Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTOBER 1975 7 —r r-' ■ til stn ( verri rekstrar- r mammmm. % Ótti Þjóðarsagan geymir margan lærdóminn, sem í senn varpar birtu á liðna sögu ellefu alda og varðar þann veg, sem við verðum að ganga mót óvissri fram tlð. Atök ættanna I land- inu á Sturlungaöld, þegar barizt var um stundarvöld og hagsmuni, meðan þjóðveldið gliðnaði sund- ur, minnir um margt á styrjöld hagsmunahóp- anna I þjóðfélaginu I dag. Enginn neitar þeirri staðreynd að viðskipta- kjör þjóðarinnar og þjóð- artekjur hafa versnað mjög ört. bæði á liðnu og llðandi ári. Þjóðin hefur lifað um efni fram og á erlendri skuldasöfnun. Á þessum tveimur árum hef- ur verðbólgan vaxið tvö- falt örar hér en hjá þvl Evrópurlki, sem þó er næst okkur I verðbólgu- vexti. Orsakir þessa verð- bólguvaxtar eu bæði inn- fluttar og heimatilbúnar. Afleiðingarnar hafa sagt stöðu atvinnuvega okk- ar, þó hingað til hafi tek- izt að koma I veg fyrir atvinnuleysi, sem er eitt helzta vandamál flestra nágrannarlkja okkar. Og verðbólgan hefur rýrt gildi gjaldmiðils okkar og kaupmáttar launa, þann veg, að á 10 ára timabili hefur kaupmáttaraukning launa aðeins orðið einn tólfti þeirrar krónutölu- hækkunar, sem knúin hef- ur verið fram. Aðhald I rikisfjármálum, rekstri og fjárfestingu, sem og samstaða starfs- hópanna I þjóðfélaginu um raunhæf úrræði I efna- hags- og atvinnullfi þjóð- arinnar, er knýjandi nauð- syn, sem velferð heildar- innar og efnahagslegt sjálfstæði lýðveldisins er undir komið, bæði I bráð og lengd. Engu að slður er blásið að glóðum nýrrar Sturlungaaldar. Kröfu- gerðarhópar neita að llta lengra en til þröngra stundarhagsmuna. Meðan hættur hrannast upp á sviði efnahagsmála okkar brýnum við vopn hvort á annað. Engin virðist muna þau gömlu viðvörunarorð, sem eiga rlkara erindi til okkar I dag en nokkru sinni fyrr: „Litla þjóð, sem átt I vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berj- ast." Og þó — mitt I vopnabrýningum kröfu- gerðarhópaseytlar ótti um samfélagið. Hann er slður en svo af ástæðulausu til orðinn. Björn Jónsson. Margt má betur fara Enginn vafi er á þvl að margt I máli kröfugerðar- manna á við rök að styðj- ast. Það er sitt hvað að I þjóðfélaginu. sem hrófla þarf við og úr að bæta. Og það er tlmi til kominn að stokka upp spilin og legg- ja þau öll af hreinskilni á borðið. Sú rlkisstjórn, sem nú situr að völdum, á við margan vandann að etja. Frumvarp að fjárlögum fyrir komandi ár er með þeim hætti, að stefnt virð- ist að raunhæfum og já- kvæðum aðgerðum I rfkis- fjármálum. Aðhaldsað- gerðir, sem stefna að jafn- vægi I þjóðarbúskapnum, eru óhjákvæmilegur und- anfari þess að hægt verði að hemja þá óðaverð- bólgu, sem hér hefur geis- að. Nauðsynlegt er að sllkum aðgerðum fylgi einhuga þjóð, sem leggur innbyrðis átök niður um stundarsakir. Að þeim ein- hug getur rlkisstjórnin bezt stuðlað með sam- Gylfi Þ. Glslason. hliða ráðstöfunum I þá átt, að stinga á ýmsum þjóðfélagskýlum, að stuðla að meira réttlæti og jafnari aðstöðu þjóðfé- lagsþegnanna. f umræðu á Alþingi, um stefnuræðu forsætisráð- herra, sagði Gylfi Þ. Glsla- son, helzti talsmaður stjórnarandstöðunnar, efnislega: Það getur eng- inn einn aðili, rlkisstjórnin ein, eða launþegasamtök- in ein, -sigrast á ógnvekj- andi 'efnahagsvanda þjóð- arinnar. Þar þarf sam- stöðu þeirra þjóðfélags- afla allra, sem deila á milli sln áhrifavaldinu I þjóðfé- laginu. Þetta er laukrétt hjá Gylfa. Forseti ASf, Björn Jónsson, hefur haft góð orð um samstöðu launþegasamtaka með rlkisvaldi I baráttu gegn orsökum verðbólgunnar. Vonandi boða þessi orð vott samstarfsvilja, sem svo mjög rlður á, að ekki komi aðeins fram I orði, heldur reynist fyrir hendi á borði. Aðeins einhuga getur þjóðin leyst rjálfa sig úr viðjum óttans. Zwaig tekur forystuna ÞEGAR sá, sem þessar línur ritar, kom á keppnisstaðinn á hótel Esju u.þ.b. tiu mínútum eftir að 5. umferð svæðismóts- ins hófst sl. sunnudag var hvert sæti i áhorfendasalnum setið. í þessari umferð urðu áhorfendur 2—300, sem er meira en á nokkurri fyrri um- ferð. Og áhorfendur fengu svo sannarlega góða skemmtun fyrir peningana sína, a.m.k. þeir sem ekki höfðu meiri áhuga á barnum en skákinni. I upphafi voru flestir mest spenntir fyrir því, hvort Timman kæmi til leiks. Hann átti að tefla við Laine og þegar hálftími var liðinn án þess að hollenzki stórmeistarinn léti sjá sig fór menn að gruna að ekki væri allt með felldu. Og mínúturnar liðu og ekki kom Timman. Þegar klukkustund var liðin úrskurðaði sr. Lombardy að skákin væri honum töpuð. Skömmu fyrir kl. 17 tókst svo Ioksins að hafa uppá Hollendingnum og kom þá í ljós, að hann hafði haldið að umferðin ætti að hefjast kl. 17. Varð hann að vonum heldur hnugginn er hann frétti hið rétta, en ekki tjáir að deila við dómarann og vant var að sjá, hvor tók þetta meira nærri sér Timman eða Laine. Friðrik Ólafsson átti í höggi við forystusauð mótsins, Ribli. Ribli beitti Grunfeldsvörn og var ljóst frá upphafi, að hann hugðist ekki gefa höggstað á sér. Varðist hann öllum til- raunum Friðriks af öryggi og þegar jafntefli var samið eftir 25 leiki var staðan jöfn. Björn Þorsteinsson tefldi við stórmeistarann Liberzon, sem beitti spönskum leik. Skákin var afar hörð frá upphafi til enda og fer hún hér á eftir. Hvftt: V. Liberzon Svart: Björn Þorsteinsson Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. a4 — Bb7, 9. d3 — d6, 10. Bd2 eftir JÓN Þ. ÞÓR — Rd7, 11. Rc3 — Rc5, 12. Bd5 — b4, 13. Re2 — a5, 14. Be3 — re6, 15. c3 — bxc3, 16. bxc3 — Hb8, 17. Hbl — Dd7, 18. d4 — exd4, 19. cxd4 — Rb4, 20. Bxb7 — Hxb7 21. d5 — Rd8, 22. Rfd4 — g6, 23. Rb5 — c6, 24. dxc6 — Rdxc6, 25. Bf4 — d5, 26. e5 — Df5, 27. Bh6 — Hfb8, 28. Hb3 — Dc2, 29. Dxc2 — Rxc2, 30. Hcl — Rb4, 31. Hbc3 — Rd8, 32. Hc8 — Hxc8, 33. Hxc8 — Rbc6, 34. g3 — Hb8, 35. Hc7 — Hb7, 36. Hc8 — Hb8, 37. Hxb8 — Rxb8, 38. Rc7 — Bf8, 39. Bd2 — Rdc6, 40. Rxd5 — Rd7, 41. Rf6+ — Rxf6, 42. exf6 — Bb4, 43. Kfl — Bxd2, 44. Rxd2 — Re5, 45. Ke2 — Rd7, 46. Re4 — Rb6, 47. Rc3 — Rd7, 48. Kd3 — Re5+ , 49. Kd4 — Rf3+ 50. Kc5 — Rd2, 51. Kb5 — Rb3, 52. Re4 — Kf8, 53. Rc5 — Rd4+, 54. Kxa5 — Ke8, 55. Kb6 — Kd8, 56. Kb7 og svartur féll átfma. Þjóðverjinn Ostermayer hafði hvftt gegn stórmeistaran- um Jansa, sem beitti Sikileyjar- vörn. Ostermayer náði sterku frumkvæði út úr byrjuninni og virtist vera að fá unnið. tafl þegar hann fór skyndilega að leika „engum“ leikjum. Jansa tókst þá að rétta úr kútnum og með mjög góðri endataflstækni hélt hann jafntefli. Svend Hamann átti í höggi við Poutiainen og varð skák þeirra snemma mjög hörð. I miðtaflinu tókst Hamann að vinna peð og þegar skákin fór í bið öðru sinni hafði hann þrjú sterk frípeð og hrók gegn hróki riddara og peði andstæðingsins. Parma beitti Nimzoind- verskri vörn gegn Murray. Irinn tefldi miðtaflið ekki af ftrustu nákvæmni og tókst Parma að ná frumkvæði. Eftir að skákin hafði farið í bið varðist Murray þó af mikilli hörku og þegar biðleik var leikið öðru sinni var enn ekki ljóst hver úrslitin yrðu. Norðmaðurinn Arne Zwaig tók forystu í mótinu með þvf að sigra Belgíumanninn Broeck í eftirfarandi skák: Hvftt: A. Zwaig Svart: Van den Broeck Hollenzk vörn með skiptum litum 1. g3— Rf6, 2. Bg2 — d5, 3. f4 — g6, 4. Rf3 — Bg7, 5. 0-0 — 0-0, 6. c3 — Rbd7, 7. a4 — He8, 8. Re5 — c6, 9. a5 — Re4, 10. d4 — Re4, 11. Rd2 — f5, 12. Rdf3 — Rdf6, 13. Be3 — Bd7, 14. Db3 — b5, 15. axb6 — axb6, 16. Ha3 — Ha7, 17. Hxa7 — Dxa7, 18. Rel — e6, 19. Rc2 — Bf8. 20. Hal — Dc7, 21. Bxe4 — fxe4, 22. g4 — Hb8, 23. Rb4 — Db7, 24. g5 — Re8, 25. Da4 — Hc8, 26. Da7 — Hc7, 27. Dxb7 — Hxb7, 28. Rbxc6 — Bxc6, 29. Rxc6 — b5, 30. Ha8 — Rd6, 31. Kf2 — Rf5, 32. He8 og svartur gaf. Staðan i mótinu er nú þessi, skákafjöldi í sviga: 1. Zwaig4 v. (5), 2. Ribli 3,5 (4), 3. Liberzon 3,5 (5), 4.—5. Friðrik og Timman 3 (5), 6.—7. Hamann og Parma 2,5 v og biðsk. (5), 8. Jansa 2,5 v. (5), 9. Poutiainen 2 og biðsk. (4). 10. Hartston 2 (4) , 11. Ostermayer 1,5 v (4), 12. Laine 1,5 v. (5), 13. Murray 0,5 v og biðsk. (4). 14.—15. Björn og van den Broeck 0,5 v. (5) . 6. umferð verður tefld í dag og hefst kl. 17. Þá tefla saman Ostermayer — Parma, Björn — Murray, Laine — Liberzon, van den Broeck — Timman, Ribli — Zwaig, Friðrik — Pouti- ainen, Hartston — Hamann. Jansa situr hjá. Þekkirðu LANCER ! Honum er vert aö kynnast. Hann fór hringveginn fullhlaðinn s.l. sumar á 126 lítrum af bensíni = Kr. 7.182. Þó skortir hann aldrei afl, 97 ha vélin sér um það. Hann er einn fárra sem sigrað hafa í African-Safari keppninni. Það undrar þig ekki þegar þú kynnist honum. Lancerinn er fjögurra manna bíll með styrk stóru bílanna. Hann er frá Mitsubishi í Japan og verðugur fulltrúi japanskrar vandvirkni í bílaiðnaðinum. NÚ Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI Allt á sama stað Laugavegi 118- Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE Hinn margumtalaði og vinsæli vekur athygli é ... . Það koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á Látið ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeii stuttan tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.