Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKT0BER 1975
5
Afhverjutapa
lýðræðissinnar í háskólanum?
Úrslit kosninga til hátíðarnefndar 1. desember í Há-
skóla fslands leiddu í ljós, að Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta, hlaut aðeins 36% atkvæða, en fyrir ári var
atkvæðamagn f sömu kosningum 44%.
Kjörsókn var óvenju lítil að þessu sinni, og greiddu
atkvæði 818 af 2650, sem voru á kjörskrá, eða einungis
tæpt 31%.
Morgunblaðið hefur leitað skýringa á þessum úr-
slitum hjá Steingrfmi Ara Arasyni, formanni Vöku, og
Kjartani Gunnarssyni, sem tekið hefur virkan þátt í
stúdentapólitfkinni um nokkurra ára skeið.
Stcingrímur Ari Arason, for-
maður Vöku, sagði þetta:
„Skýringin er fyrst og fremst
sú, að lánamálabaráttan bland-
aðist inn í þetta. Verðandimenn
eru í meirihluta í Stúdentaráði og
skipuleggja því aðgerðir í lána-
baráttunni. Lítil kjörsókn til
hátíðarnefndarkosninganna var
eflaust vegna þess að þær féllu
alveg í skuggann af lánamálabar-
áttunni. Það er eins og nú sé
meiri grundvöllur fýrir róttækni
innan Háskólans, en eftir þessa
útkomu munum við sækja i okkur
veðrið og undirbúa kosningar til
Stúdentaráðs, sem fram eiga að
fara síðla vetrar," sagði Stein-
grímur Ari.
Hér fer á eftir skýring Kjartans
Gunnarssonar:
„Morgunblaðið hefur haft sam-
band við mig og beðið mig um að
fara fáeinum orðum um úrslit 1.
des. kosninganna í Háskólanum.
Eins og ljóst er af atkvæðatöl-
um þá beið Vaka mikið afhroð í
þessum kosningum. Vaka hlaut
aðeins 36% atkvæða á móti 64%
sem Verðandi hlaut. Þetta er
lægsta atkvæðahlutfall sem félag
ið hefur fengið í 4 ár. En flest
atkvæði fékk félagið f 1. des.
kosningum 1973, 48,5% og í kosn-
ingum til Stúdentaráðs hefur
félagið jafnan fengið 43%—45%
og hefur kosningaþátttaka þá ver-
ið 60%—70% en var nú aðeins
um 30% (818 kusu af 2650 á kjör-
skrá.) Ekki er unnt að gefa neina
einfalda skýringu á þessum úr-
slitum en ég ætla að reyna að
draga hér fram þá þætti, sem að
mínu mati höfðu hvað mest áhrif.
I fyrsta lagi er rétt að geta um,
að nú stendur yfir mjög erfið
kjarabarátta stúdenta. En margt
bendir til þess að skerðing á
námslánum sé yfirvofandi. Verð-
andi og vinstri menn, sem hafa
meirihlutann í Stúdentaráði og
eru einir í stjórn ráðsins hafa
mjög góða aðstöðu til að nota og
misnota ráðið að eigin vild. Það
gera þeir lfka óspart. Sama er
uppi á teningunum í sambandi
við kjarabaráttunefnd náms-
manna, þar hefur stúdentaráðs-
meirihlutinn alfarið neitað Vöku
um fulltrúa. Vökumenn hafa þvi
enga möguleika á því að fylgjast
með og taka þátt í ákvörðunum í
kjarabaráttunni sem nú hefur
verið flutt úr hagsmunanefnd
SHl í hina einlitu kjarabaráttu-
nefnd.
Þetta notfærðu Verðandimenn
sér rækilega í kosningabarátt-
unni.
Þeir gerðu enga tilraun til að
fjalla í baráttunni um þau mál-
efni, sem fram voru borin heldur
reyndu þeir að fullvissa stúdenta
um að þeir einir væru heilshugar
í kjarabaráttunni og báru í því
skyni út alls konar áróður og
gróusögur um afstöðu Vöku til
lánamálanna.
Vaka hefur hins vegar alltaf
haft mjög eindregna og harða af-
stöðu í lánamálunum og vildi alls
ekki rjúfa þá einingu, sem tekizt
hefur að ná meðal stúdenta um
flesta þætti lánamálsins með þvi
að gera það að kosningamáli nú,
er stúdentar þurfa að sækja á
brattann.
Vinstri-menn hugsuðu aftur á
móti ekkert um samstöðuna og
hagnýttu sér lánamálabaráttuna
til hins ftrasta eins og fyrr sagði.
Gleggstu dæmin um það eru, að
Stúdentaráð tók ekki þátt í fyrstu
aðgerðum kjarabaráttunefnd-
arinnar og verkfallsheimild, sem
stúdentar höfðu gefið stjórn SHl,
var ekki beitt fyrr en 12 dögum
eftir að hún var samþykkt, þ.e.a.s.
á kosningadaginn sjálfan. Þá var
einnig farin kröfuganga og hald
inn útifundur. Menn geta sfðan
rétt ímyndað sér hvort þetta allt
hafi ekki haft hagstæð áhrif fyrir
þá, sem-starfa sinna vegna ber f
raun skylda til að hafa forystu um
þessar aðgerðir og sem tryggðu
það mjög vandlega að þeir væru
sjálfir og einir í sviðsljósinu.
1 öðru lagi vil ég nefna hina
litlu þátttöku í kosningunum.
Hún var nú minni en nokkru
sinni fyrr síðastliðin 4 ár. Þetta
stafar m.a. af augljósu áhugaleysi
stúdenta á félagsmálum og or-
sakir þess eru fyrst og fremst
þær, að þorri stúdenta vill fyrst
og fremst stunda nám sitt f friði
og ekki hvað sízt nú þegar menn
telja sig sjá teikn þess á lofti, að
ekki muni allir háskólamenntaðir
menn geta gengið að vfsum
stöðum og embættum eins og ver-
ið hefur. Stúdentar telja því, að
góður námsárangur sé hverjum
og einum afar nauðsynlegur.
Jafnframt þessu aukast líka
kröfur skólans og timamörk í
námi eru þrengd.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
AKilASIM. \-
SI.MINN KR:
22480
I þriðja lagi er rétt að fjalla um
eðli kosninga og kosningabaráttu
í Háskólanum nú. Á síðustu árum
hafa kosningar í H.L tekið á sig æ
pólitískari blæ. Baráttan stendur
á milli tveggja afla. Verðandi ann-
ars vegar og Vöku hins vegar.
Verðandi er stjórnað af mar.;-
istum, sem hafa fengið til liðs við
sig menn, sem telja sig vera svo-
kallaða vinstri menn. Vaka er aft-
ur á móti samfylking lýðræðis-
sinnaðra stúdenta. Verðandi
byggir, samkvæmt stefnuskrá
sinni, starf sitt á visindalegum
sósíalisma, marxismanum. Mál-
flutningur Verðandimanna er því
allur í sama dúr og einstrengings-
legustu kommúnista á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þrátt fyrir
þetta tekst þeim að fá til liðs við
sig menn, sem alls ekki geta talizt
marxistar. Má þar m.a. nefna
menn sem gegna trúnaðarstörfum
fyrir unga framsóknarmenn.
Þessi byltingarbarátta verður
enn til þess að hrekja almenna
stúdenta frá félagsmálaþátttöku,
því baráttuaðferðir vinstri manna
eru nú sem fyrr fólgnar í rógi og
níði um andstæðingana og eru
þeir sem voga sér að andmæla
þeim teknir fyrir í kerfisbundn-
um persónuofsóknum i Stúdenta-
blaðinu og Þjóðviljanum. Barátt-
an stendur þvi milli niðurrifs og
byltingarafla og okkar hinna, sem
viljum varðveita lýðræðið og nú-
verandi stjórnskipun Islands i
þeirri trú, að það fyrírkomulag
gefi þjóðinni mesta og bezta
möguleika á menningarlegri og
efnahagslegri framþróun. Til enn
frekara marks um sannleiksgildi
þessara staðhæfinga er rétt að
fram komi að á þessum síðasta
framboðslista Verðandi voru ein-
göngu fulltrúar hinna ýmsu
flokks- og félagabrota á yzta jaðri
vinstri hreyfingarinnar. Svo sem
félagar í Fylkingunni, Kommún-
istasamtökunum, marxistarnir
leninistarnir (KSML) trotskyist-
ar og maoistar.
Andlitið, eðlið og hin raunveru-
lega forysta er því ódulin nú. Að
síðustu vil ég geta um, að vinstri
menn hafa nú komið sér upp álit-
legum hópi „atvinnu stúdenta",
sem eru meira og minna á fullum
Iaunum hjá Stúdentaráði árið um
kring og vinna að kosningum og
kosningaáróðri á skrifstofum
Stúdentaráðs. Þessir menn njóta
ýmissa fríðinda og krefjast meðal
annars nú að þær tímatakmarkan-
ir í námi, sem aðrir stúdentar
þurfa að fara eftir, nái ekki til
þeirra.
Af öllu framansögðu er ljóst, að
með því að einangra fulltrúa 45%
stúdenta frá allri ákvörðunartöku
og ýmsum nauðsynlegum upplýs-
ingum og koma þannig í veg fyrir
að þeir geti í raun sinnt í þeim
störfum í SHÍ sem til er ætlazt þá
hefur Verðandi tekizt að deyfa
svo félagsmálaáhuga lýðræðis-
sinnaðra stúdenta að til vandræða
horfir. Að þessu hafa þeir unnið
markvisst í 3 ár. 1 kosningunum
22. október s.I. kom í ljós að. Verð-
andi nýtur a.m.k. fylgis 517 stúd-
enta af 2650 sem í skólanum eru.
Vaka fékk hins vegar aðeins
284 atkvæði. Að minum dómi
njóta þó hugsjónir Vöku stuðn-
ings megin þorra stúdenta þar eð
þeir eru upp til hópa einstakl-
ingar, sem vilja sjálfum sér og
þjóð sinni vel og styðja lýðræðis-
fyrirkomulag okkar Islendinga.
Þessir stúdentar mega ekki þegja
lengur og láta það afskiptalaust
að öfgahópur yzt til vinstri fari
með umboð stúdenta og misnoti
það sífellt í pólitískum tilgangi.
Stúdentar verða að hnekkja
þessu í næstu kosningum, ella er
baráttu þeirra og áhrifum stefnt i
voða.“
LUpQ
öUun+fl^
Mvndataka
hafnar
AUÐVELT - ÞÆGILEGT.
Látiö filmuna í pokann og stingið
honum í næsta póstkassa. Við
fullvinnum myndirnar á SILKI-
pappír og endursendum ásamt
nýrri litfilmu beint á heimili yðar.
FÆST í NÆSTU BÚÐ.