Morgunblaðið - 18.11.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976
15
Sfðustu dægrin hafa brezkir bankastarfsmenn naumast haft undan að breyta skráningu sterlingspunds-
ins. Myndin er tekin f gjaldeyrisdeild Barclays-banka f London.
smiðjur til að bæta framleiðsluna,
svo að hún standist betur sam-
keppni á heimsmarkaði. Iðnaður-
inn í Bretlandi varð hins vegar
ekki fyrir miklum skakkaföllum
af völdum stríðsins, og því var
lítið skeytt um að endurnýja verk-
smiðjur og tæknibúnað og bæta
framleiðsluna. Ein afleiðingin af
þessu var minnkandi framleiðni,
þ.e. framleiðsla fyrirtækis á ári
miðað við hvern starfsmann. Rfk-
isreknu bílaverksmiðjurnar,
British Leyland, höfðu á síðast-
liðnu ári tvöfaR minni framleiðni
en Volkswagen og Volvo sam-
kvæmt könnun er The Financial
Times lét gera.
Að sama skapi hefur útflutning-
ur Breta dregizt saman. önnur
könnun hefur leitt í ljós, að fyrir
tveimur áratugum lögðu Bretar
fram 30% af þeim varningi, sem
seldur var á heimsmarkaðnum, en
hlutur þeirra hefur dregizt veru-
lega saman og er aðeins tæp 8%
um þessar mundir. Hlutur
Vestur-Þjóðverja hefur hins veg-
ar vaxið frá 19% upp f 22% á
sama tímabili. Gjaldeyristekjur
Breta hafa minnkað og þeir, sem
einu sinni gátu veitt fé á báðar
hendur, eru orðnir skuldugri en
flestar aðrar þjóðir.
Svo virðist sem ein ástæðan til
þess að Bretar hafa farið aðrar
götur en flestar grannþjóðir
þeirra sé hið forna brezka fyrir-
bæri, stéttaskiptingin, sem þeim
hefur ekki enn tekizt að varpa
fyrir róða.
„I Bretlandi hefur aldrei verið
gerð bylting, og ég tel, að þess
sjáist glögg merki,“ sagði William
Pfaff, en hann var f starfshóp á
vegum Hudson Institude, sem fyr-
ir tveimur árum lagði fram niður-
stöður af víðtækri könnun á hag
Breta. „Hér úir allt og grúir af
gömlum hugmyndum um forrétt-
indi, stéttir og sæmd,“ bætti Pfaff
við. „Alls konar venjur, sem til-
heyrðu landbunaðarþjóðfélagi
miðalda, lifa hér góðu lffi og
koma fram jafnt í hugsunarhætti
sem og á ytra borði.“
Hagfræðingur, sem starfar á
vegum brezku stjórnarinnar, tel-
ur, að sósíaliskt stjórnarfar á
undanförnum þremur áratugum
hafi máð brott misrétti og stétta-
skiptingu fyrri tfma. En útlend-
ingar sjá málið hins vegar í öðru
ljósi og telja, að efnahagslegt
jafnrétti og þjóðfélagslegt jafn-
rétti sé ekki sami hluturinn.
Segja þeir, að Bretar séu flæktir
inn i alls konar reglur, siði og
venjur, og verði það afdrifaríkt
fyrir einstaklinginn, ef hann geti
ekki fótað sig eftir hinu flókna
mynztri.
„Hér skiptast menn i hreina
stétt og óhreina stétt,“ segir Ralf
Dahrendorf prófessor, en hann er
yfirmaður the London School of
Economics. „Þessi stéttaskipting
er sú elzta, sem þekkist í heimin-
um,“ bætti hann við.
Dahrendorf er af þýzku bergi
brotinn. Hann er merkur þjóð-
félagsfræðingur og starfaði áður
á vegum Efnahagsbandalags
Evrópu.
Hann sagði ennfremur: „Stétta-
skiptingin tengist öðru atriði, sem
stuðlar heldur ekki að auknum
hagvexti. Bretar eru yfirleitt
ánægðir með hlutskipti sitt, og
gera sér 11« far um að brjótast út
af þeim bás, sem þeim hefur verið
markaður. Þegar menn eru þann-
ig skapi farnir, þarf mikið átak til
að fá þá til að söðla um.
„Sums staðar er sú skoðún rlkj-
andi, að einstaklingsframtakið fái
flestu áorkað. Hér telja menn
hins vegar, að öruggasta leiðin til
að koma málum áleiðis sé, að þeir
taki höndum saman. Bretar vilja
gjarnan starfa I hópum, og sam-
keppni milli einstaklinga er þeim
ekki mjög að skapi. I Bandarfkj-
unum er þessu á annan veg farið.
Þar vill einstaklingurinn fá að
njóta sfn og taka þátt f kapphlaup-
inu.
Það er því ekki úr vegi að segja,
að tveir herir, sem hafa á að skipa
ánægðum hermönnum, takist á í
Bretlandi. Strfðið, sem þeir heyja,
má kalla „ við á móti þeim “.
Þessar væringar koma í veg fyrir
skynsamlegar viðræður milli at-
vinnurekenda og launþega, milli
Breta og innflytjenda frá Asíu og
milli Englendinga og Skota. Og
sakir þessa elda ríkisstjórn
Verkamannaflokksins og Ihalds-
flokkurinn grátt silfur saman og
jafnvel hinn róttæki armur
Verkamannaflokksins og hægri
armurinn, sem fer með stjórn.
En það furðulega er að þrátt
fyrir hið bága ástand efnahags-
mála, erjur hagsmunahópa, dug-
lausar ríkisstjórnir og stéttaskipt-
ingu, kann fólk yfirleitt vel við
sig f Bretlandi.
„Ég hef það á tilfinningunni, að
þessi eyja sé óbyggileg, og þess
vegna hafi fólk reynt að gera vist-
ina her þofanlega með því að sýna
samborgurunum sanngirni og lip-
urð,“ segir Dahrendorf. Hann
kveðst hafa sagt upp stöðu sinni
hjá Efnahagsbandalaginu og ráð-
ið sig til London, enda þótt því
hafi fylgt 80% kjararýrnun, og sé
hann hæstánægður með skiptin.
„Flestir þjóðverjar vilja helzt
búa á Italiu eða í Bretlandi, því að
þar líður þeim bezt,“ segir hann
að lokum.
Slje Jfelir Jlxxrk
Eftir Peter Kilborn
ar að tefla f mótinu af ýmsum
ástæðum, flestum stjórnmálalegs
eðlis. (Island ætlaði ekki að taka
þátt fyrst, af fjárhagsástæðum).
Fari svo, að næsta mót verði í
tran, skulum við vona að þjóðirn-
ar sameinist aftur f einu móti og
ágreiningur verði lagður á híll-
una. Talið er að um 5 milljónir
skákmanna séu félagar í þessum
90 löndum og þeir hafa efalaust
allir meiri áhuga á skák en stjórn-
málum og vilja taka sér í munn og
virða máltækið: „Gens una sum-
us“.
tslenzkt
skáksafn
Arið 1950, á 50 ára afmæli Tafl-
félags Reykjavfkur var gefin út
ein merkilegasta skákbók, sem
við eigum um fslenzka skáksögu,
en hún spannar þó fyrst og fremst
starfsemi T.R. frá árinu 1900 til
1950. I bókinni eru greinar eftir
þá Pétur Zóphóniasson, sem var
einn af stofnendum T.R. og helzti
brautryðjandi skáklistarinnar á
Islandi, Boga Th. Melsted, sem
ritar um Daniel Willard Fiske,
sem vakti svo mikinn áhuga á
skák um aldamótin 1900, Guð-
mund Arnlaugsson, sem ritar um
upphaf skákiðkunar á tslandi.
Síðan eru greinar eftir þá Þorlák
Ófeigsson, Elís Ó. Guðmundsson,
Baldur Möller og sfðast, en ekki
sfzt grMnar eftir ritstjóra bókar-
innar, Aka Pétursson. Að lokum
er f bókinni svokallaður bókar-
auki, sem er 60 skákir, sem fs-
lenzkir skákmenn hafa teflt á al-
þjóðamótum, eða frá fyrsta
Olympíumótinu sem tslendingar
tóku þátt í, Hamborg 1930, og til
ársins 1939. Valdar eru beztu
skákir Islendinga frá þessu tíma-
bili.
I þessari bók nefnir Áki Péturs-
son tvennt, sem hann taldi að
betur mætti fara. Honum finnst
vanta íslenzkt skákasafn frá
fyrstu tfð til dagsins í dag. Urval
beztu skáka á hverjum tfma ásamt
skýringum. Hitt atriðið, sem hon-
Pétur Zophóniasson
um fannst vanta, var skákmanna-
tal, eða stutt æviágrip þeirra
manna, er komið hafa við sögu
skáklistarinnar á tslandi. Undir
þetta má taka enn i dag, en þó
hefur örlitíð rætzt úr þessu. A
hverjum þeim alþjóðlegum mót-
um, sem haldin hafa verið hér-
lendis hefur stuttlega verið getið
skákferils viðkomandi, en vissu-
lega væri fróðlegt að hafa eina
slfka heildarskrá. Fróðlegt væri
að hafa á einni hendi skákir ts-
lendinga, sem þeir hafa teflt er-
lendis, á alþjóðlegum mótum hér-
lendis og úrvalsskákir á tslands-
þingum. Þá er greinilega kominn
tími til að halda áfram ritun skák-
sögu bæði stærsta taflfélagsins í
landinu og þróun skákarinnar frá
1950 á tslandi til dagsins f dag.
Ein gömul skák
Eftirfarandi skák var tefld i
Munchen 1936.
Sá, sem stýrir svörtu mönnun-
um, Erik Lundin, er enn lifandi
og teflir af krafti. Hann var Norð-
urlandameistari á árunum frá
1937 til 1945. Ásmundur Asgeirs-
son var Islandsmeistari árin 1931,
33, 34, 44, 45, 46. Ásmundur kem-
ur andstæðingi sinum á óvart þeg-
ar í 1. leik, en að öðru leyti verður
hún að birtast án skýringa, nema
hrópmerktir eru góðir leikir, en
spurningarmerki sett við hina
lakari.
Hvftt: E. Lundin (Svfþjóð)
Svart: Ásmundur Asgeirsson
Pólsk vörn.
1. d4 — b5!, 2. e4 — Bb7, 3. d5 —
Rf6, 4. Df3? — c6! 5. c4 — bxc4, 6.
Rc3 — cxd5, 7. exd5 — Dc7!, 8.
Bf4 — d6, 9. 0-0-0 — Ba6, 10. Rge2
— g6, 11. Rd4 — Bg7, 12. Be2 —
Rf6-d7, 13. De3 — Re5, 14. Kbl —
0-0 15. h4 — Rb8-d7, 16. h5 —
Db6, 17. Dh3 — Rf6(?), 18. Bxe5
— dxe5, 19. Rc6 — Hf-e8, 20. hxg6
— hxg6, 21. g4 — e4!, 22. f3? —
Rxd5!!, 23. Hxd5 — Bxc3, 24. Hd2
— Bg7!, 25. Bdl — Dxc6, 26. Hh2
— Df6, 27. fxe4 — Ha-b8, 28. e5 —
Dxe5 og hvftur gafst upp. Spenn-
andi og flókin skák, sem vakti
mikla athygli á sfnum tfma.
Lausn á skákþraut:
Við óskum þeim lesanda til
hamingju, sem tókst að leysa
þrautina á skemmri tima en hálf-
tíma, því flestir eru lengur en
það.
Fyrsti leikurinn er 1. Bc6! (fórn-
ar drottningunni) Hbl (Ef 1.
Hb2, 2. Bg2 — HxBg2, 3. Rf4 og
síðan DxHg2 er vonlaust fyrir
svartan). 2. Ke2 — HxDhl, 3.
Bg2!! — KxBg2, 4. Rf4 — Kgl, 5.
Kel — g2, 6. Re2 — mát.
Sannarlega æsandi og ævintýra-
legt.
Frá Skákþingi Norðurlanda Kaupmannahöfn 1946. — Talið frá vinstri: Áki Pétursson, Guðmundur S.
Guðmundsson, Ásmundur Ásgeirsson, Baldur Möller, Guðmundur Ágústsson og Vfglundur Möller.