Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 16
X 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÖBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Atalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Aðfararnótt mánu- dags tókst að finna lausn á þeirri deilu, sem risið hefur vegna ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins um fiskverð fram að áramótum. Deila þessi kom upp fyrir hálfum mánuði en seinni hluta síðustu viku sigldu vel flest fiski- skip landsmanna í höfn til þess að knýja fram kröfur sjómannna. Þær kröfur voru tvíþættar: breytingar á fiskverði frá því, sem yfirnefnd hafði ákveðið, og endurskoðun sjóðakerfis sjávarútvegsins. Ekki verður annað sagt en að misklíð þessi hafi fengið farsælan endi. Verð- ákvörðun yfirnefndar er óumbreytanleg nema með sérstakri löggjöf. Sú verð- ákvörðun, sem svo mjög hefur verið gagnrýnd af sjómönnum, var tekin með samhljóða atkvæðum full- trúa í yfirnefnd þ.á m. af fulltrúa sjómanna sjálfra. Því hefur verið haldið fram, að verðákvörðun þessi þýddi um 314% kaup hækkun til sjómanna en það hafa þeir dregið í efa og hafa talið, að launa- hækkunin væri mun minni og jafnvel um launalækk- un að ræða. Með samkomu- lagi því, sem gert var í fyrrinótt, hafa sjómenn fallizt á að láta á það reyna, hver launahækkunin er í raun og veru. Komi hins vegar í ljós, að hún nái ekki 3t4%, þegar upp verður staðið eftir áramót, hefur ríkisstjórnin ábyrgzt, að sjómenn fái þá uppbót, sem tryggi þeim þá kjarabót, sem um ræðir og jafngildir þeim kjarabótum, sem launþegar í landi hafa fengið á þessu hausti. Með þessari niðurstöðu hefur tekizt að varðveita það verðlagskerfi í sjávarút- vegi, sem byggt hefur verið upp og gefizt mun betur en önnur verðlagn- ingarkerfi enda kom það í ljós í þeim viðræðum, sem fram hafa farið undan- farna daga, að talsmenn þeirra sjómanna, sem í höfn sigldu, vilja halda því. Til viðbótar þeirri ábyrgð, sem ríkisstjórnin með þessum hætti hefur tekið á kjarabótum sjó- manna, mun ríkisstjórnin beita sér fyrir hækkun á uppbótum vegna línufisks, en það hefur tíðkazt í fjöldamörg ár, að uppbæt- ur væru greiddar á línufisk úr ríkissjóði og er hér því ekki um nýbreytni að ræða. Þá hefur ríkisstjórn- in lýst því yfir, að stærðar- flokkun sú, sem upp var tekin um síðustu áramót verði endurskoðuð um næstu áramót. Sú stærðar- flokkun, sem gilt hefur á þessu ári, var ákveðln með samhljóða atkvæðum i Verðlagsráði, en hún er nýjung og því eðlilegt, að það verði metið í árslok, hvernig þessi nýbreytni hefur reynzt. Við þá endur- skoðun verður að sjálf- sögðu tekið tillit til þeirra sjónarmiða, sem fulltrúar sjómanna hafa sett fram að undanförnu. Loks hefur ríkisstjórnin svo lýst þvi yfir, að hraðað verði störfum nefndar þeirrar, sem unnið hefur að endurskoðun sjóða- kerfis sjávarútvegsins og mun hún skila tillögum sín- um fyrir 1. des. n.k. eins og að hefur verið stefnt. Við þessa endurskoðun verður að sjálfsögðu einnig skoðuð sú gagnrýni, sem fram hef- ur komið frá sjómönnum á sjóðakerfið og mun ríkis- stjórnin beita sér fyrir ná- inni samvinnu við samtök sjómanna og útvegsmanna í þessu efni. Þetta er sá grundvöllur, sem fisk- verðsdeilan leystist á og ber að fagna þvf, að fiski- skipin hafa nú lagt úr höfn og haldið til veiða á ný. Fulltrúar sjómanna hafa sýnt raunsæi í afstöðu til málsins eftir að sezt var niður og spilin lögð á borð- ið. Þrennt vekur athygli við þessa deilu, og lausn hennar. í fyrsta lagi hefur tekizt að leysa málið án þess að grípa yrði til þess að breyta ákvörðunum lög- lega tilnefndra aðila, sem hafa í einu og öllu hagað ákvörðunum sínum lögum samkvæmt. Þetta er geysi- lega mikilsvert atriði og forsenda þess, að menn geta heils hugar fagnað því samkomulagi, sem tekizt hefur. En auðvitað er það sanngirniskrafa sjómanna, að það standist í raun, sem þeim hefur verið sagt um áhrif fiskverðsákvörðunar- innar á tekjur þeirra. Ríkisstjórnin hefur ábyrgzt það. í öðru lagi hef- ur það glögglega komið fram í þessari deilu, að mjög skortir á upplýsinga- og fræðslustarfsemi meðal sjómanna um markaðsmál sjávarafurða. í dag er tíð- arandinn sá, að hvorki sjó- menn né aðrir láta sér nægja að taka við ákvörðunum án þess að þeim fylgi upplýsingar um það, sem liggur ákvörðun- um til grundvallar, sem varða lífskjör þeirra. Þetta er eðlilegt. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja mjög víðtæka og varanlega fræðslustarfsémi meðal sjómanna og allra þeirra er að útgerð og fiskvinnslu vinna um markaðsmál sjávarafurða okkar. Gera þarf grein fyrir því, hvern- ig verðlagsmálum og sölu- horfum á einstökum fisk- tegundum er háttað hverju sinni hvers konar vöru hver markaður tekur o.sv.frv. Slík fræðslustarf- semi er forsenda þess, að ekki komi upp deilumál af því tagi, sem nú er búið að leysa. Hér þurfa bæði hags- munasamtök í sjávarútvegi og fjölmiðlar í landinu að koma til. f þriðja lagi er auðvitað ljóst að aðgerðir sjómannanna eru áfall fyrir hagsmunasamtök þeirra. Aðgerðir sjómann- anna fóru algerlega fram hjá þeim hagsmunasam- tökum, sem þeir sjálfir hafa falið forsjá sinna mála. Það bendir til þess að mjög skorti á tengsl milli félagasamtaka og sjó- manna og er þetta mikið íhugunarefni fyrir forystu- menn sjómannasamtak- anna. Loks verða menn að horfast í augu við þá stað- reynd, að sú ákvörðun sjó- manna að sigla skipunum í höfn var í raun ólöglegt verkfall. Það er meira en nóg komið að því, að ein- stakir hagsmunahópar í þjóðfélagi okkar geri með þeim hætti tilraun til að taka lögin í sínar hendur. Hér verður að stöðva við. Ef einstaklingar og hags- munasamtök þeirra neita að virða lögin blasir upp- lausnin ein við. Og hverra hagur er það? Það er a.m.k. ekki hagur almennings í þessu landi. Fiskverðsdeilan Nú þarf að gera eitthvað fyrir gamla fólkið, er setning sem oft heyrist nú á dógum. Og það er rétt! eins og hann Svavar Gests segir. Sú hugsun á vissulega rétt á sér. Eldra fólkið, sem þekkir erfið- leika á að fá það sem hugurinn girnist, hefur ekki verið eins hávært og hinir i kröfum sinum Þvi hafa aðrir hópar verið duglegri að hrifsa til sin lifsins gæði. Og nú á semsagt að kippa i líðinn og gera eitthvað fyrir gamla fólkið með langlegudeildum við sjúkra- húsin, íbúðum fyrir aldraða, dvalarheimilum o.s.frv. Þess er vissulega þörf. Litil saga verður mér býsna áleitin, þegar ég sit og hlusta á slikt tal eða tek þátt i þvi á fund- um. Það læðist að mér sú hugsun að einn þátt vanti i umræðurnar. Þá skýtur upp i hugann sögu sem gerðist i fyrrasumar. Ég var stödd úti i sveit, skammt frá Paris. Var boðið i mat til ungs arkitekts og konu hans. Þau tóku rausnarlega á móti okkur, og lögðu mikið i matinn, eins og Frakka er siður. Við sátum við kringlótt borð i eldhúsinu, sem var svo þröngt, að standa þurfti upp ef einhver gekk um. Satt að ségja búa þessi ungu hjón i gömlu húsnæði, sem við mundum varla kalla ibúðarhæft. Enda giftu þau sig og fóru að eiga börn meðan hann var að læra i arkitektúrskólanum fræga Beaux Arts og það tekur býsna mörg ár. Konan er ættuð frá Armeníu og móðir hennar gamla, sem var á simum tima broderidama hjá Tyrkjasoldáni og flúði með hana litla til Mið-Evrópulanda, þar sem hún sá fyrir þeim, sat með okkur til borðs. Hún er orðin háöldruð og heilsulaus. Heyrir m.a. svo illa að hún talar út af fyrir sig, hellir gjarnan niður vegna sjónleysis og er svo trúuð, að hún fer upp um miðjar nætur i þessari litlu þröngu ibúð og biðst fyrir við altarið sitt, sem hún auðvitað hefur komið fyrir i einu stofunni. Ekki hafa allir sérherbergi. Siður en svo. Og hús- gögnin hrörleg, þó stöku fallegur gripur prýði veggi eða borð Sem ég nú sat þarna, fór ég að halda uppi samræðum við húsbóndann og spurði hvert þau hefðu farið í sumarleyfi. Hann sagði að öll fjöl- skyldan hefði farið i bilnum suður á bóginn. — Við verðum alltaf að fara eitthvað, sem við getum tekið gömlu konuna með, bætti hann við til skýringar. — Við höfum þvi ekki farið neitt annað i mörg ár! Ég sagði: — Þið hafið hana alltaf hjá ykkur? — Já, henni mundi ekki líða vel, ef hún væri ekki með okkur og börnunum, svaraði hann blátt áfram. Svo varð stutt þögn. Þá fór hann að halda uppi kurteis- legum samræðum við mig og spurði: — Hvað gerið þið á íslandi við ykkar gamla fólk? Hafið þið það ekki hjá ykkur á heimilinu með fjölskyldunni? Ég verð að játa, að mér varð orðfall. Ég hefði getað svarað: — Á íslandi eru óvíða aðstæður til að hafa gamalt fólk á heimilunum. Fólk hefur ekki aukaherbergi fyrir það. Nú vinna allir úti og ekki hægt að bæta gömlu fólki á heimilið. Jafnvel að á íslandi kæri aldraðir sig yfirleitt ekki um að vera á heimilum hjá börnum sinum. En einhvern veginn var gjörsamlega útilokað á þessum stað að hafa uppi slíka orðaræðu, eins og við gerum gjarnan hér. Þessi atburður er mér býsna minnisstæður og ónáðar mig stundum i rúmgóðum fundarsöl- um, þar sem menn eru að halda ræður um allt það sem gera þurfi fyrir gamla fólkið — gera þvi fært að búa sér i eigin ibúð, vera saman á fallegri stofnun o.s.frv. Ætli þeir séu ekki margir, sem vilja bara vera hjá sinum? Jafnvel i þrengslum? Er þeim boðið upp á það? Finnst þeim þeir bara ekki vera fyrir, ef þeir impra á svo stórri ósk? Ég veit það ekki. Varla vilja allir gamlir það sama. Þetta er vafalaust jafn ólikt fólk sem i öðrum aldursflokkum, með mis- munandi viðhorf og óskir. Að minnsta kosti held ég að óhætt sé að ætla að gömul manneskja vilji ekki vera einmana? Og einmana verður maður sist hjá sínum, eða hvað? Ýmsar fleiri spurningar vakna. Er það bara hér i norðurhluta Evrópu eða á Norðurlöndum, að aldraðir verða ekki einmana, þó þeir búi ekki með fjölskyldu sinni? Viða annars staðar, einkum i Austurlöndum og Afríku, leggur fólk mikið upp úr því að vera i sambýli. I Japan búa afi og amma með börnum sinum og er sýnd virðing og þakklæti Sjálfsagt fer þetta, eins og svo margt annað, eftir þvi hverju maður venst og hvað er lenska. Ég las einu sinni frásögn af kynnisferð Indverja nokkurs til Noregs, þar sem hann var að kynnast hinum rómuðu norrænu félagsmálum. Þetta var merkur gestur og honum tekið með pompi og prakt og mikilli gestrisni. Norðmenn sýndu honum stoltir sinar fallegu stofnanir, m.a. elliheimili, þar sem hver átti heima i sínu fallega hólfi og vel fór um þá. Raunar sátu vist flestir gjarnan i anddyrinu, þar sem hægt var að sjá þá litlu umferð, sem var um veginn, en ekki úti i kyrrlátum garðinum. Þegar út var komið, og Indverjinn eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR sagði ekki neitt, spurði gest- gjafinn: — Og hvernig lizt þér svo á þetta? — J-a, að svona djöfulskapur skuli vera leyfður, svaraði Indverj- inn um hæl! Svona geta sjónar- miðin verið misjöfn. Ætli við hér á norðurhveli séum allt öðru visi innréttuð i sálinni? Qg ætli altir hér séu eins þenkj- andi, þegar þeir verða gamlir? Skyldu þeir bara vilja umgangast aðra gamla, sem þeir ekki þekktu fyrr á ævinni. Og sjá afkomendur sina aðeins við hádegisverðar- borðið á sunnudögum eða i smá- bilferð með þeim? Ég veit það ekki. f sjónvarpsþætti i fyrra var gamalt fólk heimsótt og rætt um að það kæmist ekki á spitala. Unga konan, spurði bara hve gamalt fólkið væri, ekki hvort það væri veikt. Hún virtist ganga út frá þvi að gamalt fólk ætti heima á spitala. Þrátt fyrir góða spitala, held ég að þeir séu ekkert eftir- sóknarverðir. Á öllum aldri ætti fólk að halda sig utan þeirra, ef mögulegt er, eða hvað? EG er ekki að halda neinu fram um þetta. En stundum, þegar ég sit og hlusta á spaklegar ræður um hvað gamla fólkið vilji allt i hóp og hvað gera þurfi fyrir það, vill hgurinn hvarfla. I mínum huga virðast linur þá ekki alveg eins klárar um það á hvaða hillu eigi að koma öldruðum fyrir. Og raunar hvers konar hillu i lifinu maður eigi heima á ýmsum aldurs skeiðum. Á hvaða aldursári maður eigi i hvert skipti að taka heljar stökkið i öllum viðhorfum, lifs- háttum og óskum upp á næstu hillu, eins krakkarnir á barna- heimilunum, þegar þeir færa sig i grænu deildina, gulu deildina og rauðu deildina eftir afmörkuðum aldursárum. Við gefum okkur það gjarna, að gömul manneskja vilji búa ein, ef hún getur það, fara svo á elli- heimili og síðan á sjúkradeild, ef hún á ekki bara heima á spitala til frambúðar strax og ellin fer að veikja likamann. En skildi ekki einn og einn vilja vera hjá sínum og I nánd við sina svo fengi sem nokkur kostur er? Ég held að bæði einstaklingar og þjóðfélagið ætti að gera ráð fyrir þvi lika. Einstakl- ingarnir með ofurlitilli viðhorfs- breytingu og þjóðfélagið með þvi að hætta að stýra með lánareglum og öðru öllu ungu fólki i ný hús i einum bæjarhluta og halda öllum gömlum i öðrum eldri hverfum. Ég held að ég fari rétt með það, að byggingarnefnd Reykjavikur hafi á siðari árum verið miklu viðræðu- betri um að leyfa litlar íbúðir i nýjum einbýlishúsum, ef foreldri vill búa þannig i skjóli barna sinna. En húsnæðismálalán fæst ekki út á slíka ibúð Og unga fólkið fær ekki jafn mikil lán úr þeim ágæta sjóði til að kaupa eða gera við gamalt hús I eldri hverf- unum i nánd við sína eins og i nýbyggingu i fjarlægu úthverfi. Einhvern veginn finnst mér það ekki aðlaðandi að hegða sér við tiltektina i þjóðfélaginu eins og þegar maður ríkur í það á vorin að taka til i geymslunni hjá sér þar sem hver hlutur á sinn stað á hillunni. Eða kannski má þó með tímanum með þrautseigju venja manneskjurnar á að kunna allar við sig i litlum kössum — sem allir eru eins. Ilkt og segir i vis- unni. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.