Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 36

Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 Ibúasamtök Grjóta- þorps stofnuð STOFNAÐ hefur veriö félag í Grjótaþorpi, sem nefnist íbúa- samtök Grjótaþorps. Markmið félagsins er, að vinna að viðhaldi og endurbótum á núverandi byggð f hverfinu, «g standa vörð um gróður og umhverfi Grjóta- þorps óg stuðla þar að manneskjulegri og Iffvænlegri byggð fyrir fólk á öllum aldri og að stuðla að því, að þær nýbygg- ingar, sem rfsa innan hverfisins, falli vel að núverandi byggð og bæti það umhverfi, sem fyrir er. Félagsrnenn geta orðið allir þeir, sem búa í hverfinu og þeir, sem eiga þar fasteignir. Þá geta þeir, sem vilja vinna að markmiði félagsins, orðið stuðningsfélagar. I framkvæmdanefnd félagsins voru kosin: Laufey Jakopsdóttir Aðalstræti 16, Gestur Ólafsson Garðastræti 15, Frfða Haralds- dóttir Bröttugötu 3a, Arnlín 01 a- dóttir Garðastræti 9 og Helena Ben Garðastræti 21. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞÚ AL'GLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR I MORGUNBLAÐINU Yaprok, með áhrifum aust- urlenzkra mynsturgerða. Fall (Haust) leiftrandi haustlitir. Það má hnýta í þeirri stærð, sem hæfir best heima hjá yður. OKEYPIS, GRIÐARSTOR MYNDALISTI. Hnýtið yðar eigið Rya teppi á vegg, gólf eða púða. Hér sjást aðeins fáein af hinum fjölmörgu teppum og púðum, sem þér getið hnýtt eftir hinni þekktu Readicut aðferð. Calypso púðinn; skemmtilegir og frjálslegir litir. Hægt er áð velja um ótal mynstur bæði í sterkum og þægilegum litum. Winter Moon, — veggteppi með fallegri myndbyggingu í mild- um litum. Vrval veggteppa í hverskonar stærðum og lita- samsetningum. Riviera, stílhreint blómamynstur. Hvernig kæmi það til með að taka sig út á heimili yðar? Hann er kominn út. Stóri og efnismikli tómstundaiðjulistinn frá Readicut. Myndalisti um hnýtingu gólfteppa, veggteppa og púða. Hér að ofan sjást aðeins 5 af mynstrum listans. I stóru teppabókinni eru 125 mynstur til viðbótar, — nýtízkuleg og hefðbundin, leiftrandi í litum eða með mildri áferð. Þér getið vafalaust fundið mynstur við yðar hæfi í bók- inni. Því miður eru bækurnar og sýnishornin af garninu aðeins til í tak- mörkuðu magni; sendið okkur því útfylltan pöntunarseðil strax í dag. Athugið: Readicut fæst aðeins í póstverzlun okkar. ^ ý&p* Þetta allt fáið þér í Readicut öskjunni: Myndalistann, teppanál, garn í sýnishomabúntum, skorið í réttar lengdir, og þar að auki auðskilinn leið- arvísi. með fjölmörgum myndskýringum. Til Readicut Holbergsgade 26 1057 Kobenhavn K Sendið mér nýju teppabókina ásamt garnsýnishorrium í 52 fallegum litum, án endurgjalds. Nafn Heimilisfang Borg/hérað/land Blóm vlkunnar Blómlaukaspjall IV ÞEGAR rætt er um ræktun blómlauka verður vart hjá því komizt að minnast lítillega á inniræktun þeirra, enda er hún bæði ánægjuleg og auðveld. Allir þekkja jóla-hyasintur, þær eru ýmist ræktaðar í vatni í þar til gerðum glösum eða þá i mold og má þá nota til þess hvaða ílát sem er. Ýmsa aðra blómlauka má hafa til inni- ræktunar svo sem páskaliljur, túlípana, krókusa og flestar teg- undir smálauka. Hve margir eru settir i sama ílát fer að sjálfsögðu eftir því hversu stórt það er. I meðalstóran blómapott er t.d. hæfilegt að setja 3—7 túlípanalauka, en 10—15 stk. sé um smálauka að ræða. Gott er að nota gróðurmold blandaða sandi, ekki má kúf- fylla ílátið sem gróðursett er í heldur hafa á þvi nokkurt borð. Moldin þarf að vera vel mulin, laus og létt og varast skal að þjappa henni saman. Til þess að bæta frárennslið má setja lag af smásteinum á botn Iláts- ins. Laukana á að leggja þannig að oddurinn á þeim standi upp úr moldinni. Um leið og laukarnir eru komnir í moldina hefst rótar- myndunin en hún tekur jafnan 8—12 vikur og þann tíma þurfa þeir að vera á svölum, dimmum stað. Breiða má svart plast yfir þá sé staðurinn sem þeim er valinn of bjartur. Moldinni þarf að halda lítið eitt rakri og gæta þess að hún ofþorni ekki. Þegar spírurnar eru komnar vel upp (3—5 sm) og finna má fyrir blóminu er kominn tími til þess að taka pottana inn í stofu. Bezt er að venja laukana við stofuhita og birtu smátt og smátt svo viðbrigðin verði ekki of snögg. Hyasintur og jólatúlípanann* Brilliant Star tekst jafnan að láta bera blóm um jólaleytið, einnig tazettur og vafalaust margar fleiri tegundir séu lauk- arnir lagðir nógu snemma hausts. En gott er nú líka að eiga blómgun þeirra í vændum á þorranum meðan enn er óra- langt til vors. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Frumatriði rekstrarhagfræði Stjórnunarfélapið gengst fyrir námskeiði i frumatriðum rekstrarhagfræð- innar 13. —17. okt. n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir mánud. 13. okt. kl. 14:00—19:00, þriðjud. 14 okt. kl. 15:30 — 1 9:00 miðv.d. 1 5. okt. og föstud. 1 7. okt. kl. 14:00 — 1 9:00, Á námskeiðinu verður þátttakendum gefin innsýn í undirstöðuatriði rekstrarhagfræðinnar, sem fjallar um, hvernig nota megi framleiðslu- tækin á sem hagkvæmastan hátt. Gerð verður grein fyrir kostnaðarhug- tökum, eftirspurn og þáttum, sem hafa áhrif á hana. Sérstaklega er sýnt, hvernig finna má hagkvæmast verð og magn við mismunandi skilyrði. Leiðbeinandi er Brynjólfur Sigurðsson lektor. Stjórnun I. Námskeið í stjórnun I verður haldið að Skipholti 37, mánud. 20., þriðjud. 21. og miðv.d. 22. okt. n.k. Námskeiðið stendur yfir kl. 1 5:00 — 18:45 alla dagaaa. Fjallað verður um eftirfarandi: Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk hennar? Stjórnunarsviðið og setning markmiða. Stjórnun og skipulag fyrir- tækja. Til að ná settu marki er mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins starfi sem ein heild. Þeir, sem hafa mannaforráð, þurfa að sjálfsögðu að kunna góð skil á stjórnun, en það er misskilningur, að stjórnun eigi aðeins erindi til þeirra. Þeim mun meiri yfirsýn, sem hinir einstöku starfsmenn hafa, má ætla, að auðveldara sé að láta heildarmarkmið fyrirtækisins sitja i fyrirrúmi. Leiðbeinandi er Brynjólfur Bjarnason rekstrarhagfræðingur. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 82930 ÞEKKING ER GÓÐ FJÁRFESTING.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.