Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.11.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 19 Hitaveita Sudur nesja í gagnið FYRSTI áfangi Hitaveitu | Suðurnesja var formlega tek- ; inn I notkun s.l. laugardag. | Mikill mannfjöidi var saman- kominn f Svartsengi við Grindavfk þegar orkumálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, hleypti vatninu á. Vatnið streymdi síðan eftir aðveituæð- um til Grindavfkur, sem er fyrstur bæja á Suðurnesjum til að fá heita vatnið. Það eru öll sjö sveitarfélögin á Suðurnesjum, sem standa að Hitaveitunni og er eignarhlut- ur þeirra 60% á móti 40% eignarhluta ríkissjóðs. Nokkur aðdragandi er að stofnun þessa fyrirtækis, en fyrstu fram- kvæmdir hófust við hitaveitu í Grindavík haustið 1975. Og er ráðgert að framkvæmdum verði endanlega lokið á árinu 1980. Haustið 1977 er ráðgert að unnt verði að koma vatni til meirihluta íbúa í Njarðvík og Keflavík og gert er ráð fyrir að íbúar I Sandgerði, Gerðum og Vogum fái heitt vatn seint á árinu 1978. Ennfremur er áætl- að að taka þá í notkun 1. áfanga hitaveitu á Keflavfkurflugvelli, en framkvæmdum þar á að ljúka á árinu 1980. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið hvert hitaveita verður lögð i Hafnir, eða hvort húsahitun þar verður leyst á annan hátt. Heildarkostnaður við Hita- veituna er áætlaður miðað við verðlag í júlí á þessu ári, 5.137 milljónir. Þegar hefur verið unnið fyrir u.þ.b. 950 milljónir. Hitaveita Suðurnesja er að þvf leyti frábrugðin nær öllum öðrum hitaveitum hér á landi að hitaorkan er unnin á háhita- svæði. Virkjun jarðvarmans er því að verulegu leyti frábrugð- in því, sem annars staðar gerist. Heita vatnið inniheldur mikinn kísil, sem fellur út við kólnun og myndi fljótlega stífla allar lagnir, ef nota ætti vatnið beint, og einnig er vatnið mjög salt, eða um 2/3 af seltu sjávar. Þetta hefur það í för með sér að útilokað er að nota heita vatnið beint, heldur er fersks vatns aflað úr borholum 3—4 km norðan Svartsengis, sem siðan er dælt að orkuverinu, þar sem það er hitað upp með gufu. Meðal gesta við opnunina voru fjármálaráðherra, Matthfas A. Matthfsen, og orkumálaráðherra, Gunnar Thoroddsen. Orkuverið I Svartsengi. Fremst á myndinni er Jóhann Ein- varðsson, formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja og bæjar- stjóri I Keflavfk. Á myndinni til hliðar sést Gunnar Thorodd- sen skrúfa frá lokanum fyrir aðveituæðina tii Grindavfkur. (Ljósm. Mbl. RAX) I Svartsengi eru miklar mögu- leikar fyrir enn meiri orku- framleiðslu og að sögn Eiríks Alexanderssonar, bæjarstjóra f Grindavík, hafa komið fram hugmyndir um að koma á fót einhvers konar iðnaði eða ann- arri iðju, sem nýtt gæti jarð- varmann. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í þessum efnum, en' þó hefur sjóefna- vinnsla verið nefnd í þessu sambandi. Það kom fram f ræðu, sem Gunnar Thoroddsen flutti eftir opnunina, að hitaveitan er ekki aðeins til mikilla hagsbóta fyrir Suðurnesjabúa, heldur einnig mikilvæg fyrir þjóðina alla f gjaldeyrissparnaði. Sagði hann að áætlað væri að gjaldeyris- Framhald á bls. 46 Herjólfur opnaði formlega 1400 millj. kr. mannvirki í Þorlákshöfn IJýja Landshöfnin f Þorlákshöfn fullbúin. Langi hafnararðurinn vinstra meginn er hluti nýju mannvirkjanna og þar sést Herjólfur við lægi sitt, en einnig er þar rúmgóð bryggja fyrir skip og báta. Hái hluti hafnargarðsins hægra megin ámyndinni er einnig nýr af nálinni, en myndin sýnir vel hver gjörbreyting er orðin á hafnarmálum Þorlákshafnar með þessum framkvæmdum sem kosta alls um 1400 millj. kr. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Fólk um borð í Herjólfi fylgist með þegar skipið slftur kaðal- inn milli hafnargarðanna við formlega opnin hafnarinnar s.l. sunnudag. en að jafnaði hafa 50—60 menn unnið þar á vegum ISTAKS og m.a. margir af fastamönnum fyrirtækisins. HÖNNUN OG OTBOÐ Hönnun þessa verks var falin dönsku verkfræðistofunni Hostrup Schultz & Sörensen I samvinnu við Almennu verk- fræðistofuna og fleiri íslenska verkfræðinga. ítarlegar líkantilraunir voru framkvæmdar við Hydraulisk Institut i Kaupmannahöfn, i samvinnu við Hafnamálastofn- unina og heimamenn, áður en endanleg gerð og hönnun brim- brjóta var ákveðin. Kostnaðarsjónarmið tak- mörkuðu nokkuð endanlega ákveðna stærð hafnárinnar og er hún miðuð við að þjóna fiski- flota fyrst of fremst, en ekki vöruflutningum nema að tak- mörkuðu leyti. Hin nýja framkvæmd var svo Framhald á bls. 46 VESTMANNAEYJASKIPIÐ Herjólfur opnaði nýju Landshöfnina I Þorlákshöfn formlega s.l. sunnudag þegar hafnarmannvirkin voru af hálfu afhent verktaka. Um 300 gestir fóru ( stutta skemmtisigl- ingu með Herjólfi fyrir utan Þorlákshöfn og þegar Herjólfur sigldi aftur inn I höfnina sleit hann kaðal sem hafði verið strengdur milli hafnargarðanna nýju. Heildarkostnaður við gerð hafnarinnar er um 1400 millj.kr. og lánaði Alþjóða- bankinn meginhluta fjárins til mannvirkjagerðarinnar. Þegar Vestmannaeyjagosið stóð yfir opnuðust lánamöguleikar til hafna á Suðurlandi, þvf óvissa rfkti um gang mála f Eyjum, en gosinu var lokið áður en nokk- ur afstaða var tekin og kom Eyjahöfn þvf sjálf inn f mögu- leikana fyrir lán frá Alþjóða- bankanum. Niðurstaðan hjá stjórnvöldum varð hins vegar sú að meginhluti fjárins fór til hafnarmannvirkja f Þorláks- höfn og einnig f Grindavfk, en engir peningar fóru til Eyja. Þorlákshafnarbúar fagna nú miklum áfanga f sögu byggðar- lagsins því um árabil hafa bátar Þorlákshafnarbúa og hafnar- mannvarki verið í stórhættu ef eitthvað hefur gert af veðri. Margar vökunætur hafa sjó- menn þar átt yfir aðgæzlu á bátum í stórviðrum og fyrir þessa breytingu var Þorláks- höfn mjög ótrygg höfn. Að lokinni vígslu hafnarinn- ar með siglingu Herjólfs var samkoma í félagsheimilinu þar sem Gunnar Markússon, for- maður stjórnar Landshafnar- innar, flutti ávarp, Halldór E. Sigurðsson ráðherra, Ingólfur Jónsson alþingismaður og Sören Langvad af hálfu verk- taka. M.a. lýsti Halldór því yfir að ríkisstjórnin hefði ákveðið að láta f haust styrkja vörn gömlu bryggjunnar fyrir aust- anveðrum, en talið er líklegt að flytja þurfi um 20 þús. rúm- metra af grjóti að garðinum til þess að varna ágjöf yfir hann og inn í höfnina. Ólafur Gíslason verkfræðing- ur hjá ISTAKI sagði í samtali við Mbl. að framkvæmd verks- ins hefði gengið eins vel og raun ber vitni vegna góðra tækja, og góðs undirbúnings og þá ekki sízt vegna hins samtaka og dugmikla starfsliðs ISTAKS, JinitiiiutimiHi LinmufimHtu ! Hií

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.