Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Matthias Á Mathiesen: Óhjákvæmilegt að halda vörugjaldi að hluta til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum HER FER á eftir ræða Matthfasar A. Mathiesen, fjármálaráðherra, um framlengingu vörugjaldsins: Framsöguræða fyrir breyt- ingartillögum við frumvarp til laga um sérstakt tímabundið vörugjald. • Tillögurnar, sem fluttar eru á þingskj. 198 fela það í sér í stað þess, að hið sérstaka vörugjald falli að fullu niður í ársbyrjun 197(>, lækkí það f áföngum á næsta ári Dannig verður gjaldið 10% fyrstu átta mánuði ársins, 6% síðustu fjóra mánuði ársins en falli síðan niður um áramótin 1976/1977. Áætlað er að tekjur af gjaldinu á árinu 1976 verði um 2.200 m. kr. Jafnframt er ákveðið, að úr þeirri lækkun niður- greiðslna, sem ráðgerð var á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu, verði dregið að mun. Verður lagt til, að fjárveiting til niðurgreiðslu vöruverðs verði 700 m. kr. hærri en var í frumvarpinu í upphaf- legri gerð. Þessi ákvörðun er nauðsynleg til þess að halda þeirri megínstefnu fjárlagafrum- varpsins, að það feli ekki i sér aðgerðir, sem valdi verðhækkun — fremur hið gagnstæða. Þessar ráðstafanir teknar saman styrkja því fjárhag ríkis- sjóðs um 1.500 m. kr. á næsta ári frá því, sem annars hefði orðið. Ástæðurnar til þess að þessar til- lögur eru nú fluttar eru einkum tvær. 1 fyrsta lagi er sýnt, að fjárhags- staða rikissjóðs á árinu 1975 verður mun erfiðari en ætlað var á miðju ári, þegar vörugjaldið var á lagt. Þótt hið sérstaka vörugjald virðist munu skila nokkru minni tekjum en ætlað var, eða 1.300 m. kr. í stað 1.700 m. kr., eru nú horfur á, að innheimtar tekjur ríkissjóðs á árinu 1975 verði um 50 milljarðar króna, eða svipaðar og áætlað var í sumar. Hins vegar verða útgjöldin í heild líklega 54—55 milljarðar, að teknu tilliti til lánahreyfinga má því búast við, að greiðsluhalli rikissjóðs verði um 3,5 milljarðar á árinu. Hér veldur mestu að enn eru að koma fram margvísleg tafin áhrif af þeirri öru verðbólgu sem geisað hefur hér undanfarin tvö ár. Þótt á síðari helmingi þessa árs hafi hægt stórlega á verð- hækkunum eru enn að koma fram víða í ríkisbúskapnum kostnaðar- hækkanir, sem teygja sig langt aftur. Af þessum sökum verður við endanlega afgreiðslu fjárlaga að reikna með vöxtum og af- borgunum af skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann, sem stofnað hefur verið til á þessu ári. Til þessa verður að ætla a.m.k. 900 m. kr. Auk þessa koma til skuld- bindingar vegna sjávarútvegsins, sem nú á við örðuga afkomu að búa, í fyrsta lagi skuldbinding vegna gengistryggingar inn- stæðna i Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins, sem lögum samkvæmt fellur á ríkissjóð, en til þessa verður að ætla um 350 m. kr. á næsta ári, en auk þess er hér um að ræða sérstaka ábyrgð ríkis- sjóðs á greiðslugetu frystideildar Verðjöfnunarsjóðs vegna fram- leiðslunnar október til desember 1975, aukið framlag til ríkis- ábyrgðarsjóðs vegna togaralána og skuldbindingar vegna Iána, sem tekin hafa verið til þess að létta kröfum lífeyrissjóða sjómanna af togaraútgerðinni, þá má nefna útgjaldaauka vegna togarakaupa Hafrannsóknastofn- unar. Þessar skuldbindingar vegna sjávarútvegs gætu numið á næsta ári um 900 m. kr. Auk þessarar fjárþarfar liggja nú skýrar fyrir ýmis atriði um óhjákvæmileg útgjöld, sem lítt voru kunn eða eigi lágu Ijós fyrir þegar frumvarpið var samið. Þessi atriði nefndi ég þegar við 1. umræðu um fjárlagafrumvarpið og verður gerð nánari grein fyrir þeim við 3. umræðu, en þá verður einnig gerð grein fyrir endur- skoðun tekjúáætlunar til sam- ræmis við ríkjandi verðlag og kaupgjald. Niðurstaðan verður sú að óhjákvæmilegt sé að halda vörugjaldinu að hluta á næsta ári, til þess að koma á því jafnvægi í ríkisfjármálum, sem er forsenda efnahagsjafnvægis. Önnur meginástæða þess að sú leið er valin að halda vörugjald- inu að hluta lengur en ætlað var er þróun utanríkisviðskipta á árinu 1975. Þrátt fyrir mikinn samdrátt innflutnings eins og að var stefnt, hefur viðskiptahallinn orðið mun meiri en ætlað var og gjaldeyrisstaðan því afar tæp. Ástæðan er fyrst og fremst erfiðara útflutningsárferði en reiknað var með. Á allra síðustu mánuðum hefur innflutningur auk þess fremur virzt vera að örvast. Við þessar aðstæður verður að telja hyggilegt að svipta ekki burt í einu lagi vörugjaldinu, sem þótt almennt sé, leggst fyrst og fremst á ýmsar innfluttar vör- ur, sem naumast verða taldar til lífsnauðsynja. Ég tel víst, að þessi skojlun mín eigi mikið fylgi meðal þingmanna og raunar alls al- mennings, ekki sízt þar sem þessi gjaldtaka gerir kleift að halda meiri niðurgreiðslu á búvöru en annars yrði. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Ragnhildur Helgadóttir (S) hafa flutt tillögu til þingsályktunar, sem felur rfkisstjórn könnun á því, að Lífeyrissjóður bænda greiði bændakonum allt að 3ja mánaða fæðingarorlof (sem flestar útivinnandi konur njóta nú). Skal í því skyni leitað sam- ráðs við Búnaðarfélag íslands, Stéttasamband bænda og Lífeyr- issjóð bænda. Alit og niðurstöð’ur frá þessum aðilum skulu liggja fyrir áður en Alþingi kemur sam- an haustið 1976. í greinargerð er vitnað til laga frá sl. vori, sem gera ráð fyrir því, að konur innan ASl fái frá nk. áramótum greitt fæðingarorlof við barnsburð, þ.e. njóti atvinnu- leysisbóta úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði í 90 daga samtals. Löngu áður höfðu konur innan BSRB hlotið hliðstæðan eða fyllri rétt. I greinargerð segir ennfremur: „Til Lífeyrissjóðs bænda var stofnað árið 1970 með sérstakri löggjöf. Tekjur sjóðsins eru ið- gjöld bænda, sem eru sjóðfélagar, og eru innheimtar af búvöruverði sem ákveðinn hundraðshluti þess. Á móti iðgjöldum sjóðfélaga kem- ur og sérstakt gjald, sem lagt er á allar búvörur og nemur ákveðn- um hundraðshluta ár hvert þann- ig, að hann samsvari 6% framlagi af reiknuðum heildarlaunum allra bænda, er þeim ber að greiða iðgjald af samkvæmt lög- unum. Sjóðfélagar eiga rétt á greiðslu ellilífeyris við 67 ára ald- ur samkvaémt ákveðnum reglum, svo og örorkubótum, ef til kemur orkutap til langframa eftir lækn- ismati. Þá er og ákvæði í lögunum um, að Stofnlánadeild landbúnaðarins eigi rétt á lánum, er nemi 25% af árlegum iðgjöldum og framlögum í sjóðinn fyrstu 15 starfsár hans. Sjóðsstjórn er einnig heimilt að veita lán til íbúðabygginga fyrir sjóðfélaga gegn veðrétti í fast- eigninni og enn fremur, í samráði við Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, til vinnslustöðva landbúnað- arins, gróðurhúsa og fleiri stofn- ana, er starfa á vegum sjóðfélaga. Allt eru þetta þörf og verðug verkefni, sem síst er ástæða til að gera lftið úr. En það er álit flutn- ingsmanna, að konur til sveita, er fæða bændum sínum börn og taka Bein verðlagsáhrif af tillögum frumvarpsins svo breyttu verða þau, að i stað lækkunar verðlags á mælikvarða framfærsluvísitölu um 10—11 F-stig vegna afnáms vörugjaldsins kemur lækkun f upphafi ársins um 1)4—2 F-stig og síðan um 3)4—4 F-stig til við- bótar frá 1. ágúst 1976. Til viðbótar við þessi verðlækkunar- áhrif koma svo áhrif tollalækkana um 800 til 900 m. kr. frá ársbyrj- un skv. tollskrárlögum, sem meta má sem 1)4 til 2 F-stig. Ahrifin af niðurgreiðslubreyting- um, sem nú eru ráðgerðar, yrðu 2V4 til 3 F-stig til hækkunar í ársbyrjun en 4 F-stig alls, þegar allt væri fram komið. Þannigyrðu þessar aðgerðir ekki til að hækka almennt verðlag í landinu á næsta ári, fremur hið gagnstæða, þar sem vörugjaldið og tollarnir ættu að hafa víðtækari verðlagsáhrif en fram koma í framfærsluvísi- tölu. jafnframt virkan þátt í fram- leiðslu búsins, væru ekki síður vel komnar að stuðningi frá sjóðn- um i sambandi við barnsburð, sem óhjákvæmilega og eðlilega leggur á þær mikið aukaerfiði og útgjöld. Nú er það vitað mál, að enda þótt sú ákvörðun yrði tekin, f anda þessarar tillögu, að bænda- konur yrðu í framtíðinni aðnjót- andi fæðingarorlofs úr lffeyris- sjóði sínum, þá yrði enn allstór hópur kvenna, heimavinnandi húsmæðra, afskiptur i þessu til- liti. Ber að sjálfsögðu að vinna áfram að því, að allar íslenskar konur sitji hér við sama borð. Væri eðlilegt, að við þá endur- skoðun lífeyrissjóðakerfis lands- manna, er nú stendur yfir, væri þetta mál tekið til sérstakrar skoðunar. Flutningsmönnum þykir eðli- legt, að ákvörðun í þessu máli, er f tillögunni felst, verði tekin í sam- ráði við samtök bænda og forráða- menn lífeyrissjóðs þeirra. Lengd fæðingarorlofs, upphæð og tilhög- un orlofsgreiðslna eru þar megin- atriði, sem athugunar þurfa við.“ Fern lög frá Alþingi ÞUNGUR skriður er nú á þing- störfum og voru fern lög af- greidd á dagfundi f gær og ekki útilokað að fleiri fylgdu f kjölfarið, ef sfðdegis- eða kvöldfundir yrðu, sem Ifklegt var talið. Lögin, sem afgreidd vóru eru þessi: 1) Lækkun lögbund- inna framlaga á fjárlögum (um 5%) 2) breyting á lögum um eignaskatt (þ.e. hækkun á fasteignamati til eignaskatts, 2,7-földun, og tvöföldun á skattfrjálsri nettóeign), 3) Launaskattur, framlengdur óbreyttur og 4) Snjóflóð f Norðfirði og fjáröflun til Við- lagasjóðs (þ.e. ráðstöfun fjár til að framfylgja fullum bót- um til Neskaupstaðar o.fl.). Sem kunnugt er tekur síðan Viðiagatrygging Islands við, er Viðlagasjóður hættir störfum. Rannsóknir og nýting á sjávargróðri Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Þorv. Garðar Krist- jánsson, Pétur Sigurðsson, Jón Árnason, Guðlaugur Gfslason og Sverrir Hermannsson flytja tillögu til þingsályktunar um rannsóknir og hagnýtingu á sjávargróðri við Island. Sam- kvæmt tillögunni skal 5 manna nefnd gjöra tillögu um aðgerðir til að efla rannsóknir á sjávar- gróðri, annarsvegar með tilliti til uppeldisstöðva nytjafiska og hins vegar með hagnýtingu sæ- þörunga fyrir augum. Skulu þrír nefndarmanna skipaðir samkvæmt tilnefningu Haf- rannsóknastofnunar, Háskóla íslands og Iðnþróunarstofnun- ar Islands, er tilnefni einn mann hver aðili. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar. Nefndin Ijúki störfum fyrir næsta þing. I greinargerð segir m.a.: „Sumarið 1963 hóf dr. Sigurð- ur Jónsson rannsóknir á ís- lenskum sjóþörungum í sumar- leyfum frá háskólanum f París, þar sem hann starfar sem einn fremsti vísindamaður í sjávar- gróðri, sem nú er uppi. Rann- sóknir þessar voru gerðar á eig- in vegum, en að nokkru leyti með styrk, sem Alþingi veitti. Voru þær í beinu framhaldi af rannsóknum dr. Helga. Þær stefndu að könnun afskekktra og áður órannsakaðra fjöru- svæða í eyjum og á annesjum víða kringum landið. Arið 1971 fékkst styrkveiting frá Atlants- hafsbandalaginu til rannsókn á sæflóru íslands bæði frá fræði- legu og hagnýtu sjónarmiði. Var þá gerður út 8 manna fransk-íslenskur leiðangur kringum landið undir stjórn dr. Sigurðar Jónssonar og Sigurðar V. Hallssonar efnaverkfræð- ings. Megináhersla var lögð á könnun djúpgróðursins, dýpt- ardreifingu hans, tegundasam- setningu og efnismagn. Mikils- verðar upplýsingar fengust um sæflóruna i þessum leiðangri og margar tegundir sjóþörunga fundust, sem ekki var vitað um áður að yxu við strendur lands- ins. Á sama tíma hefur dr. Sig- urður fylgst með þróun sjávar- gróðursins, sem er að vaxa upp í Surtsey, og gert samanburðar- könnun á sjógróðri í Vest- mannaeyjum. Loks ber að minnast á hag- nýtar rannsóknir, sem Sigurður V. Hallsson hefur unnið að alla tíð síðan árið 1957. Hefur hann unnið mest að þessum rann- sóknarstörfum fyrir eigið frum- kvæði og á eigin vegum, en stundum notið styrks opinberra aðila. Þessar rannsóknir Sig- urðar V. Hallssonar hafa eink- um snúist um tekju, vinnslu, efnainnihald og uppskeru- möguleika á vissum nytjaþör- ungum. Með þessum rannsókn- um sínum, tilraunum með vinnsluaðferðir og markaðsat- hugunum tókst honum að leggja grundvöll að nýjum at- vinnurekstri, þar sem er þör- ungavinnslan að Reykhólum. Þekking manna á íslensku sæflórunni hefur vissulega aukist á sfðari árum. Hins er þó að gæta, að rannsóknir á sjávar- gróðrinum hafa mest verið framkvæmdar fyrir framtak einstakra manna, sem sáu nauð- syn á áframhaldandi rannsókn- um. En í dag er hvergi unnið skipulega að rannsókn hinna botnlægu sjóþörunga við ís- lenskar rannsóknarstofnanir. Mörg verkefni eru því enn óleyst. Þau krefjast ýmist frum- athugana eða endurmats í ljósi nýrra aðferða og breyttra við- horfa. Rannsóknir á sjávargróðrin- um stefna að heildarsamantekt um íslensku sæflóruna. Það hefur grundvallarþýðingu fyrir aukna þekkingu á lffríki sjávar- ins við Island. En það varðar annars vegar uppeldisstöðvar nytjafiska, viðgang fiskstofn- anna og þar með framtið sjávar- útvegsins í landinu, og hins vegar varðar þetta hagnýtingu sjávargróðurs sem hráefnis til iðnaðarframleiðslu. Hér er því um að ræða eitt hið mikilvægasta mál sem hugs- ast getur. Islendingar hafa ekki efni á að láta reka á reiðanum í þessu máli. Við eigum líka á að skipa hæfustu mönnum og stofnunum er til þarf. En taka verður upp heildarstjórn og gera samræmdar aðgerðir, svo að nútíma vísindi og táekni verði hagnýtt sem best á svo mikilvægum vettvangi sem hér um ræðir fyrir atvinnuvegi og lífsbaráttu þjóðarinnar. Þess vegna er tillaga þessi til þings- ályktunar lögð fram. Þingsályktunartillaga: Fæðingarorlof bændakvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.