Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 19 GÓÐ FRAMMISTAÐA ÍSLENZKRA KYLFINGA Á MÓIl í BANDARÍKJIJNUM tslenzku „senjórarnir", sem fóru til Colorado Springs. Talið frá vinstri: Jóhann Eyjólfsson, Helgi Eiríksson, Síðan þrfr bandarfskir framámenn á staðnum, Ingólfur Helgason og Lárus Arnórsson. Eins og oft hefur verið bent á, er golf meðal þeirra tiltölu- lega fáu fþróttagreina,. sem hægt er að iðka frá barnsaldri og fram f háa elli. Þess má geta, að einn af beztu atvinnumönn- um heimsins í golfi um þessar mundir er Sam Snead, sem nú er 62 ára og lætur engan bilbug á sér finna. En að sjálfsögðu er hitt algengara, að menn nái ekki sama árangri, þegar kem- ur yfir fimmtugt eða sextugt — en ánægjan er sú sama. Við 55 ára aldur hafa menn komizt í öldungaflokk, sem svo hefur verið nefndur, en senjór er nú orðið alþjóðlegt orð yfir þennan aldursflokk og hefur verið mælt með því, að þetta orð verði einnig notað hér. Á ári hverju fer fram í Colorado Springs f Banda- ríkjunum heimsmeistara- keppni senjóra, bæði einstakl- ingskeppni og sveitakeppni ein- stakra þjóða. Að þessu móti er mjög glæsilega staðið og uppi- hald keppenda á staðnum er þeim að kostnaðarlausu, en sjálfir sjá þeir um ferðirnar. íslenzkir senjórar hafa farið til þessa móts á undanförnum árum og nú f sumar kepptu þar fjórir fyrir Islands hönd: Helgi Eiríksson, Ingólfur Helgason, Jóhann Eyjólfsson og Lárus Arnórsson. Af þeim er Jóhann yngstur; komst yfir senjóra- markið í fyrra, en Helgi elztur, 75 ára. Hlýtur að teljast mjög Jóhann Eyjólfsson vann keppi- nauta sfna fimm daga I röð og sést hann hér með verðiauna- gripinn. athyglisvert, að maður á þeim aldri sé fær um að fara utan til íþróttakeppni, en margir þeirra sem yngri eru mættu öfunda Helga af atgervi hans. Jóhann Eyjólfsson, fyrrum Islandsmeistari í golfi, náði beztum árangri eins og raunar mátti vænta. Hann sigraði í sfn- um riðli og vann í holukeppni alla andstæðinga sína, fimm daga í röð. Má fullvíst telja, að aldrei hafi Islendingur staðið sig jafnvel f golfkeppni er- lendis. Þeir fjórmenningarnir tóku þátt í hinni alþjóðlegu sveita- keppni senjóra, sem var 36 holu höggleikur með forgjöf. Keppnisstjórnin ákveður sjálf forgjöf manna og fer þá eftir árangri þeirra sem þarna hafa keppt áður. En nýir keppendur verða að senda 5—10 staðfest kort að heiman og er gefin for- gjöf eftir þeim. Þrjátfu þjóðir sendu sveitir i keppnina og voru Islendingarnir í JL sæti eftir fyrri daginn ásamt Banda- rfkjamönnum. Að loknum seinni deginum voru þeir í 16. sæti, eða því sem næst í miðju og hlýtur það að teljast góð frammistaða. Að sveitakeppninni lokinni hófst einstaklingskeppni, sem stendur í 5 daga og er holu- keppni; maður á móti manni. Þetta er með öðrum orðum út- sláttarkeppni, en þó er séð fyrir þvf, að þeir sem tapa eftir fyrsta og annan daginn, þurfi ekki að hætta við svo búið, heldur er þá skipulögð önnur keppni handa þeim. I einstaklingskeppninni er mönnum raðað saman eftir getu. I fyrsta riðli eru menn með 1 í forgjöf eða þar um bil, í öðrum riðli eru menn með lága forgjöf: 4—6 og svo framvegis. Jóhann Eyjólfsson lenti f þriðja riðli og vann hann. Fyrsta daginn sigraði hann Ástralíu- mann með 4—3, annan daginn sigraði hann Chilemann með 2—1, þriðja daginn sigraði hann Bandaríkjamann á 18. holunni, Kóreumann fjórða daginn og loks rótburstaði hann Ástraliumann síðasta daginn með 8—7. Jóhann fékk að sigurlauhum glæsilega silfur- skál á fæti. Munaði minnstu að illa færi hjá honum, þar sem golfpoki hans var ekki með í farangrinum, þegar vestur kom. Eftir mikla leit fannst pokinn í Kaupmannahöfn og eftir fimm daga fékk Jóhann hann f hendur. Þeir Helgi og Ingólfur kepptu báðir í fjórða riðli. Ingólfur vann keppinauta sfna fyrsta og annan daginn en tapaði á 17. þriðja daginn. Helgi vann fyrsta daginn, en tapaði annan daginn. Lárus keppti í 5. riðli; hánn vann fyrsta daginn, en tapaði á öðrum degi. Heimsmeistari senjóra 1975 varð Truman Connell frá Florida. Hann er 58 ára og er með 1 i forgjöf. Connell vann Carlsmith frá Honululu i úrslitaleik. Keppnin fór öll fram á golf- völlunum við Broadmoor hótel- ið f Colorado Springs, en þar eru tveir glæsilegir 18 holu vellir og verða senn þrfr. Þetta eru langir vellir, mikið um bunkera, skóg og vatnstorfær- ur. Hitinn var um 25 stig, en logn. Golfvellirnir eru í um 2000 metra hæð og efsti hluti þeirra nær uppí 2300 metra hæð. Finna menn talsvert óþægilega fyrir þunna loftinu, en komið er til móts við þau óþægindi með því að allir keppendur fara um völlinn á rafmagnsbílum. Flatirnar þóttu geysilega harðar, en að sjálf- sögðu góðar. Þetta var í sjötta skiptið, sem fslenzkir þátttakendur fara á heimsmeistaramót senjóra. Helgi Eirfksson hefur tekið þátt f öllum ferðunum og þrivegis hefur hann hlotið verðlaun. Nú hefur verið stofn- að hér á landi Félag senjór- golfara. Þar geta þeir einir orðið félagar, sem eru 55 ára og eldri. Þetta félag er nú aðili að heimsmeistarakeppninni í Colorado Springs og verður þátttöku væntanlega haldið áfram á næstu árum, enda fjölgar nú óðum í hinum virðu- lega senjóraflokki. Á undan- förnum 6 árum hafa samtals 10 manns farið héðan og tekið þátt í þessu móti, en gera má ráð fyrir, að nú séu 30—40 kylfingar komnir f raðir senjóra. 6- REYKJA VÍK—LANDIÐ: ÚRSLIT Karlar: 200 METRA HLAUP: Sigurður Sigurðsson, R 21,9 Stefán Hallgrimsson, R 22,5 Magnús Jónsson, L 23,0 Bjöm Blöndal, R 23,4 Einar Óskarsson, L 23,5 Hilmar Pálsson, L 24,2 800 METRA HLAUP: Ágúst Ásgeirsson, R 1:58,7 Einar Guðmundsson, L 2:01,0 Gunnar P. Jóakimsson R 2:01,2 Gunnar Sigurðsson, L 2:02,2 Sigurður P. Sigmundsson, L 2:03,2 Þorgeir Óskarsson, R 2:04,5 3000 METRA HLAUP: Ágúst Ásgeirsson, R 8:58,7 Jon Diðriksson, L 9:06,0 Gunnar Snorrason, L 9:34,2 Hafsteinn Óskarsson, R 9:35,3 Markús Einarsson, L 10:16,5 HÁSTÖKK: KarlWest, L 1.99 Elias Sveinsson, R 1.93 Friðrik Þór Óskarsson, R 1,90 Þráinn Hafsteinsson, L 1,90 Hafsteinn Jóhannesson, L 1,90 Jón S. Þórðarson, R 1,85 LANGSTÖKK: Friðrik Þ. Óskarsson, R 6,93 Aðalsteinn Bernharðsson, L 6,73 Hreinn Jónasson, L 6,61 Karl West, L 6,58 Elias Sveinsson, R 6,30 Bjöm Blöndal, R 5,85 KÚLUVARP: Hreinn Halldórsson, L 17,93 Óskar Jakobsson, R 16,80 Guðni Halldórsson. L 16,41 Erlendur Valdimarsson, R 16,35 Stefán Hallgrimsson, R 14,17 Erling Jóhannesson, L 12,93 SPJÓTKAST: Óskar Jakobsson, R 70,96 Þráinn Hafsteinsson, L 62,74 Snorri Jóelsson, R 59,32 Elias Sveinsson, R 57,82 Sigfús Haraldsson, L 53,64 Hreinn Jónasson, L 53,00 SLEGGJUKAST: Erlendur Valdimarsson, R 57,04 Hreinn Halldórsson, L 42.00 Óskar Jakobsson, R 40,76 Guðni Halldórsson, L 40,50 Bjöm Jóhannsson, L 39.98 Guðni Sigfússon, R 35,70 100 METRA HLAUP: Vilmundur Vilhjálmsson, R 10,7 Sigurður Sigurðsson, R 10,9 Bjöm Blöndal, R 11,3 Hilmar Pálsson, L 11,6 Aðalsteinn Bernharðsson, L 11,6 Pétur Pétursson, L 12,3 400 METRA HLAUP: Vilumdur Vilhjálmsson, R 49,9 Simon Brave, R 51,2 Sigurður Sigurðsson, R 51,7 Aðalsteinn Bernharðsson, L 52,3 Sigurgisli Ingimundarson, L 54,2 Hafsteinn Jóhannesson, L 56.5 1500 METRA HLAUP: Ágúst Ásgeirsson, R 4:15,1 Sigurður P. Sigmundsson, L 4:19,0 Gunnar Snorrason, L 4:25,3 Þorgeir Óskarsson, R 4:25,5 Gunnar Þ. Sigurðsson, L 4:29,5 Hafsteinn Óskarsson, R 5:17,4 5000 METRA HLAUP: Jón Diðriksson, L 15:37,5 Ágúst Ásgeirsson, R 15:53,7 Hafsteinn Óskarsson, R 16:52,0 Stefán Gislason, L 17:25,2 Leif Österby, L 17:27,5 110 METRA GRINDAHLAUP: Jón S. Þórðarson, R 15,8 Elias Sveinsson, R 15,9 Hafsteinn Jóhannesson, L 15,9 Þorvaldur Þórsson, L 16,4 Karl West Fredriksen, L 16.8 Stefán Jóhannsson, R 17,5 1000 METRA BOOHLAUP: Sveit Reykjavíkur 2:04,7 Sveit Landsins STANGARSTÖKK: 2:07,9 Elias Sveinsson, R 4,15 Karl West Fredriksen, L 4,00 Hafsteinn Jóhannesson, L 3,70 Guðmundur Jóhannesson, L 3,50 Friðrik Þór Óskarsson, R 3,00 ÞRÍSTÖKK: Friðrik Þór Óskarsson, R 14,52 Aðalsteinn Bernharðsson, L 13,69 Jóhann Pétursson, L 13,49 Pétur Pétursson, L 13,09 Jón S. Þórðarson, R 12,35 Stefán Jóhannsson, R 11,94 KRINGLUKAST: Erlendur Valdimarsson, R 57,11 Óskar Jakobsson, R 51,05 Hreinn Halldórssin, L 50,92 Guðni Halldórsson, L 47,00 Þráinn Hafsteinsson, L 44,40 Elias Sveinsson, R 44,30 Konur: 100 metra hlaup: Erna Guðmundsdóttir, R 12,1 Ingunn Einarsdóttir, R 12,4 Sigriður Kjartansdóttir, L 12,5 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, R 12,7 Kristín Jónsdóttir, L 12,7 Björk Ingimundardóttir. L 12,8 400 metra hlaup: tngunn Einarsdóttir, R 59.7 Sigrún Sveinsdóttir, R 62,9 Ragnhildur Pálsdóttir, L 63,2 Margrét Grétarsdóttir, R 64,4 Svanhildur Karlsdóttir, L 64,9 Sigurbjörg Karlsdóttir, L 70,2 4X100 METRA BOÐHLAUP: Sveit Reykjavikur 49,3 Sveit landsins 50,8 HÁSTÖKK: Maria Guðnadóttir, L 1,60 Jóhanna Ásmundsdóttir, L 1,55 Lára Sveinsdóttir, R 1,55 Lára Halldórsdóttir, L 1,55 Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, L 1,55 Björk Eiriksdóttir, R 1,50 KÚLUVARP: Sigurlina Hreiðarsdóttir, L 11,00 Ása Halldórsdóttir, R 10,80 Katrín Vilhjálmsdóttir, L 10,46 Sveinbjörg Stefánsdóttir, L 9.15 Lára Sveinsdóttir, R 8,82 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, R 8,54 SPJÓTKAST: Maria Guðnadóttir, L 34,06 Arndis Björnsdóttir, L 33,50 Alda Helgadóttir, L 32,46 Björk Eiriksdóttir, R 31,72 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, R 29,44 200 METRA HLAUP: Ingunn Einarsdóttir, R 26.0 Sigriður Kjartansdóttir, L 26,0 Erna Guðmundsdóttir, R 26,1 Kristin Jónsdóttir, L 26,7 Björk Ingimundardóþttir, L 26,7 Margrét Grétarsdóttir, R 27,0 800 METRA HLAUP: Sigurbjörg Karlsdóttir, L 2:34,1 Ingunn Einarsdóttir, R 2:34,1 Sigrún Sveinsdóttir, R 2:36,3 Svanhildur Karlsdóttir, L 2:36.5 Anna Haraldsdóttir, L 2:45,1 Ásta Þorleifsdóttir, R 3:07,2 100 METRA GRINDAHLAUP: Erna Guðmundsdóttir, R 15,0 Lára Sveinsdóttir, R 15,2 Sigrún Sveinsdóttir, R 16,6 Sigurlina Gísladóttir. L 17,6 Hafdis Ingimarsdóttir, L 17,7 Ragna Erlingsdóttir, L 18,6 LANGSTÖKK: Hafdis Ingimarsdóttir, L 5,48 Lára Sveinsdóttir, R 5,35 Sigurlina Gisladóttjr, L 5,33 Björg Ingimundardóttir, L 5,33 Erna Guðmundsdóttir, R 5,28 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, R 5,09 KRINGLUKAST: Ingibjörg Guðmundsdóttir, L 35,13 Þóra Guðmundsdóttir, L 28,29 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, R 27,84 Sigurlina Hreiðarsdóttir, L 27,68 Katrin Atladóttir, 23,40 Björk Eiriksdóttir, R 23,15 — McNeill Framhald af bls. 23 — Ég fann að æfingarnar voru orðnar erfiðar fyrir mig og ég þurfti að leggja meira að mér en áður og vildi þvi hætta, segir McNeill um þessa ákvörðun sína. — Ég hafði alltaf sagt við sjálfan mig, að þegar málum væri svo komið þá myndi ég hætta og ég vildi hætta á toppnum. — Reykjavík sigraði Framhald af bls. 18 megin hluta sumarsins, og sýndi það i þessari keppni að hún er nokkuð jafnvfg frá spretthlaup- um upp í millivegalengdahlaup. I spretthlaupunum vakti sérstaka athygli hin 14 ára stúlka frá Akureyri, Sigríður Kjartansdótt- ir, og má mikið vera ef þar er ekki ný hlaupadrottning á ferðinni. Maria Guðnadóttir, Snæfelling- ur, vakti einnig athygli í keppn- inni, en hún sigraði bæði f spjót- kasti og hástökki. Sveitungi henn- ar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, vann einnig ágætt afrek í kringlu- kastinu og vann þar sigur í for- föllum Islandsmethafans, Guðrúnar Ingólfsdóttur. Er varla vafamál að Ingibjörg á góða möguleika á að hnekkja meti Guðrúnar — hana virðist fyrst og fremst skorta meiri æfingu til þess að svo geti orðið. Tækni hennar í hringnum er með því bezta sem hér sézt hjá stúlkum sem leggja fyrir sig köst, og er t.d. útkastið kröftugt og gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.