Morgunblaðið - 28.10.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÖBER 1975
29
Boðið í hádegisverð
á kvennafrídaginn
ÞORLAKSHÖFN, 24. okt.: — Góð
samstaða er meðal kvenna í Þor-
lákshöfn með að Ieggja niður
vinnu f dag á degi Sameinuðu
þjóðanna 24. okt.
Miðvikudaginn 22. okt. var
fundur haldinn hér f barna-
skólanum. Til hans boðuðu frú
Sólveig Davíðsson og frú Margrét
Aðalsteinsdóttir. Flutti hin síðar-
nefnda ágætt erindi um stöðu
konunnar í þjóðfélaginu. A
fundinum voru konur hvattar til
samstöðu um sfn málefni, og f
tilefni kvennafrfdagsins að
leggja niður vinnu.
Ákveðin var hópferð til Selfoss
á fundinn þar og siðan í hópi
Selfosskvenna til Reykjavíkur á
fundinn á Lækjartorgi.
Forráðamönnum Meitils h.f.
var með viku fyrirvara tilkynnt
um að konur ynnu ekki í frysti-
húsi fyrirtækisins á kvennafri-
daginn. Við því var að sjálfsögðu
ekkert sagt, en hinsvegar var
öllum starfsstúlkum frystihússins
boðið til hádegisverðar á fridag-
inn i matsal fyrirtækisins. Þær
verða sóttar heim og þeim skilað
aftur svo nægur tími verður fyrir
þær að komast á hátiðahöld
kvenna í Reykjavik á eftir. Kon-
urnar voru að sjálfsögðu mjög
þakklátar fyrir þessa hugulsemi
og rausn, og til að sýna þakklæti
sitt færðu þær forráðamönnum
fyrirtækisins og eldhúsliði blóm,
en varla þarf að taka svo sjálf-
sagðan hlut fram að það er karl-
maður, sem annast um steikina
hjá Meitli h.f.
Útibússtjóri Kaupfélags Árnes-
ingaf hér, frú Ingibjörg
Guðmundsdóttir, sagði að útibúið
yrði að sjálfsögðu lokað þar sem
starfslið þess væri svo til allt kon-
ur. Einn karlmaður vinnurþar.
Simstöðin er lokuð að öðru leyti
en því að stöðvarstjórinn, frú
Guðbjörg Thorarensen, annast
þar neyðarþjónustu.
— Ragnheiður.
Frá afhendingu augnlækningatækjanna.
Lionsklúbbur Patreksfjarð-
ar gefur sjónverndartæki
200 mífurnar:
Eindreginn
stuðningur
Ölfushrepps
EFTIRFARANDI ályktun sendi
hreppsnefnd Ölfushrepps ríkis-
stjórn íslands 8. okt. sl.: Hrepps-
nefnd Ölfushrepps lýsir yfir
eindregnum stuðningi við þá
ákvörðun rfkisstjórnar íslands að
færa fiskveiðilögsöguna út í 200
sjómilur 15. þ.m. Jafnfrámt telur
hreppsnefndin að ekki skuli
semja um undanþágu til veiða út-
lendinga innan núverandi 50
mílna lögsögu eftir að núgildandi
samningur rennur út.
LIONSKLÚBBUR Patreksfjarðar
hefur nú hafið fjórtánda starfsár
sitt, en stofnskrárdagur klúbbsins
var 6. okt. ’62.
Lionsklúbburinn hefur frá
byrjun unnið að margskonar
Komið verði á framhalds-
menntun lækna á íslandi
Tómas Á. Tómasson kosinn formaður Læknafélags Islands
DAGANA 4.-6. sept. sl. var
haldinn í Domus Medica aðalfund
ur Læknafélags Islands. I
tengslum við hann var haldið
læknaþing og námskeið fyrir
héraðs- og heimilislækna. Auk
íslenzkra lækna fluttu þrír er-
Íendir gestir fyrirlestra á þinginu
og námskeiðinu. Þeir voru: Dr.
med. Gunnar Lomholt, prófessor i
húð- og kynsjúkdómum við
háskólann í Tromsö, Noregi, sem
flutti erindi um psoriasis eczema
og um háskólann i Tromsö, dr.
med. Svend Clemmensen, yfir-
læknir við Kommunehospitalet í
Kaupmannahöfn, sem flutti
erindi um meðferð liða- og vöðva-
sjúkdóma, og dr. med. Hans W.
Rothenborg, yfirlæknir við húð-
sjúkdómadeild Gentofte sjúkra-
hússins i Danmörku, sem talaði
um meðferð húðsjúkdóma.
Helzta mál aðalfundar var
ffamhaldsmenntun lækna á Is-
landi. Árni Kristinsson læknir
hafði um skeið unnið að tillögum
um það mál og lagt fram á
þinginu. Einnig höfðu starfað 5
starfshópar fyrir þingið og fjallað
um einstaka þætti framhalds-
menntunar og lagt fram tillögur.
Á aðalfundi var gerð um það
ályktun, sem birt er hér á eftir.
Örn Bjarnason læknir flutti
erindi á fundinum um atvinnu-
horfur yngri lækna á Islandi. Þar
kom fram, að um síðustu áramót
voru 353 læknar búsettir á
landinu. Auk þeirra hafa lækn-
ingaleyfi 111, sem eru við bráða-
birgðastörf hér eða erlendis og
110 eiga ófengið lækningaleyfi,
samtals 574 læknislærðir, þar af
11 útlendingar.
Samkvæmt spá Raunvísinda-
stofnunar Háskóla íslands mun á
árunum 1975—80 útskrifast 271
kandidat. Gert er ráð fyrir, að um
36 læknar falli frá. Samkvæmt
því má búast við að í ársbyrjun
1981 verði læknislærðir Islend-
ingar 798 að tölu, eða u.þ.b. 1
læknir á hverja 300 íbúa.
I lok aðalfundar fór fram
stjórnarkjör. Ur stjórn gengu
Snorri Páll Snorrason, er verið
hafði formaður í 4 ár, og Skúli G.
Johnsen, er verið hafði ritari 1 1
ár. Kosnir voru Tómas Á. Jónas-
son, formaður, Lúðvík Ólafsson,
ritari, og Guðmurtdur Sigurðsson,
sem var endurkjörinn gjaldkeri.
Fyrir I stjórn voru Guðmundur
Jóhannesson, varaformaður og
Isleifur Halldórsson, meðstjórn-
andi.
Hér á eftir fara ályktanir og
samþykktir aðalfundar Lækna-
félags Isl^pd^ ,,,
1. Aðalfundur Læknafélags Is-
lands haldinn í Reykjavík dagana
4.—6. sept. 1975 ályktar, að hið
fyrsta verði komið á skipulegri
framhaldsmenntun lækna á Is-
landi. I því skyni verði búin
aðstaða til kennslu og vísinda-
starfa við sem flestar heilbrigðis-
stofnanir og námsstöður stofn-
aðar við sjúkrahús, heilsugæzlu-
stöðvar og aðrar heilbrigðisstofn-
anir, sem metnar verða hæfar til
að taka að sér slíka kennslu f
féLags: og heimilislækningum
verði komið án tafar. Til að
tryggja framgang þessa máls,
felur aðalfundurinn stjórninni að
hefja hið fyrsta viðræður um
málið við læknadeild Háskóla
Islands, menntamálaráðuneytið
og heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið.
2. Aðalfundurinn beinir þeim til-
mælum til Háskóla íslands og
heilbrigðisstjórnar, að ekki verði
innritaðir fleiri stúdentar í
læknadeild en samkvæmt könnun
reynist möguleiki að veita við-
unandi menntun á þeim stofnun-
um, sem standa til boða.
3. Fundurinn beinir þeirri áskor-
un til Alþingis og rlkisstjórnar, að
yfirstjórn læknadeildar Háskóla
íslands og Hjúkrunarskóla Is-
lands, sem og annarra þeirra
skóla og stofnana, sem eingöngu
sjá um menntun heilbrigðisstétta
og nú heyra undir menntamála-
ráðuneytið, verði flutt undir
stjórn heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins.
4. Fundurinn leggur til, að heil-
brigðisstjórn í samráði við lækna-
samtök semji staðal fyrir nauð-
synlega starfsaðstöðu til
lækningastarfsemi utan og innan
sjúkrahúsa.
5. Fundurinn beinir þeirri áskor-
un til Alþingis og rikisstjörnar, að
hraðað verði uppbyggingu heilsu-
gæzlustöðva og að hámarksbygg-
ingartími fari ekki fram úr 2—3
árum. Jafnframt veriði gerð for-
gangsröðun á framkvæmdum.
6. Aðalfundurinn skorar á heil-
brigðisyfirvöld að hefja hið bráð-
asta rekstur svonefndra heilsu-
gæzlustöðva á Reykjavikur-
svæðinu og bæta þannig heilsu-
gæzlu og læknisþjónustu við ibúa
þess svæðis.
7. Fundurinn beinir þvi til heil-
brigðismálaráðs Reykjavíkur-
borgar að gerð verði könnun á
heilsufari og högum Reykvíkinga
67 ára og eldri. Slik könnun er
nauðsynlegur grundvöllur fyrir
stofnanir og þjónustu í þágu
aldraðra. Áuk þess gæti slik könn-
un orðið upphaf skipulegrar
heilsuverndar aldraðra. c, t >
8. Aðalfundurinn leggur til að
settar verði í samráði við
heilbrigðisráðuneytið ákveðnar
starfsreglur fyrir stöðunefnd,
sem verði grundvöllur hæfnis-
mats og röðunar nefndarinnar.
10. Aðalfundur L.I. felur stjórn
félagsins að hafa forgöngu um
betri tjáskipti milli læknastéttar-
innar og almennings, þannig að
skipuð verði nefnd, þar sem
kvartanir og önnur vandamál,
sem skapast kunna, verði með-
höndluð.
Þá var vísað til stjórnar Lækna-
félags íslands álitsgerð frá
Læknafélagi Vestfjarða þar sem
lagt er til að skipulögð verði sér-
fræðiþjónusta við dreifbýlið með
ferðalögum sérfræðinga.
mannúðarmálum og haft vakandi
auga fyrir þörfum bæjarfélags-
ins.
Til dæmis hefur klúbburinn
gefið læknishéraðinu læki og
áhöld, þar má meðal annars nefna
fullkomin tannlækningatæki og
fl.
I júlímánuði siðastliðnum af-
henti þáverandi stjórn klúbbsins,
sem þannig var skipuð: Helgi
Hersveinsson form. Sigurgeir
Magnússon ritari og Hilmar Jóns-
son gjaldkeri, læknishéraðinu
mjög vönduð og fullkomin augn-
lækningatæki, sem form. sjúkra-
hússstjórnar, Jóhannes Árnason
sýslumaður, veitti móttöku ásamt
héraðslækni og sjúkrahúslækni
þeim Ara Jóhannessyni og
Tómasi Zoéga, og augnlækni,
Eiríki Bjarnasyni, og fl.
Taldi augnlæknirinn tækin
vera ein fullkonustu hér á landi.
Augnlækningatækin eru að
verðmæti um 1,5 milljón króna.
Einnig var á árinu keypt kvik-
myndasýningarvél, sem gefa á
Barna- og miðskóla Patreks-
fjarðar, kostaði vélin um 300.000
kr.
Lionsklúbbur hefur frá upphafi
á hverju ári boðið öldruðum borg-
urum hér í einsdags skemmtiferð
og haft kaffiveitingar.
Þá hefur klúbburinn í félagi við
kvenfélagið Sif hér á staðnum
boðið eldra fólkinu til kaffisam-
sætis nú í nokkur undanfarin ár.
Samþykkt frá konum
á Fljótsdalshéraði
Egilsstöðum 27. okt.
Almennur fundur á Fljótsdals-
héraði um jafnréttismál, haldinn
24. október 1975 að .iVegaveit-
ingum,* vill leggja sérstaka
áherzlu á eftirfarandi:
1. að konur um allt Iand haldi
áfram ötulli baráttu fyrir jafn-
rétti kynjanna á atvinnulegum og
uppeldislegum grundvelli. Sér-
stök áherzla skal Iögð á fullt
launajafnrétti.
2. að mesta jafnréttisatriðið í
skattamálum sé að komið verði á
sérsköttun hjóna og þar með
viðurkennt vinnuframlag hús-
mæðra við tekjuöflun heimil-
anna.
3. að húsmóðurstarfið verði metið
réttlátlega einnig þegar út f
atvinnulffið er komið
4. að um leið og allar konur öðlast
rétt til fæðingarorlofs verði
viðurkenndur réttur foreldra til
að skipta þvf með sér.
- Margrét.
Ódýr feró
UIGLASCOW
FYRIR Kr. 27.500.-
Nú bjóöum viö skemmtilegar helgarferöir til Glasgow
fyrir ótrúlega hagstætt verö. Flogiö út til Skotlands
á föstudegi, komiö heim aftur á mánudagskvöldi.
Flogiö meö Flugleiöum, gist á Hótel Ingram. Öll herbergi
meö sturtu eöa baöi, og sjónvarpi.
Morgunveröur og kvöldveröur.
Verð:
Kr. 27.500 fyrir manninn (2ja manna herbergi, er
kr. 1.000 aukalega fyrir eins manns herbergi)
Brottför.
24 október, 7. og 2 1. nóvember, 5 og 12. des
ÚRVALSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI
•fc Flugvallarskattur (kr. 2.500.00) ekki innifalinn í verðinu!
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshusinu simi 26900