Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 15 Fjallað um umferðarmál, hjálp í viðlögum og bruna- varnir á ráðstefnu blindra BLINDRAFÉLAGIÐ efndi um sfðustu helgi til ráðstefnu að Hamrahlfð 17 undir kjörorðunum „Vitneskja veitir öryggi“. Þrjú mál voru til umræðu á ráðstefn- unni, umferðarmál, hjálp f við- lögum og brunavarnir. Framsögu- menn voru Baldvin Ottósson, Jðn Oddgeir Jónsson og Rúnar Bjarnason. Að loknum framsögu- erindum þeirra störfuðu þátt- takendur f 5—7 manna hópum, jafnt blindir sem sjáandi, en allir hópstjórarnir voru blindir. Al- menn umræða var síðan um niðurstöður hópanna og voru ályktanir samþykktar um þessa málaflokka. Að lokinni ráðstefnunni var sameiginleg kaffidrykkja með þátttakendum, framsögumönn- um, er því gátu við komið, og ýmsum, sem annast höfðu um framgang ráðstefnunnar og vel- unnurum blindra. Markmið ráð- stefnunnar var annars vegar það sem felst i kjörorðum hennar og var um þau fjallað á tvo vegu. Annars vegar þá hlið, sem snýr að blindum og sjónskertum og hins vegar til að vekja athygli opin- berra aðila og sjáandi fólks alls á sérþörfum hinna blindu. Ráðstefnuna sóttu tæplega 40 manns þar af rúmur helmingur blindir og sjónskertir. Gögn ráð- stefnunnar voru fjölrituð á venju- legt letur og á blindraletri. Fundarstjóri var Óskar Guðnason framkvæmdarstjóri félagsins og ritari ráðstefnunnar var Dóra Hannesdóttir. I ályktun ráðstefnunnar um umferðarmál var lögð áherzla á að helztu örðugleikar blindra og sjónskertra í umferðinni væru við að komast yfir götu. Merkja þyrfti gangbrautir við gatnamót og annars staðar með sérstökum hætti, þannig að blindur maður vissi nákvæmlega hvar fara skyldi yfir götuna. Lögð var áherzla á mikilvægi fræðslu í um- ferðarmálum, jafnt fyrir blinda og sjáandi á sérstöðu blindra i umferðinni. Flestir voru sammála um að „hvíti stafurinn" væri þýðingar- mesta auðkenni blindra í umferð- inni. Kynna þyrfti blindum og sjónskertum breytingar á um- ferðarlögum með því að ■ kynna þær á segulbandsspólum, sem yrðu fjölfaldaðar og dreift til blindrafélaga. Einnig gætu blindir fylgst með breytingum á umferð og glöggvað sig á skipu- lagi t.d. borgarinnar með upp- hleyptu korti, sem yrði í Hamra- hlíð 17. Ráðstefnan telur að þar sem Blindrafélagið er sá aðili hér á landi, er kemur fram fyrir hönd blindra og sjónskertra hér á landi beri skilyrðislaust að hafa sam- band við stjórn þess og að félags- menn séu með í ráðum áður en farið er út í framkvæmdir er varða hagsmuni blindra og sjón- skertra i umferðinni. 1 lið ráðstefnunnar um Hjálp i viðlögum var lögð rik áherzla á nauðsyn blindra, jafnt sem ann- arra, á staðgóðri fræðslu um sjálfshjálp. Sérstaklega var rætt um nauðsyn þess fyrir blinda for- eldra að þeir kynni sér slysahjálp. Rætt var um að heppilegt væri fyrir. blinda að útbúa sérstaka símaskrá með númerum er varða neyðarhjálp er fólk á kost á að snúa sér til. Þá var tekið fram að nauðsynlegt væri fyrir blinda að segja strax til um ástæður sínar í upphafi simtals við öryggisgæzlu. Umræðuhópum ráðstefnunnar kom saman um að undirstaða eld- varna hjá blindum væri fræðsla um eldhættu og eldvarnir. Koma þyrfti á viðvörunarkerfi í Hamrahlíð 17 og sömuleiðis að setja þar upp reykboða. Reynt skyldi að -komast í samband við sjálfvirkt boðunarkerfi slökkvi- stöðvar, auk þess sem endurskoða þyrfti allan slökkvitækjabúnað að Hamrahlið 17. Samþykkt var að fræðslupistl- um um eldvarnir skyldi komið á segulbandsspólur og þær birtar reglulega. Að lokum voru ráð- stefnugestir minntir á „að eldur- inn er þarfur þjónn, en hættuleg- ur herra“. ísland í sænsku bókmenntariti RALLARROS heitir bókmennta- rit eitt sem gefið er út í Gauta- borg f Svfþjóð. t nýlegu hefti þessa rits eru fslenzkum ljóð- skáldum gerð góð skil og eiga sex fslenzk ljóðskáld þar verk þeir Stefán Hörður Grfmsson, Einar Bragi, Jón Óskar, Matthfas Johannessen, Hannes Pétursson og Jóhann Hjálmarsson. Auk ljóðanna er Iftillega gerð grein fyrir höfundunum og verkum þeirra. Lasse §öderberg á ljóð i ritinu sem hann kallar „Fyrir utan Reykjavík" og Jaques Werup fjallar um líf í Reykjavík undir titlinum „Ur Casanovas senare resor“. Þeir Söderberg og Werup komu báðir hingað til lands á síðasta ári og lásu þá meðal annars úr verkum sínum í Norræna húsinu. Heimsókn til Hjálpræðis- hersins I DAG þriðjudag, kemur hingað til Islands Major Ingrid D. Hiorth frá Noregi. Majórinn er fædd í Indónesíu, þar sem foreldrar hennar voru trúboðar, en sjálf hefur hún verið trúboði i Indó- nesíu frá 1947 til 1966. Majór Hiorth hefur nú ábyrgð á hluta af barna- og unglingastarfi Hjálp- ræðishersins í Noregi, Færeyjum og Islandi. Hún er lærð söngkona, og munu samkomugestir því bæði heyra hana prédika og syngja. I kvöld mun hún taka þátt í kvöldvöku hjá Hjálpræðishernum hér í Reykjavík, verður svo veátur á ísafirði fram yfir helgi, fer síð- an til Akureyrar, en heimsókn hennar lýkur svo með raðsam- komum hér í Reykjavík 20. — 25. nóvember. (Frétt frá Hjálpræðishernum.) IV. Spyrja mætti hversvegna öku- menn eru oft svo sinnulausir i umferðinni sem raun ber vitni. Það er eins og þeim sé þetta ekki með öllu sjálfrátt. I hugsunar- leysi aka þeir stundum þannig, að sjálfum þeim og öðrum stafar hin mesti háski af. Gáleysisslys eru miklu tiðari en ástæða virðist vera til. Og það undarlega er að slysafaraldur gengur yfir í bylgjum, og oft án þess að ytri ástæður t.d. hálka, myrkur eða þoka, gefi til þess nægilegt tilefni. Helgi Pjeturss varð fyrstur til að skilja sambandseðli lífs í alheimi og að áhrif berast til jarðarbúa frá lifendum annarra hnatta, sum góð en sum ill. Þegar slysaöldur ganga yfir má gera ráð fyrir að hingað berist ill áhrif frá öðrum hnöttum, þar sem lífið er enn verr á vegi statt en á okkar jörð. Slysafaraldur verður þegar hin illu áhrif, frá vítum annarra hnatta mega sín hér meira en hin góðu áhrif frá lengra komnum vinveittum og öflugum verum sem á öðrum hnöttum eiga heima. Ef menn almennt vissu um þessi tvenns konar áhrif og hvaðan þau berast ætti að vera auðveldara að verjast aðstreymi og afleiðingum hinna neikvæðu áhrifa og þar með mundi t.d. slysum fækka og ýmislegt annað sem miður fer snúast á betri veg. Ekki er hægt að koma í veg fyrir illa atburði, án þess að vita um frumorsök þeirra. og ekki er heldur hægt að snúa á rétta leið, án þess að vita hvert stefna skal eða hvaðan hjálpar er helst að vænta. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Þaö er óneitanlega eitthvaö sérstakt viö Hótel Loftleiöir. Ekki vegna þess aö þaö er eina hótelið, þar sem hægt er aö fara í sund og sauna baö. Heldur hitt aö það tekur hreinlega nokkurn tíma að átta sig á öllum þeim þægindum og þjónustu sem boðið er upp á. Veitingasalir, barir, hárgreiöslu-, snyrti- og rakarastofur, minjagripa- verslun, flugstöð og fleira. Og þaö er vert aö vita aö þó öll her- bergin séu vistleg og vel búin, meö síma og útvarpi, þá eru þau misstór. Og annað hvort meö sturtu eöa sturtu og baði. Látiö eftir yður aö gista á Hótel Loft- leiðum, þaö er óneitanlega svolítið sérstakt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.