Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 25

Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 25 í orði og á borði í sumar skrapp ég í heim- sókn til Færeyja og ferðaðist þar nokkuð um. Á því er ekki nokkur minnsti vafi, að Fær- eyjar eru meðal fárra perlna í V-Evrópu. Og eiga Færey- ingar mikið starf fyrir höndum við það eitt að vernda perluna sína, svo glitrandi sem hún er í dag. Yfirlætisleysi fólks í Fær- eyjum er mjög áberandi f öllu fasi þess og daglegum sam- skiptum finnst mér. Gest- risnin er með ólíkindum. Færeyingar virða ís- lendinga, það kemur fljót- lega í Ijós þegar farið er að spjalla við þá. En að þeir skoði okkur sem einhvers konar smástórveldi eins og mér hafði oft verið sagt áður en ég fór í þessa ferð, er mikill misskilningur. Ég varð þess aftur á móti var, að Færeyingar telja, þrátt fyrir allt, tal íslendinga um frænd- þjóða-rómantík, norrænt samstarf o.fl. í þeim dúr, að þeir láti ekki hug fylgja máli, er að því kemur, að Færeyingar semji við þá um fiskveiðar innan fiskveiðilög- sögu íslands. — Þeir (Fær- eyingar) hafi þegar að veru- legu leyti verið settir á bekk með stórþjóðunum sem ís- landsveiðar stunda. Sjáðu til, sögðu Færeyingarnir „salt- fiskarana okkra" eins og þeir komust að orði, hafið þið (íslendingar) sett í sömu skúffu og stærstu verk- smiðjutogarana frá stórþjóð- unum. Á þessu sviði fisk- veiða Færeyinga virðist nú blasa við endalok á íslands- miðum. „Út með helvítis salt- fiskarana" segið þið íslend- ingar og það strax. Þá sögðu Færeyingar: Veiðareftir kvótakerfi leiða til hægfara dauða fyrir þann fiskiðnað, sem reka þarf við kvótakerfi. Reynslan er sú að þegar farið er að endurskoða þessi kvótakerfi og nýtt ákveðið, er fiskaflinn jafnan stórlega skertur Fiskiráðherr- ann íslenzki er búinn að boða slika skerðingu á öllum öðrum fiskveiðum okkar Fær- eyinga á íslandsmiðum. Samninganefnd okkar, sögðu þeir, sem fara mun til Reykjavíkur i haust þegar röðin kemur að okkur, á ber- sýnilega fyrir höndum mjög erfiða samningagerð í Reykjavík. Þá minntust þeir líka á það í Færeyjum, sem þeir höfðu heyrt og lesið, að sjómanna- félög og verkalýðsfélög á ís- landi heimti að allir útlendir togarar verði reknir burt af veiðisvæðum innan við 50 mílurnar. Færeyingarnir bættu við: Félögin hafa aldrei nefnt hvort Færeyingar séu þar með taldir eða ekki. ViSareiði ■ Þannig virðast sjómannafé- lögin hjá ykkur á íslandi ekki telja þörf á neinu samstarfi eða samstöðu með færeysk- um sjómönnum. — Það vill gleymast fljótt þegar svo stendur á, sem áður var talið þakkarvert. Gleymt er, þá gleypt er. En þúsundum saman hafa þó færeyskir sjómenn og ís- lenzkir staðið hlið við hlið í skiprúmi á íslenzkum fiski- skipum. Og eins og allir vita mun það vart ofmælt, sögðu þessir færeysku kunningjar mínir að útgerðarsaga ís- lendinga og Færeyinga, hafi verið meira og minna sam- ofin það sem af er þessari öld. — En misjafnlega mikið þó á hinum ýmsu tímum. Ég sagði þessum kunningj- um mínum, þar sem við sátum að spjalli: — Örugg- lega allur þorri landsmanna er þeirrar skoðunar, að Fær- eyingar hafi sérstöðu á ís- landsmiðum Almenningur ætlast til þess, að það sé ekki aðeins í orði heldur og á borði Á Alþingi hefur komið fram vilji þingmanna til al- hliða samstarfs við Færey- inga, einnig á sviði fiskveiða íslendingar vilja ekki að þröngsýni ráði ! væntan- legum samningum við Fær- eyinga í haust heldur skulu þeir markast af sanngirni og framsýni. Því sá dagur kann fljótlega að renna upp, að efnahagslögsaga íslands og Færeyja mætist. Og þá upp- hefst enn nýr þáttur i sam- skiptum þjóðanna. Fullyrða má, að enginn vill að íslendingar sverfi nú að Færeyingum. Við viljum viðurkenna í orði og á borði, sérstöðu frænda vorra í Fær- eyjum. Sverrir Þórðarson. Sakharov Sovézku-Armeníu, Okrafnu o.s.frv., enda munu vitnaleiðsl- urnar ná til minnihluta hópa sem kúgaðir eru í Sovétríkjunum s.s. Gyðinga, Volgu-Þjóðverja, Krfm- Tatara auk fulltrúa undirokaðra þjóða eins og Eistlendinga og Lit- hauga. Allt þekkir þetta fólk grimmd, ofbeldi og pyntingar kommúnismans af eigin raun, hæði vegna afstöðu sinnar til þjóðfélags- og stjórnmála, trúar og annarra þátta mannlífsins. Enginn vafi er á því að „Sakharov-vitnaleiðslurnar“ í Kaupmannahöfn um miðjan október n.k. munu vekja heimsat- hygli og þykja sögulegur atburð- ur, þegar fram liða stundir. En einkennilegt er það — og vafa- laust verður sú staðreynd ýmsum fhugunarefni — að slíkar vitna- leiðslur skuli eiga rétt á sér og séu raunar lífsnauðsynlegar á sama ári og Evrópuríkin hafa gert með sér eins konar samkomulag, eða undirritað yfirlýsingu um mannúð og mannréttindi í álf- unni. Forseti þessara alþjóðlegu vitnaleiðslna verður Ib Thyregod lögfræðingur við Hæstarétt Dan- merkur og er ráðgert að vitnin lýsi reynslu sinni f 8 mínútur, verði síðan spurð eða ,,yfirheyrð“ af sérstakri nefnd, en í henni verða fulltrúar alþjóðlegra blaða- mannasamtaka, danska þjóð- þingsins, rithöfunda og mennta- manna úr vfðri veröld. Meðal þeirra sem spyrja vitnin spjörun- um úr, eða „yfirheyra" þau, er Wiesenthal, sá sem frægur varð fyrir að leita uppi ýmsa þá glæpa- menn nasista, sem undan komust eftir síðustu styrjöld, leikrita- skáldið heimsfræga Eugene Ionesco, blaðamaðurinn Victor Zorza, sem lesendur Morgun- blaðsins þekkja af greinum hér f blaðinu, hinn þekkti blaðamaður Bernard Levin frá The Times f Bretlandi, svo að nefnd séu nokkur nöfn, sem ætla má að margir kannist við. Enginn vafi er á því, að réttar- höldum þessum verður ekki sizt veitt athygli í kommúnistalöndun- um, og væri það vel. Mikilvægi vitnaleiðslnanna sést á því, að danska þjóðþingið hefur skotið skjólshúsi yfir þau í Kristjáns- borgarhöll, þar sem þjóðþingið sjálft hefur aðsetur. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hlutlaus, alþjóðleg nefnd sérstakra mikils- virtra sérfræðinga er fengin til að kanna þá alvarlegu glæpi sem Sovétrfkin hafa framið gegn þegnum sínum og öðrum undir- sátum. Upphafsmaður að þessum vitnaleiðslum er Sakharov sjálfur og eiga þær raunar rætur að rekja til svonefndrar „Moskvuáskorun- ar“ níu menntamanna í Sovétrfkj- unum, en í áskorun þessari segir m.a.: „Milljónir manna, kommúnista og andkommúnista, guðleysingja og trúmanna, menntamanna, verkamanna og bænda, fólks af öllum þjóðernum, hafa orðið fórnardýr ógnarstefnu, sem hefur leitað sér skjóls undir vígorðinu „þjóðfélagslegt rétt- læti“. I áskoruninni krefjast rússnesku menntamennirnir þess, að sett verði á stofn alþjóð- legur, opinber dómstóll, sem rannsaki þá glæpi, sem framdir hafa verið, eins og komizt er að orði í „Moskvuáskorun'1 þeirra. Þess má geta að fréttamönnum úr öllum heimshornum er boðið að vera viðstaddir þessi einstæðu réttarhöld og má vænta þess, að þau fari ekki framhjá neinum, enda þótt fjölmiðlar nú á dögum eltist helzt við ómerkilega hluti, en láti hina merkari fram hjá sér fara, því miður. Sú þróun er ugg- vænleg og — ættu ábyrgir blaða- menn að staldra ögn við og hugsa um raunverulegt hlutverk stéttar sinnar: þ.e. að- hlusta, a.m.k. ein- staka sinnum, á arnsúginn, en láta flugnasuð daglegra smámuna og sölumennsku ýmiss konar ekki yfirgnæfa hann sífelldlega. Það er illa komið íslenzkri blaða- mennsku, þegar ágæti hennar birtist einna helzt í „frjálsu og óháðu“ smáauglýsingastrfði (!) Látum það gott heita. En efni íslenzku blaðanna ætti ekki að öðru leyti að vera síendurteknar gælur við smáatvik, andlega smá- mynt. Þess má að lokum geta, að við vitnaleiðslurnar í Kaupmanna- höfn verður frumsýnd f fyrsta sinn i heiminum 25 mínútna kvikmynd, sem tekin var leyni- lega i sovézkum þrælabúðum og smyglað úr landi. Er það í í fyrsta skipti, sem slík mynd hefur verið gerð innan sovézkra þrælabúða. Myndin verður sýnd fréttamönnum daginn áður en vitnaleiðslurnar hefj- ast, en eitt þeirra fórnardýra, sem fram kemur við vitnaleiðslurnar, stjórnaði töku þessarar einstæðu myndar. Er þess að vænta, að ríkisútvarpið sýni myndina f íslenzka sjónvarpinu og að íslenzkum sjónvarpsáhorfend- um leyfist að fylgjast náið með vitnaleiðslunum i íslenzka sjón- varpinu, þannig að vitnin fái nú einu sinni að tala óhindrað (!) Annað væri okkur ósæmandi. Það er nóg flugnasuðið í sjónvarp- inu, þó að heyrðist þar arnsúgur annað veifið. Og hver veit nema heimspekideild háskólans, kenn- arar f bókmenntum og þjóðfélags- fræðum þyrpist til Hafnar í leit að nýjum sannleika. Því að sann- leikurinn kemur að utan — eins og frægðin (!) Stjórnmálamenn eru með þeim ósköpum fæddir að þeir vilja helzt láta allt snúast um sjálfa sig og sín áhugamál. Og ónierkiiegir stjórnmálamenn eiga ekki sfzt mikinn þátt f þvf, að flugnasuðið fyrrnefnda yfirgnæfi arnsúginn, sem ætti að heyrast, t.a.m. i is- lenzkum fjölmiðlum. Stundum er engu líkara en mannlffið sé eilíft suð dægurflugna í baðstofu- glugga. Og stjórnmálaforingjar og aðrir s.n. „framámenn i þjóðlíf- inu“ stjórni þessari hvimleiðu „hljómkviðu". Sem sagt: í fjölmiðlunum er meðalmennskan yfirgnæfandi, því miður. Stundum er jafnvel engu líkara en fólk sækist helzt eftir henni. Kaupi hana jafnvel dýru verði. Islendingar hafa kynnzt þessu fjölmiðlafári undan farið. Og hvað hefur gerzt? 1 raun og veru ekkert. Flugurnar reyna bara að yfirgnæfa hver aðra (!) Ýmsir stuðningsmenn vitna- leiðslnanna i Ilöfn eru Is- lendingum kunnir ekki siður en öðrum þjóðum, enda heimsþekktir stjórnmála- menn, rithöfundar, verkalýðs- léiðtogar, kennarar, lögfræð- ingar, trúarleiðtogar, fréttamenn og ýmsir aðrir, sem tekið hafa mikinn þátt í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins i þessum guðsvolaða heimi. Meðal þessa fólks er Nóbelshafinn René Cass- in þýzki rithöfundurinn Gunther Grass, Robert Conquest, brezki rithöfundurinn, sem kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, Hanna Arendt, John G. Diefen- baker, fyrrum forsætisráðherra Kanada, og Jens Otto Kragh, fyrr- um forsætisráðherra Danmerkur. Andrej Sakharov hefur lýst yfir þvi, að hann óski sérstaklega eftir að fá að vera viðstaddur vitna- leiðslurnar, en hingað til hefur honum reynzt ógerlegt að fá vega- bréf, sem tryggir honum í senn ferðalag og dvöl f Kaupmanna- höfn og leyfi til að snúa aftur heim til Sovétríkjanna. Sakharov hefur nýlega skýrt erlendum fréttamönnum f Moskvu frá því, að hann styðji vitnaleiðslurnar í Kaupmannahöfn af alhug. Yfir- stjórn vitnaleiðslnanna hefursent Leonid Brezhnev skeyti, þar sem farið er frarn á, að Sovétstjórnin tryggi Sakharov slikt ferðafrelsi. Er í skeytinu bent á, að Helsinki sáttmálinn, sem Brezhnev sjálfur undirritaði, hafi ekkert raunveru- legt gildi, ef ekki fylgi í kjölfar hans raunveruleg pólitísk stefnu- breyting, sem m.a. tryggir Sak- harov fyrrnefnd mannréttindi. Komið hefur í ljós að öfgaöfl hafa nú þegar reynt að hindra, að fyrrnefndar vitnaleiðslur komist i framkvæmd og Sovétríkin hafa opinberlega gagnrýnt danska þjóðþingið fyrir að leyfa afnot af húsakynnum sinum f Kristjáns- borgarhöll. Að lokum má geta þess, að áður hafa farið fram svipuð „réttar- höld“ um Chile og Viet Nam. En nú er sem sagt komið að Sovétríkjunum og kommúnism- ánum. Það hefði mátt vera fyrr. En betra er seint en aldrei, mætti segja um það sem nú er í vændum í kóngsins Kaupmannahöfn. „Byltingin kemur ekki frá stjórnmála kenningum” Mannlífið er margslungið. En þó að dægurmálin standi okkur að sjálfsögðu næst, megum við þakka fyrir að stundum kynn- umst við atburðum og einstakl- ingum sem standa upp úr. Kinn merkasti listamaður, sem nú er uppi, hugsuður og snillingur, er Bandarikjamaðurinn Buckminst- er Fuller. Það var heilsusamlegt að heyra það sent hann sagði f samtali við fréttamann Morgun- blaðsins að heimsendir er ekki í nánd Ef mannkyn- ið heldur rétt á spöðunum, verða jörðin og geimurinn eftirsóknar- vert ævintýri f framtíðinni. Skorti er hægt að útrýma. Mengun er orka og á ekki að útbía jörðina, heldur á að breyta henni eins og hverjum öðrum særingum i hvít- an galdur mannkyninu til hags- bóta, mannlífi til uppbygging- ar. Þriðji heimurinn, eða vanþró- Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.