Morgunblaðið - 25.11.1976, Side 23

Morgunblaðið - 25.11.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976 23 Hallalaus ríkisbúskapur: Launa- kostnaður hækkar um 49,8%o Matthfas Á Mathiesen, fjárrnálaráðherra, flytur fjárlagaræðu sfna á Alþingi. LAUNAKOSTNAÐUR rfkisins hækkar samkvæmt fjárlagafrum- varpinu um 5804 milijónir króna eða 49.8%. Stafar þessi hækkun að mestum hluta af umsömdum launahækkunum en einng af auk- inni rekstrarþátttöku rfkisins f nokkrum stofnunum, vanmati launatalna f sfðustu fjárlögum og auknum umsvifum einstakra stofnana. Umsamdar launahækkanir i þremur áföngum, þ.e. 6% 1. októ- ber, 5% 1. febrúar og 4% 1. júli hækka launakostnað um 37.7%. Afgangurinn af hækkuninni, 12.1%, stafar svo af ýmsum öðr- um hækkunum. Um er að ræða breytta rekstrarþátttöku rikisins varðandi verzlunarskóla og að nokkru leyti Iðnþróunarstofnun Islands. Auk þess koma til nýir skólar eða mjög veruleg kennslu- aukning, svo sem við fjölbrauta- skólana í Breiðholti, Flensborg og á Suðurnesjum. Þá sýndi samanburður við reikningstölur 1975, sem nú lágu fyrir við fjárlagagerð, að launatöl- ur voru i nokkrum tilvikum van- metnar í fjárlögum 1976 og var sérstaklega gerð leiðrétting á þeim til að koma málum á raun- hæfari grundvöll. Er hér einkum um að ræða löggæzlukostnað i sýslumannsembættum, embætti lögreglustjórans í Reykjavík, lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli, Litla-Hraun og bifreiðaeftir- lit, stundakennslu i grunnskólum, menntaskólum, Tækniskólanum, Stýrimannaskólanum i Reykja- vik, Vélskóla Islands, Hjúkrunar- skólanum, iðnskólum og héraðs- skólum, skattstofur og loks launa- greiðslur vegna tónlistarfræðslu, en þar hefur þátttaka rikisins ver- ið aukin. Þá hækkar launakostnaður við Landhelgisgæzluna, framleiðslu- eftirlit sjávarafurða og veiðieftir- lit nokkuð umfram taxtahækkan- ir vegna aukinna umsvifa, svo og kostnaður vegna stundakennslu í háskólanum og kennaraháskólan- um vegna f jölgunar nemenda. Loks verður veruleg umfram- hækkun á lifeyri og á launakostn- aði vegagerðar, þótt i siðara til- vikinu sé fremur um breytilega flokkun útgjalda að ræða en raun- verulega magnaukningu. Hlutur ríkisútgjalda í þjóðartekjum 29,5% Aðhald í ríkisútgjöldum og samdráttur ríkisfram- kvæmdaliður í viðnámi gegn verðbólgu og viðskiptahalla 136 m. kr. greiðsluafgangur - 2.252 m. kr. niður- greiðsla á skuldum við Seðlabankann MORGUNBLAÐIÐ lætur frá sér fara í dag fjórblöð- ung með nokkrum fróð- leikskornum um frumvarp til fjárlaga komandi árs, sem nú er til meðferðar í fjárveitinganefnd Alþing- is. t framhaldi af fjárlaga- ræðu Matthíasar Á. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sem birt var í blað- inu fyrir nokkru, vóru bornar upp nokkrar spurn- ingar við hann til árétting- ar nokkrum meginatrið- um, sem máli skipta við athugun fjárlagafrum- varpsins. # Hver er hlutfallsleg hækkun rikisútgjalda 1977, samkvæmt áætlunum fjár- lagafrumvarpsins, miðað við raunútgjöld rikissjóðs á yfirstandandi ári? Svar ráðherra: Hækkun ríkisútgjalda 1977, skv. frumvarpinu, frá áætlaðri útkomu 1976 er 19.9% á sambærilegum grundvelli, þ.e. án olíu- gjalds bæði árin. # Hvert verður (1977) og hefur verið hlutfall ríkisút- gjalda í vergri þjóðarfram- leiðslu, þ.e. hlutfall ríkis- eyðslu í þjóðartekjum? Svar ráðherra: Árið 1975 var þetta hlut- fall 31.5%. í ár, 1976, verð- ur þetta hlutfall 29.5% og áætlað hlutfall á næsta ári, skv. frumvarpinu, er hið sama, 29.5%. # Hver er hlutfallslegur vöxtur rekstrarútgjalda ríkisins, samkvæmt frum- varpinu, í samanburði við vöxt þeirra tvö hin næstu ár á undan? Svar ráðherra: Hlutfallslegur vöxtur á rekstrarreikningi sam- kvæmt fjárlagafrumvörp- um undanfarinna ára hef- ur verið þessi: Árið 1975 52.2%, 1976 21.5%, 1977 38.5%. Hækkunin 1977 er til- greind án olfugjalds. Hlut- fallið lækkar niður í 30.6%, ef ekki eru taldar með sérstakar hækkanir fram í tímann. # Hver er samdráttur (magnminnkun) ríkis- framkvæmda samkvæmt frumvarpinu, miðað við tvö undanfarin ár? Svar ráðherra: Magnbreyting rfkisfram- kvæmda, skv. A- og B-hluta fjárlaga og frumvarps fyr- ir árið 1977, er þessi. Árið 1975 óx þessi fram- kvæmdaliður um 22.6%, ef meðtalin er hækkun skv. lögum nr. 11/1975 um efnahagsráðstafanir. Á yf- irstandandi ári verður samdráttur sem nemur 0.2%. Og áætlaður sam- dráttur skv. frumvarpinu fyrir árið 1977 er 18.0%. # Hver eru helztu ein- kenni fjárlagafrumvarps- ins miðað við efnahagsleg markmið ríkisstjórnarinn- ar? Svör ráðherra: ,,A) Dregið er úr opinber- um framkvæmdum f þvf skyni að minnka þörfina fyrir erlendar lántökur og stuðla þannig að minnkun viðskiptahallans gagnvart útlöndum. B) Á það er lögð áherzla, að fjárlögin og fram- kvæmd þeirra verði halla- laus, enda eru útgjöld met- in á raunhæfari hátt en áður. Með þessu er stuðlað að því að draga úr verð- bólguhraðanum, einkum þegar haft er í huga, að auk 136 m.kr. greiðsluaf- gangs í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir 2.252 m.kr. afborganagreiðslum til Seðlabankans. C) Enda þótt dregið sé úr opinberum framkvæmdum að raungildi, er þó gert ráð fyrir það háu fjárfesting- arstigi í þjóðfélaginu á næsta ári, að full atvinna ætti að vera tryggð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.