Morgunblaðið - 28.10.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTOBER 1975
25
Friðjón Þórðarson á EFTA-fundi:
ÁRLEGUR þingmannafundur
EFTA var haldinn f Genf dag-
ana 13. og 14. þ.m. Þátttakend-
ur voru 25 frá öllum aðildar-
rfkjum samtakanna. Af Islands
hálfu sótti fundinn Friðjón
Þórðarson alþingismaður. Á
fundinum var m.a. rætt um
efnahagsástandið f aðildar-
rfkjunum og f heiminum yfir-
leitt og aðgerðir rfkisstjórna í
þvf sambandi. Lögðu menn
áherzlu á nauðsyn þess að við-
halda frjálslegu viðskiptasam-
bandi rfkja f milli, sérstaklega
frfverzluninni innan EFTA og
við Efnahagsbandalagið, og að
forðast bæri að grfpa til hafta-
stefnu. í þessu sambandi fjall-
aði norski þingmaðurinn Skul-
berg sérstaklega um erfiðleika
Islendinga vegna þess að
mikilvægustu ákvæðin fyrir Is-
land f frfverzlunarsamningn-
um við Efnahagsbandalagið
hefðu ekki komið til fram-
kvæmda, en útflutningur
sjávarafurða væri nær eina Iffs-
björg þeirra. Hann lýsti og yfir
skilningi á afstöðu Islands f
hafréttarmálum og þeirri von,
að viðunandi lausn myndi nást.
Þingmennirnir voru sammála
um að EFTA væri mikilvægur
vettvangur nauðsynlegra um-
ræðna um samstarf á breiðum
grundvelli, hér eftir sem
hingað til. Sérstakur dagskrár-
liður var um ástandið i
Portúgal, þar sem portúgalskir
þingmenn gerðu grein fyrir
efnahags- og stjórnmálaerfið-
Ieikum heimafyrir og nauðsyn
tækniaðstoðar við Portúgal á
ýmsum sviðum, m.a. að greiða
fyrir innflutningi portúgalskra
landbúnaðarvara og að settur
yrði á stofn, iðnþróunarsjóður
til hjálpar nýjum iðngreinum.
Kjörin var sérstök nefnd til
að fjalla um framtíðarhlutverk
og skipulag þingmannafunda
og á hún að skila skýrslu á
næsta fundi sem haldinn verð-
ur í Genf að ári.
Friðjón Þórðarson, alþingis-
maður tók þátt í umræðum um
efnahagsmál og fer ræða hans
hér á eftir.
Versnandi viðskiptakjör —
rýrnandi þjóðartekjur
Herra forseti.
Ég vil gjarnan nota þetta
tækifæri til að óska yður til
hamingju með kjör yðar og til
þess að flytja yður og öðrum
þingmönnum á þessum fundi
beztu kveðjur samþingmanna
minna á Alþingi.
Það er mér mikil ánægja að
fá tækifæri til þátttöku í þing-
mannafundi EFTA í fyrsta
sinn, og vil láta í ljós þá ósk
mína, að þessir fundir veiti
okkur nytsamleg tækifæri til að
skiptast á skoðunum verðandi
samstarf okkar i EFTA og önn-
ur hagsmunamál. Er það afar
mikilvægt eins og sakir standa,
því að nú blasa við okkur alvar-
leg efnahagsvandamál. I nokkr-
um löndum eiga menn við að
glfma alvarlegan samdrátt og
mikið atvinnuleysi, auk þess
sem óðaverðbólga rikir og
óstöðugleiki í gjaldeyrismálum
hefur verið mikið áhyggjuefni.
Þvi miður hafa spár um skjótan
bata ekki reynzt á rökum reist-
ar, og mér skilst, að samkvæmt
núverandi horfum sé þess ekki
að vænta að efnahagskerfið al-
Friðjón Þórðarson alþingis-
maður.
mennt rétti verulega við fyrr
en á miðju ári 1976.
íslendingar hafa vissulega
ekki farið varhluta af þessum
effiðleikum. Horfur er á, að
heildarþjóðarframleiðsla lands-
manna muni dragast saman um
þrjá af hundraði á þessu ári,
sem afleiðing af versnandi við-
skiptakjörum og að þjóðartekj-
urnar muni rýrna um sjö og
hálfan af hundraði að minnsta
kosti. Siðastliðið ár hefur verð-
bólga verið um fimmtíu
prósent, en hins vegar hefur
tekizt að viðhalda fullri atvinnu
í landinu. Vöruskiptajöfnuður-
inn hefur stöðugt orðið óhag-
stæðari, og búizt er við, að sú
þróun haldi áfram á þessu ári.
Af þessu má sjá, að viðskipta-
staða okkar gagnvart öðrum
þjóðum er bágborinn og á enn
eftir að versna.
Utflutningur til EFTA-
rfkja aukist 2,8 sinnum
Við slíkar aðstæður, sem ég
hef verið að lýsa, kemur óhjá-
kvæmilega fram ýmiss konar
þrýstingur á stjórnvöld um að
taka upp verndartolla í þvf
skyni að létta byrðina og freista
þess að bæta stöðuna á kostnað
annarra þjóða. En þá er nauð-
synlegt að hafa það hugfast,
hversu mikið þjóðirnar eiga
hver undir annarri komið, og
hvflíka nauðsyn ber til að
treysta enn bönd þau, sem
tengja þær saman og 'finna
nýjar leiðir til samstarfs. Samt
sem áður er það grundvallar-
atriði í slíku samstarfi, að allir
aðilar hafi gagnkvæm réttindi
og skyldur. Við höfum allir
uppskorið rfkulegan ávöxt af
fríverzlunarákvæðum innan
EFTA. Til að mynda hefur út-
fiutningur Islendinga til nú-
verandi aðildarríkja bandalags-
ins aukizt 2.8 sinnum, frá þvf að
við gerðumst aðilar árið 1970.
Að sama skapi hefur inn-
flutningur hinna aðildarrfkj-
anna til Islands aukizt. Á árun-
um 1972 og 1973, þegar EFTA-
löndin gerðu fríverzlunarsam-
komulag við efnahagsbandalag
Evrópu, og voru tslendingar
þar engin undantekning. Og
raunin hefur orðið sú, að
EFTA-ríkin 6, að Islandi
undanskildu, hafa talið sam-
komulagið sér hagstætt.
Efnahagsþvinganir
Island er eina aðildarríki
EFTA, sem ekki hefur haft
þann hag fyrir útflutnings-
varning sinn, sem gert var ráð
fyrir samkvæmt fríverzlunar-
samkomulaginu við Efnahags-
bandalagið. Sá þáttur sam-
komulagsins, sem mesta
þýðingu hafði fyrir okkur, þ.e.
tollaívilnanir fyrir íslenzkar
fiskafurðir, samkvæmt 6. grein
samkomulagsins, hefur ekki
komizt til framkvæmda vegna
fyrirvara í annarri grein þess,
þar sem svo er kveðið á, að það
nái þvi aðeins fram að ganga,
að aðildarrikjum EBE verði
veitt heimild til veiða innan
íslenzkrar fiskveiðilögsögu.
Samningar um tímabundnar
fiskveiðiheimildir innan 50
mílna landhelgi Islendinga
voru gerðir við allar aðildar-
þjóðir EBE, sem þess æsktu að
einni undanskilinni, Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi. Af þeim
sökum hefur fyrirvaraákvæðið
ekki fallið úr gildi og
Islendingar hafa ekki orðið
aðnjótandi tollaívilnana banda-
lagsins.
Það gefur auga leið, að við
slíkar aðstæður getur
fríverzlunarsamkomulagið haft
neikvætt gildi fyrir Islendinga,
ekki sízt þar sem tollum á ýms-
ar fiskafurðir hefur verið kom-
ið á að nýju i Bretlandi og Dan-
mörku vegna þess að fyrrnefnt
ákvæði hefur ekki tekið gildi.
Neikvæð afstaða Þjóðverja
1 þessu máli hefur ráðið
úrslitum neikvæð afstaða Þjóð-
verja, sem hafa ekki einungis
komið í veg fyrir veitingu
tollaívilnana fyrir islenzkar
fiskafurðir, heldur og innleitt
löndunarbann fyrir íslenzkan
Framhald á bls. 28
„Aðíslandi einu
undanskildu...”
Kristján Halldórsson:
Nú blasir við opinberum
starfsmönnum sú ömurlega
staðreynd, að stjórn Bandalags
starfsmanna rikis og bæja hef-
ur nú þegar stigið það ógæfu-
spor til hálfs að svíkja af með-
limum samtakanna þau hlunn-
indi, sem um áratugi og fram til
þessa dags, hafa verið metin af
opinberum starfsmönnum, fé-
lagsmönnum BSRB, og reyndar
öllum öðrum, sem nokkurs kon-
ar ævilöng afkomutrygging fyr-
ir þá einstaklinga sem vinna
hjá ríkinu, og einnig fjölskyld-
ur þeirra.
Opinber starfsmaður er skip-
aður til starfs ævilangt, það
þýðir að ekki er hægt að segja
honum upp starfi, en starfs-
maðurinn getur hætt störfum
þegar honum þóknast, með til-
skildum uppsagnarfresti.
Llfeyrissjóðir opinberra
starfsmanna eru vfsitölutryggð-
ir, eins og vísitölutryggðu
skuldabréfin hjá ríkissjóði, sem
13-földuðust á tíu árum.
Fimmtíu og fimm og sextíu
ára regla kennarastéttarinnar
er f framkvæmd þannig: Þegar
barnakennari verður 55 ára
styttist vinnuskylda hans um 6
kennslustundir á viku, og um
aðrar 6 stundir til viðbótar þeg-
ar hann verður 60 ára.
öll þessi hlunnindi, sem eng-
ar aðrar starfsstéttir í þjóðfé-
laginu njóta, eru borgúð úr
sameiginlegum sjóði allra
starfsstétta ríkisins. Það væri
þvi furðulegt ef fyndust margir
opinberir starfsmenn, sem
gætu horft framan í sjómenn,
verkamenn og annað láglauna-
fólk, án þess að skammast sín,
ef BSRB krefst þess að fá verk-
fallsrétt eins.og verkalýðsfélög-
in, og einnig að halda þeim
hlunnindum, sem opinberir
starfsmenn búa við að kostnað
almennings.
Það hefur varla farið fram
hjá neinum það ofurkapp, sem
stjórn BSRB hefur Iagt á það
undanfarið að fá stuðning fé-
lagsmanna BSRB við þá hug-
mynd, að BSRB krefjist verk-
fallsréttar, og einnig, að þar
hefur einskis verið svifist og
öllu lýðræði fleygt fyrir borð.
Stjórn BSRB og hjálparkokk-
ar hennar þeystust um landið
og stofnuðu til fundarhalda
með miklum bægslagangi, sem
skilaði litlum árangri. Og svo
mikið er vist, ef aðrir fundir
stjórnarinnar í þessari áróðurs-
herferð hafa verið svipaðir og
fundurinn á Sögu og fundurinn
i Hagasköla, þá er sómi þessara
samtaka illa á vegi staddur.
Á lokafundinum, sem hald-
inn var á Sögu, sungu þrir
framsögumenn sama lagið,
hver á eftir öðrum. Umræður
um verkfallsréttarmál stjórnar-
innar voru ekki leyfðar. Með
öðrum orðum, stjórn BSRB sem
réð stjórn fundanna, lagði al-
gert bann við þvi, að þeir félag-
ar létu til sin heyra, sem telja
þessa verkfallsréttarkröfu
stjórnarinnar beina árás á hags-
muni opinberra starfsmanna,
félaganna í BSRB. Árás til að
svipta þá þeim lögbundnu
hlunnindum, sem sérhver opin-
ber starfsmaður hefur samið
um við ríkið, að hann njóti sam-
kvæmt lögum, um leið og hann
hefur tekið við og samþykkt
skipun til starfs hjá ríkinu.
Fundurinn í Hagaskóla var
að því leyti mun siðlausari en
I - K___________ •!'< 1 ■ruJl - - > > I. >
Sögufundurinn, að þar notuðu
sendlar stjórnarinnar beinar
lygar til stuðnings áróðri sín-
um.
Sjálfsagt er að það komi fram
hér, að verkfallsréttarkrafan
hefur komið til tals á ýmsum
fundum samtakanna, þar á
meðal fulltrúaþingum, og jafn-
vel samþykkt að leyfa stjórn-
inni að bera fram kröfu um
verkfallsrétt handa opinberum
starfsmönnum. Það þótti við-
eigandi að leyfa stjórninni að
veifa þessari kröfu, ef henni
gæri orðið það einhver sálar-
styrkur við samningaborðið. En
það er ótrúlegt, að nokkrum
manni hafi dottið það í hug í
alvöru að veita Kristjáni Thor-
lacius, eða nokkrum öðrum,
umboð til að semja um það, að
opinber starfsmaður fengi
verkfallsrétt með þvi skilyrði,
að hann afsalaði sér þeim lög-
bundnu hlunnindum, æviráðn-
ingunni, verðtryggingu lífeyris-
sjóðs og 55 og 60 ára reglunni.
Nei, Kristján, þú hefur mis-
skilið þegar reynt var að gleðja
þig á ódýran máta.
Hvorki vinstri eða hægri rík-
isstjórn á íslandi getur sam-
þykkt verkfallsrétt opinberra
starfsmanna, og mun vonandi
aldrei gera, þvl það væri sama
og flýja frá þeirri skyldu að
reyna að hafa stjórn á starfsliði
rikisins, skyldu sem þjóðin hef-
ur kjörið hana til.
Og þegar BSRB krefst verk-
fallsréttar, þá er það eðlilegur
mótleikur rikisins, að hóta þvi
að afnema öll áður nefnd
hlunnindi. Og það er um þetta,
og ekkert annað, sem opinberir
starfsmenn geta valið: Að taka
verkfallsréttinn, (— samskonar
verkfallsiétt og konurnar i
frystihúsunum búa víð), — og
sleppa hlunnindunum. Eða
sætta sig við þann samningsrétt
sem við höfum, og hægt er að
bæta.
I öllu brambolti stjórnar
BSRB undanfarið hefði það
verið heiðarlegra af henni að
láta fara fram allsherjar at
kvæðagreiðslu í aðildarfélögum
BSRB um þessa tvo kosti, þá
hefðu meðlimir samtakanna
vitað hvað það var, sem þeir
voru beðnir að greiða atkvæði
um.
Skrípaleikurinn, þar sem
stjórn BSRB lék aðalhlutverk-
ið, með kröfu um einhvern
óskilgreindan verkfallsrétt og
atkvæðagreiðslu út um hvipp-
inn og hvappinn í Náttúrulækn-
ingafélagsstíl, sá leikur var
bara skrýtla, sem vonandi
gleymist.
Alþýðusamband Islands hef-
ur sannað okkur, að stjórn
þeirra samtaka hefur enga
möguleika á þvi að hafa stjórn
á „þrýstihópum“ innan þeirra
samtaka. Launamismunur hæst
launuðu og hinna lægst laun-
uðu starfshópa innan ASl fer
stöðugt vaxandi þrátt fyrir
þeirra verkfallsrétt. Allt bendir
því til, að sama sagan gerðist
hjá BSRB, og i stærri stíl, ef
þau samtök fengju verkfalls-
rétt.
Án þess að hafa verkfallsrétt
hafa ósvifnir „þrýstihópar"
(læknar og löglærðir) neytt
rikisvaldið til að hækka sín
laun að geðþótta i skjóli sinnar
sérstöðu.
Þegar slíkt gerist í trássi við
lög, og án verkfallsréttar, hver
trúir því þá, að Kristján Thor-
lacius sé það meiri bógur en
Hannibal eða Björn Jónsson
hjá ASl, að hann verði fær um
að hafa stjórn á þeim mörgu
„þrýstihópum" innan BSRB,
sem geta sett hvaða ríkisstjórn
sem er stólinn fyrir dyrnar, og
þvingað fram nauðungarsamn
inga eins og þá sem stjórn Flug-
leiða hf. segir að hún hafi verið
kúguð til af flugmönnum.
Agentar stjórnar BSRB segja
að hópar, er þeir nefna „örygg-
ishópa", verði sett sérstök skil-
yrði. Heyr á endemi. Hvar á að
draga mörkin milli „öryggis-
hópa“ og „ekki öryggishópa".
Eru t.d. brennivinsafgreiðslu-
menn rikisins „öryggishópur"
þeir annast peningaflóðið i rik-
iskassann ásamt öðrum rukkur-
um þess opinbera.
Það, sem flestir félagsmenn
BSRB ætlast til af stjórn sam-
takanna, er að hún þori að
byrja á því að vinna heilshugar
að því að fá minnkaðan þann
svivirðilega mun, sem er á
hæstu og la'gstu launum opin-
berra starfsmanna, en láti það
ekki nægja að benda á að verra
sé ástandið í sósialiska rikinu
Svíþjóð og víðar.
I öðru lagi, að vinna gegn þvi
að opinberum starfsmönnum,
sem nú þegar eru orðnir 11700.
Framhald á bls. 28
Fölsuð atkvœðagreiðsla