Morgunblaðið - 28.10.1975, Page 10

Morgunblaðið - 28.10.1975, Page 10
IQ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 Menntamálaráðherra: „Verðum að mæta vand- anum á raunhæfan hátt” Frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flutti stefnuræðu stjórnarinnar á Alþingi sl. fimmtudag. Ræðan var birt f heild 1 Mbl. sl. föstudag. Umræður á Alþingi, sem fylgdu f kjölfar stefnuræðunnar, verða hér á eftir lauslega raktar, efnislega. Að sjálfsögðu er ekki um nákvæma frásögn að ræða, en hún gefur vonandi sýnishorn af aðalinntaki f máli hvers og eins: Ragnar Arnalds (K). „Illar blik- ur á lofti, stéttaátök framundan“ Ragnar minnti i upphafi á stefnuræðu forsætisráðherra frá 5. nóv. 1974. Hún hefði einnig fjallað um vanda efnahagslífsins. Hafa mál breytzt til batnaðar síðan? spurði ræðumaður. Þau hafa ekki breytzt að öðru leyti en því, að vandinn hefur vaxið. Ræð- an er því hin sama nú og þá. Verðbólgan hefur vaxið, í stað gjaldeyrisvarasjóða er vaxandi skuldasöfnun erlendis, halla- rekstur hjá ríkissjóði, fjárfest- ingar- og verðjöfnunarsjóðir tóm- ir. Lífskjör almennings hafa versnað um meir en 30% frá því í tíð vinstri stjórnar. Verðbólguvöxturinn er ekki nema að hluta til af erlendum toga spunninn. Kannski tíunda hluta. Ástæðan er stjórnleysi heima fyrir, sifelldar gengislækk- anir og hlutur opinberrar skatt- heimtu í þjónustu og vöruverði. Ríkisstjórnin kann að hafa tekið við vandamálum, en hún hefur þá hnoðað utan á þau en ekki leyst. Langlundargerð verkalýðsins er þrotið, sagði ræðumaður. Það eru illar blikur á lofti og harð- vítug stéttaátök framundan. Ekkert getur komið f veg fyrir það, nema skjót viðbrögð stjórn- valda. Það þarf samræmdar að- gerðir launþegasamtaka og stjórnvalda. Stöðva þarf innflutn- ing á tiltæknum vörutegundum. Leiðrétta kjör almennings. Lækka vexti á rekstrarlánum. Hækka lífeyrisgreiðslur, lækka verðlag, lækka söluskatt, sk'att- leggja verðbólgugróða, umvenda afskriftareglum til skatts. Með skattlagningu verðbólgu- gróða og nýjum afskriftareglum getur ríkissjóður náð þúsundum milljóna viðbótartekna („líklega 4000 m.kr.“) Handhafar slíkra fríðinda þurfa ekki sízt að leggja sitt af mörkum á erfiðleikatimum í þjóðarbúinu. Loks fjallaði ræðumaður um landhelgismál og viðræður í Lundúnum. Sagði hann út í hött að tala um viðræður og samninga, eftir niðurstöður I framkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um ástand fiskstofna á Islandsmiðum. Ólafur Jóhannesson viðsk.ráð- herra: „Getum ekki haldið áfram aö lifa um efni fram.“ Ráðherrann sagði meginmark- mið ríkisstjórnarinnar vera: 1) að draga úr viðskiptahallanum við útlönd, 2) að hefta verðbólguna, 3) að tryggja fulla atvinnu. Tekizt hefur að halda uppi fullri at- vinnu, þrátt fyrir vanda efnahags- lífsins, og þrátt fyrir víðtækt at- vinnuleysi af völdum efnahags- kreppu i nágrannalöndum. Hins vegar hefur ekki tekizt í nægjan- legum mæli að stémma stigu við skuldasöfnun erlendis, né að hemja verðbólguna. Ráðherrann sagði að vandinn væri minni nú, ef rétt hefði verið brugðist við þegar í ársbyrjun 1974. Hins vegar væri með marg- háttuðum aðgerðum að því stefnt, að ná tökum á þessum vanda. Ekki væri lengur um neitt val að ræða. Ef við héldum áfram að lifa um efni fram, þ.e. á erlendri skuldasöfnun, með vaxandi verð- bólguhraða og viðskiptahalla, myndi slíkt óhjákvæmilega leiða til stöðvunar i atvinnurekstri og atvinnuleysis, fyrr en síðar. Af þessum sökum væri óhjá- kvæmilegt að grípa til fyrirhug aðra aðhaldsaðgerða f ríkisfjár- málum nú. Stefna þyrfti að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem væri forsenda þess, að hægt væri að hemja verðbólguvöxt og hægja verulega á honum. Jafn nauðsyn- legt væri að draga úr viðskipta- hallanum við útlönd. Þá sagði viðskiptaráðherra að athuga þyrfti tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Lfta þyrfti á raun- tekjur manns, hvort sem þær lægju í augum uppi eða ekki. Leysa þyrfti efnahagsvandann með nýjum ráðum. Athuga þyrfti gaumgæfilega niðurfærsluleið launa og verðlags, eða eins og ráðherra orðaði það, „hverfa frá því að leysa vandann með því að skrúfa upp á við, reyna fremur að vinda ofan af“. Þá ræddi ráðherrann um kjara mál og nauðsyn heilbrigðs samstarfs launþegasamtaka og ríkisvalds um kjaramál. Varaði hann við aðgerðum, sem ykju á vandann eða gengju þvert á landslög. Þá ræddi hann landhelgismál- in, samningaviðræður, skýrslu Hafrannsóknastofnunar og sagði, að samkomulag væri „útilokað, nema litið verði af fullri sann- girni á aðstæður okkar, fiski- fræðilegar og efnahagslegar." Ráðherrann ræddi margháttaða lagagerð á vegum þeirra ráðu- neyta, er hann stýrir, breytingar á Gylfi Þ. Gfslason. umferðarlögum, hegningarlögum, réttarfarslögum, dómstólakerfi og fl. Um fjárlagagerð sagði ráðherr- ann: „Fjármál rikisins eru nú að mínum dómi eitt veigamesta vandamálið. Verður af þeim sök- um að vanda mjög til fjárlaga- gerðar. Þar þarf að sýna gætni og aðhald. Það er náuðsynlegt að staða rikissjóðs verði styrkt. Það er i raun fjórða ófrávíkjanlega stefnumiðið." Ráðherrann sagði mikinn vanda á höndum þjóðarinnar. Hins vegar værum við betur í stakk búnir að mæta honum en nokkru sinni áður. „Sjálfsagt er að segja, að við höfum farið full hratt á ýmsum sviðum. Þess vegna hafa farið um okkur nokkrir vaxtar- verkir. En án framvindu og fram- fara liðinna ára, væri erfiðar við vandann að fást. Ekki er rétt að kvarta nú, þó við siglum í nokkru mannraunaíshrafli um skeið eða þurfum um sinn að draga úr öku- hraðanum. ..“ Benedikt Gröndal (A): „Vandinn hefur vaxið". Benedikt ræddi fyrst um kvennafrídag og jafnstöðubaráttu íslenzkra kvenna. Því næst vék hann að stefnuræðu forsætisráð- herra. Sagði hann stefnuræðu hans nú andstæðu fyrri stefnu- ræðu frá sl. hausti. Draumarnir væru horfnir. í stað þess að verð- bólgan færi í 15%, sem sþáð hefði verið, hefði verðbólguhraðinn fremur vaxið en hitt. Benedikt sagði Alþýðuflokkinn meðmæltan viðræðum vegna útfærslu landhelginnar — en ótvlrætt andvfgan öllum veiði- heimildum innan 50 mfln'a marl^a. Hann fagnaði væntanlegri löggjöf um skynsamlega nýtingu hinnar nýju fiskveiðilandhelgi. Sú lög- gjöf hefði raunar mátt liggja fyrir þegar að útfærslunni kom. Olafur Ragnar Grfmsson, Benedikt Gröndal, Útlitið í efnahagsmálum þjóðar- innar hefur aldrei verið jafn ískyggilegt. Verðbólguvöxturinn ætti ekki hvað sízt rætur f ýmsum stjórnunaraðgerðum, gengisfell- ingum og sköttun, sem hækkaði verðlag. Nefndi hann m.a. 12% vörugjald. Nú ætti hins vegar að afnema þetta gjald, sem þýddi verðlækkun tiltekins innflutts varnings, sem naumast myndi minnka eftirspurn f hann og gjaldeyriseyðslu. Hins vegar myndu mjólkur- og kjötvörur hækka, með lækkun niður- greiðslna, sem kæmi ver við þorra fólks. Fyrirhugaður niðurskurður al- mannatryggingakerfisins væri hættuboði. Að vísu væri sjálfsagt að endurskoða kerfið sem slíkt, að Alþ.fl myndi berjast hart gegn hvers kyns kjaraskerðingu aldraðra, örkumla og sjúkra. Ragnar Arnalds, Geir Gunnarsson, Karvel Pálmason, Rætt væri um hömlur á verð- bólgu, en ekki hverjar þær yrðu. Rætt væri um niðurfærsluleið, en ekki í hverju hún væri fólgin. Lækka ætti ríkisútgjöld, en óvíða fylgdi með, hvar Iækkanir kæmu niður, sbr. almannatrygginga- kerfið. Þolinmæði launafólks væri á þrotum. Ríkisstjórnin virt- ist veik og réikul, þrátt fyrir fjöl- mennt þinglið. En vandinn væri fyrir hendi, vaxandi og aðkallandi. Rangt væri að reyna minnka hann í augum þjóðarinnar. Karvel Pálmason (SFV): „Byggðafjandsamleg stefna“. I stað hægari verðbólgu, sem lofað var, hefur vöxtur hennar aldrei verið meiri, sagði Karvel Pálmason. Stjórn ríkisfjármála kemur m.a. fram í því, að skuld rfkissjóðs við Seðlabankann var að meðaltali 4 milljarðar á árinu Vilhjálmur Hjálmarsson, Ólafur Jóhannesson, Lárus Jónsson, 1974, en 8 milljarðar á yfirstand- andi ári. Skuldasöfnum erlendis hefur og farið stór vaxandi. Þann veg hefur hægri fjármálastjórn okkar tekizt. Fjárlagafrumvarp það, sem lagt var fram nýverið, gerir einkum ráð fyrir aðhaldi og samdrætti í útgjaldaliðum, sem hitta fyrir hagsmunamál fólks f strjálum byggðum landsins. Þar á að skera niður, sem og í tryggingakerfinu, þar sem þeir smæstu eru fyrir. Skattbyrðin mun vaxa, þar sem skattvísitala hækkar aðeins um hluta verðbólgunnar eða 25%. Fjárlagafrumvarp nú væri sömu tegundar og 2000 m.kr. niðurskurður fjárlaga yfirstand- andi árs, þ.e. kæmi einkum niður á landsbyggðinni. Þá ræddi Karvel um nauðsyn jöfnunar á skattbyrðinni, sem væri með eindæmum ranglát, flokksstjórnarfund SFV, álykt- anir hans o.fl. Að lokum vék ræðumaður að landhelgismálinu. Hann sagði að fögnuður þjóðarinnar við útfærslu í 200 sjómílur væri blandinn ugg og kvíða. Ekki af utanaðkomandi ástæðum, heldur vegna vantrausts á rfkisstjórn- inni, sem væri hikandi í málinu og samningafús. Skýrsla Hafrann- sóknastofnunar tæki af allan vafa um, að um ekkert væri að semja. Stefnt væri að hruni þorskstofns-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.