Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1976 Garnaveikin á Vestfjörðum: Bólusetning á f é undirbúin UM HELGINA héldu þeir Sig- urður Sigurðsson dýralæknir og sérfræðingur Sauðfjársjúkdóma- nefndar, og Bárður Guðmunds- son, héraðsdýralæknir á lsafirði, fund með bændum og forsvars- mönnum sveitarfélaganna við fsafjarðardjúp til að kynna að- gerðir gegn garnaveiki þeirri, sem upp hefur komið I Reykja- fjarðarhreppi. Er ætlunin að framhald verði á þessu funda- haldi þeirra í vikunni. Nú hefur verið ákveðið að taka blóðsýni úr öllu fé í Reykjafjarðarhreppi áð- ur en það verður bólusett en búið er að blóðprófa fé á bænum Þúf- um, þar sem veikin kom upp og á næstu bæjum. Sigurður Karlsson, héraðsráðu- nautur á Isafirði, minnti á að eins og áður hefði komið fram hafði verið ákveðið að bólusetja allt veturgamalt fé og ásetnings- Húsavík: Hvít jörð í fyrsta skipti síðan í marz Húsavík, 8. nóv. t DAG er hér sporrækur snjór á jörðu, og er það I fyrsta skipti sfðan I marz s.I. vor að slfkt gerist. Er það einsdæmí hér um slóðir, að sporrækur snjór hafi ekki verið á jörðu vel á áttunda mánuð. Um helgina háðu Húsavfk og Akureyri bæjakeppni f bridge hér á Húsavfk og báru Akur- eyringar hærri hlut, hlutu 111 stig gegn 69. Spilað var á 9 borðum. — Fréttaritari. gimbrar gegn garnaveikinni f haust. Þá hefði verið ákveðið að skera niður það fé sem í fyndist garnaveiki við blóðpróf en sá niðurskurður er ekki hafinn, en fyrir liggur að nokkrar kindur á Þúfum og öðrum bæ í nágrenninu eru sýktar. Áfundi þeim, sem getið var hér að framan var samþykkt ályktun vegna þessa máls og sagði Sigurð- ur að í henni hafði verið ítrekað að haft yrði strangt eftirlit með öllum heyflutningum inn á varna- svæðið, sem afmarkast af varnar- girðingu úr Kollafirði i ísaf jörð. Sigurður sagði að þó bannað væri að flytja hey milli svæða þá væru alltaf einhver brögð á því. I ályktun fundarins var því einnig beint til stjórnvalda að ekki yrði látið standa á fjármagni til Sauð- fjárveikivarna til að vinna bug á garnaveikinni og sagði Sigurður að fjárveitangar til Sauðfjárveiki- varna hefðu verið skornar niður í framhaldi af þvl að hætt væri að halda við varnargirðingum. En ef við ætlum að ráða við veikina þarf að halda við þessum varnargirð- ingum og til þess þarf fjármagn. Það þarf líka að bæta það fé, sem skorið verður niður og kostnaður við sprautun á fénu er töluverður, sagði Sigurður að lokum. Litsjónvarpamál- ið til saksóknara RANNSÓKN litsjónvarpamálsins svonefnda er nú lokið og er verið að ganga frá skjölum málsins. Að sögn Þóris Oddssonar, aðalfull- trúa við sakadóm Reykjavfkur, verður málið sent rfkissaksókn- ara til ákvörðunar f þessari viku. Einföldun á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar: Vélataxti smáiðnaðar- fyrirtækja lækkar um 30% BORGARRÁÐ féllst á fundi á föstudaginn á tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir Rafmagnsveitu Reykjavfkur. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen rafmagnsstjóra borg- arinnar, felur hún I sér einföldun á fyrri gjaldskrá en ekki hækkun á rafmagnsverði. Fækkar gjaldskrárliðum úr 26 f 10 og samhliða þvf verða gerðar smávægilegar tilfærslur og er sú merkust, að vélataxti til fyrir- tækja, sem stunda smáiðnað lækkar um 30%. Sagði rafmagns- stjóri að þetta væri gert í og með vegna óska iðnaðarans sjálfs, svo að hann gæti betur mætt erlendri samkeppni. Aðalsteinn Guðjohnsen sagði að undirbúningur nýrrar gjaldskrár hefði staðið yfir nú nokkur und- anfarin ár. Árið 1973 hefði borg- arráð samþykkt þetta og árið 1974 hefði viðkomandi ráðuneyti veitt samþykki sitt. Hins vegar væri það ekki fyrr en nú að nýja gjald- skráin tæki gildi, þar sem undir- búningur hefði tekið lengri tíma en fyrst var talið. Að sögn Aðal- steins er markmiðið með breyt- ingunni að gera gjaldskrána ein- faldari og auðskildari bæði fyrir starfsmenn og netendur, en gamla gjaldskráin var úrelt og flókin. Rafmagnsveitan hefur óskað eftir því að nýja gjaldskrá- in gangi í gildi um áramaótin næstu. Til að vega upp á móti lækkun á smáiðnaðartaxta og einnig svo- kölluðum Iýsingartaxta, er m.a. gert ráð fyrir nokkurri hækkun á taxta til sjúkrahúsa og suðunotk- unar veitingahúsa. Frábært björgunarafrek: Auk kapteins Black ræddi Mbl. við liðþjálfana W.R. Grav- es og A.K. Moser. Moser var sá sem seig niður á slysstaðinn og bjó um hina slösuðu, en Graves stjórnaði hifingu þeirra upp í þyrluna. „Við urðum að fram- kvæma þrjú „höl“. Tvo fyrstu hífðum við upp í sérstökum körfum þar sem þeir voru mik- ið og hættulega slasaðir. Sá þriðji kom síðan upp í stól með Moser þar sem hann var aðeins handleggsbrotinn," sagði Greaves. „Ég átti erfitt um vik á slys- stað. Ekkert var hægt að færa þá slösuðu neitt til og þurfti að búa varlega um tvo fyrstu i körfunum, en þeir voru mikið slasaðir," sagði Moser. „Naut ég þar aðstoðar þeirra sem fyrir voru á slysstað, og kom sú góða hjálp sér vel, því ekki dugði minna en 4 menn til að lyfta Ahöfn varnarliðsþyrlunnar sem bjargaði hinum slösuðu á Gfgjökli. Frá vinstri Kapteinn S.B. Black, flugmaður, A.K. Moser, og W.R. Graves. Allir eru þeir þremenningarnir rétt liðlega tvftugir. (Ljósm. ágás) Skrúf ublödin aðeins 3 metra frá ísveggjunum UM HELGINA bjargaði björgunarsveit Varnarliðsins 3 Vestmanna- i eyingum sem slasast höfðu eftir fall fram af fsvegg í Gfgjökli, en þar höfðu þeir verið við æfingar ásamt fleirum. Björgun mannanna fór fram við erfiðar aðstæður, þar sem þeir Höfðu fallið niður á stað sem ólendandi var á vegna þrengsla. Mbl. rabbaði f gær stuttlega við áhöfn þyrlunnar sem bjargaði þremenningunum af slysstað. Voru það þeir S.B. Black, W.R. Graves og A.K. Moser, en á þeim mæddi mest á sjálfum slysstaðnum. „Aðstæðurnar voru sérlega erfiðar, án efa þær verstu sem ég hef nokkru sinni lent i,“ sagði kapteinn S.B. Black, en hann var flugmaður þyrlunnar. „Einbeitingin varð að vera al- veg 100% allan tímann, og sam- vinna min og W.R. Graves lið- þjálfa, en hann sá um stjórn körfuspilsins, var afar mikil- væg. Maður varð að nálgast staðinn beint að ofan, því ekki var hægt að koma að honum frá hlið. Þá var gjáin sem hinir slösuðu voru í svo þröng að ekki var hægt að komast nema niður í 6—9 m hæð yfir mönn- unum. Þetta þýddi að blöð skrúfunnar voru allan tímann i aðeins um 3 metra fjarlægð frá ísveggjunum. Þarna var svo enginn vindur, en til að flögra yfir stað þarf maður helzt að hafa nokkurn vind. Aðflugið sjálft var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma þurft að framkvæma. Yfirleitt getur maður komið inn yfir stað frá hlið, og komi maður ekki nákvæmlega að þá er bara að taka smá hring, og reyna aftur en slíku var ekki að fagna í þessu tilviki. Einhver ónákvæmni í aðfluginu hefði getað haft mjög alvarlegar af- leiðingar. Lítið hefði þurft út af að bera til að lenda utan í ís- vegginn. — Til að möguleiki væri á að síga niður undir slysstað urðum við að létta þyrluna. Losuðum við okkur bæði við eldsneyti og dót skammt frá slysstað. — Jú, þetta reyndi svo sannarlega á mann, þótt maður hafi lent í ýmsu, sagði Black ennfremur. Það er ekki laust við að ég hafi verið óttasleginn meðan á þessu stóð. Sjálf við- dvölin á slysstað tók 15 minút- ur, en mér fannst sem liðið hefðu 30—40 mínútur að minnsta kosti. Burtförin var svo ekki síður erfið. Með nef þyrlunnar beint i þverhníptan isvegginn og algert logn, tók það nokkura stund að mjaka vélinni hægt og rólega upp á við og burt.“ Þyrlunni til aðstoðar var vél af Herkúles-gerð, en hún er notuð til leitar fjarskipta, og ennfremur fær þyrlan frá henni eldsneyti ef þörf er á, en svo var einmitt nú að taka þurfti eldsneyti á flugi á heim- leiðinni. Á aðstoðarvélinni var 8 manna áhöfn, en þar voru í fyrirrúmi Kapteinarnir Shindl- er og Bachman. rétt í körfuna þeim sem mest var slasaður." Auk Black, Graves og Moser voru í áhöfn þyrlunnar þeir Major Johnson, E. King, M. Zitzow og C. Tate. Johnson var aðstoðarflugmaður, Tate lækn- ir, og þeir King og Zitzow að- stoðarbjörgunarmenn. Voru þeir ekki viðlátnir er Mbl. heimsótti bækistöð björgunar- sveitarinnar. „Aðstaða okkar var eins og ég áðan sagði gífurlega erfið, og ef ekki hefði komið til fullkomin samvinna áhafnarinnar og al- ger einbeiting mín við að halda þyrlunni í „rétturn” skorðum, þá er einfalt að geta sér til um afleiðingarnar. Hefði skrúfa þyrlunnar rekist í isvegginn sem var í aðeins 3 metra fjar- lægð, t.d. vegna einhvers hnykks, þá er ekki að spyrja, að endalokunum þvi allir sem á slysstað voru hefðu farist hefði þyrlan hrapað og þvi held ég að telja megi þessa björgun giftu- lega,“ sagði Black flugmaður að lokum. Þyrla varnarliðsins við björgunarstörf. Raninn fram úr trjónunni er tæki til móttöku eldsneytis á flugi. MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI Aðalstræti 9, stmar 1 2940 og 11255 ÓDÝRAR LUNDÚNAFERÐIR Brottfor hvern laugardag VerÖ frá kr 44 200 Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.