Morgunblaðið - 11.11.1976, Side 17

Morgunblaðið - 11.11.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 17 Undirbúningur haf- inn að bólusetningu gegn heilahimnubólgu BORGARLÆKNIR hefur f sam- ráði við landlækni ákveðið að hefja undirbúning að bólusetn- ingu f Reykjavfk gegn heila- himnubólgu, en tilfellum heila- himnubólgu hefiir farið f jölgandi á nokkrum stöðum á iandinu, þó ekki f Reykjavfk, þar sem ekki er meiri fjöldi tilfella en á undan- förnum árum. Morgunblaðinu barst f gær fréttatilkynning um þessa bólusetningu, en þar segir: „Vegna þess að spurzt hefur út meðal fólks, að heilahimnubólgu- tilfellum fari fjölgandi i borginni, skal tekið fram, að ennþá hefur ekki orðið vart meiri fjölda til- fella í Reykjavík en á undanförn- um árum. Fjölgun hefur orðið á þessum tilfellum á nokkrum svæðum á landinu og hefur verið bólusett þar við tveim stofnum sýkla, pr valda heilahimnubólgu, sem bólu- efni er til gegn. í samráði við landlækni hefur verið ákveðið að undirbúa bólu- Héraðsbingó í Skagafirði HÉRAÐSBINGÖI hefur verið hieypt af stokkunum á vegum ungmennafélaganna í Skagafirði. Verða dregnar út tölur tvisvar i viku og eru fyrstu tölurnar 26 og 45. Vinningurinn er vöruúttekt í Kaupfélagi Skagfirðinga að upp- hæð 150 þúsund krónur. Ung- mennafélagar selja sjálfir spjöld í héraðinu og ganga m.a. í hús í því skyni. setningu i Reykjavík og mun hún fara fram, þegar þeim undirbún- ingi er lokið og bóluefni er fengið til landsins. Unnið er að þvf :ð fá nægilegt bóluefni og mun það fást um leið og framleiðendur geta annað pöntunum. A næstunni verður tilkynnt um nánari tiihögun bólusetningar- innar hér f Reykjavík. Það skal tekið skýrt fram, að hvergi hefur tfðni tilfella verið slík, að sjúkdómurinn hafi komizt á faraldursstig og mjög lítil hætta er á beinni smitun frá einu tilfelli til annars. Heilahimnubólga getur stafað bæði af sýklum og veirum. Marg- ar mismunandi tegundir og stofn- ar sýkla geta valdið heilahimnu- bólgu. Arlega koma fyrir tilfelli meðal barna í Reykjavík og hefur mestur fjöldi þeirra verið vegna sýkla, sem ekki hefur tekizt að framleiða bóluefni gegn. Fjölgun tilfella á landinu hefur stafað af tveim stofnum meningo- eocca, þ.e. A og B, en bóluefnið sem fæst er aðeins virkt gegn A ogC. Tekið skal fram, að til eru virk lyf gegn heilahimnubólgu af sýklauppruna. Sjúklingar þurfa hins vegar að komast sem fyrst undir læknishendur." Landssamband blandaðra kóra: Óskað eftir þáttöku fleiri blandaðra kóra ÁRSÞING Landssambands bland- aðra kóra verður haldið laugar- dag 13. nóv. ( Bláa salnum á Hótel Sögu, og hefst kl. 13.30. I frétt frá L.B.K. segir að ein- ungis fjórir til fimm kórar starfi innan vébanda þess. Mikil gróska er ríkjandi í sönglífi blandaðra kóra um land allt, en margir hafa verið stofnaðir á undanförnum árum. Hefur stjórn L.B.K. skrifað þessum kórum og kynnt þeim markmið sambandsins og óskað eftir að þeir gangi f sambandið, þvf að forsenda fyrir viðgangi sambandsins og það geti orðið sönglífi í landinu að verulegu liði, er að sem flestir kórar séu innan vébanda þess. Merk kona af íslenzkum ætt- um látin í Bandaríkjunum Þann 8. september sfðast liðinn lézt f Utah f Bandarfkjunum frú Kate B. Carter, en hún var fslenzk f aðra ættina. Hún var fædd 30. júlf 1892 og var dóttir Finnboga Björnssonar og danskrar konu hans, Mary C. Jensen. Finnbogi, sem var sonur Björns Björnssonar frá Hjallanesi f Landmannahreppi, fluttist til Utah milli 1880 og 90. Þau hjónin Finnbogi og Mary eignuðust sex Kate B. Carter börn og hafa tvö þeirra komið til Islands, Harriet og John Y. Bearnson. Margir Islendingar hafa heimsótt John og konu hans Birdellu og átt þar góðu að mæta. Kate átti-þrjú hálfsystkini hér heima, Jórunni, gift kona í Garði, Finnboga, sem var skipstjóri á Skaftfellingi, og Þorstein, sem lengi bjó í Fossvogi. Var hann mikill bókamaður eins og reyndar öll systkinin og gaf hann bóka- safn sitt tii Héraðsskólans í Skóg- um. Kate B. Carter var þekktur borgari f Utah, bæði vegna af- skipta af félagsmálum og kirkju- málum mormóna en ekki sízt fyrir sagnfræðirannsóknir sínar. Skrif- aði hún fjölda bóka um sögu Utah-fylkis og frumbyggja þess. Þekktust ritverka hennar eru „Heart Throbs of the West“, sem er í 12 bindum, „Our Pioneer Heritage“, sem er f 19 bindum, og sex binda verkið „Treasures of Pioneer History". Alls voru 35 bækur gefnar út eftir hana auk 400 smærri rita. Kate B. Carter fæddist í Spanish Fork og þar var hún jarð- sett 11. september. Eiginmaður hennar var Austin Carter, sem er látinn. Þau áttu einaáóttur og tvo syni auk fjölda barnabarna og barnabarnabarna. sýslur og nú sfðast Stéttarsam- band bænda, hefðu styrkt þessi samtök og vekti einkum myndarlegur stuðningur Stéttarsambandsins vonir um aukið starf. Sjóðir hafa verið starfandi innan sambandsins, sem styrkt hafa sjúkraskýli á svæði þess, sem nær frá Vopna- firði til Djúpavogs. Fyrst var úthlutað úr þessum sjóði til sjúkrahússins í Neskaupstað. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að veita úr sjóðnum til hinnar nýju Heilsugæzlustöðv- ar á Egilsstöðum og I samráði við lækna stöðvarinnar var ákveðið að verja fénu að þessu sinni f hlut sem yrði til prýði í stöðinni og gerði hana vistlegri. Samið var við unga listakonu, Stefanáu 'Steanþórsdóttur, sem ættuð er héðan frá Egilsstöð- um, um að taka að sér að vefa veggteppi í þessu skyni. Þetta veggteppi var svo afhent á Frá afhendingu veggteppisins. Ljösm. Jón Kristj&nsson. laugardaginn eins og áður er getið, og var listakonan við- stödd afhendinguna. Guðmundur Magnússon, for- maður stjórnar Heilsugæzlu- stöðvarinnar, veitti gjöfinni móttöku og einnig voru við- staddir læknar stöðvarinnar, Guðmundur Sigurðsson og Þor- steinn Sigurðsson, og þökkuðu þeir gjöfina. Einnig ávarpaði Guðiaug Þórhallsdóttir lista- konuna sérstaklega og kvað það mikia ánægju að fengizt hefði kona ættuð héðan að heiman til að vinna þetta verk og þekkja mætti iandslag héðan af Héraði f veggteppinu. — Steinþór. Egilsstöðum 8. nóvember. A LAUGARDAGINN boðaða formaður Kvenfélagasambands Austurlands, Ásdfs Sveinsdótt- ir, fréttamenn á sinn fund. Til- efnið var að Kvenfélagasam- bandið hefur látið vinna fagurt veggteppi til þess að færa Heilsugæzlustöðinni á Egils- stöðum að gjöf, og var gjöfin afhent forráðamönnum Heilsu- gæzlustöðvarinnar við kaffi- drykkju á heimili Asdfsar. Þar var einnig mætt af hálfu sam- bandsins varaformaður þess, Guðlaug Þórhallsdóttir. Asdfs rakti í nokkrum orðum starfsemi samandsins, kvað hana hafa minnkað á sfðari ár- um, m.a. vegna fjárskorts, en Heilsugæzlustöð Egilsstaða af- hent veggteppi 10% *AFSLA 1 I UR - Ifabuxur Mittisiakkar wKr’tY’W* . Kft. ■■ Koflóttar skyrtublússur ■■ ■■ i ■ Gallapils m Peysur BANKASTRÆTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.