Morgunblaðið - 28.10.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
19
„HUJKKHIl” SKOHADI44 STIG
OG KR VAl STÍDENTA 84:75
CURTISS „TRUKKUR" Carter
var „hress'* að leik KR og ÍS lokn
um, og hafði sannarlegá til þess
ástæðu. Hann „mokaði“,„tróð“ og
skaut 44 stigum I körfu ÍS f leikn
um. Og þetta gerði hann þrátt
fyrir að hann færi af velli með 5
villur upp úr miðjum sfðari hálf-
leik og væri „sveltur“ f sókninni á
stundum. Ekki er ólfklegt að
hann eigi eftir að sýna „útkomu“
upp á 55 til 60 stig f vetur í einum
leik.
„Ég skil ekki þá menn sem eru
að spá því að við verðum f 3. til 4.
sætinu f Islandsmótinu f vetur.
Við verðum á toppnum, vinur
minn. Þegar ungu strákarnir f
Iiðinu fá aðeins meiri tilfinningu
fyrir þvf hvenær á að halda
boltanum og hvenær á að „keyra“
þá kemur þetta allt hjá okkur,
vertu viss. Ég er ekki ánægður
með að skora undir 40 stig f leik,
og þegar við erum farnir að
þekkja hvern annan betur, ég og
hinir KR-ingarnir f leiknum, þá
verðum við á toppnum."
„TRUKKURINN" var hinn
hressasti eins og sjá má, og vissu-
lega voru taktar hans i leiknum
traustvekjandi. Þótt KR næði
aldrei afgerandi forustu í leikn-
um virtist sigurinn aldrei í hættu,
eða það hafði maður ekki á til-
finningunni. IS lék þó sinn besta
leik í mótinu og er greinilega að
koma til. KR hafði yfir í hálfleik
38:26. IS minnkaði muninn af og
til i eitt stig í síðari hálfleik, en
KR bætti strax um betur og jók
bilið aftur. Lokatölur 84:75.
Af öðrum í liði KR má nefna
Birgi Gfuðbjörnsson sem átti mjög
góðan fyrri hálfleik, Gunnar
Jóakimsson sem barðist mjög vel
allan leikinn, og Gunnar Ingi-
mundarson sem virðist hafa
gleggst auga fyrir sendingum inn
á Carter af bakvörðunum. Bjarnk
Gunnar skoraði 22 stig fyrir IS, og
naut sín vel undir lokin þegar
Carter var af velli með 5 villur.
Annars var IS liðið jafnt að
venju, en verulegur styrkur var
að endurkomu Alberts
Margir kallaðir — fáir útvaldir. Barátta um knöttinn undir körfu
stúdenta f leik þeirra og KR á laugardaginn. Meðal þeirra sem tekur
þátt f slagnum er „Trukkurinn“ sem skoraði 44 stig í leiknum.
Guðmundssonar sem nú lék með á
ný.
Dómarar voru Hörður Túlinius
og Þráinn Skúlason og dæmdu
vel. gk.
1 Kristinn Jörundsson dregur ekki af sér er hann stingur sér undir
körfu Ármenninga og skorar f úrslitaleiknum á laugardaginn.
IR-ingar Reykjavíknrmeistarar,
unnn Ármann 85:78 í úrslitaleik
„Þetta var erfiður leikur eins
og úrslitaleikir eru alltaf,“ sagði
Kristinn Jörundsson fyrirliði IR
eftir að IR hafði tryggt sér
Reykjavfkurmeistaratitilinn.
„Það var mikil „keyrsla" f leikn-
um frá upphafi til loka leiksins.
Mér fannst hittni beggja liðanna
af færi slök, en það sem réð e.t.v.
úrslitum f leiknum var að vörnin
hjá okkur var sterkari, sérstak-
lega á miðjunni."
— Einn mann hlýtur Kristinn
þó að undanskilja þegar hann
talar um lélega hittni af færi.
Kolbeinn Kristinsson var þar f
algjörum sérflokki og brenndi
varla af skoti.
Ilþróttahúsið við Kennaraskól-
ann var þéttsetið þegar leikur ÍR
og Ármanns hófst og úrslita-
stemning greinileg. Var ljóst
strax og leikurinn hófst, að taugar
leikmanna voru ekki sem bestar,
þeir gerðu margar vitleysur á
báða bóga, og hittu illa. Kristinn
Jörundsson reið þó á vaðið með
tveim fallegum körfum eftir
gegnúmbrot, og bætti tveim stig-
um við úr vítum áður en Jimmy
Rogers skoraði fyrstu stig Ár-
manns á 4. min. ÍR komst svo i
14:6, en um miðjan hálfleik hafði
Ármann náð forustu 21:19. Stað-
an í hálfleik var 35:34 fyrir ÍR.
Það voru síðan upphafsmínútur
síðari hálfleiks sem réðu úrslitum
þessa leiks. Kolbeinn Kristinsson
fór þá verulega f gang með sina
miklu hittni, og IR náði 10 stiga
forustu. Forustu sem átti eftir að
skila þeim sigri í þessum leik.
Ármann náði að vísu að minnka
muninn i 5 stig en ekki meir.
Lokatölur 85:78 fyrir iR-inga.
ÍR vann þennan leik ekki
eingöngu vegna betri hittni en
Ármann. IR hefur ávallt náð
miklum árangri vegna vel út-
færðra hraðaupphlaupa, og svo
var einnig nú. Ármanningar, sem
hafa beitt hraðaupphlaupum með
góðum árangri i mótinu, hitta nú
ofjarla sína á þvi sviði. Styrkur IR
liggur einnig i mikilli breidd í
liðinu, og talandi dæmi um hana
er að unglingalandsliðsmennirnir
eru varla notaðir neitt að ráði.
Kolbeinn Kristinsson og Krist-
inn Jörundsson voru bestu menn
IR f leiknum, ákaflega sannfær-
andi „bakvarðapar" um þessar
mundir. Agnar Friðriksson skor-
aði góðar körfur fyrir liðið í þess-
um leik, þótt hann virðist fremur
æfingalítill. Þorsteinn Hallgríms-
son stóð vel fyrir sínu að vanda.
Það var greinilega mikil pressa
á Armenningum í sambandi við
þennan leik. Menn heyrðust gefa
þær yfirlýsingar fyrir leikinn að
þeir yrðu að sigra til að fá betri
aðsókn á Evrópuleikinn gegn
Playboys!! Þeir voru þvi ekki ein-
ungis að keppa um Reykjavíkur-
meistaratitilinn, heldur átti
einnig að koma með stóra hluti
fyrir Playboys leikinn.
En svo sannarlega var þetta
ekki dagur Ármenninga sem hafa
sýnt mjög góðan körfubolta i
haust. E.t.v. munaði þar mestu að
Jón Sigurðsson var fyrir því óláni
að framtönn brotnaði í upphafi
leiks, og hann náði sér aldrei
verulega á strik i leiknum. Þá
virtist Jimmy Rogers greinilega
mjög miður sín i leiknum, en það
var af ástæðum sem ekki er
ástæða til að fara út í hér, a.m.k.
ekki að svo komnu máli.
En það er engin ástæða fyrir
Ármenninga að brotna við
þennan ósigur, og ég er sannfærð-
ur um að þeir eiga eftir að koma
tvíefldir til leiks gegn „plebbun-
um“ frá Finnlandi á fimmtudag.
Kristinn Jörundsson var stig-
hæstur iR-inga með 32 stig, Kol-
beinn Kristinsson með 22. Krist-
inn með flest sín stig eftir gegn-
umbrot eða eftir hraðaupphlaup,
Kolbeins með langskotin sín góðu.
Jimmy Rogers skoraði 22 stig og
var stighæstur Ármenninga, Jón
Sig. 18 stig.
Kristbjörn Albertsson og Jón
Otti Ólafsson dæmdu þennan leik,
og sýndu bestu dómgæslu sem
sést hefur í Reykjavikurmótinu.
„Samræmið“ margumtalaða i
dómum var fyrir hendi hjá þeim,
og ekki hægt að setja út á þá á
nokkurn hátt. — Meira af
dómgæzlu af þessu tagi.
gk.
Hvar eru gulu spjöldin ?
Það hefur verið sérstaklega
áberandi í Reykjavíkurmótinu í
körfubolta sem er nýlokið,
hversu langt leikmenn hafa
getað leyft sér að ganga í mót-
mælum varðandi dóma, án þess
að fá ásigtæknivíti. Þetta á þó
ekki við alla dómara. Sumir
þeirra, t.d. Hörður Túlinius,
dæma strax tækniviti, en sumir
hinna dómaranna láta þetta af-
skiptalaust. Hefur þetta gengið
svo langt, að menn sem hafa
horft á leikina hafa lýst undrun
sinni á þessu. Og svo kvarta
dómarar um aðfinnslur leik-
manna.
En hvar eru gulu og rauðu
spjöldin sem dómararnir eiga
að hafa með sér f leikina og
nota einmitt gagnvart þessum
hlutum? Ét veit fyrir víst, að
sumir þeirra taka spjöldin sin
ekki einu sinni með sér i leik
ina. Meðan svo er, er ekki von á
góðu.
Mér er það sérstök ánægja, að
segja frá því, að dómarar héldu
fjölmennan fund um helgina
þar sem farið var yfir reglurnar
og reynt að samræma viss atr-
iði. Ekki var þó neitt ákveðið
með notkun á spjöldunum þótt
ærin ástæða sé til.
Dómarar! Samræmið og
ákveðið notkun á spjöldunum
ykkar. Um leið og þið gefið
tækniviti fyrir ,,röfl“ og at-
hugasemdir við dóma ykkar,
gefið þá viðkomandi leikmanni
gult spjald. Ég þori að fullyrða
að eftir tvær til þrjár helgar
verður ástandið hvað þetta
varðar betra.
gk.
Þrjú liö jöfn
í kvennaflokki
SIGUR ÍR yfir KR I m.fl. kvenna
þýðir að þrjú Ii8 af fjórum sem
þátt tóku ur8u efst og jöfn me8 4
stig, KR, ÍR og Fram og verSa þau
a8 leika til úrslita. KR, sem flestir
veSjuSu á I leiknum gegn ÍR, var
me8 öruggt forskot rétt fyrir
leikstok en ÍR náSi að jafna og
komast framúr á lokamlnútunum
mest fyrir tilstilli Rannveigar Lax-
dal sem leikur nú me8 ÍR á ný.
Lokatölur urSu 32:30, og þa8
háir KR greinilega a8 breiddin 1
liSinu er engin. Þrjár þeirra geta
spilaS körfubolta þokkalega, hin
ar eru algjörir „stadistar".
Dómarar I úrslitaleiknum voru
Eirlkur Björgvinsson og RlkharS-
ur Hrafnkelsson og voru afar
lélegir. Þeir þyrftu a8 lesa reglur-
nar slnar yfir VANDLEGA, m.a
hve mörg vltaskot á a8 taka
þegar dæmt er tæknivlti.
9k.
Roger stighœstur
MIKIL barátta var um það hvaða leikmaður yrði stighæsti maður
Reykjavfkurmótssins, en fyrir það var veitt sérstök stytta. Fyrir
leikina um helgina var Torfi Magnússon stighæstur með 112 stig, en
Jimmy Rogers náði honum og fór aðeins framúr f sfðasta leiknum. Þá
skoraði hann 22 stig og kom með 113 stig út úr mótinu eða 22,6 stig að
meðaltali. Kolbeinn Kristinsson var með 110 stig, aðrir náðu ekki 100
stigum. Curtiss Carter var hins vegar með langhæst meðaltal 89 stig f
þremur leikjum eða 30 stig að meðaltali. gk"
Kolbeinn Kristeon
bezta vítaskyttan
KOLBEINN Kristinsson IR varð vftaskytta Reykjavfkurmótsins. Til
þess að geta unnið til verðlauna þurfti leikmaður að taka minnst 15
vftaskot. Fyrir leikinn gegn Ármanni hafði Kolbeinn tekið 8 skot og
hitti f þeim öllum. I leiknum gegn Ármanni tók hann önnur 8, og hitti
f 6 þeirra. Vítahittni hans varð þvf 16:14 — 87,5% sem er frábært.
Ánnar varð Guðsteinn Ingimarsson Ármanni með 20:16 — 80% sem er
einnig mjög gott.
En yfir höfuð var vítahittnin f mótinu fremur slök, og er þar
áberandi að af þeim mönnum sem yfirleitt taka flest skot f sfnu liði
eru margir afar slakar vftaskyttur. gk.