Morgunblaðið - 28.10.1975, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÖBER 1975
39
Obreytt
Framhald af bls. 40
BLAÐAMANNAFUNDUR
FORSÆTISRÁOHERRA
I upphafi rakti forsætisráðherra for-
sögu þessarar deilu, er áhafnir á nokkr-
um fiskiskipum, sendu skeyti til sjávar-
útvegsráðherra með kröfu um frekari
fiskverðshækkun Á þriðjudag I síðustu
viku afhentu fulltrúar sjómanna sjávar-
útvegsráðuneytinu siðan tillögur sinar
um breytingar á fiskverði og stærðar-
flokkum Siðan hafa nokkrar viðræður
farið fram. Samstarfsnefnd sjómanna
ræddi við mig sl. fimmtudag og sl.
laugardag var efnt til fundar með þeim
og yfirnefnd verðlagsráðs. Á þeim
fundi, sagði forsætisráðherra, var
skipzt á upplýsingum. Yfirnefndin
gerði grein fyrir þeim rökum, sem
liggja að baki verðákvörðuninni en full-
trúar sjómanna báru fram gagnrýni og
fyrirspurnir.
Þennan laugardag ræddi ég einnig
við fulltrúa allra hagsmunasamtaka
innan sjávarútvegsins, sagði Geir Hall-
grlmsson, a m.k þeirra sem aðild eiga
að Verðlagsráði
SJÓMENN
VILJA ÓBREYTT
VERÐLAGNINGARKERFI
Ég vek sérstaka athygli á þvl, sagði
forsætisráðherra á blaðamannafund-
inum, að ákvörðun yfirnefndar um fisk
verð var tekin með samhljóða at
kvæðum, en það er fremur sjaldgæft
að svo sé. Þá legg ég einnig sérstaka
áherzlu á það, sem fram kemur 12.
tölulið yfirlýsingar rlkisstjórnarinnar,
að allir aðilar, sem haft var samband
við voru sammála um, að ekki væri
hægt að benda á heppilegri leið til
fiskverðsákvörðunar en þá, sem nú er
farin Og það er athyglisvert, að full-
trúar úr samstarfsnefnd sjómanna,
tóku undir þessa skoðun og vildu ekki
breyta verðlagningarkerfinu. Þess
vegna var ekki um það að ræða, að
möguleiki væri á þvl að breyta verð-
ákvörðuninni sjálfri Henni var ekki
breytt og henni verður ekki breytt Það
er mikilvægt, að þau hagsmunasam-
tök, sem hlut eiga að máli standi ábyrg
að þessum ákvörðunum — það er
þýðingarmikið fyrir þjóðarheildina en
ekki sfður fyrir samtökin sjálf. Lög og
venja veita hagsmunasamtökum
ákveðinn sess. Hér hefði því ekki ein-
göngu verið um það að ræða, að
verðlagskerfi sjávarútvegsins hefði
brotnað niður, heldur hefði I raun og
veru verið rýrð staða stéttarfélaga sem
sllkra. Ég tel mikilvægt, að meðlimir
þessara félaga geri sér þess grein, að
það þjónar ekki hagsmunum þeirra að
rýra gildi þeirra samtaka, sem þeir hafa
byggt upp
Samið um
Panama-
skurðinn
SANTA CRUZ — Panamastjórn
hefur fallizt á að Bandaríkin fari
með stjórn Panamaskurðar út
öldina.
1 staðinn lofa Bandaríkjamenn
að leggja niður 11 af 14 hernaðar-
mannvirkjum sinum á skurðsvæð-
inu. _____. _____
Harðari lína
boðuð í Prag
PRAG — Harðari stefna hefur
verið boðuð gegn andófsmönnum
I Tékkóslóvaklu og stuðnings-
mönnum Alexander Dubceks er
lýst sem landráðamönnum.
Stefnu Dubceks er lýst sem
gagnbyltingarsamsæri og gert er
ráð fyrir að á þingi kommúnista-
flokksins í aprfl verði lýst yfir
stuðningi við þá stefnu sem hefur
verið fylgt siðan 1968.
Vasií Bilak stjórnmálaráðsfull-
trúi gaf þetta í skyn i viðtali við
bandaríska kommúnistablaðið
„Daily World“ nýlega þar sem
hann fór hörðum orðum um
Dubcek og stuðningsmenn hans,
neitaði öllum ásökunum sem kom-
ið hafa fram á stjórnina og sagði
að í Tékkóslóvakfu ríkti „lýðræði
á breiðum grundvelli" fyrir heið-
virða borgara sem berðust ekki
gegn sósíalisma.
fiskverð
HEFÐI KOSTAÐ
1000 MILLJÓNIR
Upplýst er, að tillögur sjómanna um
breytingar á fiskverði hefðu kostað
a.m.k. einn milljarð á ársgrundvelli,
sagði forsætisráðherra Og greinilegt
var, að þessir fjármunir eru ekki til.
Verðjöfnunarsjóður er tómur — að
óbreyttu verðlagi er útstreymi úr frysti-
deild hans um 2 milljarðar króna. Sá
milljarður, sem ég nefndi áðan hefði
þvl komið til viðbótar við þá fjár-
vöntun, sem fyrir er Þegar af þessari
ástæðu var ekkert svigrúm til að breyta
fiskverði Af þessum sökum var við-
fangsefnið fyrst og fremst að skiptast á
upplýsingum og kynnast aðstæðum
öllum. Kveikjan að þessari deilu var ef
til vill mat sjómanna á þvl, hvernig
haustaflinn mundi skiptast. Kjarni deil-
unnar kom fram I þvl, að sjómenn
töldu, að hækkun fiskverðs mundi I
raun verða minni en 3% og jafnvel yrði
beinllnis um lækkun að ræða Dæmi
um veiðiferðir togskipa I október voru
lögð fram og sýndu allt frá 5%
hækkun i 1% lækkun Rlkisstjórnin
hefur tekið að sér að ábyrgjast, að I
fiskverðsákvörðun felist um 3V4%
kauphækkun fyrir sjómenn. Þessi
ábyrgð nemur um 400 milljónum
króna og er hluti af 2000 milljóna-
fjárvöntun á ársgrundvelli.
UFSI — LÁGT VERO
LÍTILL MARKAÐUR
Ufsi er um helmingi verðminni á
erlendum markaði en þorskur. Sam-
svarandi verðmunur er ekki enn stað-
reynd I verðákvörðun Verðlagsráðs
Þar er ufsaverð hlutfallslega hærra.
Vinnslukostnaður ufsa og þorsks er
hins vegar hinn sami. Ufsinn hefur þvl
I raun stofnað til skuldar hjá Verðjöfn-
unarsjóði samanborið við þorskinn
Við fiskverðsákvörðun er miðað við, að
sjómenn fái sömu launahækkun og
landverkafólk I haust. Yfirnefnd taldi
óhjákvæmilegt að breyta verðhlutfalli
fisktegunda með tilliti til markaðs-
ástands. Ufsinn er illseljanlegur. Mikl-
ar birgðir hafa safnazt fyrir I landinu af
óseldum frystum ufsa, sem unninn
hefur verið fyrir markað I Sovétríkj-
unum og Tékkóslóvaklu. Stórufsi hefur
verið I betra verði en sölumöguleikar
einnig mjög takmarkaðir — hann er
notaður I sjólax.
REYNSLAN SKER ÚR
Geir Hallgrlmsson sagði slðan, að
eftir skoðanaskipti, hefði verið orðið
Ijóst, að ekki var unnt að breyta fisk-
verði, enda hefði það þýtt að verðlags-
kerfi sjávarútvegsins hefði verið brotið
niður og allir hefðu verið sammála um
að vilja halda því Þá lá einnig fyrir að
fjármunir voru ekki til staðar til að
standa undir hækkunum. Hins vegar
var eitt atriði óleyst, þegar þetta lá Ijóst
fyrir, en það var mismunandi mat á
þvl, hvernig fiskverðshækkunin kæmi
út Forsætisráðherra sagði, að sjómenn
hefðu fallizt á að láta reynsluna skera
úr um það Rikisstjórnin tók hins vegar
að sér að ábyrgjast, að forsendur fyrir
fiskverðsákvörðun væru réttar Mat
Verðlagsnefndar er, að þær muni
reynast réttar. En ef það verður ekki,
hefur ríkisstjórnin ábyrgzt, að sjómenn
muni fá sérstaka uppbót greidda fyrir
þetta tímabil, þannig að þeir nái þeim
316%, sem um hefur verið talað
HÆRRI UPPBÓT
Á LÍNUFISK
Þá vék forsætisráðherra að llnu-
fiskinum og þvl ákvæði I yfirlýsingu
rlkisstjörnarinnar, að uppbætur úr
rlkissjóði á linufisk yrðu hækkaðar
Benti forsætisráðherra á, að kaupendur
hafa borgað 1 krónu á hvert klló á móti
60 aurum úr rlkissjóði Nú verður
framlag úr rlkissjóði hækkað I 90 aura
og hækka kaupendur slna uppbót sem
þvl svarar. Geir Hallgrlmsson sagði. að
þetta mundi kosta 10—12 milljónir á
ársgrundvelli eða 3Vt milljón til ára-
móta. Þessi uppbót á llnufisk úr rikis-
sjóði hefur verið við lýðt I mörg ár,
sagði ráðherrann. í fjarlagafrv. fyrir
næsta ár er gert ráð fyrir að verja 24,8
milljónum króna I þessu skyni. Þessi
uppbót er I engum tengslum við fisk-
verðsákvörðun Verðlagsráðs.
STÆRÐARFLOKKUN
iENDURSKOÐUN
Geir Hallgrlmsson fjallaði slðan um
stærðarflokkun á fiski, en sú stærðar-
flokkun, sem nú er I gildi, var mjög
gagnrýnd af fulltrúum sjómanna. For-
sætisráðherra benti.á, að þessi nýja
stærðarflokkun hefði tekið gildi um
slðustu áramót og hefði hún verið
ákveðin með samhljóða atkvæðum
allra fulltrúa I Verðlagsráði. Ætlunin
væri, að hún gilti I heilt ár til þess að
mynda grundvöll að framtlðarákvörð-
unum um þetta efni Sú stærðarflokk-
un, sem kom til framkvæmda I byrjun
þessa árs, hlaut að koma til endurskoð-
unar um áramót, sagði ráðherrann
Sjómenn féllust á rökin fyrir þvi, að
núverandi skipan þessara mála héldist
til áramóta.
BREYTINGAR
A SJÓÐAKERFI
Þá ræddi forsætisráðherra um sjóða-
kerfið, sem sjómenn hafa gagnrýnt
harkalega. Hann sagði, að öllum væri
Ijóst, að bæta þyrfti úr ágöllum sjóða-
kerfisins. En mikilvægt er að ná sem
mestri samstöðu um breytingar, sagði
ráðherrann. Hér er um mjög flókið mál
að ræða og hagsmunir geta verið mjög
mismunandi, bæði eftir tegundum
fiskiskipa og landshlutum Ætlunin var
að nefnd, sem skipuð var eftir slðustu
kjarasamninga til þess að gera tillögur
um endurskoðun á sjóðakerfinu,
skilaði tillögum fyrir 1. des. n.k.
Skipun þessarar nefndar tafðist I
sumar vegna þess, að tilnefningar voru
seinar að koma inn. En nú verður við
það miðað, að nefndin skili tillögum
slnum fyrir 1. des. og starfar hún undir
forystu Jóns Sigurðssonar hag-
rannsóknastjóra.
Forsætisráðherra lauk inngangs-
orðum slnum á blaðamannafundinum
með þvl að leggja áherzlu á, að þau
skipti á upplýsingum, sem fram hefðu
farið á fundunum með sjómönnum
hefðu leitt til þess að sjómenn féllust á
þær skýringar, sem lágu til grundvallar
fiskverðsákvörðun og tóku gilda
ábyrgðaryfirlýsingu um, að þeir
mundu fá sömu tekjuhækkun og aðrir
launþegar 1 landi. Eftir sem áður taka
sjómenn auðvitað sjálfir ábyrgð á þvi,
að sami afli berist að landi og áður nú
til áramóta
FYRIRSPURNIR OG SVÖR
Að loknum inngangsorðum forsætis-
ráðherra beindu blaðamenn fyrir-
spurnum til hans og hagrannsókna-
stjóra, Jóns Sigurðssonar, sem sat
fundinn ásamt forsætisráðherra Hinn
siðarnefndi var spurður um söluverð á
ufsa um þessar mundir og sagði hann,
að cif-verð á frystum ufsa miðað við
gengi kr. 164,80 væri að meðaltali
um kr. 63.55, hvert enskt pund en
samandregið meðalverð á frystum
þorski væri kr. 119,75 Sagði Jón
Sigurðsson, að þrátt fyrir verðlækkun á
miðlungsufsa og hækkun á þorski —
en samtals munar 12% frá þeim
verðum, sem áður giltu, teldu fram-
leiðendur mun óhagstæðara að vinna
ufsa. Hagrannsóknastjóri var þá
spurður, hvort millifært væri milli ufsa
og þorsks, þár sem verð á ufsa væri
hærra en markaðsverð gæfi til kynna
og svaraði hann þvl til, að ekki væri
einvörðungu hægt að llta á sjónarmið
framleiðenda um markaðsverð, heldur
yrði einnig að hafa I huga þá, sem
veiddu fiskinn og hafa lifsframfæri sitt
af þvl.
VERÐLAGNING OG FISKVERND
I þessu sambandi sagði forsætisráð-
herra, að tvö meginsjónarmið komi
fram við fiskverðsákvörðun auk grund-
vallaratriða um tekjur og llfsviðurværi
Annars vegar væri byrjað að beita
verðákvörðunum I verndunarskyni,
þ e til að vernda smáfisk og væri þetta
gert bæði með stærðarflokkun og verð-
lagningu smáfisks. Hins vegar væru
svo markaðsaðstæður. Ráðherrann
benti á, að stórþorskur, sem. færi I
saltfisk gæfi góðar tekjur á erlendum
mörkuðum En þegar verð á ufsa er
lækkað vegna markaðsaðstæðna, en
verð á smáþorski stendur I stað, þýðir
það, að dregið er úr sókn I ufsann en
aukin sóknin I smáþorskinn Hér er þvl
ekkert algilt réttlæti til, sagði Geir
Hallgrlmsson. Það er ekki hægt að
breyta verðákvörðunum eins skyndi-
lega og markaðsaðstæður segja til um
OLÍUSJÓÐUR OG
TRYGGINGASJÓÐUR
Þá voru forsætisráðherra og hag-
rannsóknastjóri spurðir um sjóða-
kerfið og kom fram I máli þeirra, að
gagnrýnin hefði aðallega beinzt að
ollusjóði og tryggingasjóði Forsætis-
ráðherra benti á, að I sjóðakerfinu
væru einnig sjóðir, sem væru sjó-
mönnum til hagsbóta, svo sem Afla-
tryggingasjóður og Fiskveiðasjóður,
framlag væri til byggingar hafrann-
sóknaskips og ennfremur til samtaka
sjómanna og útgerðarmanna
Hagrannsóknastjóri upplýsti, að
tekjur ollusjóðs væru I ár áætlaðar um
3 milljarðar en tryggingasjóðs um
1250 milljónir króna. Samtals renna
um 5,8 milljarðar I sjóðakerfið af
36—37 milljarða fob-verðmæti
sjávarafurða Hagrannsóknastjóri var
spurður, hvort rétt væri, að olíusjóður-
inn virkaði þannig, að bátar borguðu
með ollunni til togaranna og svaraði
hann þvl til, að sér þætti trúlegt, að ef
ollusjóður og tryggingasjóður yrðu
afnumdir og hlutaskipti yrðu óbreytt,
mundi hlutur báta batna en togarar og
þá aðallega stóru togararnir mundu
bera skertan hlut frá borði. Hann sagði
þó, að ekki ætti þetta við um alla báta.
Þetta er I tengslum við samsetningu
aflans og fer mikið eftir þvl, hvort
breyting á fiskverði yrði jöfn yfir alla
llnuna eða breyttist. Hins vegar hefur
dæmið ekki alltaf verið svona. Um
margra ára skeið töldu togaraeigendur,
að þeir borguðu með bátunum.
ERFITT AÐ BREYTA
Forsætisráðherra var spurður, hvort
þetta alhliða jöfnunarkerfi I sjávarút-
veginum, bæði I verðlagningu og
sjóðakerfinu stuðlaði ekki beinllnis að
þvl að halda gangandi illa reknum
útgerðarfyrirtækjum. Hann sagði, að á
þessu ári hefði verið reynt að taka
skýrar mið af markaðsaðstæðum en
áður. Þær breytingar, sem gerðar voru
I haust á verði miðlungs ufsa væru af
þeim toga spunnar. Við sjáum hvað
þetta er erfitt af viðbrögðum sjómanna,
sagði ráðherrann. Það er nauðsynlegt
að taka mið af markaðsverði og stuðla
að verðákvörðun þannig að sá sem
bezt aflar og fer bezt með aflann og
sparar mest I rekstri, fái bezta niður-
stöðu
Þá sagði forsætisráðherra, að allt
það fé, sem inn I sjóðakerfið kæmi færi
þaðan aftur sjávarútveginum til hags-
bóta. Við þurfum að reyna að gera
hlutaskiptin hreinni, launakerfið
einfaldara þó að heildartekjur sjávarút-
vegsins aukist ekki. Ef á útgerðina er
lagt að greiða 25 kr fyrir oliulítrann I
stað kr. 5.80 þarf útgerðin að fá beint I
slnar hendur tekjur til að standa undir
þvl Og við verðum að taka mið af
þeirri staðreynd við gerð kjarasamn-
inga
Hitt er svo mln skoðun, sagði for-
sætisráðherra, að hreinna launakerfi
og hreinni hlutaskipti séu til þess fallin
að draga úr rýrnum verðmæta I sjávar-
útvegi, verðmætasköpunin verður hag-
kvæmari og með þvi fá sjómenn, þegar
til lengdar lætur, betri tekjur.
Hagrannsóknastjóri var spurður, hvort
nefnd, sú, sem vinnur að endurskoðun
á sjóðakerfinu mundi leggja til afnám
tveggja sjóða, oliusjóðs og trygginga-
sjóðs Hann undirstrikaði, að nefndin
væri tillöguaðili en ekki ákvörðunar-
aðili og sagði, að nefndin hefði m.a
sett upp dæmi, sem felldi alveg niður
þessa tvo sjóði En I þessum efnum og
I sambandi við hlutaskipti væri hægt
að hugsa sér margs konar fyrirkomu-
lag
í lok blaðamannafundarins beindi
forsætisráðherra þeirri áskorun til fjöl-
miðla, að þeir upplýstu fólk betur um
raunverulegar staðreyndir I málum,
m a með upplýsingum um, hvernig
ytri aðstæður þjóðarbúsins væru
hverju sinni. Forsætisráðherra sagði,
að sú upplýsingamiðlun, sem fram
hefði farið slðustu daga, hefði sannað
gildi sitt með þvl að sjómenn hefðu
sannfærzt um, að meira var ekki hægt
að gera en að tryggja þeim fiskverðs-
hækkun á borð við kjarabætur I landi
Athygli var vakin á hinni erfiðu og
tæpu stöðu sjávarútvegsins I dag Að
lokum var tekið mið af þessari stöðu
Hér er um það að ræða. að sjávarút-
vegurinn getur ekki gert betur við sitt
eigið fólk en raun ber vitni um
Höfuðundirstaða útflutnings okkar
og gjaldeyrisöflunar er þannig stödd,
að það skapar engan grundvöll til
kröfugerðar fyrir aðra hagsmunahópa
Við verðum I friði að skipta þeim
þjóðartekjum, sem við nú búum við og
getum ekki vænzt þess, að bæta hlut-
skipti okkar ef við höldum ekki þann
frið og horfumst I augu við óbreytt
llfskjör á næstunni. Aðeins með þeim
hætti getum við vænzt þess, að ná
betri Itfskjörum, þegar erfiðleikarnir
eru að baki, sagði forsætisráðherra
Sjómenn bentu á, að mannafæð háir
mjög útgerð. Spennan er of mikil I
okkar þjóðfélagi en þá er lika ekki
sama hætta á atvinnuleysi og margir
hafa verið hræddir við En sú hætta
getur vitaskuld hvenær sem er orðið að
veruleika, ef við spennum bogann svo
hátt, að tekjur nægi ekki til að greiða
tilkostnað við framleiðsluna.
— Samstarfs-
nefndin
I'ramhald af bls. 40
hér f okkar hópi — én við hlít-
um því, hvernig hún gengur frá
málunum.“
„Þessi deila getur komið
okkur til góða f framtiðinni. Þá
vita þeir að við erum til á sjón-
um og samstaða er fyrir hendi.
Ég er hræddur um að þeir hafi í
landi verið búnir að gleyma
okkur hér á sjónum."
Hann kvaðst halda að fiskiri
væri frekar lélegt. Kaldbakur
var staddur úti fyrir Húnaflóa
á leið vestur fyrir Horn til
veiða.
— Sprenging
Framhald af bls. 1
anna" og sé „lokatakmarkið að
afnema kjarnorkuvopn".
Fréttir frá Indlandi herma að
sprengingin hafi verið gerð á
eyðimerkursvæði f Lop Nor I
Sinkianghéraði og hafi styrk-
leiki hennar svarað til 20.000
tonna af TNT. Hsinhua sagði,
að aldrei yrðu Kínverjar fyrst-
ir til að beita kjarnorkuvopn-
um. Þetta er önnur neðan-
jarðarsprenging Kínverja og
17. tilraun þeirra með kjarn-
orkuvopn frá árinu 1964.
— Norðmenn
Framhald af bls. 1
standa I þrjá daga. Á fund-
inum í dag lýsti Ishkov andstöðu
sovézkra stjórnvalda við einhliða
útfærslu, sem hann sagði að hefði
m.a. verið gerð Islendingum ljós I
orðsendingu vegna 200 mflna út-
færslunnar. Meginsjónarmið
Evensens f viðræðunum er kraf-
an um 200 mflna efnahagslögsögu
og æðstu stjórn Norðmanna
sjálfra á fiskveiðum á þvf svæði,
og sérstök svæði innan 50 mflna
þar sem gilda eiga strangari regl-
ur um veiðar útlendinga en á
svæðinu utan 50 mflna markanna.
Á morgun mun Evensen gera sér-
staka grein fyrir afstöðu norsku
stjórnarinnar.
— Sprengingar
Framhald af bls. 38
við byggingu utanríkisráðu-
neytisins en olli litlu tjóni.
Seinna var hringt til skrifstofu
AP í Baltimore og sagt að með
þeirri sprengingu væri verið að
mótmæla því að ísrael hefði
verið ofurselt Anwar Sadat for-
seta sem ræddi við Ford forseta
I dag.
Aðskilnaðarsinnar segjast
einnig hafa komið fyrir
sprengjum á Puerto Rico og
maður hringdi í blað í Chicago
og sagði að fleiri sprengjur
mundu springa „til heiðurs
gamalreyndum baráttumönn-
um“. Sprengja fannst við
byggingu Standard Oil en
sprengjan sprakk ekki. Rúður
brotnuðu í einu útibúi seðla-
bankans vegna sprengingar f
byggingu handan götunnar.
— Sakharov
Framhald af bls. 38
veitt verðlaunin gegn manni sem
berjist gegn málstaði friðar og
hafi gert sig sekan um „ósæmi-
lega og ögrandi framkomu".
Um þetta bréf segir Sakharov
að það virðist staðfesta að honum
verði ekki leyft að fara til Öslóar
að taka við verðlaununum og að
verið geti að hafinn sé undirbún-
ingur að því að reka hann úr
vísindaakademíunni. Þeir sem
undirrituðu bréfið voru aðeins
þriðjungur allra fulltrúa visinda-
akademiunnar.
Frú Elena Sakharov sagði um
þá sem undirrituðu bréfið að
þeir væru aðeins málpipur sem
segðu það sem þeim væri sagt að
segja eða það sem yfirvöld ætluð-
ust til að þeir segðu.
Um grein eftir blaðamanninn
Victer Louis þar sem því er hald-
ið fram að Sakharov verði ekki
leyft að fara til Óslóar sagði frú
Elena að hér væri aðeins um að
ræða tilraun yfirvalda eða KGB
til að kanna almenningsálitið.
Hún sagði að það færi eftir við-
brögðum almenningsálitsins í
Rússlandi og heiminum við slík-
um greinum hvort manni hennar
yrði leyft að fara til Öslóar.