Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975
— Nokkur orð
Framhald af bls. 3
skaðlega og vilja raunar banna
hana, rétt eins og þekkist I
Rússlandi og gert var í Þýzka-
landi Hitlers. Frægir listamenn
lofsungu þessa röggsemi Þjóð-
verja og töldu að list ætti að
blómstra við slík skilyrði. En
hvað sanna dæmin. Alls staðar
þar sem gagnrýni eru settar
skorður, er sjálfsánægja, and-
leg lognmolla og stjórnunarlygi
í fyrirrúmi. Frjáls og óvægin
listgagnrýni á sinn þátt í að
örva menn til dáða, viðhalda
kröfunni um vönduð vinnu-
brögð, koma í veg fyrir stöðnun
í listsköpun og er auk þess
marktæk en einstaklingsbund-
in viðmiðun. Gagnrýni ber að
skoða sem viðhorf gagn-
rýnandans og það eitt er satt,
sem honum finnst sjálfum,
hvernig svo sem það snýr gegn
öðrum. Herra Gunnar Egilsson
veit mætavel að aragrúi
„virtúósa" leikur sér að öllum
heimsins erfiðustu tónverkum
án þess svo mikið sem blása úr
nös og án þess svo mikið sem að
snerta nokkurn streng hjá
hlústendum. Þó hann tilkynni í
upphafi ritsmíðar sinnar, eins
og útvöldum er tamt, — að
tónleikarnir hafi tekizt vel og
verið öllum þeim er að þeim
stóðu, til óblandinnar ánægju,
— snertu þeir mig ekki. Það
skiptir ekki máli hvaða verk
var mikið eða lítið æft. Með
mikilli æfingu má rýja tónverk
allri fegurð. Má vera að afstaða
mín til flutnings serenötu
Mozarts og oktetts Stravinsky,
hafi mótazt af því að mér var
meira nýnæmi f oktettinum.
Áorkan þessara tónverka fer
ekki eftir mældum æfingar-
tíma, heldur því hver þörf
hlustandans er hverju sinni.
Athugasemd um efnisval var
sett fram vegna þess, að það er
engu líkara en Mozart og
Beethoven hafi verið þeir einu
sem rituðu góða tónlist á 18. og
19. öldinni. Herra Gunnar
Egilson. Persónutöfrar og alúð
píanósnillingsins Ashkenazy,
sem ég efast ekki um, er um-
sögn minni um tónleikana óvið-
komandi og sömuleiðis ræðan
um forleikina að Fidelío. Um
þróun tónlistar, sem einnig bar
á góma I umsögn minni og
herra Gunnar Egilson umritar
að nokkru kemur fram varnar-
þörf hljóðfæraleikarans gegn
þeirri staðhæfingu að þróun
tónlistar sé nær eingöngu
bundin tónsmíði. Tónlist er
aðeins til í því formi sem heitir
tónverk og hljóðfæraleikur
hefur ávallt staðið tónsköpun
að baki. Það hefur tekið hljóð-
færaleikara oft áratugi að ná
valdi á nýrri tónhugsun.
„Vitúósarnir“ eru skýrasta
dæmið um slíka þróun. Þeir
fást að mestu við þá tónlist sem
hefur verið tæknilega þraut-
könnuð. Þetta mál er svo um-
fangsmikið að til þess þarf aðra
umræðu, en hér er til stofnað.
Að lokum þetta:
Ég hef ekki boðið mig fram
sem gagnrýnanda. Tón-
flytjendur fara fram á, að í
Morgunblaðið sé rituð tónlistar-
gagnrýni og ég var beðinn að
sinna því verkefni, án þess að
mér væru lagðar nokkrar lífs-
reglur. Ég tók þessu boði vegna
þeirrar trúar að slík skrif væru
þó að minnsta kosti skárri en
þögnin, sem um skeið hafði ein-
kennt afstöðu flestra fjölmiðla
til hljómleikahalds í Reykjavík.
Sem svar við því hvort ég sé
hæfur sem tónlistargagn-
rýnandi, vil ég gefa Morgun-
blaðinu tækifæri til að finna
mann sem er „dómbær á tón-
listarflutning“ og gerir sig ekki
sekan um ritun umsagnar, sem
er „fullkomlega ósæmandi
manni, sem fæst við tónlist (í
jafn ríkum mæli og Jón).“ Að
lokum þakka ég starfsmönnum
Morgunblaðsins fyrir mjög
ánægjulegt samstarf og vona að
stjórn blaðsins finni hæfan
mann í minn stað.
Með vinsemd og virðingu
Jón Ásgeirsson
í dag eiga silfurbrúðkaup frú Vigdfs Ingibergsdóttir og Karl Georg
Þorleifsson loftskeytamaður, Eskihlfð 18 R.
— Álit
fiskifræðinga
Framhald af bls. 48
er næmi frá 450—500.000 tonn-
um.
2. Atriði þau, sem taka þurfti til
yfirvegunar, eru því þessi:
a) Hvort átt hefði sér stað veru-
leg aukning á sókn í þorsk-
stofninn.
b) Hvort unnt væri að koma sér
saman um niðurstöðutölur er
taka til leyfilegs hámarksafla
ásamt hámarksaflaþoli til
langframa.
3. Engir verulegir erfiðleikar
komu fram varðandi fyrra atriðið.
Ganga má út frá því sem vísu að
hluti smáfisks f heildaraflanum
hafi farið vaxandi. Auk þess er
það augljóst að sókn f þorskstofn-
inn hefur aukist. Ekki verður ráð-
ið af þeim upplýsingum, sem fyrir
liggja, hve mikil þessi aukning er.
Enda þótt sókn breskra skipa á
togveiðar hafi minnkað, þá hefur
aukningin á togveiðum íslenska
veiðiflotans gert meir en að vega
upp á móti þvf. Það er þvf ekki
mögulegt að ákvarða heildar-
aukningu veiðisóknarinnar, þar
sem upplýsingar skortir varðandi
smærri íslensku veiðiskipin. En
líkur eru á að jafnvel þeirra sókn
hafi fremur vaxið en minnkað.
Það er sameiginlegt álit beggja
aðila að vaxandi hlutfall ungviðis
í heildaraflanum sé mjög óæski-
legt, og að áframhaldandi
aukning veiðisóknar hljóti að
leiða til þess að hlutfall smáfisks í
aflanum fari vaxandi.
4. Erfiðara hefur reynst að
komast að sameiginlegri niður-
stöðu um það, að hvaða marki
nauðsynlegt er að draga úr veiði-
sókninni. Þetta hlýtur að byggjast
m.a. á þvf, hvernig aflinn skiptist
í aldursflokka, og sömuleiðis á því
hver nýliðunin (endurnýjunar-
hæfin) kann að vera. Með því að
mæla með 230 þúsund tonna leyfi-
legum hámarksafla höfðu
íslensku vísindamennirnir reitt
sig á niðurstöður af seiðarann-
sóknum (þ.e. athuganir á fiski,
sem er yngri en 1 árs að aldri). í
fjögur af undanförnum fimm ár-
um hafa þessar rannsóknir bent
til lítillar nýliðunar. Það er álit
íslensku vísindamannanna að
mjög varasamt sé að gera ráð
fyrir því að niðurstöðutölur seiða-
Íþróttahátíð
í Hafnarfirði
ÍÞROTTABANDALAG Hafna-
fjarðar efnir f dag til míkillar
íþróttahátíðar í íþróttahúsinu við
Strandgötu. Hefst hátíðin klukk-
an 14.00 en hún er haldin í tilefni
30 ára afmæli IBH, sem var 28.
aprfl á þessu ári. Munu Fimleika-
félagið Björk, Skotfélag Hafnar-
fjarðar, Haukar, Sundfélag
Hafnarfjarðar, Badmintonfélag
Hafnarfjarðar, Golfklúbburinn
Keilir og Fimleikafélag Hafnar-
fjarðar kynna starfsemi sfna á
íþróttahátíðinni, en þau eru öll
aðilar að ÍBH. Einnig mun for-
maður ÍBH fyrir ávarp og Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar leika.
rannsóknanna séu villandi, þegar
ákvarða skal hverjar framtíðar-
horfurnar kunni að vera. Bresku
vísindamennirnir eru á hinn bóg-
inn þeirrar skoðunar, að niður-
stöður þessara rannsókna skapi
ekki nægilega öruggan grundvöfl
til þess að spá um styrkleika
stofnsins í framtíðinni, og að
betra sé að byggja á niðurstöðum
athugana á fyrri árgöngum (þ.e.
niðurstöðum fenginnar reynslu).
Á þessu byggist sú skoðun bresku
vísindamannanna að álit og niður-
stöður íslensku sérfræðinganna
feli f sér of mikla svartsýni; engu
að síður skal fallist á þá skoðun að
minnkandi sókn sé æskileg. Ef
gert er ráð fyrir að nýliðun
(endurnýjunarhæfi) sé nú hin
minnsta, sem hún hefur verið síð-
ast liðin 13 ár, og ef jafnframt er
hallast að því að nota þann mæli-
kvarða, sem beitt hefur verið við
útreikning á 230 þúsund tonna
leyfilegum hámarksafla, þá gæti
leyfilegur hámarksafli á árinu
1976 orðið nálægt 250 þúsund
tonn. Ef síðan er beitt meðaltali
þeirrar nýliðunargetu, sem rann-
sóknir gefa til kynna, þá myndi
leyfilegur hámarksafli geta num-
ið 265 þúsund tonnum, með sömu
stjórnunarmarkmið f huga.
5. Fufltrúar Stóra-Bretlands
telja nauðsynlegt að benda á, að
þær tölur um leyfilegan hámarks-
afla, sem hér eru nefndar gefa
það allar ótvirætt til kynna að
veiði á fiski, sem er yngri en 4
ára, verði með öllu hætt. Þessi
fiskur tekur til verulegs hluta
þess magns af ókynþroska fiski,
sem aflað er við Island. Hversu
æskilegt sem slikt markmið kann
að reynast þá eru brezku full-
trúarnir þeirrar skoðunar að
mjög óliklegt megi teljast að unnt
verði að stöðva slíkar veiðar í
nánustu framtíð, ef veiðisókn al-
mennt fær að halda áfram i svip-
aðri mynd og nú á sér stað.
6. Islensku fulltrúarnir eru
þeirrar skoðunar að þá breytingu
á veiðisókn, sem þeir telja
óhjákvæmilega til þess að unnt
verði að ná hámarksafla til lang-
frama, megi framkvæma með því
að stækka möskva veiðarfæra
(e.t.v. upp í 165 mm.), og sömu-
Tafla 1.
leiðis með því að loka þeim veiði-
hólfum, sem mestu máli skipta
fyrir uppeldi ókynþroska fisks.
Viðauki — Tölfræðilegar
skýringar
1. í töflu 1 birtist áætlað afla-
magn miðað við hvern árgang á
tímabilinu frá 1970. Þessar tölur
hafa verið lagðar til grundvallar
við útreikning á stærð fiskistofna
og dánartölu innan einstakra ár-
ganga.
2. Hér á eftir er sýnd áætluð
dánartala innan hvers árgangs, að
því er tekur. til ársins 1974.
Dánartalan er sambærileg við
tímabil áranna 1970—1972.
Aldur
Dánartala
Stofnx 10+6
Aldur
Dánartala
Stofni 10+6
3 4 5 6 7
0.13 0.30 0.50 0.55 0.60
128 247 63 39 24
8 9 10 11 12
0.65 0.80 1.10 1.10 0.8
14 3 5 4 1
3. Þessar dánartölur hafa verið
notaðar til þess að reikna út stærð
fiskistofna árin 1975 og 1976. Við
gerð slíkra útreikninga er nauð-
synlegt að taka tillit til áætlaðrar
nýliðunar. Þrennskonar áætlanir
hafa verið notaðar, svo sem hér
greinir:
a) íslenskar áætlanir samkvæmt
rannsóknum á þorskseiðum.
b) Lágmarksnýliðun eins og hún
er skráð samkvæmt cohort-
rannsóknum á tfmabilinu frá
1960 til 1972.
c) Meðaltal nýliðunar miðað við
sömu tölfræðilegu upp-
lýsingarnar. Áætluð 3 ára ný-
liðun f milljónum, eins og hún
kemur fram samkvæmt þess-
um aðferðum, er sem hér
greinir
1975 1976
a) 40 550
b) 130 130
c) 211 211
4. Áætlað aflamagn í þúsundum
tonna, miðað við samskonar
dánartölu og árið 1974, er sem hér
segir: 1975 1976
a) 352 338
b) 364 320
c) 375 334
5. íslensku vísindamennirnir
höfðu gert ráð fyrir að unnt yrði
að ná hámarksafla til langframa,
er næmi 500 þúsund tonnum, mið-
að við eftirfarandi dreifingu á
dánartölu:
Aldur 3456789 10 II 12
Dánartala .0 .2 .4 .5 .5 .5 .6 .6 .6 .6
Miðað við þessa dánartölu
myndi áætlun þeirra á leyfilegum
hámarksafla árið 1976, I þúsund-
um tonna, að því er tekur til ofan-
greindra fiskistofna, verða svo
sem hér segir:
1976
a) 230
b) 250
c) 265
6. Gerð var tilraun til þess að
athuga breytingar á sókninni á
undanförnum árum, bæði að því
er tekur til islenska og breska
fiskiflotans. Svo virðjst sem sókn
íslenska fiskiflotans hafi getað
aukist á árunum 1974—5 um
nálægt því 25%, en hins vegar
hafi sókn breska fiskiflotans
minnkað um hér um bil 17% á
sama tímabili.
Líklegt er að dánartala fisks á
árinu 1975 reynist eitthvað hærri
en á árinu 1974.
— Gömul
prentverk
Framhald af bls. 23
eitthvað alveg nýtt komi til. Góða
varðveizlu bókar ber að þakka
bandinu venjulegast að miklu
leyti.
Hér er óhemjuefni við að fást
og hef ég orðið að sniðganga það
nema að þvi leyti sem hér hefur
verið gert. Kunnáttu hef ég ekki
til þess að gera því skil í örsuttu
máli svo sem hér yrði að gera. Ég
verð aftur á móti að leggja
áherzlu á það hvað er að gerast
varðandi glötun þeirra verðmæta
er óbætanleg eru og áróðurs-
svipurinn á máli mínu verður því
að afsakast og er á mína ábyrgð.
Það næsta sem bíður könnunar
er: Leturskrár, húsakostur, verk-
efnaskrár, svo tæmandi sem kost-
ur er; aðbúnaður; prentgripirnir
sjálfir eins og þeir koma fyrir,
form þeirra og útlit.
Kannski er það ekki ómerkileg-
ur hlutur fyrir mig persónulega,
að það fyrirtæki er ég lauk mínu
prentnámi i er innan tveggja ára
100 ára gamált, og er það elzta
prentverk sem á landi okkar
hefur verið rekið. Við þennan
vinnustað minn eru tengdar
margar minningar er ég geymi
með mér og eru þær allar kærar
og ánægjulegar. Eitt er þó er ég
harma og á það sinn þátt i þvi hve
sárt mér er um hvað glatast hefur
á liðnum öldum. Ég held að því
miður séu öll gögn frá starfssögu
ísafoldarprentsmiðju glötuð eða
ef bezt lætur að hverfa. Gæti ekki
aldar afmælið opnað augu okkar
fyrir því hvernig snúa beri sér að
þessum málum í einu lagi.
Á sýningunni eru nokkrar
bækur unnar í gömlu prent-
verkunum, lánaðar góðfúslega af
Landsbókasafni. Þær eru hinn
ljósasti vottur þess, um hvað er að
ræða þá er talað er um fornprent.
Ég vil sérstaklega til gamans
benda á einn titil, sem mér finnst
bera þess ljóst vitni að sá sem upp
hefur sett hefur kunnað góð skil
á formi og hlutföllum svo er allt
hnitmiðað og yfirvegað. Prent-
gripur sem sómi er að. Þetta er
Graduale eða Grallarinn eins og
bókin fékk heiti á tungu
almennings, prentaður á Hólum
árið 1594. TJtlit hinna verkanna er
engu síður athyglisvert.
Einnig eru til sýnis nokkrar tré-
ristur úr ýmsum prentverkum,
allt gögn sem notuð hafa verið í
prentgripi prentsmiðjanna
gömlu. Talið er að jafnvel að
Guðbrandur biskup hafi gert í
það minnsta eitt þeirra, en það er
dulinn sannleikur, en skemmti-
legt íhugunarefni. Þessi gögn eru
lánuð af Þjóðminjasafni Islands.
Þá sem hafa skoðað Gutenberg-
sýninguna, samstarfsmenn mína
og aðra, bið ég að íhuga að hvert
eitt gott starf er ekki eingöngu
brauðstrit. Það er auk þess
skuldaskil við fortíð og innlegg
óbornum og þeim er á stundinni
lifa.
Fjðldi þorskfieka, sem veiddir hafa veriö viö
— Öldutúns-
skóli
ísland (ICES V a) á ári hverju, miftaö við aldurBar » Framhald af bls. 11
Aldur 1970-1974 (x 10"J) 1970 1971 1972 1973 1974 verið stefnt meira og minna frá áramótum. 1 sumar voru æfingar
2 . 307 801 3612 2363 2317 líka, nema einn mánuð. Dagskrá- in verður býsna fjölbreytt. Flutt verða lög sem spanna tímabilið
3 10256 13001 8499 36990 14181 frá 16. öld og fram á okkar daga,
4 47924 35086 27278 25209 5 8 2 37 eftir erlenda og innlenda höf-
5 23984 45018 30408 26001 22475 unda, þjóðlög og negrasálmar.
6 26691 20979 23054 15886 15003 Kórinn kemur fram tvískiptur.
7 15687 17368 11100 11983*. 9694 P’yrra hluta dagskrár flytur kór-
8 12437 12339 10624 3626 6224 inn eins og hann er skipaður nú,
0 14834 6938 11394, 5983 1738 en síðan taka þátt í söngnum eldri
IV 527 4792 4 3 57 • 7991 3093 félagar eins og ég minntist á.
11 177 365 1299 1474 2183 — Mér hefur verið það óskipt
12 102 109 85 264 290 ánægja að vinna með þessum
13 45 57 33 11 109 börnum öllum, sem hafa verið í
14 19 19 3 _ 31 kórnum, enda uni ég mér hvergi
15 + 11 20 5 2 2 betur en með námfúsum og já-
Heildarafli (veginn upp úr sjó) 470757 453002 39828 • 379563 37987. kvæðum börnum, sem leggja metnað sinn í að gera sitt bezta og vera sjálfum sér og sínum til sóma, sagði Egill Friðleifsson að lokum.