Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976 t Eiginkona mín HELGA SVEINSDÓTTIR andaðis' i Borgarspitalanum 16. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Hans Hilariusson. t Eiginmaður minn og faðir GUÐMUNDUR ÁRNASON, simamaður, elliheimilinu Grund lézt 1 7. nóvember í Vifilsstaðaspítala Ástrós Jóhannesdóttir og dætur. t Maðurinn minn, RAGNARJÓHANNESSON, fyrrverandi skólastjóri andaðist i Borgarspitalanum þriðjudaginn 16 nóvember Ragna Jónsdóttir. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGURÐARDÓTTIR frá Hamraendum, Sæunnargötu 1, Borgarnesi, andaðist í Landspitalanum þann 16. nóv Sigurþór Helgason, Margrét Sigurþórsdóttir, Kristján Albertsson. Vignir Sigurþórsson, Ingibjörg Ringsted. og barnabörn. Eiginkona min + MARÍA GÍSLADÓTTIR. Laufási. Stokkseyri, lést 1 6 nóvember Guðmundur Pétursson. t GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR, Sæbóli. Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 20 nóv kl 1 0 30 Blóm vinsamlega afþökkuð Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Elliheimilið Sólvang Björg Sigurjónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Júliana Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Erlingsson, börn og barnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn ÞORKEL ERLEND JÓNSSON, bifreiðastjóra, Skólastfg 7, Bolungarvík, verður í Fossvogskirkju í dag 1 8 nóvember kl 1 3.30 Jarðsett verður i Bolungarvik Fyrir hönd vandamanna. Margrét Þorgilsdóttir. Sigurbjörg Vilhjálms- dóttir - Minningarorð Fædd 4. ágúst 1897 Dáin 12. nóv. 1976 Mér finnst ég ekki geta látið hjá líða að minnast minnar ágætu vinu og velgerðarkonu, frú Sigur- bjargar, með fáeinum orðum, þótt þau verði fátæklegri en hún ætti skilið, því henni á ég svo óendan- lega margt og mikið að þakka. Hennar heimili var mitt annað heimili i mörg ár. Þegar ég 18 ára gömul sveitastúlka þurfti að fara suður til náms, var erfitt að kom- ast inn á heimili í Reykjavík, ekki síður þá en nú, og var það áhyggjuefni hjá foreldrum min- um hvernig til tækist með það. Ég átti góða frænku i Reykjavík og til hennar var leitað með að út- vega mér dvalarstað. Það var mitt happ að hún átti góða vinkonu sem hún bað liðsinnis. Þetta var upphaf þess að ég komst á heimili þeirra frú Sigur- bjargar og manns hennar, Guð- mundar Kristjánssonar skipa- miðlara, að Hólavallagötu 5. Þetta var haustið 1940. Ég man hvað ég var feimin og óframfærin og fann til minnimáttarkenndar þegar ég allt í einu var komin inn á þetta glæsilega heimili, sveitastúlka norðan úr Húnavatnssýslu. En þessi tilfinning hvarf fljótt, þvl mér var strax tekið af þeirri alúð og ljúfmennsku eins og ég væri ein af fjölskyldunni og hélst það alla tið síðan. Á heimilinu var móðir Sigurbjargar, Ingibjörg 01- afsdóttir, elskuleg, fullorðin kona, sem sýndi mér ávallt móð- urlega umhyggju. Inni I herberg- inu hennar svaf ég og lærði alla þrjá veturna sem ég var I Kenn- araskólanum, og þar mátti með sanni segja að hjartarýmið var meira en húsrýmið. Það var ómetanleg gæfa mfn að vera tekin inn á þetta heimili, því þarna var ég ekki einn vetur held- ur þrjá og alltaf sfðar var þetta heimili mér opið þegar leiðin lá til Reykjavfkur, og þar fann ég mig alltaf heima. Ekki einungis ég naut þessara gæða, þvf yngri systkini mfn komu á heimilið hvert af öðru þegar þau fóru að fara suður hvort heldur var til náms eða starfa. Þetta þótti sjálf- sagt og ég held að Sigurbjörgu hafi þótt eins vænt um okkur syst- kinin frá Bakka og borið um- hyggju fyrir okkur eins og við værum hennar eigin börn. Og sýn- ir þetta best manndáð og dreng- lyndi þessarar ágætu konu. Við höfum áreiðanlega ekki kunnað að meta þetta eins og vert var, þvf okkur er svo gjarnt að taka allar velgjörðir sem sjálfsagðan hlut. Ég skil það kannski betur nú hversu mikils virði þetta var okk- ur og foreldrum okkar, sem voru að senda börnin sín hvert af öðru að heiman. Það var vissulega ekki sjálfsagður hlutur að taka vanda- lausa unglinga inn á heimilið, út- vega þeim vinnu og liðsinna á allan hátt, en þetta gerðu þau hjón af slfkri alúð að ekki gleym- ist. Hús þeirra var opið fyrir æðri sem lægri. Þau áttu marga vini og vandamenn og alltaf var sjálfsagt að taka þeim opnum örmum. Slfk var reisn þeirra hjóna. Þær voru líka margar vinkonur hennar Sig- urbjargar á þessum árum sem komu til hennar með sfn vanda- mál. Þau voru rædd meðan drukkið var nýlagað kaffi með heimabök- uðum kökum. Og þær fóru ábyggi- lega glaðari og hressari til baka. En þessar ágætu konur sem svo oft komu á Hólavallagötuna með- an ég var þar, eru flestar horfnar yfir landamærin á undan Sigur- björgu. Sigurbjörg var sérstaklega mik- il húsmóðir f þess orðs fyllstu merkingu, hreinlæti og vand- virkni í einu og öllu voru henni í blóð borin. í matargerð var hún snillingur. Vera mín á heimili hennar var minn húsmæðraskóli sem ég hefi ætfð búið að. Sigurbjörg var fædd f Dísukoti í Þykkvabæ 4. ágúst 1897, dóttir hjónanna Ingibjargar Ólafsdóttur og Vilhjálms Hildibrandssonar. Með foreldrum sfnum og bræðr- um sfnum Olgeir, Ingvari og Kristni, sem allir eru þjóðkunnir menn, fluttist hún að Vetleifs- holti i Rangárvallasýslu er hún var 10 ára og ólst þar upp á mann- mörgu myndarheimili. Ung fór hún til Kaupmannahafnar og lærði þar fatasaum. Að námi loknu kom hún heim og rak saumastofu f Reykjavfk um ára- bil, eða þar til hún giftist 12. ágúst 1931 Guðmundi Kristjáns- syni, skipamiðlara, sem þá var ekkjumaður. Hann var sérstakur höfðings- og öðlingsmaður sem öllum vildi vel. Þau áttu eitt glæsilegasta heimili í Reykjavfk á sinum tfma. Þeim varð ekki barna auðið, en reyndust eins og áður er getið mörgum unglingnum sem faðir og móðir. Guðmundur lézt árið 1949. Hún hélt áfram heimil- inu í sömu skorð anda, meðan kraftar og heilsa leyfðu. A sfðast- liðnum vetri var heilsa hennar orðin það léleg að hún gat ekki verið heima lengur. Og seinustu mánuðina dvaldi hún á Hrafnistu og þar naut húnönnunar, það sá ég þegar ég heimsótti hana fáum dögum áður en hún lézt. Þá var hún orðin það máttfarin að hún mátti ekki mæla. Eg sá að skilnað- arstundin nálgaðist og var þakk- lát fyrir að hafa getað heimsótt hana. Og nú kveðjum við systkinin Sigurbjörgu með innilegri þökk fyrir allt það sem hún var okkur fyrr og sfðar. Guð launi henni það allt og blessi minningu hennar. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. A þessum tlmum hraða og lffs- gæðakapphlaups hættir manni til þess að veita sfnu nánasta sam- ferðafólki of litla athygli, og telja samfylgdina sem sjálfsagðan hlut, þar til að hinztu kveðjustund kemur. Þá er staldrað við og fcr- tíðin skoðuð. Þannig er með mig, þegar velgjörðarkona mfn kveður nú þennan heim. I huganum end- urlifi ég það þegar ég sem ung- lingur flögraði úr hlýju hreiðri foreldra minna I kyrrlátu sveit- inni beint hingað á mölina. Þetta var mikið stökk og það, hve mjúk- lega ég kom niður úr þvf, á ég því að þakka að mér var, af foreldrum mfnum, vísað að dyrum heiðurs- hjónanna Sigurbjargar Vilhjálms- dóttur og Guðmundar Kristjáns- sonar, skipamiðlara, sem stóðu mér opnar upp á gátt, með þeim orðum þeirra að ég væri velkom- inn sem einn af fjölskyldunni. Og það voru ekki orðin tóm. Fljótlega fannst mér sem þau væru mér að vissu leyti sem aðrir foreldrar. Slík var umhyggjusemi þeirra. Eftir að Guðmundur andaðist 4. apríl 1949, hélt Sigurbjörg ein uppi reisn heimilisins, þó vissu- lega væri þar skarð fyrir skyldi, þvf Guðmundur var einstakt val- menni. Þegar ég stofnaði mitt eigið heimili f skjóli Sigurbjargar, bar kona mín fljótlega sömu tilfinn- ingar og traust til hennar og ég. Hún var okkur ómetanlegur vin- ur og ráðgjafi og gerði af einlægni + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Steingrímur Hermannsson, Pállna Hermannsdóttir Edda Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, og barnabornin + Alúðarþakkir fvrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall ELÍNBORGAR LÁRUSDÓTTUR skáldkonu Ingimar Jónsson Lárus Ingimarsson Jón Ingimarsson Elfn Guðmannsdóttir okkar áhugamál að sínum, t.d. bar hún mikla umhyggju fyrir elstu dóttur okkar sem tifaði fyrstu sporin undir hennar þaki, og ber hún nafn hennar. Sigurbjörg var ræðin og skemmtileg kona og bar með sér hressilegan andblæ. Hún var geð- rfk og sagði hispurslaust mein- ingu sína og mun ef til vill stund- um hafa verið misskilin af þeim sem of lftið þekktu hana. Hún var traustur vinur vina sinna, og ótal- in voru spor hennar til þeirra sem hún vissi sjúka og einmanna. Undanfarin ár olli sjúkdómur, sem lýsti sér sem stöðugt vaxandi minnisleysi, Sigurbjörgu miklum hugarkvölum, fannst henni hún ekki vera samræðuhæf lengur, svo þessi félagslynda kona dró sig því mjög f hlé. Dauðinn mun þvf hafa verið henni þráð lausn. Það er trú mfn að öllum gjörð- um okkar hér á jörð sé til haga haldið og séu hafðar sem eink- unnir á prófinu mikla sem allir verða að þreyta, og þvi efast ég ekki um að Sigurbjörg innritast nú inn í eilffðina með ágætiseink- unn. Með þakklátum huga kveðjum við hana og óskum henni guðs blessunar. Bjössi. — Skemmti- stund Framhald af bls. 13. óskammfeilna táningsstelpa er og soninn leikur Gissur Baldursson. Þar hygg ég að sé gott leikaraefni á ferðinni, þvf hann sýnir góð tilþrif. Þá eru smáhlutverk í höndum Inga Ingasonar og Gróu Hafdísar Agústssonar, sem leikur vin- konuna, sem sýnir fagmann- lega framkomu á leiksviðinu og býr ugglaust yfir sitthverju í þágu Thalíu. Það var auðséð á Venjulegu fólki að hjá Leikfélagi Þorláks- hafnar er samtaka fólk og áræð- ið og slfkt skiptir mestu máli hjá leikfélögum áhugamanna. Það er glettilega mikið af góð- um leikurum í hópi áhugafélag- anna víðs vegar um land og það var skemmtilegt að vera á sýn- ingu Þorlákshafnarbúa f Félagsheimili Kópavogs. Þeir sýndu að óeigingjarnt starf þeirra f þágu félagslífs sinnar byggðar og f þágu leiklistarinn- ar ber árangur. Vottur um það voru móttökur leikhúsgesta, þar sem fjölmargir af atvinnu- leikurum borgarinnar sátu á áhorfendabekkjum. Hví ekki að gefa leikfélögum landsbyggðarinnar kost á að sýna verk sfn fÞjóðleikhúsinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.