Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
21
Barátta og aftur barátta
— Við spilum alls ekki fallega knattspyrnu, mér dettur
ekki í hug að halda því fram, sagði fyrirliði þeirra Keflvík-
inga og markaskorari, Einar Gunnarsson, að leiknum
loknum. — Við höfum þetta á baráttu og aftur baráttu, án
hennar nær ekkert lið árangri. Hver einasti Ieikmaður gaf
sig allan í þennan Ieik og ég held að við séum allir
algjörlega búnir. Það er líka þægilegt að hafa Þorstein
fyrir aftan sig, sallarólegan og öruggan, og auk þess I
banastuði.
— Að sjálfsögðu tóku þjálfararnir áhættu er þeir sendu
mig framan á völlinn I fyrri hálfleiknum, en ég var
ánægður með aö fá tækifæri framar á vellinum og það var
stórkostlegt að sjá á eftir knettinum inn f markið. Þá var
það ekki síður ánægjuleg stund þegar forsætisráðherra
afhenti okkur bikarinn I lok leiksins og ég vil endilega
koma á framfæri þakklæti til framkvæmdaaðilja keppn-
innar, en það er orðin mikil reisn yfir úrslitunum. Verð-
laununum er ekki lengur hent I sigurvegarana f hasti og
það jafnvel innan um krakkaskrfl sem gjarnan ryðst inn á
völlinn, sagði Einar að lokum.
Þorsteinn Ólafsson var ásamt Einari Gunnarssyni hetja
Keflavfkurliðsins f þessum leik. Hann hafði nóg að gera I
þessum leik og ieysti hlutverk sitt frábærlega vel af
hendi. Um það hvernig honum tókst að verja skotið frá
Jóni Gunnlaugssyni á sfðustu mínútu leiksins, sagði Þor-
steinn, að það hefði bara verið heppni og ekkert annað. —
Annars hefði ég átt að vera búinn að hirða knöttinn fyrir
löngu síðan, áður en Jón náði til hans, sagði Þorsteinn.
Steinar Jóhannsson hafði erfitt hlutverk I þessum leik
og þá einkum I seinni hálfleiknum. Hann mátti ásamt Jóni
Ólafi berjast gegn f jórum varnarmönnum lA-Iiðsins og þá
svo að við ofurefli hafi verið að etja, þá tókst þeim
félögum nokkrum sinnum að skapa sér tækifæri I hálf-
ieiknum og einu sinni þurftu Skagamenn að bjarga á lfnu
iii ao koma f veg fyrir mark. — Maður spilaði sem
hálfgerður varnarmaður allan seinni hálfleikinn, sagði
Steinar, en eðlilega var liðið dregið aftar á vellinum á móti
vindinum, með eitt mark yfir. Það skiptir ekki máli
hvernig leikir vinnast, aðaiatriðið er að þeir vinist, sagði
Steinar Jóhannsson.
Guðni Kjartansson þjálfari Keflvfkinga og fyrrum fyrir-
liði liðsíns var að vonum ánægður með árangur sinna
manna, sem færði Keflvfkingum hinn glæsilega bikar til
geymslu f eitt ár. Guðni ætlaði sér að vera meðai leik-
manna IBK-Iiðsins f suraar, en vegna meiðsla varð hann að
gangast undir stóran uppskurð á hné og hefur því lftið
getað hreyft sig í sumar. Við spurðum Guðna hvort hann
yrði meðal leikmanna IBK-Iiðsins næsta sumar eða hvort
hann yrði áfram þjálfari. — Um þetta get ég ekkert sagt,
sagði Guðni. — Ég hef fullan hug á að byrja æfingar og
koma mér að nýju f liðið, en það gæti þó orðið erfitt, þvf
fóturinn er óstyrkur og ég á langt f land með að geta farið
að beita mér að fullu.
Ekkert eftir gefið. Hilmar Hjálmarsson og Teitur Þórðarson f baráttu um knöttinn þótt báðir liggi á vellinum.
Víkingshjátrúin bregzt ekki
ÞRÁTT fyrir það að Skagamenn töpuðu úrslitaleiknum f
bíkarkeppninni á sunnudaginn þá tóku þeir tapinu með
rósemi og sýndu undirrituðum enn einu sinni að þeir eru
sannir fþróttamenn. Eðlilega voru menn sárir undir niðri
yfir því að hafa ekki unnið, en nöldur og nagg, sem svo oft
má heyra f búningsherbergjum að tapleikjum loknum
heyrðist ekki meðal Skagamannanna að lokinni viðureign-
inni á sunnudaginn.
Jón Alfreðsson fyrirliði lA-Iiðsins sagði að það væri
greinilegt að Vfkingshjátrúin brygðist ekki og átti Jón þar
við að mörg undanfarin ár hefur það lið, sem slegið hefur
Víkingana út úr bikarkeppninni alltaf orðið sigurvegari.
Aðspurður um það hvort landsliðsmenn IA væru þreyttir
eftir keppnisferðina til Frakklands, Belgfu og Skotlands
og það hefði kannskí kostað liðið sigurinn, sagði Jón að ef
til vill sæti þreytan enn í mönnum. Það sem hefði þó verið
enn verra, væri að svo margir leikmenn hefðu verið frá
æfingum liðsins í svo langan tfma.
Að lokum spurðum við Jón svo að þvf hvenær bikarinn
Unfjfu mönnunum
GEORGE KIRBY, þjálfari þeirra Akurnesinga, hefur ekki
verið mikið gefinn fyrir það að ræða við blaðamenn. Þau
eru sennilega teljandi á fingrum annarrar handar viðtölin,
sem blaðamenn hafa átt við Kirby og birzt hafa í fslenzku
blöðunum. Á sunnudaginn að loknum úrslitaleik Bikar-
keþpni KSl gerði hann þó undantekningu á þeirri reglu
sinni að ræða ekki við blaðamenn og spjaílaði blaðamaður
Morgunblaðsins góða stund við Kirby í búningsherbergj-
um þeirra Skagamanna.
Spurðum við Kirby fyrst hvort hann teldi að hin langa og
stranga landsliðsferð, en með í þeirri ferð voru 7 Skaga-
menn, hefði komið niður á leik tA-liðsins í úrslitunum. —
Það getur vel verið að svo sé, sagði Kirby. — Það væri þó
ekki heiðarlegt af mér gagnvart Keflvfkingunum að segja
svo. Við áttum okkar marktækifæri í leiknum f dag, en
tókst ekki að skora úr þeim vegna óheppni eða klaufaskap-
ar, en þó fyrst og fremst vegna frábærrar markvörzlu
iBK-markvarðarins.
færi eiginlega upp á Skaga, en þetta var 7. bikarúrslita-
leikurinn, sem Skagamenn tapa. — Svei mér þá manni er
aiveg hætt að lítast á þetta, ætli hann komi nokkurn
tfmann uppeftir, sagði Jón Alfreðsson.
— Okkur lá svo mikið á að skora að menn máttu ekki
vera að þvf að skora, sagði Matthfas Hailgrímsson eftir
leikinn. — Við vorum undir pressu f þessum leik, þoldum
ekki álagið og þvf rann þetta allt einhvern veginn út f
sandinn hjá okkur. Þá hefur Þorsteinn heldur aldrei verið
betri, sagði Matthfas.
Jón Gunnlaugsson átti mjög gott marktækifæri á sfðustu
mfnútu leiksins og hafði auk þess átt laglega skalla að
tBK-markinu, sem fóru þó ekki rétta boðleið alla leið f
netið. — Það var langt frá þvf að heppnin hafi verið með
okkur f þessum leik, sagði Jón að leiknum loknum, og mér
er það illskiljanlegt hvernig Þorsteinn fór að þvf að verja
frá nér f restina. — Ég held bara að við verðum að senda
b-Iiðið f næsta úrslitaleik bikarkeppninnar.
verður að treysta
— Það er ekki rétt, sem sagt var f blöðunum fyrir
helgina, að Laugardalsvöllurinn væri f mjög góðu ásig-
komulagi. Hann var háll f þessum leik og mjög gljúpur og
passaði okkur illa. Ef framfarir eiga að geta átt sér stað í
fslenzkri knattspyrnu, verða knattspyrnuvellirnir að batna
mikið. Það er ekki hægt að sýna góða knattspyrnu á eins
lélegum völlum og LaugardalsvöIIurinn er.
Að lokum var Kirby spurður að þvf hver væri ástæðan
fyrir því að landsliðsmennirnir Teitur Þórðarson og Björn
Lárusson hefðu verið meðal varamanna í leiknum.
— I síðasia leik ÍA f 1. deildinni voru þessir leikmenn
ekki með og ungu mennirnir, sem tóku stöðu þeirra, stöðu
sig mjög vel. Maður verður að vera heiðarlegur gagnvart
leikmönnum sfnum, annars næst ekki árangur. Ungu
mönnunum verður að treysta og ég sá því enga ástæðu til
að hrcyta liðinu, sagði Kirby að lokum.
Barátta við mark Keflvíkinga í úrslitaleiknum. Þorsteinn Ólafsson, markvörður IBK er sá sem upp úr stendur og með knöttinn í fanginu, eins og svo oft f úrslitaleiknum
Árni Sveinsson og Jón Gunnlaugsson, Skagamenn bera sig illa. En Grétar Magnússon hefur greinilega fengið magalendingu. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
Sjöundi skellur Skagamanna
Voru betra liðið í úrslitaleiknum en
máttu samt sjá af bikamum til Keflavíkur
ÞAÐ VORU Keflvfkingar sem
héldu heim með hinn nýja og
glæsilega bikar sem nú var f
fyrsta skipti keppt um í Bikar-
keppni KSÍ. Mark, sem Einar
Gunnarsson, fyrirliði Keflvfk-
inga, skoraði á 34. mfnútu úrslita-
leiks þeirra við Akurnesinga á
Laugardalsvellinum á sunnudag-
inn, reyndist verða eina mark
leiksins og sjöundi ósigur Skaga-
manna í bikarúrslitaleik var stað
reynd. Oft hefur það komið fyrir f
úrlitaleikjum Skagamanna að
þeir hafa átt á að skipa betra
liðinu á vellinum, og svo var einn-
ig á sunnudaginn, en það var bara
hreint ekki nóg. Það eru mörkin
sem telja og gilda, og þau tókst
Skagamönnum ekki að skora á
sunnudaginn. Hlýtur það að vera
kaldhæðni örlaganna að lið sem
hefur á að skipa landsliðsfram-
lfnumönnum og skoraði allra liða
mest f 1. deildar keppni tslands-
mótsins, skyldi ekki takast að
skora eitt einasta mark f þessum
þýðingarmikla leik.
Markið sem réð úrslitum kom á
34. mínútu. Keflvíkingar áttu þá
sóknarlotu sem virtist fremur
meinleysisleg. Gekk knötturinn
nokkrum sinnum milli manna fyr-
ir framan vítateig Akurnesinga,
en barst loks til Einars Gunnars-
sonar, sem var með mann yfir se’r.
Tókst Einari að fá örlítið svigrúm
og skjóta vinstri fótarskoti að
Akranesmarkinu. Skot hans var
ekki fast, en markvörður Skaga-
manna, Hörður Helgason, sá ekki
knöttinn fyrr en um seinan og var
nokkuð frá að ná til hans þar sem
hann hafnaði í hægra horni
marks hans, niðri. „Þetta verður
leikurinn okkar,“ sagði Einar
Gunnarsson í viðtali sem birtist í
Morgunblaðinu á sunnudaginn,
og eftir leikinn er óhætt að segja
að þetta hafi verið leikurinn hans.
Auk þess að skora markið sem
færði Keflvíkingum sigur var
Einar maðurinn á bak við þá bar-
áttu Keflavíkurliðsins sem gerði
því fært að halda marki sínu
hreinu og hreppa bikarinn. Þessi
sigur var Keflavíkurliðinu góð
sárabót fyrir að missa alveg af
lestinni i íslandsmótinu í sumar,
og enn ein sönnun þess, að þegar
mikið ríður á, geta Keflvíkingar
gert hina ótrúlegustu hluti.
Sem fyrr greinir voru það
Skagamenn sem voru betra liðið i
leiknum á sunnudaginn. Allt frá
upphafi til enda freistuðu þeir
þess að leika knattspyrnu — láta
knöttinn ganga á milli sín og
skapa sér þannig tækifæri. Þrátt
fyrir fjölmenna og duglega vörn
Keflavíkurliðsins tókst þeim það
líka á stundum, en þá brást
markakóngum, jafnt sem öðrum
bogalistin. Þá sjaldan að færið
var opið reyndist Þorsteinn Ólafs-
son, markvörður Keflavíkur,
óyfirstlganleg hindrun, en Þor-
steinn átti þarna afbragðsleik —
sennilega sinn bezta í sumar, og
sýndi þá viðbragðsflýti og
ákveðni sem gert hafa hann að
einum allra bezta markverði
landsins.
Það voru Keflvíkingar sem áttu
fyrsta dauðafærið í þessum leik,
þegar á 4. mínútu, er Skagavörnin
opnaðist illa og Steinar fékk háa
sendingu inn að markinu. Að
þessu sinni var heppnin með
Skagamönnum, þar sem Steinar
skallaði framhjá.
Ekki var síðan um að ræða opið
færi fyrr en á 23. mínútu. Allt
fram til þess tíma höfðu Skaga-
menn sótt mun meira, þótt gegn
vindi væri, en tókst ekki að kom-
ast mikið áleiðis. Á 23. mínútu var
dæmd aukaspyrna á Keflvíkinga
við vítateiginn og upp úr henni
fékk Matthias Hallgrímsson gott
færi, sem hann misnotaði.
Eftir að Einar Gunnarsson
hafði skorað mark sitt, breyttu
Keflvíkingar leikaðferð sinni
nokkuð og lögðu aðaláherzlu á að
halda sfnum hlut. Varð þetta til
þess að Skagamenn gerðust nokk-
uð ákafir í sóknarleik sínum og
voru tæpast nógu vakandi i vörn.
Náðu Keflvíkingar nokkrum sinn-
um skyndiupphlaupum, sem voru
hættuleg — aldrei þó eins og á 37.
mínútu er Jón Ólafur Jónsson átti
skot að marki þeirra af alllöngu
færi. En þá var Hörður Helgaosn,
sem yfirleitt virkaði heldur óör-
uggur í þessum leik, vel á verði og
tókst að slá knöttinn upp. Hrökk
hann í þverslá og fram á völlinn,
þar sem Herði tókst að góma
hann.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins
átti Jón Gunnlaugsson svo skalla
yfir, eftir aukaspyrnu, og mínútu
síðar komst Matthias í dauðafæri
eftir að hafa leikið sig inn í teig-
inn, en varð svo aðeins of seinn.
— Þorsteinn kom út á réttu
augnabliki og skot Matthíasar
hafnaði í honum og aftur fyrir
endamörk.
I seinni hálfleiknum mátti
segja að sókn Akurnesinga væri
nokkuð stanzlaus. Hættulegasta
tækifærið i leiknum var þó ekki
við mark Keflavikur, heldur við
Skagamarkið, er Steinar brauzt
upp hægra megin og sendi síðan
knöttinn inn að markinu. Þar
missti Hörður Heigason af honum
fyrir fætur Jóns Ólafs sem skaut
en Jóhannes Guðjónsson var þá
rétti maðurinn á réttum stað og
bjargaði á linu.
Nokkrum sinnum komst svo
Keflavikurmarkið í yfirvofandi
hættu, og nægir að nefna þar að
Jón Gunnlaugsson átti skalla rétt
framhjá eftir hornspyrnu, og
bæði hann, Teitur og Matthias
komust I góð skotfæri á lokamin-
útum leiksins. En allt fór á einn
veg. Ævinlega var Keflvíkingur
fyrir knettinum og bjargaði, eða
þá að Þorsteinn Ólafsson greip
vel inn í. Var auðséð að Keflvík-
ingar tréystu honum vel I þessum
leik, þar sem þau voru hreint ekki
auðveld viðfangs sum skotin, eða
sendingarnar, sem hann fékk frá
samherjum sinum.
Undir lokin var greinilegt að
örvænting tók að grípa um sig hjá
Akurnesingum. Þeir sóttu mikið
upp vallarmiðjuna, og auðveldaði
það Keflvíkingum vörnina. Þrátt
fyrir hina miklu pressu héldu
Keflvíkingar vel rö sinni, en
hættulegast er þegar staðan er
eins og hún var í þessum leik, að
sama örvænting grípi varnarleik-
menn þess liðs sem sótt er á, og
sóknarleikmenn hins liðsins.
Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins tekur við bikarnum úr hendi Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra, að leikslokum.
Umgjörð við hæfi
ÞAÐ FÓR einsog Astráður Gunn- og í þriðja skiptið í röð sem þeir
arsson, knattspyrnumaður úr töpuðu. Annars hafa úrslitaleikir
Keflavfk, spáði I viðtali við Morg- í Bikarkeppni KSÍ farið þannig
unblaðið sem birtist s.l. sunnu- fráupphafi:
dag. Keflvfkingar fara sem bikar- 1960: KR-Fram 2-0
meistarar f næstu Evrópukeppni. 1961: KR-IA 4-3
Á sunnudaginn sigruðu þeir 1962: KR-Fram 3-0
Akurnesinga í úrslitaleik keppn- 1963: KR-lA 4-1
innar með einu marki gegn engu, 1964: KR-ÍA 4-3
og fluttu að leik loknum hin fagra 1965: Valur-lA 5-3
verðlaunagrip sem nú var keppt 1966: KR-Valur 1-0
um f fyrsta skipti með sér suður 1967: KR-VIkjngur 3-0
tíl Keflavfkur. Verður nafn 1968: IBV-KR 2-1
Keflavfkur það fyrsta sem á bikar 1969: iBA-tA 1-1 og 3-2
þennan verður skráð, en gamli 1970: Fram-ÍBV 2-1
bikarinn var tekinn úr umferð 1971: Víkingur-UBK 1-0
eftir keppnina f fyrra og er nú 1972: IBV-FH 2-0
varðveittur f Félagsheimili KR 1973:Fram-lBK 2-1
við Kaplaskjólsveg. Er sá bikar 1974: Valur-lA 4-1
vel geymdur þar, en ekkert lið 1975: ÍBK-lA 1-0
hafði unnið eins oft til hans og
KR-ingar. Segja má að það hafi ekki verið
Sjöunda tilraun Akurnesinga fyrr en árið 1973 að Bikarkeppni
til að hreppa bikarmeistaratitil- KSÍ var fundinn sá staður í móta-
inn misheppnaðist þvi, og má með kerfinu sem slíkri keppni sæmdi.
sanni segja að Skagamenn eigi nú Framan af dróst keppni þessi oft
að baki einstæðan feril í bikar- mjög á langinn og úrslitaleikur-
keppni KSl. Var ekki að furða inn fór oft fram við hinar erfið-
þótt einum leikmanna liðsins yrði ustu aðstæður. Dæmi um slikt er
það að orði eftir leikinn, að lík- úrslitaleikur Vals og IA árið 1965,
lega myndu Skagamenn aldrei fá er keppt var á Melavellinum, sem
sigur I keppninni. Oft hafa þeir Þá var líkari skautasvelli en
verið vel að honum komnir, en knattspyrnuvelli, og er seinni
ævinlega hafa þeir borið lægri leikur IBA og lA fór fram 1969,
hlut I úrslitaleik. Aðdáendur liðs- var sllkt hríðarkóf, að stundum
ins sögðu að Iánleysi Skagamanna sást varla á milli marka.
I þessari keppni fylgdi gamla bik- Það var svo I fyrra sem stjórn
arnum, en á sunnudaginn mátti KSÍ ákvað að reyna að koma á
sjá að það hafði færzt yfir á nýja virðulegum blæ við úrslitaleik-
bikarinn. Sú hjátrú, ef hjátrú er, >nn, og búa honum svipaða um-
að það lið, sem slær Víkinga út I gjörð og tiðkast víða erlendis. Gaf
bikarkeppninni, hreppi sigur að Þetta leiknum I fyrra strax hátið-
lokum getur því enn verið gild- legan biæ og svo var einnig nú.
andi, en það voru einmitt Kefl- Fyrirliðar liðanna kynntu leik-
vlkingar sem sigruðu Vlkinga I menn sina fyrir Geir Hallgrims-
átta-liða úrslitum keppninnar. syni forsætisráðherra eftir að
Fer það sennilega að vera keppi- þjóðsöngurinn var leikinn og að
kefli allra liða að fá Víkinga sem leiksiokum afhenti ráðherra bik-
mótherja I keppninni og sigra þá. arinn. Var ólfkt hátíðlegri blær
Urslitaleikurinn á sunnudaginn yfir þessari verðlaunaveitingu,
var 16. úrslitaleikur Bikarkeppni eða þegar tslandsbikarnum var
KSl. Fyrst var stofnað til þessarar hent I Skagamenn að afloknum
keppni árið 1960, og léku þá KR síðasta leik Islandsmótsins á
og Fram til úrslita. Lauk þeim Melavellinum. Má búast við að úr
leik með sigri KR-inga, 2—0, og Þessu sé komin hefð á fram-
áttu þeir slðan eftir að koma kvæmd bikarúrslitaieiksins og
mikið við sögu I bikarkeppninni eiga þeir KSl-menn, er frum-
næstu árin. Nafn KR var skráð á kvæðið höfðu að þessu, heiður og
bikarinn allt fram til ársins 1965, þökk fyrir. Mun á engan hallað
að Valur og IA léku sögufrægan þótt sagt sé að þarna eigi hinn
úrslitaleik á Melavellinum. Það ötuli formaður mótanefndar sam-
var I þriðja skiptið I röð sem bandsins, Helgi Daníelsson,
Akurnesingar léku úrslitaleikinn stærstan hlut að máli.
Landsliðsmenn varamenn
ÞAÐ VAKTI athygli þegar úrslitaleik-
urinn I bikarkeppninni hófst á sunnu-
daginn, að tveir landsliðsmanna
Akraness. Bjöm Lárusson og Teitur
Þórðarson, sátu á varamannabekkj-
unum. i þeirra stað tefldi Kirby þjálf-
ari fram þeim Guðjóni Þórðarsyni
sem bakverði og Herði Jóhannessyni
sem miðframherja. Þessi uppstilling
Skagaliðsins undirstrikar það hversu
mikið úrval af mannskap Akurnes-
ingar hafa, og vlst er að ekkert
annað lið hérlendis myndi hafa efni á
því að láta tvo jafn snjalla leikmenn
og þeir Bjórn og Teitur eru sitja á
varamannabekknum. Báðum þess-
um leikmönnum var slðan skipt inná
i seinni hálfleik, og fóru þeir I sókn-
ina, enda hún allsráðandi hjá Skaga-
mönnum.
j þessum leik virkaði Skagaliðið
nokkuð jafnt. Það lék vel úti á vellin-
um en gekk illa uppi við markið. ma.
vegna þess hve þröngt var sótt upp
vallarmiðjuna. og ef til vill einnig af
þvi að einstakir leikmenn ætluðu sér
um of. Fremstur í þeirra flokki var
Matthias Hallgrimsson, sem virtist
hafa mikla ánægju af þvi að leika á
Keflvikinga. Tókst honum venjulega
að snúa á 2—3, en þá tók sá fjórði
knöttinn af honum. Vegna þess hve
spil Akranesliðsins var þröngt gáfust
liðinu ekki mörg tækifæri til lang-
skota. Helzt var það Árni Sveinsson
sem slik skot reyndi, en hann hafði
ekki heppnina með sér.
Þegar á heildma er litið voru það
helzt þeir Jón Alfreðsson, Benedikt
Valtýsson og Jóhannes Guðjónsson
sem upp úr stóðu i Akranesliðinu.
Jón Alfreðsson er leikmaður sem
hefur gífurlega mikla yfirferð á
vellinum og reynir jafnan að byggja
upp. Benedikt barðist mjög vel i
leiknum, og var sá er helzt reyndi að
dreifa spilinu út á kantana.
Jóhannes Guðjónsson var stundum
eini maðurinn i vörn Akranesliðsins,
og oftast hafði hann betur i kapp-
hlaupi við Keflvikinga þegar þeir
reyndu skyndisóknir.
j Keflavíkurliðinu báru tveir menn
nokkuð af. Það voru þeir Þorsteinn
Ólafsson, markvörður. og Einar
Gunnarsson. Gisli Torfason átti
einnig afbragðsleik i fyrri hálfteik, en
varð þá að yfirgefa völlin vegna
meiðsla. Eðlilega mótaðist leikur
Keflavikurliðsins mjög mikið af þvi
að halda markinu eftir að það var
skorað, og þegar þannig staða kem-
ur upp er það aðalatriðið að leik-
mennirnir haldi höfði og berjist. Og
það kunna Keflvikingar manna bezt.
Grétar Magnússon og Karl Her-
mannsson eru leikmenn sem láta
ekki sinn hlut fyrr en i fulla hnefana.
Framlinumenn Keflavikurliðsins
fengu ekki mörg tækifæri i leiknum
til j>ess að sýna sig. Helzt var það
Jón Ólafur Jónsson sem ógnaði, en
hann átti þarna sinn bezta leik i
sumar. Var mikið á hreyfingu —
aðstoðaði vömina þegar þess þurfti
með og var svo kominn sem fremsti
maður, og stundum eini maðurinn.t
sóknina á næsta andartaki.
Leikinn dæmdi Magnús V. Péturs-
son og skilaði hann hlutverki sinu
yfirleitt með ágætum. Urðu þó á
mistök stundum, eins og t.d. er einn
Keflvikinganna braut illa á Benedikt
Valtýssyni og Magnús dæmdi siðan
á Benedikt. Mótmælti Jón Gunn-
laugsson þeim dómi og fékk gula
spjaldið fyrir vikið.
Áhorfendur að leiknum voru 4336
og er það metaðsókn að leik is-
lenzkra liða á keppnistimabilinu. Var
skemmtileg stemning á áhorfenda-
pöllunum, og sérstaklega gerðu
áhangendur Skagaliðsins það sem i
þeirra valdi stóð til þess að hjálpa
sinum mönnum.