Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 „HORFÐU í augun á mér. Þá sérðu sjálfa þig betur en í spegli." Sex manns sitja þröngt og horfa í augun á Höllu Guðmundsdóttur leikara. Og horfa á Hrönn Stein- grímsdóttur horfa í augun á Höllu Guðmundsdóttur. Hvað eftir annað, aftur og aftur er horft á Hrönn horfa i augun á Höllu. Svo oft raunar að áður en yfir lýkur eru menn hvattir að sjá þessi annars prýðilegu augu. Hvað þá að menn sjái sjálfa sig i þeim. Og svo koma Morgunblaðsmenn og þrengslin verða enn meiri. Það er verið að setja saman af myndsegul- bandsspólum sjónvarpsleikrit Jökuls Jakobssonar, Keramik Staður skoðunarkompa I sjónvarpshúsinu. Stund: fimmtudagsslðdegi ekki alls fyrir löngu. Viðstaddir: höfundur- inn, Jökull Jakobsson, eiginkona hans, Ása Beck, og Spilaverk þjóð- anna, Egill, Valgeir, Bjólan og Diddú, annáluð háfjallasveit sem fengin hefur verið til að fremja tón- list við leikritið Rétt ókominn: Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri Kera- miks Á sjónvarpsskerminum er fylgzt með viðureign Egils Eðvarðssonar upptökustjóra og tæknimanna hans við samskeytingu atriðanna af tveimur segulbandsspólum Sú viðureign fer fram á öðrum stað I húsinu, en árangurinn birtist jafnóð- um á skerminum I skoðunarkomp- unni Þeir eru búnir að vera að setja leikritið saman frá þvi klukkan niu um morguninn og þeir bjuggust við að verða til klukkan nlu um kvöldið Þetta er ótrúlega seinlegt Og menn horfa ábyggilega I tuttugasta sinn á Hrönn horfa I augun á Höllu, þvi Egill verður seint ánægður með tengingu þessa atriðis við það næsta sem er snögg og óvænt skipting frá þögn og augum Höllu yfir I hávært diskaglamur næsta atriðis sem sýnir familiuna við morgunverðaborðið, — Hrönn Sigurð Karlsson, önnum kafinn athafnamann og strákinn son þeirra Þessi tenging þarf að vera nákvæm og skiptir sekúndu- brot máli Enn horfa menn á Hrönn horfa I augun á Höllu. „Þá sérðu sjálfa þig betur en I spegli " Atriðið milli Hrannar og Höllu virðist hafa einhverja lesbiska undir- tóna „Er nokkurt klám I þessu leik riti?" spyr Morgunblaðsmaður Jökul spenntur „Nei, það getur ekki verið," svarar höfundurinn, ,,er nokkurt klám til I dag? Nema kannski I sjónvarpinu?" Það er fróðlegt að fylgjast með baráttunni við myndsegulböndin. Fæstir gera sér sjálfsagt grein fyrir þeirri nákvæmnisvinnu sem útung- un sjónvarpsleikrits krefst Bjólan er „Eru þetta ríkisstarfsmenn að tala saman?” 0 Egill Eðvarðsson (fremst) og tæknimenn setja saman Keramik. Aftast er Elsa Eðvarðsdóttir, systir og aðstoðarmaður Egils. Hvernig Keramik verður til % Bjólan, Jökull, Egill, Hrafn, Asa og Diddú fylgjast með samsetningu Keramiks f skoðunarkomp unni. Valgeir er væntanlegur á myndina. r & 'J-i? -■ mk ■ ®9 m x A. ,AT' : íijt ór > tw» r4,t--t: fyúr... ■ j vHtr. >.r3rtumr*i- -- 3 rr.-B : - ■ fy. u». rt ÞÍ TF R tÁJ fc> J ÍXannÁr JU-m'.ur- ur-r> br-m^r, stlfi’f.t. rr,-: .,ar,r. lftur I noWtrar avr «n >Mff at T.'-ttu. vl». tyftii w........W ijSKI - tXtfl P+te/L My/ví > i/íifi/í $0 r- W/tk, t* 'í «' « ” kMt HÚIU “■ • fant tetutc t-t&K Et>. Sýnishorn af þvf hvernig handritið var unnið. h«r,air„ii cír.s o« h„nn xttjti. a* ivrufr. „r, h.rttir vlt. leRHMr eyra UPP..SÖ htir*ir,ri „r svtptir hffrml sítan upp. tteqr) stfJmar Í krir.e.um si.a í h«rl-.<i»tnu b«ir- ggárs Au'ur Xicgur i rýmtrm, revkir sígarottu. les í i r'.j ■ nX.Ata á ff.Shúrrirr,. hau hrrf ,1 hvort á ar.na*. bSfut nokfrra stunri. Sífan brc-slr AuAur. C.unnar iai, up aflyr riyrrrrr. an sta-ijur >cvrr í r Afru soc-rug. > Gunnar: ■vaff 4rr hríh?_______ ^ B t> IT £ R UU6~7 Auftur: Hver? Gunnari Konan »ín. Knndn hv«n konah Hvwctvegna h«rf »ut «* TOra með skeiðklukku og tekur tlma atrið- anna Þeir Spilverksmenn eiga eftir að útsetja tónlistina og æfa en þeir eru búnir að koma sér niður á stef sem þeir ætla að byggja á. Það er úr lagi á væntanlegri (og vlst lang- þráðri) plötu þeirra. Hrafn Gunn- laugsson sem nú er kominn lafmóð- ur og másandi segir að tónlistin skipti afar miklu máli I leikritinu. „Það er um að gera að þið komið með sem flestar útgáfur af stefinu sem hentað geta andrúmslofti hinna einstöku atriða," segir hann Vinnan við upptöku Keramiks hef- ur mótazt af nokkuð öðrum vinnu- brögðum en áður hafa tíðkast við gerð sjónvarpsleikrita hér. Hand- ritið eittjSem sýnishorn eru úr hér á síðunni, tók mánaðarvinnu hjá þeim Agli og Hrafni myndatökumeistaran- um, Snorra Þorissyni, því þar er ekki aðeins texti leikritsins heldur hafa þeir félagar teiknað upp hvert smá- atrði leikmyndarinnar, merkt inn hvern einstakan leikmun, myndhorn (þ.e stöðu og sjónarhorn myndavél- anna) o.s.frv. og loks rissað upp mynd af þvl hvernig þeir vilja að hvert atriði birtist á skerminum, nærskot, fjarskot, skiptingar o.s frv. Öll gerð sjónvarpsleikritsins var þannig gerð I samvinnu leikstjóra, upptökustjóra, myndatökumeistara, leikmyndateiknarans Björns Björns- sonar, leikara og tækniliðs, frá byrjun, og t d fylgdust tæknimenn með æfingum. Örn Sveinsson, tæknistjóri tjáði Morgunblaðsmanni að þeir væru mjög ánægðir með þessa vinnuaðferð. Þetta væri eina vitið. Áður hefði gangurinn á þessu of oft verið sá að leikstjóri og leik- arar hefðu verið búnir að ákveða hvernig skyldi taka verkið upp áður en þeir komu I stúdíóið, og oftar en ekki hefðu þær ákvarðanir reynzt óraunhæfar. Þessi nýju vinnubrögð hefðu gefizt mjög vel. en þau voru raunar fyrst reynd við upptöku á leikriti Þorvarðar Helgasonar, Sigri. Eftir að handritsgerðin hafði tekið mánuð stóðu æfingar yfir I annan mánuð. Síðan fóru fimm dagar i sjálfa upptökuna og nú var sumsé verið að setja þá upptöku saman I réttri atriðaröð af myndsegulbands- spólum tveimur. Og svo er eftir að setja tónlist Spilverksins inn á. Öll þessi vinna fer i um 55 minútna langt sjónvarpsleikrit, sem svo loks berst væntanlega út til sjónvarps- neytenda I janúar—febrúar á næsta ári Keramik fjallar að sögn höfundar- ins, Jökuls Jakobssonar („minnsta Jökuls á íslandi " — Hrafn Gunn- laugsson) um ungan lögfræðing (Sigurð Karlsson) sem er að brjóta sér braut i athafnalifinu, og konu hans (Hrönn Steingrímsdóttur) sem er að reyna að gera slíkt hið sama á sinn hátt. Ungur sonur þeirra er leikinn af Birni Gunnlaugssyni. Og loks er það ástkonan (Halla Guð- mundsdóttir), sem eftir „augnaatrið- inu" að dæma gæti vel verið ást- kona beggja hjónanna. En það kemur auðvitað I Ijós, „Þetta er ekki kvenfrelsisleikrit, þótt það kunni að sýnast svo á yfirborðinu," segir höf- undurinn „Það er fremur reynt að lýsa þv! hvernig bæði kynin eru i sömu viðjunum." Og nú er Hrönn loksins hætt að horfa I augun á Höllu. Samsetningin hefur tekizt svo Egill sé ánægður og morgunverðaratriðið hefst. Sigurður lögfræðingur er að lýsa ásetinni stundaskrá dágsins fyrir eiginkon- unni, — hádegisverðarfundur hjá Læons o.s.frv. En eiginkonan herðir upp hugann og stingur upp á að þau fari austur að skoða sumar- bústaðarlandið sem þau höfðu ætlað að kaupa. Það er mikið sam- bandsleysi i þessu atriði. Sigurður lemur eggið sitt svolítið stresslega Hann mun hafa þurft að borða átta egg áður en atriðið tókst. Er Morgunblaðsmenn halda út eftir að hafa fengið nasasjón af því hvernig sjónvarpsleikrit er sett saman er smá pása. f herberginu við hliðina á skoðunarkompunni er Magnús Bjarnfreðsson til húsa. Og er við göngum út er einhver maður að berja á hurðina hjá Magnúsi." „Maggi, það þýðir sko ekkert að loka bara að sér og gera ekki neitt!" kallar hann „Eru þetta ríkisstarfsmenn að tala saman?" spyr Jökull ofurrólega Texti: Á.Þ. Myndir: Friðþjófur og Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.