Morgunblaðið - 25.11.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.11.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 JMtangtsitirlfifrife Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjorn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Tíföld verðbólga undir verðlagshöftum Alþýðubandalagið er í forystu pólitískrar baráttu á íslandi fyrir samkeppnishöml- um og haftabúskap i þjóðfélag- inu. Það hefur ekkert lært og engu gleymt síðan íslendingar gengu í gegnum skömmtunar- seðla- og biðraðatimabilið, sem yngri kynslóðin þekkir aðeins af afspurn en hinir eldri af biturri reynslu. - í skjóli vöru- þurrðar blómstraði hér svartur markaður á hvers konar varningi, sem færði lögbrjótum skattfrjálsar tekjur. Pólitísk út- hlutun innflutningsleyfa bauð og upp á spillíngu, sem óþarfi er að tíunda frekar. Það sem að almenningi sneri var, að þetta fyrirkomulag bauð hvorki upp á það vöruúrval né það verðlag, sem þjónaði hagsmunum neyt- andans Þvert á móti Eftir að slakað var verulega á verzlunarhöftum gjörbreyttist •allur verzlunarmáti til hins betra. Vöruúrval fyllti verzlanir. Svartur markaður og skömmtunarseðlar hurfu Rikið gat skattlagt allan innflutning og vörudreifingu í landinu. Verzlunarsamkeppni sagði til sín á ný, þó nokkrar hömlur hafi þar á verið fram á þennan dag Hvað veldur þá mun hærra vöruverði hér á landi en i nágrannalöndum? Þar á kunna að vera margar skýringar, sem að hluta til skulu hér raktar. í fyrsta lagi bætist víðbótar- kostnaður á vöru vegna flutnings frá framleiðslulandi (farmgjöld, umbúðakostnaður, vátrygging, út- og uppskipun, geymslukostnaður o.fl ). Þetta er skiljanlegur viðbótarkostn- aður, sem ætti raunar að auð- velda þéttbýlisbúum að skilja kvartanir landsbyggðarfólks yfir hærra vöruverði úti á landi, sem á rætur að rekja til sams konar ástæðna. í öðru lagi er skattlagning ríkisins. tollur, vörugjald og söluskattur Toilur á vörur er að vísu mismunandi en hann getur í sumum tilfellum meir en tvöfaldað innflutnings- verðið Vörugjald hækkar síðan vöru um 18% og söluskattur enn um 20%. Þessi þríþætta ríkissköttun, sem öll kemur fram í vöruverði, hefur tvenns konar tilgang: að afla rikissjóði tekna og vera hemill á óeðli- lega mikinn innflutning og gjaldeyriseyðslu. Hún er og í samræmi við það sjónarmið, sem á nokkurt fylgi með þjóð- inni, að hverfa frá tekjusköttun til eyðslusköttunar. í þessu sambandi má minna á að Alþýðuflokkurinn hefur lýst yfír þeirri stefnumörkun, að horfíð skuli alfarið frá tekjusköttun á launatekjur en eyðsluskattar, hækkaðir að sama skapi, sem þá hlyti að koma fram í hærra vöruverði. í þriðja lagi kann að koma til sú ástæðan, að verðlagsreglur hér hvetja sízt til hagstæðra vöruinnkaupa erlendis frá. Verðlagseftirlit, sem byggir á fastri prósentuálagningu, þýðir í raun, að því hærra sem inn- flutningsverð vöru er, því fleiri krónur koma í álagningu á hverja vörueiningu. Kaupsýslu- menn hafa oftsinnis bent á þessa staðreynd — og erlendis eru heilbrigðar samkeppnis- reglur í verzlun meginkrafa neytendasamtaka í verðsamanburði hér og er- lendis og verðlagsþróun hér og erlendis er óhjákvæmilegt að hafa hlíðsjón af þeim verð- myndunarreglum sem gilda i viðkomandi löndum og þeim afleiðingum, sem reynslan hefur leitt i Ijós í framkvæmd þeirra. Hér skal varpað Ijósi á þróun þessara mála i þremur löndum sl. 1 5 ár: Vestur- Þýzkalandi, Noregi og íslandi. í Vestur-Þýzkalandi, þar sem frjáls verðmyndun rikir og sam- keppnishömlur eru bannaðar, hefur verðlag hækkað um 76% á 15 árum. í Noregi, þar sem eftirlit er haft með verðlags- hömlum, hefur verðlag hækkað litið eitt meira á þessu tímabili, eða 132%. En hver hefur þróunin orðið hér á landi, þar sem righaldið hefur verið í samkeppnishömlur og verð- myndunarhöft? í stað 76% hækkunar í V-Þýzkalandi og 132% hækkunar í Noregi, hefur verðlagshækkun hér orðið hvorki meira né mínna en 785%. Sú hefur orðið reynslan af frjálsri verðmyndun annars vegar og verðlagshömlum hins vegar Ýmsar aðstæður valda því að verðlag hlaut að hækka örar hér en í tilgreindum saman- burðarlöndum, sem of langt mál væri að tiunda frekar hér. Þær aðstæður réttlæta þó engan veginn meir en tifalt örari verðlagshækkanir hér á landi á við þær sem orðið hafa í V-Þýzkalandi, þar sem frjálsir verzlunarhættir ríkja. En er ekki kominn tími til að forsvarsmenn neytenda og launþega í landinu hyggi að þeim lexíum, sem reynslan hefur lagt þeim upp í hendur, annars vegar af frjálsri verð- myndun og afnámi samkeppnishamlanna í Vestur- Evrópu, bæði þar sem frjáls- hyggjumenn hafa stjórnað og sósíaldemókratar, og hins vegar af verðmyndunarhöftun- um hér, þar sem verðlags- hækkanir hafa reynst tífalt örari? Hvernig væri að fá um- sagnir neytendasarhtaka og launþegasamtaka i viðkomandi löndum um þróun verðlags- mála og afstöðuna til þeirra? Er ekki kominn tími til að draga rétta lærdóma af reynslu ann- arra — og eigin axarsköftum? Veilur þess kerfis, sem við höfum búið við, skera i augu, en þær undanþiggja ekki íslenzka verzlunarstétt rétt- mætri gagnrýni. Þar er efalitið misjafn sauður í mörgu fé eins og í öðrum starfsstéttum. Og það má ekki líðast að örfáir varpi skugga á heildina, eins og hugsazt getur. í því efni þarf verzlunarstéttin sjálf að vera vel á verði En fyrst og fremst þarf hún með kynningarstarfi að eyða tortryggni — og skapa trúnaðartraust milli sín og almennings í landinu. Það er allra hagur Sfmon Jóh. Agústsson: BÖRN OG BÆKUR I—II. Bókaútg. Menningarsjóðs. Rvfk 1972-76. ÞETTA er árangur mikils háttar rannsókna á lestrarvenjum og bókmenntasmekk barna og unglinga sem Simon Jóh. Ágústsson sendir nú frá sér. Börn og unglingar eru þverskuröur þjóðfélagsins, er ekki svo, misjöfn eins og aðrir, og því má sú mynd sem af þessu fæst vera dæmigerð fyrir heildina. Að vísu orti Laxness þegar hann var ungur (í gamni og alvöru, kannski): „Mannabörn eru merkileg, mikið fæðast þau smá, þau verða leið á lestri i bók, en lángar ð sofa hjá.“ Hvað sem liður sannleiksgildi þessara orða er svo mikið víst að börn lesa mikið en verða sum leið á því þegar aldur færist yfir. Sumt, sem fram kemur í þessari rannsókn, hefði undirritaður talið ósennilegra en svo að þess þyrfti rannsóknar við. Til að mynda kemur á daginn að börn glugga í afmælis- og minningargreinar í dagblöðum og hver skyldi hafa trúað því? Hitt var að vísu vitað að ýmislegt blaðaefni freistar barna, t.d. myndasögur. Meðal bóka, sem börn lesa gjarnan, ber mikið á þýddum barnareyfurum og annars konar erlendu skemmtiefni. Ekki er smekkur árengja og telpna eins fremur en fullorðinna karla og kvenna. Drengir vilja h,asar, stúlkur glansmyndir af hamingju- rlku lífi. „Hinn harði, skelfilegi Skugga-Sveinn heillar drengi meira, en ástarævintýri Haralds og Ástu stúlkur," upplýsir Símon Jóh. Ekki gest drengjum að vera líkt við stelpur, þeir vilja vera karlmenni. Því kemur tæpast á óvart að þeir sniðganga telpna- bækur. Hins vegar minnkast telpur sín ekki fyrir að lesa drengjabækur. Eða svo stuðst sé við orð Símonar Jóh.:... fyrir kemur, að stúlkur lesi drengja- bækur mikið, en mjög sjaldgæft er, að drengir lesi að ráði bækur, þar sem telpur eða stúlkur koma eingöngu við sögu.“ Þetta er athyglisvert. Hugsan- lega eru hér á ferðinni áhrif vegna aðstöðumunar karla og kvenna í samfélaginu. Ekki er þó einhlítt að skýra það svo. Margt, sem við kennum samtíðinni, Sfmon Jóh. Ágústsson Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON sem sanna. Að lesa aftur og aftur um sömu persónurnar verður þá likt og hitta sífellt kæran vin. Sfmon Jóh. getur þess i formála að rit sitt sé enginn skemmtilest- ur. Það hygg ég og sannast mála. I fyrra bindinu er nokkuð um tölfræðilegar upplýsingar. í seinna bindinu er ennþá meira byggt á tölum. Eins og titt er um skýrslur af þessu tagi eru tölurn- Hvað lesa börnin? dregur I rauninni slóða aftur i gráa forneskju. Meðal íslenskra barnabóka- höfunda ná þau helst til barna Jenna og Hreiðar Stefánsson og Ármann Kr. Einarsson. „Öddu- bækurnar (flokkabækur) eftir Jennu og Hreiðar lesa stúlkur mikið til 12 ára aldurs, eins og drengir lesa bækur eftir Armann Kr. Einarsson,“ að sögn Símonar Jóh. Kvæði hafa börn lært utan- bókar svo lengi sem sögur herma. Fram kemur á þessum rannsókn- um að smekkur telpna og drengja er nokkuð mismunandi, einnig á því sviði. Vinsælli með drengjum en stúlkum eru sögu- og frá- sagnarljóð. Vinsælli með stúlkum eru hins vegar ijóð um heimilið, foreldra og bernskuminningar. Þá sýnist mismunandi hvernig börn lesa bækur miðað við full- orðna. Fullorðnir lesa bók sjaldan nema einu sinni, hvort sem þeim þykir hún góð eða vond, skemmtileg eða leiðinleg. En fái barn mætur á bók getur það lesið hana aftur og aftur. Þvi mun líkast til valda fersk trúgirni barnsins. Þó það viti að saga sé skáldskapur meðtekur það hana ar látnar tala sinu máli. En höf- undur skeggræðir þó á milli um niðurstöðurnar og er þar margt spaklega athugað. Þetta eru undirstöðurannsóknir sem byggja má á og byggt verður á. Barna- og unglingabókmenntir hafa verið talsvert til umræðu undanfarin ár. Mörg orð hafa ver- ið sögð og skrifuð um barna- bækur og barnabókahöfunda, sum af sýnu meiri hleypidómum en ígrundun. Raunar hafa um- ræðurnar fremur snúist um þjóð- félagið en bækurnar, menn hefur sem sé greint á um hvers konar óskaþjóðfélag eigi að innræta börnunum með hjálp bókanna. Að einu leyti hafa þessar um- ræður orðið gagnlegar: þær hafa beint augum almennings að barnabókum sem bókmennta- grein. Fyrir bragðið munu fram- vegis gerðar strangari kröfur tii barna- og unglingabókahöfunda en fyrrum og það er hollt, bæði fyrir þá og lesendur þeirra — börnin. í þessu ýtarlega riti eru stað- reyndirnar lagðar á borðið og getur svo hver og einn dregið af þeim þær ályktanir sem hann hefur dómgreind og vilja til. Sigurður Guðjónsson: 1 LEIT AÐ SJÁLFUM SÉR. Iðunn 1976. 1 leit að sjálfum sér er safn greina eftir Sigurð Guðjónsson. Flestar þeirra held ég að hafi áður birst i blöðum (Lesbók Morgunblaðsins, Þjóðviljanum og víðar). Að minnsta kosti koma þær kunnuglega fyrir sjónir. Sigurður er lærisveinn Þór- bergs. Aðdáun hans á meistaran- um lýsir í gegn um allt sem hann skrifar, stundum með of áberandi hætti. En 1 leit að sjálfum sér er eins og nafn bókarinnger gefur til kynna leit ungs manns og um leið ungs höfundar að einhverju hald- r Sigurður Guðjónsson I fótspor meistarans föstu í tilverunni. Þetta er óvenju hreinskilin bók eins og fyrri bók Sigurðar Truntusól og þótt Sig- urður sé ekki laus við ýmsa frasa sem menn fá ókeypis frá vinstri er hann höfundur sem vert er að kynnast og fólk ætti að lesa. Mörg viðkvæm mál, einkum þau sem snúast um ungt fólk og fíkniefni, eru rædd á opinskáan hátt. Sigurð skortir ekki einlægni og hefur það hugrekki til að bera sem rit- höfundum er nauðsynlegt. í Nokkur orð um hippa og fleira segir hann til dæmis: „Hippar berjast fyrir ytra friði af því að án hans er ógjörlegt að finna hinn innra frið, sem i okkur býr, en takmark allra sannra hippa er að höndla hann.“ Ef við breytum hippaorðinu I mann og segjum takmark allra sannra manna sé að finna innra frið, hvað skilur þá að mann og hippa? Ekkert. En ef allir menn færu að lifa hippalifi myndu þá ekki hipparnir snúa sér að hvers- dagslegu mannlífi? Sigurður vitn- ar til könnunar Arnolds Toynbees á hippahreyfingunni í San Fran- sisco, en Toynbee „segir að meiri- hluti þess fólks, sem gerist hipp- ar, sé frá efnuðum heimilum, sem séu þess megnug að veita þvi flest Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þau gæði, er keypt verði fyrir peninga og kosta það til þeirrar menntunar sem hugur þess girn- ist, er aftur opni þvi leiðir til feitra embætta, auðs, valda og metorða." „En þetta fólk kærir sig bara ekkert um það“, ályktar Sigurður. Það sem í raun gerist er að sumir verða undir og veslast upp, aðrir hverfa til borgaralegra lifnaðarhátta. Ætli Sigurður taki ekki of djúpt í árinni (honum hættir til þess) þegar hann fyllyrðir að á Islandi sé „gróðasjónarmið svo blygðunarlaust og harðsvirað, að menn myndu ekki hika við að þurrka upp Mývatn eða sprengka Almannagjá í loft upp, ef þeir græddu á þvi nokkrar krónur." Sem betur fer eru íslendingar að vakna til vitundar um mikilvægi náttúruverndar. Margar hugleiðingar Sigurðar í í leit að sjálfum sér eru skemmti- egar og innblásnar. Ýmsir smá- munir hans og athuganir um fólk gefa bókinni gildi. Aftur á móti er hann ekki vandlætari á sama hátt og Þórbergur; til þess hefur hann ekki húmorinn gullvæga. Hann er of samanbitinn í bræði sinni og eins og fleiri vanþakklátur því þjóðfélagi sem þrátt fyrir alla galla sína gefur honum tækifæri til að tjá hug sinn. Pólitískt stend- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.