Morgunblaðið - 28.10.1975, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
37
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Af hverju
réðst villi-
kötturinn
á telpuna?
Gréta Ósk S. skrifar:
„I Morgunblaðinu I dag,
fimmtudag, er á bls. 20 frétt
undir fyrirsögninni „Litla
stúlkan á góðum batavegi — viili-
köttur réðst á stúlkuna".
Þar sem ég þekki rétta útgáfu
sögunnar finnst mér aðeins rétt-
látt að hún komi fram, því að hún
er nefnilega töluvert frábrugðin
þeirri, sem fram kemur í blaðinu í
dag.
Dýravinir! Kettirnir þarfnast
hjálpar okkar. Sameinumst því i
baráttunni fyrir réttlæti gagnvart
dýrunum. Er réttlæti ekki einmitt
það minnsta, sem krefjast má?
Það, sem í raun og veru átti sér
stað, var i stórum dráttum þetta:
Umræddur köttur var búinn að
vera á vappi í kringum umrædda
stúlku og fleiri börn i um það bil
þrjá daga, að ég held. Höfðu börn-
in sjálf hleypt kettinum inn í hús-
ið. Nú hafa þau sennilega verið
búin að fá nóg af þessu „leik-
fangi“ sínu, því að nú átti að fara
að láta köttinn út.
Umrædd stúlka átti að halda á
kettinum út, á meðan vinkona
hennar ætlaði að vera inni og
halda hurðinni svo kötturinn
hlypi ekki beint inn aftur. Nú
vildi bar svo illa til, að sú, sem
inni var, lokaði hurðinni of
snemma og rófan á veslings
kettinum festist á milli.
Skiljanlega varð kötturinn frá-
vita af sársauka. Þótt litla stúlk-
an, sem inni var, heyrði ópin og
óhljóðin áttaði hún sig sennilega
ekki á þvi að opna hurðina, og því
var rófan á kettinum föst á milli
starfs og hurðar þar til kona, sem
heyrði lætin, kom og opnaði
dyrnar.
öll árásin var fólgin i tilraun
kattarins til að krafsa sig burt frá
þessum kvalastað sínum.
Er þetta, „að villiköttur ráðist á
stúlku"???
Er þetta kannski ekki fremur
„rangtúlkuð sjálfsvörn kattar"
eða eitthvað því um líkt?
Vitanlega er þetta hreint og
beint hræðileg lifsreynsla fyrir
aumingja litlu stúlkuna, en fyrir
köttinn lika, — gleymum því
ekki.
En þetta var ekki árás —
heldur slys.
Það er óþarfi að vera sifellt að
sverta ketti meira en orðið er i
augum þjóðarinnar og þvi langar
mig til að rétt verði frá þessu
skýrt.
Svo vil ég bæta þvi við — ekki
þó endilega í sambandi við þetta
atvik — að það væri ráðlegt að ala
börnin betur upp i því að umgang-
ast dýrin, þannig að þau læri að
umgangast þau og elska, því að
það þroskar þau ómetanlega, fyrir
utan þá gagnkvæmu ánægju, sem
bæði barn og dýr myndi hafa af
slíku.
Þökk fyrir væntanlega
birtingu,
GrétaÓsk S.
Q Fyrir hverju
er barizt?
Enn bíða mörg bréf og tilskrif
vegna kvennaárs og kvennaverk-
falls birtingar, en bréfritarar
verða að sýna þolinmæði — flest
birtist þetta á endanum, þótt við
sjáum ekki ástæðu til að tröllríða
dálkum þessum með umræðum
um þetta einstaka málefni:
Hér er bréf frá Sigrfði Hannes-
dóttur, Meðalholti 9, Reykjavfk:
„Velvakandi góður.
Svo er mál með vexti, að ég er
vist ein af þeim fáu, sem fyrir
löngu eru búnar að fá ofnæmi
fyrir þessu kvennaári. Ég hefi
verið árum saman í baráttu
kvenna og hefi fylgzt með málinu
um launajafnrétti og aldrei hefir
mér dottið í hug öll þessi ár, að
jafnrétti gæti náðst með verkfalli
í einn dag. Mér finnst þetta fárán-
legt.
Máltækið segir „nú er öldin
önnur“ og nú berjast konur fyrir
launajafnrétti með eins dags
verkfalli. Það verða sennilega
ekki erfiðir samningar fram-
undan ef einn dagur dugar kon-
um nú til að ná jafnrétti. Hver
trúir svona löguðu? Það eru ein-
faldlega þeir, sem lítið hugsa og
þekkja ekki baráttuna fyrir bætt-
um kjörum, en margir ættu að
muna það, og ekki sizt húsmæð-
urnar. Þó er það fyrst og fremst
verkakonan og kona verkamanns-
ins, sem ættu að kannast við
þetta, því að þær hafa oft haft
lítið, baráttan hefur verið hörð og
hefur kostað miklar fórnir að ná
einni eða tveimur krónum I kaup-
hækkun. Svo segir fjöldinn: Hvað
þýða þessi verkföll? Þau vinnast
aldrei upp.
Ég hef ávallt svar við þvi
hvernig ástandið væri ef aldrei
hefðu verið verkföll og svara því
með annarri spurningu: Hvernig
væri ástandið þá nú?
Vita þessar konur hvað braut-
ryðjendurnir þurftu að leggja
hart að sér þegar verið var að
stofna verkalýðsfélögin? Lengi
vel máttu verkamaðurinn og
verkakonan ekki láta vita að þau
væru I verkalýðsfélagi. Þá fékk
það nefnilega enga vinnu og fjöl-
skyldan svalt heilu hungri.
Já, sem betur fer eru timarnir
breyítir, en þeir eru lika mis-
notaðir á allan hátt.
$ Er staðið
rétt að málum?
Ég skal nú hætta þessum reiði-
lestri, en vil samt spyrja? Er stað-
ið rétt að málum á þessu margum-
talaða kvennaári? Hefði t.d. ekki
verið skynsamlegra að allar kon-
ur á íslandi hefðu sýnt
sameiningu með því að vinna
þennan dag og gefa daglaunin til
kaupa á kópalttæki fyrir Land-
spitalann, en tækin þarf að endur-
nýja og enginn peningur er til.
Voru það ekki konur, sem börðust
mest og bezt fyrir þvi, að Land-
spítalinn kæmist upp?
Ég tel, að allt gott, sem áorkað
hefur verið i mannúðarmálum sé
orðið fyrir frumkvæði kvenna. En
nú held ég, að þær láti ekkert gott
af sér leiða með þessari vitleysu.
Það, sem fjöldinn hugsar um er
þetta: Jú, jú, það er ágætt að fá frí
einn dag.
Nú sný ég mér að vinnuveitend-
um þeirra kvenna, sem vinna úti,
og ætla jafnvel að borga konum
kaup þennan dag. Látið
peningana heldur ganga til
endurnýjunar tækjabúnaði Land-
spítalans. Þar koma þeir sér vel
til að vernda lif og heilsu þessara
kvenna og annarra, þvi að það eru
konur, sem þurfa fyrst og fremst
á endurnýjun þessa tækjabúnað-
ar að halda.
Enginn veit hver næstur
verður.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigriður Hannesdóttir."
hann fengi krampa á staðnum.
Þegar hann uppgötvaði að við vor-
um þarna fyrir I herberginu nam
hann þó staðar og sagði eins og
afsakandi:
— Ég bið forláts, það var ekki
meining mín að gera neitt uppi-
stand hér, ég vissi ekki að hér
væri allt krökkt af löggum.
— Gerir ekkert, sagði Christer
kurteislega — Gjörið svo vel og
gangið inn og takið það sem þér
eruð að sækja, Lundgren. Við bft-
um ekkí.
Augnaráðið var flóttalegt og
vottaði fyrir ollsku þegar hann
leit til skiptis á okkur, Christer,
lögreglust jórann og mig.
Christer sem hafði bersýnilega
tekið þátt f að rannsaka herbergið
kom honum loks til hjálpar. Hann
stakk hendinni niður f einn af
pappakössunum og dró upp hálf-
flösku af brennivíni sem ekki
hafði verið opnuð.
— Eruð þér að leita að þessari
hérna?
Conni Lundgren til verðugs
hróss verð ég að segja að þakkir
hans voru heidur vandræðalegar.
Hann tók flöskuna I stóra
krumluna og ætlaði að flýta sér á
brott þegar Christer stöðvaði
HÖGNI HREKKVÍSI
PHILIPS
30% meira Ijos
á vinnuflötinn
sami
odoikostnaóur
PhilipsArgenta’
SuperLux
kciluperan meó
oviójafiianlega birtuglugganum
Fullkoniió philips verkstæói
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
s'á um allar viðgerðir.
heimilistæki sf
SÆTUIMI 8. SIM1:13869.
1 MUTENYE
2 ASKUR
3 Elk
4 EIK3
5 EIK RUSTICAL
6 MERBAU p'
7 ACACIA j
8 PANGA PANGAlL
9 BELINGA
10 FURA
11 IROKO/KAMBALA
á gólfió - hvaó annaó?
OKKAR
YKKAR S?OÐ
„Hver þremillinn“