Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 Hagsmunaþræðir stjórnmála og auðvalds Embættisvaldid gegn borgurunum 99 99 Góðir áheyrendur. Ég hef verið beðirm að rabba hér stutta stund um efnið „Embættis- valdið gegn borgurunum” en þó einkum að svara spurningum viðstaddra og taka þátt í umræðum, sem ég vona að geti orðið líflegar. Sjálfsagt er tilefni þess, að ég er beðinn að fjalla um þetta efni, ferðasaga mín norður í Skagafjörð sem flestir kannast víst við og átök þau, sem urðu í sambandi við veitingu sláturleyfa til lítils sláturhúss á Sauðárkróki. En óneitanlega hafa þeir atburðir orðið til þess að ég hef tekið að hugsa um embættisvaldið, póli- tíska valdið, ríkisvaldið, kerfið, eða hvað menn vilja kalla það, meira en áður og vona að svo fari um fleiri. Á því leikur naumast vafi, að útþensla ríkisbáknsins meðal vestrænna lýðræðisþjóða er orðið alvarlegt vandamál, enda má segja að kerfið stjórni sér orðið sjálft — það stjórni mannfólkinu en enginn mannlegur máttur ráði við það, eða eins og einhver sagði: „Kerfið er ófreskja — og ef ein- hverjir reyna að taka henni taki þá bara hristir hún sig og menn hrökkva af' henni." Vist er það að minnsta kosti að oft standa menn magnþrota frammi fyrir ríkisvaldinu, og þó mun það verra vera meðal fjöl- mennari þjóða, því að hér er þó enn oft hægt að leita á náðir kunnugra manna í kerfinu og brjótast í gegnum frumskóginn með leiðsögn velviljaðra samherja eða kunningja. Þrátt fyrir allt njóta menn hér líka á mörgum sviðum þess frjálsræðis, sem óháður atvinnurekstur einn getur tryggt en þó get ég ekki stillt mig um að segja það í þessum félagsskap, að oft hefur það valdið mér þungum áhyggjum, að íslenzkir athafna- menn, ekki sízt á svíði viðskipta, sýndu ekki nægilega djörfung og dug, en látum það liggja á milli hluta. Á hinn bóginn þurfum við Is- lendingar að búa við annað vald, sem ég hygg að óþekkt sé i nokkuð viðlíka mæli með nágrannaþjóðum. Á ég þar við hringinn SlS — auðhringinn er víst óhætt að segja — og gífurlegt fjármálavald samvinnu- hreyfingarinnar, sem stappar nærri einokun íýmsum héruðum og á ýmsum sviðum. Þetta vald er ekki einungis fjármálavald í venjulegum skilningi, heldur er það líka pólitískt vald. Hagsmuna- þræðir leiðtoga annars stærsta stjórnmálaflokksins og forustu- manna Sambands íslenskra sam- vinnufélaga eru samofnir, og því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að aðferðirnar sem stundum eru notaðar nálgast „Mafíuaðferðir", svo að notuð séu sviðinu, á það við um flest kaup- félögin, en siður S.Í.S. En einhvern veginn læðist sú hugsun að manni, að hugsjónin sjálf — samvinnu hugsjónin — sé orsök þess að beitt er af hálfu S.ÍS. vinnubrögðum, sem einstaklingar eða einkafyrirtæki mundu ekki láta sér sæma og heldur ekki komast upp með að beita. Það er nú einu sinni svo að í nafni hóps- ins ekki sízt hóps, sem telur sig vinna að göfugum hugsjónum, er tíðum gripið til vinnubragða sem einstaklingar mundu ekki telja sér heimilt að beita. Það hefur til dæmis orðið fótakefli kommún- ismans, en út í þá sálma er víst ekki meiningin að fara hér i kvöld, og því vík ég að öðru. Við getum spurt okkur: Hvers Eyjólfur K. Jónsson Erindi Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþm. á fundi JC orð formanns Framsóknar- flokksins, í öðru tilefni að vísu. Sérstaklega birtast þessar bar- dagaaðferðir i sambandi við vald það, er lýtur að viðskiptum með landbúnaðarvöru og vinnslu þeirra. Engu er likara en að þar sé talið að um helg vé sé að ræða, sem engir utanaðkomandi megi saurga með návist sinni, og víst er um það, að gifurlegir peningahagsmunir ráða miklu um þau brögð — mér liggur við að segja fantabrögð — sem stundum er beitt á þessu sviði, en bændur og neytendur borga brúsann. Því er ég að víkja að þessu hér, að þá fyrst er embættisvaldið orðið iskyggilegt þegar því er þröngvað til þjónustu við gifur- legt auðvald, stutt sterkum póli- tiskum öflum. Þá er hlutur borgaranna svo sannarlega litill orðinn. Nú má auðvitað enginn skilja orð mín svo að ég telji samvinnu- hreyfinguna einungis hafa orðið til óþurftar, þvert að móti hefur hún verið einhver merkasta félagsmálahreyfing landsins, og margt stórvel gert á atvinnu- vegna er ríkisbáknið orðið sú ófreskja sem áðan var að vikið? Sjálfsagt liggur beinast við að svara því eitthvað á þann veg, að nútíma framleiðsluhættir skili svo miklum afköstum, að stöðugt þurfi færri hendur til að afla auð- æfanna og stöðugt séu meiri f jár- munir til ráðstöfunar. Einstakl- ingarnir keppast auðvitað við að tryggja sér hlutdeild I vaxandi þjóðarauðij en stjórnmála- mennirnir og embættismennirnir eru ekki síður djarftækir. TJr öllum áttum er kallað á opinberar framkvæmdir og ýmiskonar þjónustu. Pólitíkusinn hrósar sér af því að hafa komið fram þessu málinu eða hinu, og á sér ekki miklar framtfðarvonir á opinber- um vettvangi, ef hann gatur ekki sýnt fram á að hafa eitthvað af- rekað. Misjafnlega vitlaus lög og reglugerðir hrannast upp. Áætlanir þarf að gera um alla skapaða hluti, líka misjafnlega vitlausar og það þarf fólk til að sinna þessu öllu saman, það þarf forstjórana og skrifstofustjórana, þeir þurfa að fá sína aðstoðar- menn og þeir sfnar aðstoðar- stúlkur og nú lá vfst við að ég bryti ein af þessum nýtískulegu lögum, lögin um jafnrétti kynjanna, því að senn verður víst óheimilt að greina frá því, hvort persóna sé karlkyns eða kven- kyns. Þetta er það sem hefur gerzt og er að gerast, en þá spyrja menn: Er ekkert hægt við þessu að gera? Eru engin úrræði, eigum við að horfa á það að frumskógurinn þéttist jafnt og þétt, þar til engar gangbrautir verða f gegnum hann, hvað þá að unnt sé að bruna áfram fyrir þá, sem frjálsir vilja vera. Ekki ætla ég mér þá dul að svara þessari spurningu til nokkurrar hlítar, en öll getum við bent á nokkur atriði. Við skulum þó fyrst gera okkur grein fyrir því að auðvitað eru flestir embættismenn ágætis fólk, sem vilja sinna vel sínum störfum. Ég held þess vegna ekki, að miklu meiri andstaða yrði úr þeirra röðum en annars staðar frá, ef menn reyndu að stinga við fótum. Raunar þekkjum við öll margt fólk, sem valið hefur sér starfs- vettvang hjá ríki eða einhverri opinberri stofnun en sér ekkert sfður en þeir, sem annars staðar starfa f hvert óefni stefnir, og sumt þetta fólk er jafnvel hálf ráðvillt yfir þvf, að vera fast I netinu og geta ekkert að gert. Það vill gjarnan að greiðar gæti gengið að ráða fram úr margvfs- legum málefnum borgaranna, en það ræður bara ekki við kerfið fremur en aðrir. Ég held að hið fyrsta sem gera þyrfti, væri að leggja til at- lögu við sjálft lagasafnið með rauðum blýanti og strika út heilu bálkana, síðan að koma á frjálsri verðmyndun, frjálsri inn- flutningsverzlun og gjaldeyris- viðskiptum, hið þriðja að stofna og starfrækja af þrótti opin hluta- félög, almenningshlutafélög, hið fjórða að einfalda skattareglur og reyna að lækka skatta eitthvað og hið fimmta og sfðasta sem ég drep á að stefna markvisst að nokkurri fækkun starfsmanna hjá ríki og opinberum aðilum, m.a. með því að leggja niður stofnanir, eins og t.d. Framkvæmdastofnun ríkisins og fækka þeim aðilum, sem fjalla um hin margvíslegu málefni, þannig að oftast yrði aðeins undir einn að sækja en ekki marga, en ábyrgð opinberra starfsmanna yrði jafnframt aukin, m.a. með því að hætt yrði æviráðningu a.m.k. í veigamestu störf, jafnvel þótt þeim mönnum, sem ábyrgðarmestu störfum sinna, yrði að greiða hærri laun en nú er gert. Svona er þetta einfalt segir nú sjálfsagt einhver, og brosir f kampinn. Hefur ekki allt þetta verið sagt þúsund sinnum, milljón sinnum eða þúsund milljón sinnum og sígur samt ekki stöðugt á ógæfuhliðina. Ég held að bezt sé að vera raun- sær og átta sig á því að þótt ein- hverjir vegvitar á borð við þá, sem ég nú nefndi, verði leiðarljós þeirra, sem ferðinni ráða — eða ferðinni ættu að ráða, þá verði ekki um að ræða neina öra breyt- ingu og því síður byltingu, en ég held þó að óhætt ætti að vera að sýna hæfilega bjartsýni og treysta því að nokkrum árangri mætti ná, enda brýn nauðsyn, því að enginn vafi er á þvf, að sá pólitfski leiði, sem nærri má segja að nú ógni sjálfu lýðræðinu viða um lönd eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess vanmáttar sem borg- ararnir finna gagnvart ríkisvaldi, gagnvart kerfinu, sem við svo oft stöndum agndofa og úrræðalaus frammi fyrir. INGVAR AGNARSSON: Um aftanáakstur og frumorsök slysa i. Umferðarfræðslu hefur allmjög verið uppi haldið í fjölmiðlum, einkum í útvarpi og sjónvarpi. Er það vel, þvf aldrei er of vel brýnt fyrir ökumönnum og öðrum að fara gætilega og eftir settum reglum. Nóg er um slysin, og verst er að flest þeirra má rekja til Brýnt er fyrir ökumönnum, og öðrum í framsætum bifreiða að nota sætabelti sem mjög geta dregið úr slysum við árekstur bif reiða í flestum tilvikum. Ekki eru þó allir samþykkir því að notkun sætabelta verði lögleidd, því til eru dæmi þess, að menn hafa forðað sér frá slysum og bana, einmitt vegna þess að þeir voru ekki spenntir ökubeltum. Þessi tilvik munu þó færri en þar sem notkun belta hefur komið í veg fyrir slys. II. En ein er sú tegund slysavarna, sem mér finnst of lftið barist fyrir, en það er að settir verði höfuðpúðar ofan á framsæti allra bifreiða þeirra, sem ekki hafa slfkan útbúnað, við komu þeirra til landsins. Auðvelt er að koma slikum höfuðpúðum fyrir á sætum allra bifreiða. Við aftanáakstur kemur mikil sveifla aftur á bak, á höfuð öku- manns og farþega og hafa mjög oft hlotist af þessu mikil slys og jafnvel ævilöng örkuml og lömun, vegna þess að hálsliðir hafa brotnað og mænan skaddast. 1 langflestum slíkum tilvikum getur höfuðpúði komið í veg fyrir alvarleg slys af þessari tegund, því í stað þess að höfuðið slöngvist langt aftur á bak, þá lendir það á mjúkum púðanum og háls og mæna verða ekki fyrir sköddun. Ég legg til, að lögleiða ætti sem fullkomnasta höfuðpúða á sæti allra bifreiða. Það mundi koma f veg fyrir mikinn f jölda slysa, sem stafa af aftanáakstri. Og þetta yrði mönnum ekki mjög dýr fram- kvæmd. Slys, hvaða tegundar sem eru, eru einstaklingum og þjóð- inni allri margfalt dýrari. Og það sem þó skiptir allra mestu máli er að einstaklingar losni við miklar og oftast lang- varandi þjáningar, sem öll slys hafa óhjákvæmilega f för með sér. Hver einstakur bifreiðaeigandi ætti raunar sjálfur að sjá hina miklu slysavörn, sem höfuðpúði veitir og lögboð ætti helst ekki að vera nauðsynlegt til þess að menn kæmu þessu í framkvæmd hver hjá sér. En meðan svo er ekki, ættu umsjónarmenn slysavarna að gera þetta að skyldu hverjum bifreiðaeiganda, og sjá um að þeirri skyldu væri hlýtt. III Aftanáakstur er annars mest að kenna því ámælisverða hátta- lagi að ökumenn aka of nálægt hver öðrum, oft á mikilli ferð. Ef ekið er t.d. austan yfir Hellisheiði á sunnudagskvöldi er það algeng sjón að margir bílar, e.t.v. 6 eða 10 í röð aka svo nálægt hver öðrum á 60 til 80 km hraða að tvær til þrjár bíllengdir aðeins eru á milli hverra tveggja bíla. Þannig aka þeir kflómetrum saman hver aftan við annan. Það segir sig sjálft að verði fremsti bíllinn í slíkri bílaröð að hemla snögglega t.d. ef lamb hleypur út á veginn fyrir framan hann, þá geta þeir sem á eftir honum aka ekki stöðvað nægilega fljótt. Arekstur margra bifreiða verður óhjá- kvæmilegur, þegar svona stendur á. Um slfka fjöldaárekstra eru mörg dæmi úr fréttum, og því miður oftar en skyldi. Þarna er engu um að kenna nema hugsunarleysi og sofanda- hætti þeirra, sem þannig haga akstri sínum. Skyldumennforðast slíka ökuhætti, og vera ávallt nætilega langt á eftir næsta bíl til að geta stöðvað í tæka tíð, án þess að valda árekstri, þótt sá næst á undan þurfi að stansa snögglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.