Morgunblaðið - 01.08.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976
3
Rauðhetta á
ZJlfljótsvatni
— KOMDU með hælana!
Flýtið ykkur, ég er búinn
að ná f tjaldstæði. Hvar
er sjoppan? Hvenær
kemur næsta rúta? Hve-
nær byrjar hljómsveit-
in?
Köll og hróp — alls
staðar var ys og þys þeg-
ar unglingana dreif að
mótssvæðinu á Úlfljóts-
vatni á föstudagskvöldið.
Fyrsta rútan kom frá
Borgarnesi og þegar Mbl.
kom til að líta á Rauð-
hettu voru krakkar frá
Selfossi nýkomnir og
voru að leggja undir sig
„gula svæðið“. Veður var
bjart og fagurt, en nokk-
uð kalt. Islenzkir ungl-
ingar láta þó ekki svoleið-
is smámuni standa sér
fyrir þrifum, og voru
flestir á „þjóðbúningi“,
þ.e.a.s. kuldafóðruðum
lúðaúlpum með loðkanti.
Við hittum Þorstein
Sigurðsson mótsstjóra
þar sem hann var í óða
önn að gefa fyrirskipan-
ir. Sagði hann undirbún-
ing hafa gengið að ósk-
um, og tæknilega væri
því nú ekkert til fyrir-
stöðu að 10—15 þúsund
manns gætu tekið sér ból-
festu á svæðinu yfir helg-
ina.
— Undirbúningsnefnd-
irnar, sem hafa unnið að
þessu fyrir mótið halda
starfi sínu áfram hér og
klára sitt verk. Við höf-
um skipulagt þetta mót
með svipuðum hætti og
skátamótin, og það skipu-
lag hefur gefizt vel, sagði
Þorsteinn. — Við erum
með 330 manna starfslið.
Allir vinna í sjálfboða-
liðsvinnu nema læknarn-
ir tveir, sem hafa aðsetur
i sjúkratjaldinu.
— Hvað þurfið þið að
fá marga hingað til þess
að fyrirtækið borgi sig?
— Við þurfum að fá
svona 4 þúsund manns,
og það er allt útlit fyrir,
að þátttakendur verði all-
miklu fleiri en það.
Ólöf og Edda eru 13 ára vinkonur frá Selfossi. Þær voru búnar að
tjalda og koma dótinu sfnu fyrir og biðu þess að lff færi að færast í
tuskurnar.
Þetta eru félagar f Hjálparsveit skáta úti fyrir sjúkratjaldinu. Þar er fullkomin aðstaða til þess að
veita nauðsynlega læknishjálp, enda verða tveir læknar þar meðan mótið stendur, ásamt hjúkrunar-
konum og félögum úr hjálparsveitinni. 1 tjaldinu er legupláss fyrir 16 manns, og sögðu skátarnir
ekkert veita af þvf, þar sem alltaf væri töluvert um það, að fólki yrði kalt og þyrfti að hlúa að því á
ýmsan hátt.
— Hver er tilgangur-
inn með því að halda
svona mót?
— Við erum að skapa
okkur ný verkefni og
færa út kvíarnar, auk
þess sem við gerum þetta
líka í fjáröflunarskyni,
sagði Þorsteinn að lok-
um.
Þegar Mbl. spurðist
fyrir um fjöldann um há-
degi á laugardag voru um
4 þúsund unglingar sam-
ankomnir á Úlfljótsvatni.
Þessir eru frá Selfossi og þeim varð ekki skotaskuld úr því að drffa
tjaldið upp á tveimur mfnútum. Þeir sögðust oft hafa verið f tjaldi
áður og voru hinir hressustu.
Lu.
Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær, — og þeir sem eru fyrstir á staðinn fá beztu tjaldstæðin.
Með UTSYN til annara landa
15. — 20. september
SCANDINAVIAN
FASHION WEEK
FUENGIROLA
Næsta brottför 16 ágúst
TORREMOLINOS
Næsta brottför 8. ágúst
Einn glaðværasti baðstaður Evrópu
Næsta brottför 13. ágúst.
Fáein sæti laus.
Kaupmannahöfn
AUSTURSTRÆTI 17
SIMI 26611
Ferða skrif stof a n