Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 23 BILLY McNeiIl heldur sigurlaunum I skozku bikarkeppninni hátt á loft. Þetta var árið 1974, en alls fagnaði hann sigri f þessari keppni sjö sinnum og alltaf sem fyrirliði. Goðíaugum þúsunda stuðnings manna Celtic Miðvörðurinn Billy McNeill, sem Jóhannes Eðvaldsson á að leysa af hólmi HANN lék 831 leik með Celtic, hann var leikmaður með Celtic f 18 ár, hann varð nfu sinnum skozkur meistari, sjö sinnum skozkur bikarmeistari og níu sinnum sigurvegari með liði sfnu f skozka deildarbikarnum. Auk þess getur svo BILLY McNeill, en sá er maðurinn, státað af þvf að hafa verið fyrir- liði Celtic er liðið varð sigur- vegari f Evrópukeppni bikar- meistara árið 1967, fyrst brezkra liða. Billy McNeiIl er dýrlingur í augum þúsundanna sem styðja við bakið á Celtic, en nú er hann hættur og hver verður til að leysa hann af hólmi? Við sögðum frá því f síðusth viku að Jóhannes Eðvaldsson væri á góðri leið með að tryggja sér fast sæti I liði Celtic, en bar- áttan er erfið og margir bítast um brauðið. Margt er þó líkt með Jóhannesi og Billy McNeill. Báðir eru þeir hávaxnir, staða þeirra beggja á vellinum er miðvörður og báðir bregða þeir sér gjarnan fram í sóknina og skora dýrmæt mörk. Roddy MacDonald hét sá ungi maður, sem átti að taka við af McNeiIl, en svo kom Jóhannes til sögunnar og framtíðin verður að skera úr um það hver verður arftaki McNpills ef nokkur nær þá viðlíka vinsældum og annarri eins hæfni og þessi goðsögn skozkrar knattspyrnu. Það ríkti þögn á hinum glæsi- lega Hampden-leikvangi í Glasgow. Úrslitaleiknum i skozku bikarkeppninni það herrans ár 1965 var að ljúka. Allt benti til þess að aukaleikur þyrfti að fara fram því bæði lið höfðu skorað tvö mörk. Celtichafði barizt í 10 ár fyrir sigri í bikarkeppninni, en aldrei haft árangur sem erfiði. Nú var liðið f úrslitum og hafði sótt mun meira allan leiktfm- ann. Hornspyrna var fram- kvæmd og McNeill hafði brugðið sér f sóknina. Knöttur- inn sveif í boga yfir markteig Dunfermline og hetja leiksins, fram að þessu augnabliki, markvörður Dunfermline, stökk eins og köttur út úr mark- inu og hugðist handsama knött- inn. Aður en af því varð hafði Billy McNeill stokkið hærra en allir aðrir og hamrað knöttinn f netið af fftonskrafti. McNeill var orðið stórt nafn í sögu Celtic, markið hans hafði fært liðinu hans dýrmætan sigur, sem aðeins var byrjunin á stórkostlegu 10 ára ævintýri. Hann hafði komið inn i liðið meðan það átti í erfiðleikum. Liðið var byggt upp af ungum efnum og gömlum, reyndum leikmönnum, en í liðið vantaði festu og stöðugleika. Árið 1965 var ár breyting- anna. Jock Stein sem hafði leikið sem miðvörður hjá Celtic tók við starfi framkvæmda- stjóra af Jimmy McGrory og allt f einu byrjaði hagur Celtic að vænka. Gretturnar breyttust í bros er leikskipulag Steins fór að bera árangur og stjórn McNeills á liðinu inni á vellinum. Liðið varð skemmti- legt á að horfa, það var eitthvað spennandi við það, en þó fyrst og fremst fór Celtic að ganga vel. McNeilI fékk að kynnast sigurgleðinni og lffinu sem fylgir þvf að vera stjarna. En lífið var ekki alltaf dans á rósum. Hann lék 29 landsleiki fyrir Skotland og fyrsti lands- leikurinn verður honum án efa lengi eftirminnilegur. Mótherj- inn var enska Iandsliðið og leiknum lauk með yfirburða- sigri enska Iiðsins, 9:3. Þetta var árið 1961 og þá var McNeill aðeins 21 árs. Þessi slæma byrjun hefði brotið margan ungan knattspyrnumanninn niður, en ekki McNeill. Hann barðist áfram, ákveðinn f að sýna hæfileika sfna og honum tókst það. Stærsta stund McNeills sem knattspyrnumanns hefur án efa verið er lið hans sigraði f Evrópukeppninni í Portúgal árið 1967. Leikið var gegn Inter Milan og skoruðu Italirnir fyrsta mark leiksins, en lögðust sfðan í vörn. Celtic sótti og sótti og uppskar liðið eitt mark þegar tæpar tíu mfnútur voru eftir. Áfram var sótt og barizt og á lokamínútunum skoraði Chalmers mark, sem færði Celtic — fyrst allra brezkra liða — sigurinn í Evrópukeppninni. Celtic var vel fagnað af portú- gölskum, ftölskum og umfram allt skozkum áhorfendum, en mest var þó gleðin þegar McNeill og félagar komu heim til Skotlands með gripinn eftir- sótta. Kveðjuleikur Bobby Mc- Neills var úrslitaleikurinn f bikarkeppninni skozku f fyrra. Celtic sigraði Airdrie 3:1 og hann varð bikarmeistari með Celtic í sjöunda skipti. McNeill skoraði í úrslitaleiknum, eins og hann hafði gert einum tug ára áður er hann varð fyrst bikarmeistari með Celtic. Enginn hinna fjölmörgu áhorfenda vissi að þessi úrslita- leikur var síðasti leikur fyrir- liðans þeirra. Hann var beðinn um að halda áfram, mátti ráða samningsupphæðinni og samn- ingstímanum en sagði nei takk. Framhald á bls. 19 Valur fékk Róbert Jack, en Celtic fékk Jóhannes — EG Á að vera tengiliður á milli skozku stjórnarmannanna hjá Celtic og forystumanna Vals og þess vegna er ég kom- inn hingað suður. Ég vildi þó gjarnan hafa yngri fætur og þá myndi ég vera annars konar tengiliður. Það var séra Róbert Jack, sem mælti þessi orð. Skozki presturinn á Tjörn á Vatnsnesi, sem fyrir löngu er orðinn ís- lendingur. Hann er heiðurs- félagi í Celtic, sá eini f hópi heiðursfélaganna, sem ekki er kaþólskrar trúar. En séra Róbert hefur einnig hlýjar taugar til Valsmanna, hjá þeim var hann þjálfari og gerði Val m.a. að íslandsmeisturum árin 1936 og 37. — Þá var andinn annar inn- an knattspyrnunnar og hugs- unarhátturinn allt öðru vfsi, sagði Róbert. Ég man alltaf eft- ir þvf að eftir að Valur varð íslandsmeistari seinna árið mitt með þeim, þá kom Her- mann Hermannsson til mfn og gaf mér verðlaunapeninginn sinn. Það þótti mér vænt um og éftir það vorum við Hermann nánir vinir. Róbert Jack var gerður að heiðursfélaga hjá Celtic árið 1961, fékk þá virðulegt skjal, sem hann geymir heima á Tjörn. Séra Róbert Jack er manna fróðastur um Celtic og sögu félagsins og gefum honum þvi orðið aftur. — Ég var 6 ára gamall þegar ég fór að fylgja Celtic að málum og hef fylgt þeim allar götur siðan. Forráðamenn félagsins eru margir hverjir nánir vinir mfnir og að sjálfsögðu vona ég að Celtic takist að bera sigur úr býtum í UEFA-keppninni að þessu sinni, en fari þó ekki illa með félaga mína úr Val. Celtic var fyrsta liðið frá Bretlands- eyjum, sem sigraði í Evrópu- keppni félagsliða, og meira en það. Celtic bar sigur úr býtum í fyrstu heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu. Það var árið 1904 að Celtic vann Burnley í úrslitaleik. Keppnin var að sjálfsögðu óformleg, þvf knattspyrnan var ekki i föstum skorðum þá og þátt f henni tóku aðeins lið frá Evrópu. Úrslita- leikurinn fór fram í Austurríki og varð jafntefli. Síðari úrslita- leikurinn fór svo fram í Burnley og þá vann Celtic. — Velgengni Celtic síðasta áratug þakka ég tveimur mönnum. Robert Kelly, sem var formaður félagsins frá þvi um 1950, og Jock Stein, núverandi framkvæmdastjóra félagsins. Kelly var kallaður „Herra Celtic“ og var jafnvel fús til að deyja fyrir félagið sitt og strák- ana sína. Það gekk illa hjá hon- um lengi vel, en hann byggði liðið upp hægt og rólega með ungum strákum, sem síðan gerðu Celtic að stórveldi. Jock Stein er fyrrverandi náma- maður, eitilharður náungi, ómenntaður en mjög greindur. Ég hef heyrt það upp á síðkastið að hann sé eitthvað að gefa sig og sé ekki lengur eins harður og hann þarf að vera. Þegar er farið að tala um eftir- mann hans og Robert Old, sem nú er framkvæmdastjóri Patrick Thistle, talinn líkleg- astur í starfið. Old er gamall leikmaður með Celtic og undir hans stjórn er Thistle nú eina taplausa liðið í Skotlandi á keppnistimabilinu. Um úrslit leiksins í kvöld vildi séra Róbert ekki spá, en sagðist vona að Ieikurinn yrði skemmtilegur á að horfa og Valsstrákarnir sýndu hvers þeir eru megnugir. Á sínum tíma fengu Valsmenn og fs- lenzk knattspyrna Róbert Jack frá Skotlandi, í kvöld verður sending Valsmanna til Celtic, Jóhannes Eðvaldsson, meðal þeirra græn-hvftu í leiknum við hina rauðklæddu félaga sfna. Lauda á Ferrari bíl sfnum númer 12 f fyrsta sæti eins og svo oft. Hér fylgja James Hunt og Jean-Pierre Jarier fast á eftir. Niki Lauda heimsmeistari í kappakstri 1975 AUSTURRÍKISMAÐURINN Niki Lauda hefur nú tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna f kappakstri f ár. Hann ekur hinum stórglæsilega 12 strokka Ferrari frá ítalfu. Ferrari er eini bfllinn með tólf strokka vél f ár í Formúlu 1. Niki Lauda er aðeins 26 ára gamall og ók f fyrsta sinn f Formúlu 1 árið 1971 Niki Lauda þykir heldur strákslegur í útliti og kannski ekki lfklegasti heimsmeistarinn í kappakstri ef dæmt skyldi eftir útliti. En það hefur raunar lengi verið eitt af einkennum kappakstursmanna að þeir þekkjast ekki á útlitinu. Það var í heimalandi Ferrari, Italfu, að titillinn varð örugg- lega hans þó hann næði ekki nema þriðja sæti á eftir félaga sfnum Clay Regazzoni og fyrr- verandi tvöföldum heims- meistara Emerson Fittipaldi. Carlos Reutemann frá Argentínu var hins vegar eini maðurinn, sem möguleika hefði átt á að ná Lauda að stigum f þeim tveim Grand Prix keppn- um, sem eftir voru fyrir Italíu, svo mikil var forysta hans orðin. I fyrra leit út á miðju keppnistímabilinu sem Lauda tækist að tryggja sér heims- meistaratitilinn en þá komu sífelldar bilanir eða mistök i hverri keppni. Niki er gífurlega áhugasam- ur um kappakstur og fylgist með flestu sem gert er við bíl hans og hjálpar jafnvel til )] sjálfur en það er meira en hægt er að segja um flesta félaga hans. Lauda keyrði í fyrsta sinn fyrir Ferrari í fyrra en áður hafði hann keyrt fyrir BRM og March. Hann var ekki alltaf ánægður með bíla sína hjá BRM og March enda voru þeir ekki með beztu bilunum á þeim tíma og því síður nú. Hjá Ferrari er Lauda hins vegar ánægður og tryggði gamla manninum Enzo Ferrari fyrsta heimsmeistaratitilinn síðan 1964 er John Sutrees frá Bret- landi varð heimsmeistari. Eldrauður bíllinn og rauður hjálmurinn og hið sérstæða ærandi hljóð, sem Ferrari aðdáendur um allan heim þekkja, þó ekki séu þeir kannski margir á Islandi, hafa semsagt náð æðsta takmarkinu, sem til er f kappakstri, heims- meistaratitilinum. br.h. Nær 100 manns í síð- asta stórmóti ársins FYRIR nokkru fór fram hin árlega Ronrico-keppni, sem haldin er á veg- um Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyri. Á undanförnum árum hefur þetta mót verið siðast þeirra opnu móta, sem orðin eru fastur liðurá kapp leikaskrám og ævinlega er mikil þátt?aka i. Nafn keppninnar helgast af því, að umboðsmaður Ronrico á íslandi, Einai Mathiesen i Hafnar- firði, hefur gefið verðlaunin. Á und- anfömum árum hafa um 90 manns tekið þátt i þessu móti og mættu liðlega 90 til leiks i þetta sinn, þar af 32 úr meistaraflokki. Fyrri daginn var sólskin og bliðuveður en af ein hverjum ástæðum náðu meistara- flokksmennirnir ekki þeim árangri, sem vænta mátti við svo góðar aðstæður. Á sunnudaginn brá hins- vegar til hins verra með roki og slagveðursrigningu. Þrátt fyrir það gugnuðu furðu fáir, en árangurinn varð eins og vænta mátti og komst enginn undir 80 þann daginn. Keppt var bæði með og án for- gjafar og fór svo að Sigurður Thorarensen úr Keili varð skarp- astur. Verðlaunasætin voru annars þannig skipuð: Án forgjafar: 1. Sigurður Thorarensen Keili 75—80. samtals á 1 55 2. Þórhallur Hólmgeirsson GS 76—84, samtals á 160 3.—4. Ragnar Ólafsson GR 81—81, samtals á 162 3.—4. Geir Svansson GR 80—82, samtals á 162 Ragnar vann Geir i aukakeppni. Með forgjöf: 1.—2. Sveinn Sigurbergsson GK 175, nettóá 147 1.—2. Sigurður Thorarensen GK 155, nettóá 147 3. Atli Arason GR 166, nettó á 152 ( 18 holu aukakeppni um 1. og 2. sætið urðu þeir enn jafnir, Sveinn og Sigurður. Urðu þeir að taka aðra 1 8 holu aukakeppni og vann þá Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.