Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 13

Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976 13 v skrifa um BÓKMENNTIR Orð og hreyfing ALÞVÐULEIKHUSIÐ: SKOLLALEIKUR. Höfundur: Böðvar Guðmundsson Höfundur tðnlistar: Jðn Hlöðver Áskelsson Leikstjðri: Þðrhildur Þorleifsdðttir. Leikmynd, búningar og grfmur. Messfana Tðmasdðttir. SKOLLALEIKUR Böðvars Guðmundssonar er f raun hefð- bundið verk um galdraofsóknir á 16. og 17. öld með skfrskot- unum til samtímans. Eins og stendur f leikskrá: „Er það kannski svo, að við getum með feginshrolli litið til baka yfir þann tfma, þegar fólk var of- sótt, fangelsað og drepið sökum stjórnmálaskoðana, trúar- bragða, litarháttar og þjóð- ernis? Er það kannski einungis rógburður illmenna, að enn séu menn fangelsaðir og hundeltir, sökum stjórnmála skoðana sinna, í meira en hundrað þjóð- löndum?" Svarið verður að sjálfsögðu að enn sé þessi tími nálægur okkur. Böðvar Guðmundsson er fyrst og fremst maður ljóðs og sögu. Hann er ekki dæmigert leikskáld, en nýtur í flutningi verksins leikaranna sem vita að á sviðinu þarf að vera líf og hreyfing ekki bara orð. Skolla- leikur er vel saminn, en það er einkum flutningur leikaranna, framlag þeirra sem ljær verk- inu hold og blóð, blæs því lífs- anda í brjóst. Það er greinilegt að leikarar Alþýðuleikhússins eru fólk sem með miklum aga hefur náð eftirminnilegum árangri. Tækni þess minnir á Leiksmiðjuna gömlu, enda komu sömu leikarar við sögu hennar. Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstýrir Skollaleik af hugkvæmni, fær hvern leikara til að leggja sig fram, en sú spurning verður aftur á móti áleitin hvort verkið sé ekki of langt. Það hefði mátt stytta það án þess að það biði tjón af. Þetta á helst við um lokaatriði leiksins, en kannski er áhorf- Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON andinn þá of viss um niðurstöð- una og orðinn þreyttur á að bíða eftir henni. Böðvar Guðmundsson hefur greinilega lært ýmislegt af Brecht, enda fyrirmyndin ekki lök. Söngtextarnir njóta sín til dæmis vel í flutningi Kristfnar Á Ölafsdóttur sem leikur al- þýðustúlkuna Matthildi frá Hamborg. Söngur og leikur Kristínar var með því mark- verðasta í sýningunni, en sé minnst á það sem kom á óvart má nefna geðfelldan leik ungs leikara, Everts Ingólfssonar, 1 hlutverki kaupmannssonarins Lars Mattheussonar. Þráinn Karlsson sem lék mörg hlut- verk er þróttmikill leikari sem hvert leikhús getur verið stolt af. Arnar Jónsson var senu- þjófur í hlutverki Þorleifs Kortssonar lögmanns, þess sem á sínum tíma var einna dugleg- astur að brenna fólk fyrir galdra. Annar kunnur leikari, Jón Júlíusson, naut sfn líka vel f Skollaleik og brá sér í mörg gervi. Messiana Tómasdóttir, höf- undur leikmyndar og búninga, á ekki síst hrós skilið fyrir það sem vel tókst til um sýninguna. Flestir eru leikararnir með grfmur og gerir það sýninguna óvenjulega. Messfana leggur á- herslu á óhugnaðinn i verkinu, en hinar skoplegu hliðar dregur hún líka fram eins og til dæmis hina illkvittnu lýsingu dómaranna. Sýning Alþýðuleikhússins var góð kynning á leikhúsi úti á landi þar sem unnið er af al- vöru. Það er ekki bundið við sýningar á Akureyri, heldur er tilgangurinn sá að sýna sem víðast um landið. Aðgát skal höfð... Bökmenntlr Njörður P. Njarðvík: Sigrún fer á sjúkrahús Myndir: Sigrún Eidjárn Utgefandi: Iðunn Reykjavfk 1976 Höfundur bókarinnar Sigrún fer á sjúkrahús er áður þekktur fyrir ritverk sfn, en þetta er fyrsta barnabók hans. Sigrún er rúmlega fjörurra ára eftir JENNU JENSDÓTTUR gömul og mjög skýr stúlka frá höfundarins hendi. Hún á fyrir höndum að fara á sjúkrahús til þess að láta taka úr sér hálskirtlana, sem þegar eru farnir að valda henni vanlíðan og hita. Móðir hennar útskýrir fyrir henni hvað í vændum er. Sigrún hlustar, spyr - andmælir stundum - en skilur hvað þarf að gera og tekur því vel. A sjúkrahúsinu fær Sigrún jafnóðum fræðslu frá hjúkrunar- konum og meinatækni. Hún hlustar og skilur hvað um er að vera og hagar sér samkvæmt því. Ekki fær þessi f jögurra ára stúlka alltaf milda fræðslu. Meinatæknir: Ég þarf að fá að skoða blóðið þitt til að vita hvort Framhald á bls. 18 „Leyndarmálid er ad syngja eins og fugl” Dekktur hoHenzkur söngkennari raddþjálfar félaga Pólífónkórsins „ÉG VAR nemandi og góður vinur ftalska tenórsins Tito Schipa. Hann sagði alltaf: Það eru aðeins til tveir söngskólar — sá rétti og sá rangi. Um aðra er ekki að ræða.“ Carlo Bino, sjálfur tenór- söngvari og kennari, hefur und- anfarna viku raddþjálfað fé- laga Pólýfónkórsins ásamt eig- inkonu sinni, Viktoriu Spans. Viktoria Spans er hálf fslenzk og kunn hér á landi fyrir söng sinn bæði f útvarpi og sjón- varpi. Ingólfur Guðbrandsson kynnti hjónin fyrir blaðamanni Mbl. „Það þarf varla að taka fram,“ sagði Ingólfur, „hversu mikill fengur það er fyrir Pólý- fónkórinn að fá að njóta kennslu þessa manns. Hann lærði hjá Tito Schipa, sem verð- ur að teljast með þremur mestu söngvurum sins tfma, ásamt þeim Caruso og Benjamino Gigli. Schipa var einhver glæsi- legasti fulltrúi þess söngstíls, sem nefndur er bel canto, þess- arar ævagömlu sönghefðar, sem nú er svo mjög að falla f gleymsku. Þennan söngstíl meðtók Carlo Bino af snillingn- um.“ „Leyndarmálið er að syngja eins og fugl,“ segir Bino, „að breyta öndun í hljóm. Þetta gerir næturgalinn, þessi örlitli fugl, sem getur látið rödd sfna hljóma óralanga leið. Og hljóm- urinn á að mynda boga.“ Viktoria Spans og Carlo Bino kynntust, þegar hún fór f söng- tfma til hans. „Þá hafði ég verið í Tónlistarháskóla í fimm ár,“ sagði Viktoria, „en ég lærði meira fyrsta klukkutímann hjá Carlo en ég hafði gert öll þau fimm ár. Hjá honum lærði ég ekki aðeins tækni, heldur sál- fræðing, sem verður að standa að baki röddinni, sjálfstraustið, og þá vissu, að maður sé raun- verulegur listamaður. Það er afar mikilvægt að hafa þátrú.“ Sjálf fór Viktoria til Hollands á sunnudaginn, hún þurfti að mæta í upptöku hjá hollenzka útvarpinu á mánudag. En Carlo verður hér áfram næstu þrjár vikurnar. „Það eru frábærar raddir f Pólýfónkórnum, ég Viktoria Spans og Carlo Bino. hefi heyrt bæði bassa og tenóra og sumir þeirra eru betri en þeir, sem við höfum i óperunni í Hollandi," sagði Carlo. Ingólfur Guðbrandsson sagð- ist hafa kynnzt Carlo Bino i gegnum Astu Thorsteinsson, sem stundaði hjá honum nám i 1V4 ár. Carlo Bino rekur einka- Framhald á bls. 22 5 mínútup Taflan sýnir árlegt tjön fynirtaekis ef FIMM MÍNÚTUR TAPAST daglega af tlma hvers stanfsmanns VIKUKAUP FJÖLD 5 I STARFS 10 FÖLKS 30 Kr. 20.000 53.950 107.900 323.700 Kr. 25.000 6 7.600 135.200 405.600 Kr. 30.000 81.250 162.500 487.500 TllMHNN mm RiNINGAR STIMPILKLUKKA hvetur starfsfólk til stundvísi SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.