinnar, en hann kom fyrstur auga á flug- vélaflakið. „Vélin virtist mjög illa farin þarna sem hún Iá á jöklinum," bætti Sigurjón við. „Hún hefur greinilega verið á fullum hraða þegar hún hefur rekizt í jökul- Framhald á bls. 39 % ■f f /M Síldarverðið kom ekki í gærkvöldi: Niðursuðuverksmiðjurnar vilja 12 þús. tunnur af síld Reknetabátarnir reru ekki í gær NYTT síldarverð átti að taka gildi á miðnætti sl. og á að ná bæði til rekneta og herpinótaveiða, en þegar Morgunblaðið fór f prentun um miðnætti hafði yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ekki komizt að samkomulagi um verðið. Sveinn Finnsson fram- kvæmdastjóri Verðlagsráðsins sagði hins vegar „að nefndar- menn stefndu að þvf að ljúka verðákvörðuninni f nótt“. Þar sem nýtt síldarverð hafði ekki verið tilkynnt f gærkvöldi, fóru reknetabátar frá Hornafirði ekki á veiðar. Skipstjórar bátanna höfðu áður tilkynnt, að ef þeir fengju ekki leiðréttingu mála sinna, þ.e. hækkun á sfldarverði, þá færu þeir ekki út. „Við erum harðir á þvf, að framfylgja þessari ákvörðun okkar, enda þýðir ekkert að vera með hótanir og fylgja þeim svo ekki eftir, sagði Ingólfur Ásgrfmsson skip- stjóri á Steinunni SF f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Hann bætti því svo- við, að leiðinda- veður væri á miðum Horna- fjarðarbáta. Fyrstu herpinóta- bátarnir, sem ætla að sjósalta sfldina um borð, munu halda til veiða f dag. Eru það Helga Guð- mundsdóttir, Þórður Jónasson og jafnvel Asberg. Sjómenn segja, aö sfldin sé nú frekar dreifð úti fyrir SA-landi, en reynsla fyrri ára sýnir að al- mennt fari sildin ekki að þéttast fyrr en kemur fram i október. Ekki er enn ijóst hve margar út- gerðir ætla sér að láta sjósalta síldina um borð í veiðiskipunum. Allt fram í lok síðustu viku ætluðu flest hin stærri herpi- nótaskip á síldveiðar við Island, en það breyttist nokkuð þegar ríkisstjórnin mótmælti kvóta Is- lands í Norðursjónum, og nú er svo komið að nokkur hluti þeirra skipa, sem áttu að stunda síld- veiðar hér heima, fara í Norður- sjó. I gærkvöldi var Morgunblað- inu aðeins kunnugt um 7 útgerð- ir, sem ákveðnar voru að láta salta síldina um borð við SA-land. Jón B. Jónasson fulltrúi i sjávar útvegsráðuneytinu sagði í gær, að 40 skip hefðu sótt um síldveiði- Framhald á bls. 39 Fulltrúar flokkanna á Allsherjarþinginu Stjórnmálaflokkarnir hafa nú ákveðið hverjir sitji Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna, sem hefst innan skamms. Hver flokk- ur tilnefnir tvo fulltrúa, sem eiga að sitja þingið til skiptis. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Air Viking flytur 3000 píla- gríma frá V-Afríku til Mekka Gjaldeyristekjur af flutningunum 160 milljónir króna FLUGFÉLAGIÐ Air Viking hef- ur gert samning við rfkisstjórnir nokkurra landa í Vestur-Afrfku um flutning á 3 þúsund pflagrfm- um til Mekka f Saudi-Arabfu. Flutningarnir fara fram f tveim- ur áföngum, f nóvember og des- ember. Gjaldeyristekjurnar af þessum flutningum eru um 160 milljónir króna (1 millj. doll- ara). Guðni Þórðarson forstjóri Air Viking, er nýkominn heim, en hann undirritaði samning um þessa flutninga í fyrstu viku september við félags- og sam- gönguráðuneyti viðkomandi landa í Vestur-Afríku. Guðni sagði Morgunblaðinu í gær, að hér væri um mjög langa flugleið að ræða, þar sem flogið væri yfir Afríku þvera Og til Saudi-Arabíu. Flugleiðin væri álíka löng og frá Reykjavik til San Fransisco eða tvöfalt lengra en frá Reykjavík til Moskvu. Flutningárnir verða í tveim áíóngum og tekur hvor um hálfan mánuð. Fyrri áfanginn hefst 18. nóvember og sá siðari 22. desem- ber. Air Viking mun nota eina af Boeing-þotum sínum, 179 sæta, til flutninganna og verða þrjár íslenzkar áhafnir í Saudi-Arabíu, Vestur-Afríku og í Nígeríu, þar sem millilent er. Flogið verður dag og nótt. Guðni Þórðarson sagði, að Air Viking Hefði fengið þessa flutn- inga í samkeppni við nokkur þekkt flugfélög í Vestur-Evrópu. Samningarnir eru gerðir við félags- og samgönguráðuneyti við- komandi landa án milligöngu annarra. Greiðslur fara fram í Framhald á bls. 39 utanríkisráðuneytið í gær höfðu þrír flokkar tilnefnt báða fulltrú- ana, en hinir tveir þann sem mun sitja fyrri hluta þingsins. Full- trúar flokkana verða: Fyrir Aiþýðubandaiagið Garðar Sigurðsson alþm. og Sigurður Blöndal skógarvörður, fyrir Alþýðuflokkinn Eggert G. Þor- steinsson fv. ráðherra og Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoðandi fyrir Framsóknarflokkinn Jón Helgason alþm. og Björn Fr. Björnsson sýslumaður, fyrir Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna Magnús Torfi Ólafsson alþm. og fyrir Sjálfstæðisflokkinn Pétur Sigurðsson aiþm. Stálvík með 60 lestir Siglufirði 15. september. SKUTTOGARINN Stálvík kom hingað i dag með rúmlega 60 lestir af góðum fiski. Einn línu- bátur hefur róið héðan að undan- förnu og hefur hann fengið 6—7 lestir í róðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.