Morgunblaðið - 05.11.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 05.11.1976, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 Mannlegur ósigur —listræn reisn Helga Bachmann Þjóðleikhúsið, Litla sviðið: NÖTT ASTMEYJANNA eftir Per Olov Engquist. Þýðandi: Stefán Baldursson. Leikmynd og búningar: Birgir Engilberts. Leikstjóri: HelgaSkúlason. I athugasemdum sem Per Olov Enquist hefur gert við leikrit sitt Nótt ástmeyjanna minnist hann á þá tegund gagn- rýni gegn August Strindberg (1849—1912) sem felst í því að hneykslast á persónulegum sér- kennum hans og smámunasemi. „1 rauninni er það makalaust að löngu liðinn höfundur geti haldið áfram að lifa í hugum manna á þennan nálæga hátt,“ segir Engquist. Þegar leikrit Enquists um Strindberg var frumsýnt í Stokkhólmi hófust fljótlega deilur um túlkun hans á per- sónu Strindbergs og ekki vantaði þá sem þóttust vita bet- ur um einkalíf skáldsins en fram kemur í leikritinu. Á sænsku nefnist verkið Tribadernas natt og merkir eiginlega Nótt kynvilltu kvenn- anna, en eðlilegt er að Stefán Baldursson kalli leikritið Nótt ástmeyjanna. Það lætur betur í munni. Nótt ástmeyjanna gerist 1889 á æfingu hjá Dagmarleikhús- inu í Kaupmannahöfn á Þeirri sterkari eftir Strindberg. Þeir sem koma við sögu eru auk Strindbergs sjálfs kona hans Siri Von Essen, vinkona hennar og síðar sambýliskona Marie Caroline David og leikarinn Viggo Schiwe. Skilnaður þeirra Strindbergs og Siri von Essen er yfirvofandi og þau átök sem eiga sér stað milli þeirra meðan á æfingu stendur eru þunga- miðja Ieiksins. Æfingin fer út um þúfur. Hatur Strindbergs á Marie David og afbrýðisemi hans í garð Viggos Schiwe sýna mann sem er að þvf kominn að verða brjálaður, er orðinn ör- væntingu að bráð. Strindberg telur að um ástasamband sé að ræða milli konu hans og Marie David. Hún hafi rænt hann konu sinni meðan hún dvaldist hjá þeim í Grez og rifjar sffellt upp nótt eina þegar hann þyk- ist hafa komist að hinu sanna. Þriðja konan, Sophi von Holten, tók einnig þátt í svall- veislunni fyrrnefnda nótt. I þeirri sterkari er fjallað um tvær konur sem báðar elska mann sem lifir sínu lífi utan sviðsins. Strindberg er f raun og veru að lýsa þeim Siri von Essen og Marie David og sjálf- ur er hann fjarstaddi maður- inn, en eins og skiljanlegt er hafa þær ýmislegt við verkið að athuga. Við kynnumst öðrum hliðum þeirrar baráttu sem átt hefur sér stað i huga skáldsins, en einna glöggust í verkinu er hin magnaða spenna milli Strindbergs og Marie David, sambland fyrirlitningar og aðdáunar, haturs og ástar. Marie David verður eins konar tákn hinnar nýju frjálshuga konu sem Strindberg óttast, en veit að hlýtur að rfsa upp. Sam- kvæmt þvf má velta fyrir sér orðum höfundarins, Enquists, að kannski hafa Siri von Essen verið að leita að einhverju öðru: „frjálsri mannveru, frjálsri konu“ hjá Marie David og hún hafi fundið það. Eða svo að enn sé vitnað til Engquists: „Vinátta, systraþel, nýtt upp- haf, eitthvað annað.“ Gegn öllu þessu berst Strind- berg vonlausri baráttu, haldinn sálarflækjum sínum og ímynd- unum sem birtast með ýmsu móti. En í huga hans er sterk- ust vissan um að allt sé glatað. Að mfnu viti var frumsýning Þjóðleikhússins á Nótt ástmeyj- anna eftirminnilegur sigur sem ekki síst ber að þakka traustri leikstjórn Helga Skúlasonar. Hér var sannarlega á ferðinni list sem á erindi til fólks og vonandi kunna leikhúsgestir að meta það. Þegar túlkun Erlings Gísla- sonar á Strindberg er metin er ekki unnt að gleyma þeim hug- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON myndum sem maður hefur gert sér um skáldið. En ekki væri sanngjarnt að láta þær ráða dómi sfnum. Smávægilegar að- finnslur sem vissulega eiga rétt á sér skulu ekki tfndar til, held- ur er ástæða til að gleðjast yfir því hvernig leikur Erlings í heild sinni færir okkur mynd hins hrjáða skálds. Helga Bachmann leikur Siri von Essen af innri styrk sem verður æ ljósari eftir því sem á verkið líður. Eins og Erlingur nær hún lengst í túlkun van- máttar, ástar sem er fyrir hendi, en fær ekki notið sín vegna alls sem á undan er gengið. Leikaranum Viggo Schiwe er vel borgið í höndum Bessa Bjarnasonar, en þeir Bessi og Sigmundur örn Arngrímsson munu skiptast á um þetta hlut- verk. Schiwe er ekki gerður að neinu gáfnaljósi f verkinu og Bessi dregur ekki úr þeirri ætl- un höfundarins. En hér var vissulega leikið af öryggi og kunnáttu. Edda Þórarinsdóttir er vax- andi leikkona. I hlutverki Marie Caroline David held ég að hún hafi náð einna bestum árangri á leikbraut sinni. Þetta er hlutverk sem vex úr þögn til að verða hljómmikið afl. Ólafur Örn Thoroddsen fer með lítið hlutverk (ljósmynd- ara) af smekkvísi. 1 Nótt ástmeyjanna öðlast mannlegur ósigur listræna reisn. OKKAR FRAMTÍÐ I REYKJAVÍK HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1S76 Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hólahverfi, Skóga- og Seljahverfi Laugardagur 6. nóvember kl. 14.00 SELJABRAUT 54 (2. hæð) UMHVERFIÐ ÞITT Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og upp- dráttum af ýmsum borgar- hverfum og nýjum byggöa- svæöum 2. Litskuggamyndir af helztu framkvæmdum borgarinn- ar nú og að undanförnu. 3. Skoðanakönnun um borg- armálefni á hverjum hverfafundi og veröa nió- urstöður birtar borgarbú- um eftir aö hverfafundum lýkur. V__________________) Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.