Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 16. SEPTEMBER 1975 (vandervell) '•^Vélalegitf^y BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 12M, 17M, 20M, Renauít, flestar gerðir Rover Singer Hilman Simca Tékkneskar bifreiðar, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 500, 680. Landrover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D, 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ. Jónsson & Co. Skeifan 1 7. Sími 84515 —16. HAFSKIF SKIP VOR MUNU LESTA ERLENDIS Á NÆSTUNNI SEM HÉR SEGIR: HAMBORG: Langá 15. september + Skaftá 26. september + Langá 6. október + Skaftá 13. október + Langá 27. október + ANTWERP: Langá 18. september + Skaftá 24. september + Langá 9. október + Skaftá 16. október + Langá 30. október + FREDRIKSTAD: Laxá 3. október Laxá 1 7. október Laxá 31. október GAUTABORG: Laxá 2. október Laxá 16. október Laxá 30. október KAUPMANNAHÖFN: Rangá 22. september Laxá 30. september Laxá 14. október Laxá 28. október HELSINGBORG: Laxá 1. október Laxá 1 5. október Laxá 29. október HELSINKI: Rangá 9. október VENTSPILS: Rangá 1 1. október GDYNIA / GDANSK: Rangá 1 7. september Rangá 1 3. október + = Skip er losa og lesta á Akureyri og Húsavík. 1AFSKIP H.f. hafn^hhusinu reykjavik sImNCFN: HAFSKIP SIMI 21160 Afmœliskveðja: Ásgrímur á Borg áttrœður SEGJA má um bújörðina Borg í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi lfkt og Jónas Hallgrímsson kvað um fjallið Skjaldbreið, að hún „ber með sóma réttnefnið". Hin tignarlega hamraborg, sem bær- inn dregur nafn 'sitt af og bregður svip á allt umhverfið, er tákn þess, sem aldrei bifast né bregzt. í dag er Ásgrímur á Borg átt- ræður. Saga hans verður ekki rak- in hér. Ég ætla, að hana þekki flestir Snæfellingar. Það er löng og merk saga um mikinn dugnað og manndóm, frábær handtök og karlmennsku, sem hvarvetna sér stað á þeirri jörð. Asgrímur kom að Borg 19 ára og hefur átt þar heima síðan. Hann kvæntist 1916 önnu, dóttur Stefáns hrepp- stjóra á Borg. Hjónaband þeirra varð langt og gæfuríkt. Anna dó fyrir 8 árum. Þau eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi: Soffía, búsett i Noregi, gift norskum manni. Stefán, bóndi í Stóru- Þúfu, kvæntur Laufeyju Stefáns- dóttur. Ósk, búsett I Hvammi, Garði, gift Ásmundi Böðvarssyni. Agúst bifreiðastjóri, Rvík. kvæntur Guðríði Björnsdóttur. Inga húsfreyja á Borg, gift Páli Pálssyni hreppstjóra. Halldór bóndi að Minni-Borg, kvæntur Ingu Guðjónsdóttur. Karl bif- reiðarstjóri, Rvík, kvæntur Sigríði Gústafsdóttur. Barnabörnin eru orðin 16 og barnabarnabörnin 6. Þetta er stór og mannvænlegur hópur. Ég minnist þess eitt sinn, að maður einn sagði við mig, er við ræddum ágreiningsmál nokkurt, að nú væri útlitið ekki sigurvæn- legt fyrir mig. Það stæði enginn með mér f þessu máli sunnan- fjalls nema Borgarfólkið. Vafa- laust var þetta ofmælt. En ég hug- leiddi þessi orð og fann það, sem ég raunar áður vissi, að enginn stendur einn, sem nýtur stuðnings Ásgríms á Borg og hans fjölskyldu. Þvert á móti má segja, að þeim manni séu allir vegir færir. Ásgrimur ber aldurinn vel. Hann er enn beinn í baki, höfðinglegur í fasi og hjartahlýr. Ég vona, að hinn mikli eljumaður megi enn njóta þess að söðla hest sinn og hverfa á vit fjallhagans eða taka sér laxastöng í hönd við ár og veiðivötn, þar sem hann hefur löngum verið hverjum manni frárri og fiskisælli. Að hann megi enn eignazt margar friðsælar ánægjustundir við ræt- ur Ljósufjalla. Við hjónin sendum hinum áttræða öðlingsmanni og allri Borgarættinni innilegar hamingjuóskir á þessum timamót- um og þökkum góð kynni og trausta vináttu. Friðjón Þórðarson. Ásgrímur á Borg I Miklaholts- hreppi er áttræður í dag. Sá mikli atorkumaður getur nú með gleði horft til baka og lofað langan og giftudrjúgan starfsdag. Hann er holl fyrirmynd okkur öllum um ræktun hinna beztu eðliskosta. Á Borg hefur Asgrimur búið rausnarbúi frá því að hann kvæntist heimasætunni þar árið 1916 og lifir hann nú I skjóli tveggja barna sinna sem yrkja jörðina. Ásgrímur hefur alltaf verið veitandi og reynt að glæða áhuga manna á hinum beztu mál- um. Hann hefur ekki lagt I vana sinn að mikla fyrir sér hlutina eða festa augu á því sem illa fer. Að sama skapi hefur hann glaðst yfir velgengni annarra og viljað geta stutt við bak sveitunga sinna. Hið geislandi, glaða viðmót hans hef- ur laðað fólk að þessu gestrisna heimili og þrátt fyrir mikla elju- semi heima fyrir veitir hann gest- um alltaf nægan tíma til við- ræðna. Eitt hið eftirminnilegasta I fari Ásgrims á Borg er frásagnarhæfi- leiki hans. Jafnvel hið hversdags- legasta atvik verður leiftrandi og myndríkt í frásögn hans. Tryggð, drenglyndi og karlmennska eru þeir eðliskostir sem hann festir helzt sjónir á og honum fer bezt að lýsa. Þessi fátæklegu orð eiga að tjá innilegt þakklæti mitt og konu minnar fyrir liðnar stundir vestra, þar sem við getum ekki þrýst hönd hans heima á Borg í dag. Ég bið Guð að blessa honum ævikvöldið og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla. Árni Pálsson. FORD BRONCO Þessa dagana erum við að afgreiða síðustu bílana af Ford Bronco árgerð 1974. Verð frá kr. 1530.000. SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100 SAMKEPPNI UM VEGGSPJALD Umferðarráð boðar hér með til samkeppni um veggspjald er nota skal i alþjóðaherferð fyrir auknu öryggi barna í umferðinni. Veggspjaldið skal skírskota til ökumanna i þéttbýli og vera ábending til þeirra að gæta ítrustu varkárni gagnvart börnum innan 10 ára aldurs. Keppninni er hagað eftir samkeppnisreglum F.Í.T. Tillögum sé skilað i hlutföllunum 1:1 i eftirfarandi stærð: Lengd: 84,1 cm. Breidd: 59,4 cm. Tillögum ber að skila til skrifstofu Umferðarráðs fyrir 15. desember 1975. Sérhver tillaga verður að vera nafnlaus. Á bakhlið tillögunnar limist venjulegt lokað hvítt umslag sem í eru fullkomnar upplýsingar um nafn, heimilisfang og fæðingardag. Þurfi að póstsenda titlögur, skulu þær settar í sterkan pappastaut og póstlagaðar eigi siðar en 10. desember, 1975. Samkeppnin er opin öllum áhugamönnum og atvinnumönnum. Dóm- nefnd mun Ijúka störfum fyrir 31. desember, 1975 og verða úrslit birt við opnun sýningar á öllum tillögum i byrjun janúar 1976. Fyrir bestu verðlaunahæfa tillögu verða veitt verðlaun að upphæð kr. 140.000.00. 3 tillögur geta auk þess fengið viðurkenningar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun teiknara verði tillagan prentuð. Dómnefnd skipa: Frá Umferðarráði: Pétur Sveinbjarnarson. Frá Félagi íslenskra teiknara: Torfi Jónsson. Oddamaður: Árni Reynisson. Ritari (trúnaðarmaður) nefndarinnar er Árni Þór Eymundsson. Að fengnu samþykki vinningshafa keppninnar mun Umferðarráð senda verðlaunatillögur í alþjóðakeppni sem haldin er á vegum ECIVIT og PRI. Verðlaun i þeirri keppni og greiðslur jyrir notkunarrétt eru sem hér segir: 1. verðlaun: Frarrskir fr. 1 5.000.00 2. verðlaun: Franskir fr. 10.000.00 3. verðlaun: Franskirfr. 5.000.00 4. verðlaun: Franskir fr. 3.000.00 5. verðlaun: Franskir fr. 2.000.00 Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Umferðar- ráðs, simi 83600. HMY sjónvarpstæki 12” 20” 24” Útsölustaðir víða um land FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.