Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 5 Enn einn í gæzlu ENN EINN ungur íslendingur var f gær úrskurðaður f gæzluvarðhald vegna rannsóknar ffkniefnamálsins mikla. Er þetta liðlega tvftugur pilt- ur, og fór hann f allt að 30 daga gæzluvarðhald. Nú sitja 9 ungir menn f gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknarinnar, 8 íslendingar og einn bandarfskur hermaður af Keflavfkur- flugvelli. Fjórar sólar- landaferðir í bingói Fáks 1 KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður haldið bingó á vegum hestamannafélagsins Fáks. Verð- ur bingóið haldið í Sigtúni og hefst klukkan 20.30, en húsið verður opnað klukkutíma fyrr. Fjöldi vinninga verður í boði, m.a. fjórar sólarlandaferðir, hest- ur og heimilistæki. Einnig verður vandað til skemmtiatriða í hléum, en það verða leikararnir Bessi Bjarnason, Flosi Ólafsson, Gísli Alfreðsson og Gunnar Eyjólfsson auk Garðars Corters söngvara, sem sjá um að skemmta gestum. Bingóinu stjórnar Svavar Gests. Öllum ágóða af bingóinu verður varið til að bæta og byggja að- stöðu Fáks að Víðivöllum. Dagur iðnaðar í Borgarnesi Einar Helgason sýnir í Iðnskólanum á Akureyri Akureyri, 10. nðvember. EINAR Helgson opnar mynd- listarsýningu f samkomusal Iðn- skólans á Akureyri á föstudags- kvöld. Þar sýnir hann vatnslita- myndir, krftar- og pastelmyndir, teikningar og olfumálverk, sem hann hefir gert á undanförnum mánuðum. Alls eru á sýningunni 75 myndir, sem eru allar til sölu. Sýningin verður 'opin kl. 20.30 — 24.00 á föstudag, en kl. 10.00 — 24.00 á laugardag, sunnudag og mánudag. Einar er Akureyring- um að góðu kunnur, m.a. sem teiknari, myndlistarkennari og myndlistarmaður, og er ekki að efa, að marga mun fýsa að sjá sýningu hans og njóta myndanna, sem þar eru. Sv.P. Fékk málningarkompu sem klefa — segir annar Nígeríumannanna YFIRHEYRSLUM í hinu svonefnda Sögu-máli var haldið áfram fyrir Sjó- og verzlunardómi Reykjavfkur f gær- morgun og kom John A. Aiyja fyrir réttinn. Sagði hann við yfirheyrslur að hann hefði verið ráðinn á Sögu hinn 18. september sem messi og aðstoðarmað- ur kokks. Sér hefði verið tjáð af skip- stjóranum, að ef hann reyndist vel fengi hann að vera á skipinu til íslands og myndi þá taka laun samkvæmt íslenzkum sjómannasamningum og gengið yrði frá þessu máli er komið yrði til Dakar, og jafnframt myndi hann fá afhenta 200 dollara Þá kom fram hjá honum, að hann hefði ekki haft neinn klefa á leiðinni frá Nígerlu til Dakar, hefði hann þvi sofið í messanum í 1 1 daga og þegar mjög heitt var I veðri úti á dekki John A Aiyja sagði að Saga hefði komið til Dakar 28. september og farið þaðan 6 október. Þann tíma hefðu samskiptin við skipverja verið mjög góð Hins vegar hefði hann verið látinn VÍSNAVAKAN ER í KVÖLD MEINLEG villa slæddist inn í frétt blaðsins í gær um vísnavöku í Norræna húsinu. Hið rétta er að vakan er í kvöld, fimmtudags- kvöld, og hefst hún kl. 20.30. Er beðist afsökunar á rangherminu. Eftir vísnavökuna i kvöld verð- ur rætt um samstarf vísnaáhuga- fólks á norrænum vettvangi. vinna mjög mikið eða frá 7 á morgm ana til kl 8 á kvöldin án nokkurrar aukagreiðslu né kaffitima Aðeins hefðu verið tveir matartimar yfir dag- inn Ennfremur sagði hann, að i Dakar hefði hann fengið 10 þús franka og um leið rætt við skipstjóra um að 200 dollara kaup á mánuði væri mjög litið og vildi hann þvl gjarnan komast á islenzka sjómannasamninga Skipstjóri hefði þá sagt, að gengið yrði frá þvi máli við komuna til Rotterdam Eftir að farið var frá Dakar sagðist John A Aiyja hafa fengið málningar- klefann til umráða og til þess að geta búið i honum hefði hann þurft að rýma hann og mála og slá sér siðan upp koju Þá hefði kokkurinn lánað sér teppi til að hafa yfir sér, er komið hefði verið norður á bóginn, en enginn hurð hefði verið á málningarklefanum. -— Að öðru leyti leið mér vel á Sögu þennan tima og samskipti við áhöfn góð, nema hvað ég deildi við skipstjóra um launin Þá sagði Aiyja, að við komuna til Rotterdam hefðu Nigeríumennirnir ver- ið samtals 5 á Sögu, en er þrir hefðu neitað að hefja störf við lestarhreinsun þar sem þeir kröfðust aukagreiðslu fyrir, hefðu málin farið að snúast. Eina nóttina hafi skipstjórinn komið i hurðarlausa gættina hjá sér með byssu i hendinni, og sagt sér að reka þrjá af landsmönnum sinum i land, þótt það væri ólöglegt Ekki varð úr þvi að mennirnir færu þá, en Aiyja sagði, að þriðjudaginn 2 5 október hefðu Ní- geríumennirnir farið í land i fylgd lög- reglu Þá sagði Aiyja, að ekkert hefði borið til tíðinda fyrr en komið hefði verið til Gufuness, þá hefði 1. stýrimaður ráðist á félaga sinn, lamið hann utan undir og kallað hann ..svartan apa ". Siðan hefðu málin þróast þannig, að þeir hefðu ekki séð sér annað fært en að hafa samband við Sjómannasamband íslands. DAGUR iðnaðarins verður hátfð- legur haldinn f þriðja sinn föstu- daginn 12. nóv. f Borgarnesi. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, framkvæmdastjóra tslenzkrar iðnkynningar, verður daguriðnaðarins með svipuðu sniði f Borgarnesi og samsvarandi iðnkynningardagar á Akureyri og Egilsstöðum. Um morguninn mun iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, og frú, ásamt ýmsum af forystumönnum fslenzks iðnaðar, skoða 4 iðnfyrirtæki. Verða það kjötiðnaðarstöð Kaup- félags Borgfirðinga, Verksmiðjan Vfrnet, bifreiða- og trésmfðaverk- stæði KB og svo verða skoðaðar framkvæmdir sem Þorsteinn Theodorsson stendur að. I hádeginu mun hreppsnefnd Borgarneshrepps bjóða til hádeg- isverðar, sem nefndur verður Borgarnesborð. A borðum munu eingöngu verða matvæli fram- leidd af fyrirtækjum i Borgar- nesi. Verður það matur frá kjöt- iðnaðarstöð, brauðgerð og mjólkurstöð KB, en hádegis- verður þessi verður á Hótel Borgarnes. Að loknum hádegis- verði verður opnuð iðnsýning i leikfimisal og á útisvæði Barna- skólans, en þar munu 40 fyrirtæki og aðilar í iðnaði í Borgarnesi kynna framleiðslu sina og þjón- ustu I iðnaði. Verður þessi sýning opin fram á mánudagskvöld, að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar. Sagði Pétur að þessi sýning mundi sennilega koma til með að vekja mikla athygli, en nú væri búið að skipuleggja ferðir skóla- fólks af Snæfellsnesi og nágrannasveitum Borgarness á sýninguna. Jafnframt verður þessum hópum boðið að skoða fyrirtæki í iðnaði i Borgarnesi. Að lokinni opnun sýningar- innar verður efnt til fundar um iðnað og iðnþróun í Borgarnesi. Þar munu 4 staðarmenn flytja stutt framsöguerindi, og síðan mun Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands Iðnaðarmanna, flytja ræðu. Iðnaðarráðherra mun ávarpa fund þennan í upphafi. Dr. Gunnar Thoroddsen mun síðan halda mönnum hóf seinni part dags. Verða þar heiðraðir ýmsir aðilar úr iðnaði staðarins. í tilefni dagsins verða settar upp skreytingar og vörur í glugga I verzlunum i Borgarnesi, og verður það til kynningar íslenzk- um iðnaði. Jafnframt verður gefið út rit um öll fyrirtæki og alla einstaklinga sem starfa að iðnaði i Borgarnesi. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið eft- ir 2 daga SALA miða f hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst. Sala á miðum gengur vel, en þó er ennþá nokkuð um ógerð skil frá þeim, sem fengið hafa senda miða heim til sfn. Nú eru aðeins tveir dagar þar til dregið verður, en það verður gert hjá borgarfógeta á laugar- dag. Vinningar eru átta talsins, bifreið, ferðavinningur og heimilistæki. Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Sjálfstæðishúsinu við Bolholt 7. Pat Boone til íslands? FÆREYSKA blaðið Dimma- lætting skýrði frá þvf nýlega, að bandarfski söngvarinn Pat Boone, sem á sjötta áratugnum var einn vinsælasti dægurlaga- söngvari heims, væri væntan- legur til Færeyja f janúarmán- uði næstkomandi og myndi hann halda þar tónleika. t frétt blaðsins segir að söngvarinn verði þá á leið heim úr tón- leikaferð og komi við á tslandi og f Færeyjum. Morgunblaðið hefur ekki get- að fengið það staðfest, að Boone muni halda tónleika á Islandi eða hvort hann ætlar kannski aðeins að verða viðstöðufarþegi á ferðinni yfir Norðuratlants- haf. I för með Boone verða Samuelsons-bræðurnir, sem munu vera sænskir söngvarar. Eru þeir 6 að tölu, en föruneyti Pat Boone Boone telur 10 manns, svo að með honum f þessari ferð verða samtals 16 manns. Til Færeyja kemur hópurinn vikuna 8. til 9. janúar. NECCHI LYDIA 3 er sérstak- lega auðveld í notkun. Mynst- urveljari er einungis einn. Um leið og honum hefur verið snú- ið, saumar vélin mynstur það sem valið hefur verið, og get- ur enginn ruglingur orðið í því efni. Ekki þarf að fást við neina kamba eða margbrotin aukatæki til mynsturvalsins. Beint teygjanlegt spor hi m in Hl lil m Hl Hl Hl Hl Hl lil III III III Hl lil III m Hl lil Hl Hl IU III III llt Teygjanlegur oddasaumur (zig-zag) vVv\VvVvVvVvVv“^V VVvVv^^W. Satínsaumur IIIIIIIÍIIIIIIVWWWVWWVWWV\A/WVWVWVWVWVWIIIIIIIIIII[ Skelialdur arborða með blindspori Teygjanlegur skeUaldur MAAAAMAa7W\2V2\2\2VWMAMAAAAAA/ ieygjanlegur saumur er hylur brún (overlock) L\L\LW\l\L\L\L\L\i\i\l\l\l\i\í\L\L\L\L\L\LÚ\L\L\L Parísarsaumur II _II_.'LJI_II_!I_.'L_.II.J|_I!_||._;Lj!.jí_.ii_||._ii_|| _i|_;|_ I|_||_|j_||__||_„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ Þrepspor leyqiu) »;A?.•*..*.'!*:-.-j i.-j '.-jt-Ji-j Blindfaldspor (þ. e. blindspor fyrir falda) VVWVA/uw/aa /v'^a/w\/w\/w\/w\/w\/w\/w\1 * p. Rykkingarsaumur Oddasaumur ■ IIIH'" llli lllli'" llllii" llllii'" ►" ►" ||IH»"|lli T ungu saumur Rúðuspor NECCHI LYDIA 3 er kjörgripur áttunda áratugsins. Auk þess sem nota má LYDIA 3 við að sauma, þræða, falda, gera hnappagöt og skrautsaum, má velja um 15 mismunandi teygjuspor, eða allt sem nokkur þörf er á fyrir nýju teygjuefnin. Einkaumboð: FALKINN Suðurlandsbraut 8 . Reykjcrvík . Simi 8 46 70 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.