Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 2

Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 Þýzku grafíksýn- ingunni frestað Sýningu þeirri, sem opna átti nk. laugardag í Bogasalnum á þýzkri nútímagrafík, hefur nú verið frestað til laugardagsins 27. nóvember nk. og verður hún þá haidin að Kjarvalsstöðum. Þegar var búið að senda út boðskort til ýmissa aðila, en at- hygli þeirra er nú vakin á þeirri breytingu sem orðið hef- ur og munu boðskortin gilda þegar sýningin verður opnuð síðar í mánuðinum. Sýningin nefnist Þýzk grafík á vorum dögum, er farandsýn- ing og kemur hingað á vegum félagsins Germaníu. Bragi Ás- geirsson myndlistarmaður ann- ast uppsetningu sýningarinnar. Bragi sagði í samtali við Morgunblaðið, að aðstandendur hennar hér á landi hefðu átt von á þvf að sýningin yrði mun minni en raun varð á. Sýning- una átti að halda í Bogasalnum, þar sem Norræna húsið fékkst ekki á þessum tfma, en þegar farið var að taka myndirnar úr kössunum kom í Ijós, að í þeim Framhald á bls. 24 MYNDARÖÐ eftir Horst Antes, einn myndlistarmann- inn á þýzku graffksýningunni, sem sankað hefur að sér viður- kenningum og verðlaunum víða f Evrópu á sfðustu árum. Efsta myndin nefnist Vera með dúfu, hin næsta Vera með rauða P-húfu og flagg og sú neðsta Vera með svarta slá á ryðleir. Lögreglumenn úr umferðardeild voru að störfum fram eftir kvöldi í gær og höfðu sérstaklega auga með því hvort þeir rækjust á bíla sem ekki hafa verið skoðaðir. Lögreglumönnunum varð vel ágengt og voru margir bílar færðir inn til bifreiðaeftirlitsins þar sem eftirlits- menn kynntu sér ástand bílanna, og voru númerin óspart klippt af bílum. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Fær Akranes hitaveitu úr Deildartunguhver? Kannað hvort það geti reynzt arð- bært með niðurfellingu aðflutnings- gjalda á nauðsynlegum búnaði BÆJARRAÐ Akraness hefur nú til athugunar hvort arðbært geti orðið með tilliti til hugsanlegrar hitaveitu fyrir bæinn að virkja Deildartunguhver f Borgarfirði. Reykjaneskenn- arar fella niður kennslu BARNAKENNARAR á 9. kjör- svæði SIB (Hafnarfjörður, Garða- bær, Álftanes og Suðurnesin) hafa ákveðið að fella niður kennslu 8. nóvember nk. en verja deginum til fundahalda um þau vandamál er steðja að kennara- stéttinni og skólahaldi almennt. Veigamikið umræðuatriði þessara funda verður sú staðreynd, að sífellt færra réttindafólk ræðst nú til starfa við skólana vegna lélegra launa og eru dæmin þess að heilu skólarnir séu aðeins „mannaðir" réttindalausum kennurum. Kennarar á 9. kjörsvæði SlB fagna samstöðu f þessum aðgerð- um og hvetja kennara um land allt til að fylkja sér um 8. nóvem- ber, segir í fréttatilkynningu frá kennurunum. Iðnrekendur ánægðir með niðurfellingu sölugjalds Vonast til að agnúar verði sniðnir af með nýrri tollskrá „FORRÁÐAMENN íslenzks iðnaðar eru ákaflega ánægðir með þá ákvörðun að fellt skuli niður nú frá og með 1. janúar sölugjald af vélum og tækjum til samkeppnisiðnaðar,** sagði Davfð Scheving Thorsteinsson formaður Félags fslenzkra iðn- rekenda. Hann sagði jafnframt að þeir vonuðu að framkvæmd- in yrði sú, að öfl gjöld yrðu felld af vélum, tækjum og vara- hlutum til iðnaðarins nú um næstkomandi áramót. Davíð Scheving sagði að þessi ákvörðun, sem nú hefði verið gerð f fjárlagafrumvarpinu, leysti engan veginn það mál. Þessu var lofað 1970 í sambandi við inngöngu íslands í EFTA en nú kvað hann vera 6 ár síðan Óskaplega mörg tollnúmer, vélar til iðnaðarins, tæki og lítil hjálpartæki eru enn tolluð upp úr öllu valdi. Sem dæmi nefndi Davíð t.d. Álafoss hefði flutt inn vélar nú nýlega sem kost- uðu 1,4 milljónir króna cif. en síðan greiddi félagið f tolla, vörugjald og söluskatt 1,2 milljónir króna. Er það 82,3% tollur en þetta breytist ekki við niðurfellingu þessa gjalds. Afram verður 82,3% tollur. Þess vegna fagna iðnrekendur þvf að tollskrá skuli endurskoð- uð og vonast tal þess að fá að vera með í ráðum, er hún verði samin, svo að snfða megi af henni ýmsa agnúa sem þar eru aðeins til vansa. Þá minntist Davíð Scheving Thorsteinsson á að fiskiðnaður væri enn með 22% sölujald þar sem ríkisstjórnin liti ekki á hann sem samkeppnisiðnað eins og það er orðað f fjárlaga- frumvarpinu. Forsenda slfks er þó að felld verði niður aðflutningsgjöld og sölu- skattur af leiðslum og búnaði sem þarf til að flytja vatnið þessa löngu vegalengd, en uppástunga um að slfk leið til lausnar hita- veituvandamálum Ákurnesinga verði athuguð hefur komið fram hjá iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen. Á fundi sem sjálfstæðisfélögin á Akranesi efndu til f fyrrakvöld kom það fram, að boranir við Leirá hafa leitt f ljós að heita vatnið sem þar fæst hentar ekki til húsahitunar og er einasta leiðin að virkja Deildartungu- hver. Fyrirsjáanlegt er þó að gffurlegur kostnaður er samfara þvf að flytja vatnið þessa löngu leið og hitaveitan þvf ekki arðbær af þeim sökum. Á fundinum skýrði iðnaðarráðherra, frá þvf að athuga mætti hvort ekki væri unnt að fá felld niður aðflutnings- gjöld og söluskatt af þeim búnaði sem til þessara framkvæmda þyrfti og hvort dæmið kynni þá ekki að breytast. Munu bæjaryfir- Framhald á bls. 24 Kennara- nemar hefja mótmæla- aðgerðir NEMENDUR við Kennaraháskól- ann munu f dag efna til eins konar setuverkfalls innan skólans og meðtaka ekki kennslu f mót- mælaskyni við hinar nýju útlána- reglur lánasjóðs fsl. námsmanna. Mótmælaaðgerðir þessar ná til allra nemenda skólans en nemendurnir sem eru um 350 talsins munu allir mæta f skólann en sinna hagsmunabaráttu sinni f stað námsins. Hyggjast nemur nota fyrri hluta dagsins til að þinga um ýmis málefni, er hagsmuni þeirra varðar, og undirbúa jafnframt þátttöku f mótmælafundi, sem öll nemendasamtök skóla, sem eiga aðild að lánasjóðnum, ætla að efna til á þriðjudag f næstu viku. Síðdegis munu nemendur koma á framfæri við almenning dreifirit- um, þar sem gerð er grein fyrir f hverju óánægja nemenda með út- hlutunarreglur lánasjóðsins er fólgin. Ósaimindi Þjóðvilj- ans 1956 um Pétur Benediktsson MARTA THORS hafði sam- band við Morgunblaðið í gær og bneti á þá staðreynd, að þegar þessar svokölluðu árásir voru gerðar á sovézka sendiráðað hér vegna innrásar Rússa í Ung- verjaland, þá stóð hún við hlið manns sfns, Péturs Benedikts- sonar þáverandi bankastjóra, og Hauks Snorrasonar sem var ritstjóri Tímans, og horfðu þau á mannfjöldann safnast saman i Tungötu og á Hólavallagötu Mbl. vill benda á, að Þjóð- viljinn og kommúnistar réðust helzt að Pétri Benediktssyni, af því að hann var maður óhrædd- ur að segja skoðanir sínar, enda kom það fram þegar hann þetta sama kvöld, 7. nóv. 1956, flutti ræðu á fundi og fordæmdi innrás Rússa í Ungverjaland. Kommúnistar óttuðust penna hans og kusu að reyna að koma þvf inn hjá fólki, að hann hafi staðið með grjót f hendi, en ekki penna. Að sjálfsögðu voru þetta venjuleg ósannindi Þjóðviljans og hans veika vörn. Ekki þarf að taka fram, að ýmsir aðrir, sem Þjóðviljinn nefndi f nóv. 1956 og reyndi að bendla við skrílslæti, voru að sjálfsögðu alsaklausir af slfkri framkomu. Flóamarkaður myndlistarnema NEMENDUR í Myndlistar- og handfðaskólanum efna til flóa- markaðar við Bernhöftstorfu f dag og á morgun, þar sem á boð- stólum verður ýmiss konar góss, sem nemendur hafa viðað að sér eða gert sjálfir. Flóamarkaður þessi er orðinn árviss í félags- starfi nemenda, og hann hefst kl. 1 í dag og verður einnig á morgun frá kl. lOtiI 6. Bókmennta- kynning í Keflavík BÓKMENNTAKYNNING verður á vegum Bæjarbókasafns Kefla- vfkur nk. laugardag og hefst kl. 2 f Félagsbfói. Þar munu átta rithöfundar lesa úr verkum sínum þeir Ármann Kr. Einarsson sem les úr ópreútaðri barnabók, Gunnar Dal, sem les úr Kamölu, sögu frá Ind- landi; Hilmar Jónsson les úr skáldsögunni Hundabyltingunni, Jóhann Gfslason les úr ljóðabók- inni við Nónvörðuna, Helgi Skúla- son leikari mun lesa úr nýrri bók eftir Jóhannes Helga, Jón Böðvarsson les úr óprentuðum ljóðum, svo og Kristinn Reyr en Sigurgeir Þorvaldsson les úr ljóðabókinni Hraungrýti. Þá mun Karlakór Keflavíkur syngja og aðgangur er öllum heimill og ókeypis. tjúkum verkinu l'il hjalpar vangefnum börnuni (á •yý Hjálparstofmin kirkjuimar Gíró 20.000 Leiðrétting PRENTVILLA var f millifyrir- sögn greinargerðar Garðabæjar, sem birtist hér í blaðinu í gær, sem kann að gefa villandi hug- mynd. Rétt átti millifyrirsögnin að vera svohljóðandi: Erfiðleikar við endurbyggingu Hafnar- fjarðarvegar. Þetta er veggspjald það sem hefur verið komið upp vfða og minnir á söfnunina. Sams konar mynd er á umslögum þeim sem send hafa verið út sums staðar á landinu. Nálægt einni milljón króna hafa safnast Hjálparstofnun kirkjunnar framlengir söfnunina um viku N(J hefur verið ákveðið að söfn- unarherferð Hjáfparstofnunar kirkjunnar verð framlengd um eina viku. Sagði Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri að það væri gert vegna f jölda beiðna og vegna þess hve undirtektir hefðu orðið góðar. Guðmundur sagði að f gær hefði Hjálparstofn- uninni verið kurtnugt um gjafir go loforð fyrir gjöfum að upphæð lálægt einni milljón króna. Sem dæmi nefndi hann að hjón héldu upp á gullbrúðkaup sitt með þvf að gefa 50 þúsund krónur. Ekki væri enn farið að berast neitt að Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.