Morgunblaðið - 28.10.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.10.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKT0BER 1975 Framkvæmdastofnun ríkisins: EFRI DEILD Tvö stjórnarfrumvörp vóru til 1. umræðu í efri deild Al- þingis í gær. Frumvarp til laga um sóknargjöld, sem Ólafur Jóhannesson, kirkjumálaráð- herra, mælti fyrir, og frumvarp til laga um tekjustofna sveitar- félaga, sem Gunnar Thorodd- sen, félagsmálaráðherra, fylgdi úr hlaði. Var báðum málunum vfsað til 2. umr. og viðkomandi þingnefnda. Helgi F. Seljan mælti fyrir þingsályktunartillögu um skólaskipan á framhaldsskóla- stigi og Ólafur Þórðarson fyrir þingsályktun um olíusjóð fiski- skipa. Nokkrar umræður urðu um hið síðast nefnda málið og tóku til máls, auk framsögu- manns, þingmennirnir: Jón Árnason, Jón Ármann Héðins- son og Stefán Jónsson. Kom m.a. fram i umræðunni, að sjóðamál sjávarútvegs væru nú í heildarendurskoðun og úttekt að frumkvæði ríkisstjórnar- innar, sem yrði hraðað sérstak- lega til samræmis við óskir og samkomulag við sjómenn. Þessi þingsályktun væri að vísu at- hyglisverð en efni hennar ætti bezt heima i heildarúttekt sjóðakerfisins. NEÐRI DEILD Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um námsgagnastofnun. í umræðu um málið tóku til máls Jónas Árnason, Gylfi Þ. Gfslason, Sig- hvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason. Kom m.a. fram i máli þingmanna, að ör breyting námsbóka og misræmi í kennslubókum hefði i för með sér óeðlileg útgjöld náms- manna, sem hamla mætti gegn með markvissara skipulagi, og að verkmenntun væri afskipt í námsbókaútgáfu. Málinu var síðan vísað til 2. umr. og nefndar, ásamt frumvarpi um skylduskil til sáfna. Gylfi Þ. Gíslason fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu um skák- leiðsögn í skólum, sem er endurflutt, en fékk jákvæðar undirtektir þingflokka á síðasta þingi, þó það dagaði þá uppi í önnum síðustu daga þingsins. Þá var og á dagskrá deildar- innar frumvarp Gylfa Þ. Gisla- sonar o.fl. um Framkvæmda- stofnun ríkisins, sem virðist eitt helzta deilumál þingsins. Umræðunni lauk ekki en málið hefur tvívegis verið á dagskrá deildarinnar. Ellert B. Schram: Töluð orð fyrir kosningar og efndir að þeim loknum. Ellert minnti á yfirlýsingar forsætisráðherra um endur- skoðun gildandi laga um stofn- un þessa og boðún nýs frum- varps að lögum um hana. Þetta frumvarp hefði verið all lengi í burðarliðnum og hann óttaðist, að það yrði ekki I samræmi við þau meginsjónarmið, sem hann og raunar þingmenn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks hefðu túlkað haustið 1971, er gildandi Iög hefðu verið sett. Taldi Ellert það síður en svo til þess að efla virðingu Alþingis eða traust á þingmönnum, ef loforð, sem gefin hefðu verið fyrir kosn- ingar yrðu virt að vettugi að þeim loknum. Hann minnti á ýmis ummæli Matthfasar Bjarnasonar, Matthíasar Á. Mathiesen og Ingólfs Jónssonar haustið 1971 um þessa löggjöf, sem rétt væri að hyggja að nú, enda stæði gildi þeirra óbreytt. Að sfnu mati ætti að deila þessari stofn- un upp í frumeindir sínar. Það skemmsta sem hægt væri að ganga væri að breyta ráðningu framkvæmdastjóra, þann veg, að tryggilega yrði greint á milli stjórnsýslu og stjórnmála. Leggja þyrfti pólitískt kommissarakerfi niður. Eðli- legt væri að stjórn stofnunar- innar væri kjörin af Alþingi, en hinsvegar ættu þingmenn alls ekki að gegna þar fram- kvæmdastjórastörfum. Guðmundur H. Garðarsson: (Itgerð og fiskvinnslu I Reykja- vík og Reykjanesi mismunað. Fjárfestingarsjóðir, sem undir þessa stofnun heyra, hafa vissulega komið fótum undir útgerð og fiskvinnslu víða um land. Því ber út af fyrir sig að fagna. Hitt má ekki ómótmælt vera, að Reykjavík og Reykja- nes hafa mætt óþolandi mis- munun í þessu efni, jafnvel þó um sömu starfsgreinar hafi verið að ræða. Endurnýjun í fiskiskipastól og frystiiðnaði er þvf allt önnur í Reykjavík en annarsstaðar, þann veg, að þar hefði miðað aftur á bak á sama tíma og stökkbreytingar , til hins betra hefðu orðið annarsstaðar. Reykjavfk var vagga togara- útgerðar í landinu og helzta út- gerðar- og fiskvinnslumiðstöð landsins. Reykjavík hefur hins vegar dregizt verulega aftur úr sökum þess, að fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskvinnslu þar hefur verið haldið í algjöru fjárhagslegu svelti um langt árabil. Með rangri löggjöf um opinbera fjárfestmgarsjóði, sem bæði í orði og á borði hefði stuðlað að verulegri mismunun í fjárstreymi (lánafyrir- greiðslu) eftir byggðarlögum, hefur verið dregið úr athafna- hvöt og möguleikum manna á sviði sjávarútvegs og fisk- iðnaðar á höfuðborgarsvæðinu, sagði þingmaðurinn. Á árinu 1972 Iánaði Fisk- veiðasjóður 1263.2 m.kr., þar af 108.2 m.kr. til Reykjavíkur — eða 8.6%. 1973 2.248.7 m.kr., þar af 296.5 m.kr. til Reykjavik- ur eða 13.2%. 1974 2.660.7 m.kr. þar af til Reykjavikur 42.6 m.kr. eða 1.6%. Atvinnuleysistryggingasjóð- ur lánaði 118.4 m.kr. árið 1972. Þar af 31.8 m. til Reykja- vikur eða 27.1%. 1973 156.5 m.kr., þar af til Reykjavíkur 46.2 m.kr. eða 29.3%. 1974 84.3 m.kr., þar af 36 m.kr. til Reykjavíkur eða 42.8%. Inni í þessum tölum eru ekki falin hafnarlán, sem vóru veruleg og fóru mestu út á land, svo hlutur Reykjavikur er i raun mun verri en þessar tölur sýna. Byggðasjóður veitti 432 lán árið 1972, að fjárhæð 480 m. kr., þar af 19 lán að fjárhæð 16 m. kr. til Reykjavíkur, eða 3.33%. 1973 veitti sjóðurinn 339 lán, að fjárhæð 351 m. kr. Þar af fóru 4 til Reykjavíkur, að fjárhæð 5.5 m. kr., eða 1.5%. Á sl. ári veitti sjóðurinn 441 lán að fjárhæð 661.8 m. kr. Þar af fór aðeins eitt lán til Reykjavíkur, ein milljón króna og það tekur því ekki að reikna út hlutfallið, sem er brot úr einu prósenti. Ibúatala Reykjavíkur öll þessi ár var rétt tæp 40% þjóðarinnar. Á þessum tíma fór aðeins 1.1% af lánum Byggða- sjóðs og 7.2% af lánum Fisk- veiðasjóðs til Reykjavfkur. Þessi niðurstaða er gjörsam- lega óviðunandi fyrir reykvískt atvinnulff og íbúa Reykjavíkur. Þessi mál, sem og lögin um Framkvæmdastofnun ríkisins, þurfa vissulega endurskoðunar við, f samræmi við gefin fyrir- heit stjórnvalda. Tómas Árnason: Rökstyðja þarf fullyrðingar með dæmum ekki getgátum. Tómas sagði inntak frum- varps Gylfa Þ. Gíslasonar vera það eitt, að í stað þess að ríkis- stjórn skipaði framkvæmda- stjóra, sem nú væru tveir, skyldi framkvæmdastjóri ráð- inn að hætti embættismanna- kerfis. Hann sagðist geyma sér að ræða það efni unz væntan- legt frumvarp ríkisstjórnar- innar kæmi fram. Hann sagði Framkvæmda- stofnunina hafa f upphafi skipzt í þrjár deildir: hagfræði- deild, áætlanadeild og lána- deild. Sú fyrst talda, sem nú hefði verið breytt í Þjóðhags- stofnun, hefði strax frá önd- verðu starfað í raun sem sjálf- stæð stofnun. Hann sagði starfsmenn Framkvæmdastofn- unar vera að langmestum hluta starfsmenn, sem starfað hefðu hjá þeim stofnunum áður, er sameinaðar hefðu verið i Fram- kvæmdastofnun, og því ráðnir til ríkisins i ráðherratfð Gylfa Þ. Gfslasonar. Varla teldist í því pólitisk valdbeiting. Ásakanir um slikt, sem og meinta spill- ingu, þyrfti að styðja ákveðnum dæmum, sem ekki hefðu verið til tind, en ekki getgátum einum. Hann rakti sfðan starf- semi lánadeildar en hafði ekki lokið máli sfnu, er þingfundi lauk. Má búast við að umræða um þetta frumvarp eigi eftir að taka enn drjúgan tíma af störf- um Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.