Morgunblaðið - 25.11.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 25.11.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 29 „Að vita af skoðana- bræðrum sínum eyk- ur mönnum kjarkinn” — rætt við Halldór Sigurðsson, formann Félags sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi — HVERFAFÉLÖGIN eru eins og nafnið gefur til kynna samtök sjálfstæðisfólks í hverf- um Reykjavikur. Félögin eru starfsvettvangur þeirra ibúa viðkomandi hverfis, sem vilja taka þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins, hvort sem það er að þjóð- eða borgarmálum. Stjórn- ir félaganna eiga að vera tengi- liðir milli fólksins í hverfinu og þeirra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem gegna trúnaðar- störfum fyrir hann. Félögin eru líka ekki síður mikilvæg til að stuðla að kynnum meðal félag- anna, því það að vita af skoð- anabræðrum slnum eykur mönnum kjark. Á þessa leið fórust Halldóri Sigurðssyni, formanni Félags Sjálfstæðismanna í Laugarnes- hverfi, orð, er við ræddum við hann. — Sameiginlegt áhugamál þeirra, sem þátt taka í starfi hverfafélaganna er vilja stuðla að framgangi sjálfstæðis- stefnunnar og vexti Sjálfstæðis- flokksins. Fundir, ýmist smáir eða stórir, eru haldnir á vegum félaganna og þar geta íbúar hverfisins skipst á skoðunum við forustumenn flokksins og komið á framfæri hugmyndum sinum. Með þátttöku I félögum sjálfstæðismanna gefst fólki einnig tækifæri til að hafa áhrif á stefnu, félagsstarf og val forystumanna Sjálfstæðis- flokksins. — Þó það hverfi, sem ég bý I sé fremur fámennt og litlar breytingar séu I hverfinu, eru jafnan ýmis mál, sem betur mættu fara. Með þátttöku I hverfafélaginu getur fólk sam- einast um framfaramál hvefis- ins og unnið að framgangi þeirra við borgaryfirvöld. — Fólk, sem hefur áhuga á þjóðmálum, sagði Halldór, á að skipa sér I þann stjórnmála- flokk, og undir þá stjórnmála- stefnu, sem það telur best falla að sinni lífsskoðun. Þátttaka I starfi stjórnmálaflokks er leið- in til að hafa áhrif á framgang Halldór Sigurðsson. mála, þvl samkvæmt stjórn- kerfi okkar kjósum við stjórn- málamennina til að vinna að málum okkar. Vilji fólk stuðla að umbótum I málum þjóðar- innar á grundvelli einstaklings og atvinnufrelsis með hags- muni allra hópa þjóðfélagsins fyrir augum, á það að skipa sér i raðir sjálfstæðismanna. Vmis öfgaöfl reyna allt til að spilla þeim árangri, sem þegar hefur náðst og vilja allt rífa niður. Það er þvl virkileg þörf á því að fólk, sem vill sporna við fótum, standi vörð um stefnu Sjálf- stæðisflokksins, því án frjálsra einstaklinga og frelsis til at- hafna eru dagar lýðræðisins brátt á enda. „Þriðjungur laun- þega sjálfstæðisfólk” - rætt við Pétur Hannesson, formann Oðins — Því er ekki ósjaldan haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé eingöngu flokkur kaup- manna og atvinnurekenda, en þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Launþegar eru fjöl- mennur hópur innan Sjálf- stæðisflokksins og sennilega er ekki langt frá lagi að segja að þriðjungur launþega I laun- þegasamtökunum séu fólk, sem er flokksbundið sjálfstæðisfólk eða aðhyllist skoðanir Sjálf- stæðisflokksins. Málfunda- félagið Óðinn er félagsskapur sjálfstæðisfólks I launþegasam- tökunum I Reykjavík og vett- vangur þess fólks til að ræða saman um sín mál og kynna forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins viðhorf sin til mál- efna launþega á hverjum tíma, sagði Pétur Hannesson, formað- ur Óðins, er við ræddum við hann. — Óðinn er stofnaður til að gefa sjálfstæðisfólki úr laun- þegahreyfingunni tækifæri til að hafa áhrif á stefnu flokksins I málefnum launþega og I þjóð- málum almennt. Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur allra stétta og innan hans rúmast bæði launþegar og atvinnurek- Já. Pétur Hannesson endur. En launþegar verða líka á hverjum tlma að vera vakandi afl innan flokksins og mynd sér sjálfstæðar skoðanir á eigin málum. Launþegasamtökin eru vettvangur kjarabaráttunnar, en þjóðmálabaráttan á að eiga sér stað I stjórnmálafélögunum. — Félagsstarf Óðins byggist aðallega á almennum félags- fundum og fræðslufundum, þar sem félögunum gefst tækifæri til að fræðast I sumum tilvikum Framhald á bls. 31 ENDURNYJUN ELDRI HVERFA Hætt er við tengibrautina upp I gegnum Þingholtin og Grettisgötu. En tenging er áformuð milii Hverfisgötu og Tryggvagötu, þar sem sést á myndinni. Tryggvagatan er næst og Hverfisgatan efst á myndinni. Framhald af bls. 13. brött og auka má nýtingu með því að leyfa kvisti TILLIT TEKIÐ TIL FORMS OG ÚTLITS HVERRAR BYGGINGAR í samþykkt skipulagsnefndar er fjall- að um nýtingarhlutfall og hámark bygginga Þar segir: Nýtingarhlutfall Skipulagsnefnd álítur að ákvæði um nýtingarhlutfall verði einungis notuð til viðmiðunar og séu látin gilda fyrir hverja lóð á skipulagssvæðinu Skipu- lagsyfirvöldum sé heimilt að hækka þetta nýtingarhlutfall, ef um samein- ingu á lóðum er að ræða eða meiri háttar uppbyggingu, sem stuðlar að bættu umhverfi að mati skipulagsyfír- valda, einnig ef um er að ræða að byggt sé upp I skörð og ef rótgróin fyrirtæki æskja stækkunar á svæðinu Einnig getur nýting ibúðabygginga á framkvæmdasvæðinu hækkað um allt að 1,0, ef um er að ræða þinglýstá kvöð um þá notkun Hámarkshæð bygginga í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962—1983 var ákveðin hámarks- hæð bygginga á tilteknum svæðum. Jafnframt var talið æskilegt að borgin hefði skipulegt yfirbragð; að byggt væri upp í skörð í húsaröðum; að ekki sköpuðust eyður vegna bifreiðastæða, þar sem byggð er samfelld; og að háhýsi væru einungis staðsett í sam- ræmi við vel mótaðar skipulagshug- myndir. Á tilteknum svæðum var heimilað að byggja 3—5 hæða byggingar, auk þriggja nýrra háhýsa við Aðalstræti. Að öðru leyti var ekki ætlast til, að leyfð væru hærri hús en 1 — 2 hæðir I miðbæjarhverfum. Skipulagsnefnd telur, að innan ramma aðalskipulagsins þurfi ætíð að taka sérstaka afstöðu til forms og útlits hverrar einstakrar fyrirhugaðrar bygg- ingar í gömlum borgarhverfum. Lagt er því til, að áfram verði fylgt þeirri stefnu, sem mörkuð var í Aðal- skipulaginu, um að æskilegt sé að byggja upp í skörð í húsaröðum og koma í veg fyrir eyður vegna bifreiða- stæða. Einnig er talið mikilvægt, að nýbyggingum verði hagað þannig, að þær varpi ekki skugga á fjölfarin göngusvæði í miðbænum, þar sem nú nýtur sólar. Þetta er einkum mikilvægt, þar sem skjól er fyrir norðlægum vind- áttum. Á athugunarsvæðinu eru risþök eða inndregnar efstu hæðir bygginga ríkjandi, og er álitið æskilegt að halda þessum sérkennum. Tillögur um húsa- hæðir ber því að túlka þannig, að efsta hæðin, af þeim hæðafjölda, sem skil- greindur er, sé ávallt inndregin eða rishæð, nema sýnt sé, að annað eigi betur við í einstökum tilfellum. Sé gólf ofan kjallara meira en 1.5 m fyrir ofan yfirborð aðliggjandi götu, skoðast kjall- arinn sem sérstök hæð gagnvart ákvæðum um hámarkshæð. Ef um af- brigðilega lofthæð er að ræða í fyrir- huguðum nýbyggingum, þarf að taka sérstaka afstöðu til heildarhæðar þeirra Almennt má segja, að reynsla lið- inna ára af þróun gróinna borgarhverfa sýni, að óraunhæft sé að gera ráð fyrir mjög örum breyúngum á heildaryfir- bragði þeirra. Þetta á við um hæðir bygginga. gerð þeirra og útlit. Lögð er því áherzla á, að fyllsta samræmis sé ætíð gætt milli nýbygginga og þess umhverfis, sem fyrir er, og að form einstakra mannvirkja sé ætíð í auð- skildu samhengi við heildaryfirbragð viðkomandi hverfis og borgarhluta. Sé reglum um aukna nýtingu á fram- kvæmdasvæðum beitt er ef til vill eftir- sóknarvert að t.d fbúðarhúsnæði skeri sig frá annarri starfsemi, væri þá hægt að leyfa í mesta lagi 7 hæðir, en þó væri 3—4 hæða byggingar hin al- menna regla. Bif reiðastæði Ekki verði leitast við að koma fyrir fleirí bifreiðastæðum á svasði, sem af- markast af Snorrabraut, Hringbraut, Suðurgötu, Garðarsstræti, Tryggva- götu og Skúlagötu, en nemur 1 stæði á hverja 150 ferm I atvinnuhúsnæði og 1 stæði fyrir hverja Ibúð. Gjöld fyrir bifreiðastæði vegna nýbygginga á svæðinu séu miðuð við 1 bifreiðastæði á hverja 50 ferm I atvinnuhúsnæði og 1 stæði á hverja íbúð og séu umfram- bifreiðastæði skipulögð fyrir utan at- hugunarsvæðið I góðum tengslum við almenningsvagnakerfið Leitast sé við að skipuleggja bifreiða- stæði saman á svæðum utan gatna, þannig að sérstök stæði séu ekki merkt ákveðnum bifreiðum Engin bifreiða- stæði skulu staðsett á hraðbrautum, tengibrautum né helztu safnbrautum og útlit bifreiðastæða utan gatna bætt til muna Borgaryfirvöldum skal heimilt að takmarka stöðutlma á öðrum svæð- um en Ibúðasvæðum inni á svæðinu t.d. með þvl að setja upp stöðumæla Að lokum samþykkti skipulagsnefnd I meginatriðum tillögur teiknistofunnar I Garðastræti 17 um landnotkun, svæðaskiptingu, hámarksnýtingarhlut- fall, hámarkshæð bygginga, aðalum- ferðarkerfi, staðsetningu birieiða- stæða, gönguleiðir og opin svæði. LAÐAÐ AÐ TJARNARSVÆÐINU Eins og fram kemur í bókun skipu- lagsnefndar, er gert ráð fyrir aukinni nýtingu á fyrrnefndu svæði. í gögnum Teiknistofunnar í Garðastræti 1 7 sést að mjög hefur íbúum fækkað á mið- bæjarsvæðinu á undanförnum árum, úr 12 þúsund íbúum í 5 þúsund á árunum 1945 til 1970. En miðað er við að þar fjölgi aftur. í gamla bænum er töluvert af ónotuðum lóðum, sem ódýrt er fyrir borgina að gera bygging- arhæfar og hagkvæmt að nýta þær Er því reynt að stuðla að því Athygli vekur að gerð hefur verið úttekt á trjágróðri í miðbæjarsvæðinu í þeim tilgangi að sporna við þvi að slikur gróður minnki eða hverfi, og reyndust 1600 tré vaxa á svæðinu frá Aðal- stræti á Skólavörðuholt og inn að Hringbraut Á sýningunni á Kjarvalsstöðum er sýnd tillaga frá Teiknistofunni i Garða- stræti 1 7 um uppbyggingu Miðbæjar- kvosarinnar Þar er gert ráð fyrir að umhverfi Tjarnarinnar verði haldið svo til óbreyttu, en bætt aðstaða gangandi fólks við Vonarstræti Reiknað er með opnu svæði frá Alþingishúsinu að Tjörninni, en vestan við það megi byggja þjónustumiðstöð fyrir fólk, sem þar er á gangi í miðborginni er ætlast til að ekki verði aukin starfsemi á borð við bankastarfsemi, a m k. ekki á neðstu hæðum Og i heild er miðaðað þvi að beina stofnunum og slíku af viðkvæmu svæðunum og laða áðfram- kvæmdasvæðunum Ekki verða raktar í þessari grein tillögur umfbreyttar umferðaræðar Þess skal þó getið að horfið er nú frá tengigötunni sem ráðgerð var í skipu- laginu frá 1962 og átti að liggja úr miðborginni, frá Alþingishúsinu og upp gegnum Þingholtin, hjá Hegning- arhúsinu, og þvert gegnum Grjóta- þorpið Aðaltengingin inn í miðborgina kemur nú frá Skúlagötu Og í nýju tillögunum er gert ráð fyrir þvi að Hverfisgatan tengist Tryggvagötu Sem fyrr er sagt liggja tillögur nú frammi á Kjarvalsstöðum og vísast til þeirra um frekari hugmyndir um end- urnýjun eldri hverfa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.