Morgunblaðið - 25.11.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Range Rover 73
Til sölu í 1. flokks ástandi.
Sími 22662 eftir kl. 5.
Spönskukennsla
með spönskum enskutalandi
kennara. Einkatimar eða
2—3 i hóp. Uppl. i sima
33982. Verðtrákr. 3000 -
Tvítug stúlka
óskar eftir vinnu strax i 4
mánuði og ef til vill lengur.
Hef kvennaskólapróf og 5.
og 6. bekkjar próf. Góð mála
og vélritunarkunnátta. Allt
kemur til greina. Uppl. i sima
28476.
Á mánudagsmorgun
22/11
tapaðist svart karlmannsveski
i Rvk. Innihald var m.a.
bankabók, skilriki og ýmis
skjöl. Skilvis finnandi
vinsamlegast hringi i sima
73062 eftir kl. 19.00.
Fundarlaun.
I.O.O.F. 1 1 =
1581 1258'/; •= F.L.
St.St. 59761 1257 — VII
— 7.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður: Garðar
Ragnarsson, forstöðumaður i
Odense. Ath. aðeins i þetta
eina sinn.
Kvennadeild Rangæ-
ingafélagsins
heldur fund föstudaginn 26.
þ.m. kl. 20.30 i félagsheimili
Bústaðarkirkju. Konur fjöl-
mennið.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
Fimmtudag kl. 20.30.
Almenn samkoma. Lautinant
Óskar Óskarsson, forstöðu-
maður á ísafirði, talar. Allir
velkomnir.
Fél. Snæfellinga
og Hnappdæla
í Reykjavík
Spila- og skemmtikvöld
félagsins verður nk. laugar-
dag í Dómus Medica kl.
20,30 Mætið stundvíslega.
Skemmtinefndin.
— Dagvistun
Framhald af bls. 38
ráð fyrir tveim skóladagheimilum
og mun fyrra heimilið standa við
Krummahóla. Nú standa yfir
samningar vegna þess. Af fjár-
hagsáætlun næsta árs mun siðan
ráðast hvort hægt verður að
byggja skóladagheimili í Fella-
hverfi á næsta ári. I austurdeild
Breiðholts III er gert ráð fyrir
dagheimili og leikskóla en íbúða-
byggingar þar eru nú mjög
skammt á veg komnar og hafa því
þær framkvæmdir ekki enn verið
timasettar. I Breiðholti I er nú
dagheimilið Bakkaborg með rými
fyrir 67 börn og leikskólinn Arn-
arborg með rými fyrir 114 börn. I
Breiðholti III er nú dagheimilið
Völvuborg með rýnii fyrir 55 börn
og leikskólinn Fellaborg með
rými fyrir 114 börn. Senn verður
tekinn i notkun leikskóli við Suð-
urhóla með rými fyrir 114 börn og
leikskóli i Seljahverfi með rými
fyrir 114 börn. Þá er áætlað að
dagheimilið í Hólahverfi muni
taka 67 börn. Borgarstjóri sagði
siðan að hvað framkvæmdir
gengju hratt réði fjármagn það
sem Reykjavíkurborg muni hafa
umráð yfir. Birgir ísleifur sagði
varðandi fjölda barna á biðlista
að 421 barn hefði verið á biðlista
dagheimila, þar af 64 i Breiðholts-
hverfum, 1. nóv. siðastliðinn. I
leikskólum hefðu 1027 börn verið
á biðlista; þar af 425 I Breiðholts-
hverfum. I lok máls síns sagði
borgarstjóri að biðlistana bæri að
meta varlega, því á þeim væru t.d.
allmörg börn utan Reykjavíkur og
miðað við dagheimili í Breiðholts-
hverfi væri ekki ósennilegt að
rétta talan þar væri 57. Þá sagði
borgarstjóra að á biðlistum leik-
skóla væru 21% barna innan við
tveggja ára aldur. Fjölgun barna
á biðlistum dagheimila er mikið
tilkomin vegna fækkunar plássa á
dagheimilum í samræmi við
reglugerð. Árin 1975—1976 fækk-
aði plássum vegna breytingar á
reglugerð, á dagheimilum og leik-
skólum um 94. Ástandið mun
væntanlega batna mjög við til-
komu tveggja nýrra leikskóla í
Breiðholti III og II er þar koma
samtals 228 pláss. Björgvin Guð-
mundsson (A) tók siðan til máls
og ræddi nokkuð drátt sem orðið
hefði á ýmsum framkvæmdum
borgarinnar sem áætlanir hefðu
veri fram settar um 1974. Taldi
hann að þar bæri nokkuð á dag-
vistunarstofnunum í Breiðholts-
hverfum. Gagnrýndi Björgvin
nokkuð þessa seinkun.
— Hjálpa þarf...
Framhald af bls. 38
af gefnu tilefni vilja taka fram að
hann væri á öndverðum meiði við
Björgvin Guðmundsson þvi hann
(Magnús) teldi það yfirdrifið nóg
fyrir borgina að eiga 700 ibúðir
sem nú. Kvaðst hann hins vegar
telja að nauðsynlegt væri að borg-
in styddi við byggingu verka-
mannabústaða þar sem fólkið ætti
íbúðirnar sjálft. Reyndar hefði
borgin staðið sig ágætlega í þeim
efnum, og hefði í raun ráðið úr-
slitum um að verkamannabústað-
ir voru byggðir I Reykjavik.
Magnús sagði það mjög áberandi
að fólk í leiguhúsnæði hjá borg-
inni sækti í að komast i verka-
mannabústaði — í eigið húsnæði.
Þar væru jú bestu möguleikarnir.
Umsóknir um verkamannabú-
staði þegar þeim sem byggðir
hafa verið var úthlutað voru yfir
1000. 313 fengu en 817 fengu synj-
un. Margir af þessum 817 hefðu
þurft nauðsyniega á húsnæði að
halda ekki siður en þeir sem
fengu. Um 41% umsækjenda var
fólk 24 ára og yngra. — Ef borgin
byggði leiguhúsnæði þyrfti hún
að leggja fram 75% fjárins og
byggingum í Reykjavík myndi
sennilega fækka, þ.e.a.s. fram-
kvæmdum. En við verkamanna-
bústaði legði borgin aðeins fram
25% og bæri það örugglega betri
árangur. Magnús L. Sveinsson
sagði að hjálpa þyrfti fólki úr
leiguíbúðunum i verkamannabú-
staði þvi sú eftirspurn færi sívax-
andi. Björgvin Guðmundsson
taldi að hjálpa þyrfti fólki sem
ekki gæta keypt Ibúð i verka-
mannabústöðum og þá kannski
með byggingu leiguibúða. Sagði
hann að byggja ætti verkamanna-
bústaði en þar fyrir utan ætti að
byggja leiguíbúðir. Guðrún
Helgadóttir (Abl) tók undir orð
Björgvins og drap á þá staðreynd
að hjá öryrkjabandalaginu væru
á fjórða hundrað á biðlista eftir
ibúð. Borgarstjóri Birgir Isleifur
Gunnarsson (S) talaði síðastur og
minnti á það stórátak sem Reykja-
víkurborg hefði gert I byggingu á
ibúðum fyrir ellilifeyrisþega. Við
Furugerði væru nú í byggingu 74
íbúðir, við Lönguhlíð 30 Ibúðir og
við Dalbraut 48 íbúðir. Þetta stór-
átak sýndi vilja borgarstjórnar
augljóslega.
— í fótspor
Framhald af bls. 22
ur hann best að vígi i vörn sinni
fyrir ungt fólk sem hefur vikið af
alfaraleið, i skýringu sinni á gerð-
um þess. Þegar hann fer hins
vegar að verjast sjálfur, sækja
fram til orrustu við vanann missir
hann oft marks.
I leit að sjálfum sér er bók sem
má glugga i við ýmis tækifæri.
Þegar Sigurur hefur lært allt af
Þórbergi sem hann þarf að kunna
og verður hann bara hain sjálfur
verður enn fróðlegra að fylgjast
með því sem hann skrifar. En
óneitanlega hefur þessi höfundur
vakið til umhugsunar.
— Tveir leið-
togar kvaddir
Framhald af bls. 36
sannarlega breytzt frá þvi er Ólaf-
ur Ólafsson ungur að árum
ávarpaði prestastefnuna á Hólum
7. júlí 1928 og talaði um kristni-
boð. Sr. Jóhann var reyndar
nýorðinn kennari við guðfræði-
deildina, þegar ég hóf þar nám.
Þá lágu leiðir saman að nýju, og
enn reyndist hann góður vinur.
1 Hebreabréfinu standa þessi
orð: „Verið minnugir leiðtoga
yðar, sem Guðs orð hafa til yðar
talað; virðið fyrir yður, hvernig
ævi þeirra lauk, og líkið siðan
eftir trú þeirra.“ Með þessi orð í
huga tók ég mér penna í hönd til
þess að skrifa þessi kveðjuorð og
senda eftirlifandi vinum
blessunaróskir. Minningin mun
lifa um gæfumenn, sem voru trúir
köllun unglingsáranna og fengu
að þjóna Guði á undursamlegasta
starfssviði kristninnar. Orðið
segir ekki, að við eigum að likjast
þeim. Þeirra ævihlutverki er
lokið. Þeir þjónuðu ráði Guðs í
sinni eigin kynslóð. En okkur er
sagt að likja eftir trú þeirra. Það
var trúin á Jesúm Krist sem hinn
eina Drottin og Frelsara allra
manna og hvers einstaklings. Guð
gefi íslenzkri kristni og íslenzku
kristniboði marga votta með sömu
trú og sömu þrá eftir að þjóna
Jesú Kristi.
Kaupmannahöfn 14. nóv. 1976
Felix Ólafsson
— Barn eftir
pöntun
Framhald af bls. 19
komin heim og er við góða heilsu
hjá föðurnum og eiginkonu hans.
I fyrstu var eiginkonan „á
báðum áttum“ varðandi stjúpdótt-
urina, segir faðirinn, „ en nú elsk-
ar hún dótturina eins og hún væri
hennar eigin.,,
Kostnaðurinn hjá manninum
varð um 10 þúsund dollarar, það
er að segja 7 þúsund til móðurinn-
ar, og afgangurinn til lækna og
lögfræðinga.
— Athugasemd
Framhald af bls. 34
var þá 2.400,- kr. lægra heldur en
þessara umræddu einkaaðila.
5.
Þar sem svo að segja allt fóður
er innflutt með gjaldfresti, þá
hefur kaupfélagið orðið fyrir um-
talsverðum gengishalla af þessum
innflutningi, vegna sífelldra
gengisbreytinga íslenzku krón-
unnar. Þannig var gengishallinn
samtals rúmar 8 milljónir 1974 og
á árinu 1975 varð hann tæpar 4,4
milljónir króna.
6.
Eins og flestum er kunnugt, þá
eru kaupfélögin rekin á sam-
vinnugrundvelli, og er greiddur
arður til félagsmanna í hlutfalli
við ágóðaskyld viðskipti þeirra
við félagið, Þegar ársrekstur
leyfir slíkt. Hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga hafa fóðurvörurnar verið
ágóðaskyldar. Við ársuppgjör
1975, ákvað aðalfundur að verja
þannig kr. 8 milljónum til endur-
greiðslu til félagsmanna af hagn-
aði ársins. Þessi endurgreiðsla
var tæp 3% af allri ágóðaskyldri
vöruúttekt, og þar með af fóður-
vöruviðskiptunum einnig.
Virðingarfyllst,
pr.pr. Kaupfélag Skagfirðinga
Helgi Rafn Traustason
kaupfélagsstjóri
ATHS. RITSTJ.
Morgunblaðið kannast ekki við
að hafa reynt að gera „starfsemi
Kaupfélags Skagfirðinga tor-
tryggilega I augum almennings"
og visar þeim áburði heim til
föðurhúsanna. Ef um tortryggni
er að ræða, þá á hún rætur hjá
kaupfélaginu sjálfu. Upplýsingar
um verð á fóðurblöndu ' hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga, sem
kaupfélagsstjóri segir Morgun-
blaðið fara rangt með, voru
fengnar hjá kaupfélaginu sjálfu.
Staðreynd er, að bændur I Skaga-
firði hafa í haust fengið ódýrari
fóðurblöndu hjá einkafyrirtæki á
Akureyri, þrátt fyrir meiri
flutningskostnað þaðan, en þess
má einnig geta að fyrirtækið er i
eigu bænda í Eyjafirði.
—Við gluggann
Framhald af bls. 37
Sennilega hefðu tveir þriðju
hlutar allra afbrota og glæpa
aldrei verið framin þetta
skýrsluár, 1974, ef áfengis
hefði ekki verið neytt á úrslita-
stund.
Þannig lýkur þessari ensku
skýrslu. Þannig er ástandið hjá
einni elztu og helztu menning-
arþjóð mannkynssögunnar,
sem einu sinni réð álitlegum
hluta heimsins.
Gætum við hérna litla krilið á
skerinu ekki eitthvað af þessu
lært. Mistök annarra eru oft
talin áhrifamikil lexia.
Eitt er víst að um okkur má
segja: Það mun einhver þekkja
svipað.
Reykjavlk, 6.9.1976
Árelius Nielsson.
— Bretadrottning
Framhald af bls. 1.
erfiðleikum þar sem hún hefur
aðeins tveggja þingsæta meiri-
hluta.
Drottning tilkynnti einnig i
ræðu sinni að lagt yrði fram frum-
varp um aukna heimastjórn Skot-
lands og Wales. Margir telja að
frumvarpið geti leitt til upp-
lausnar Bretaveldis, en þjóðernis-
sinnar telja það ekki ganga nógu
langt.
— Skattalækkun
Framhald af bls.21
væru nógu miklar til að þess að
ýta undir fjárfestingar.
Ráóunautarnir segja að sam-
kvæmt áætluninni muni þjóðar-
tekjur aukast um 5 — 5V4% 1977.
OECD hefur spáð að þjóðartekj-
urnar aukist um 3.5% ef verð-
bólga sé tekin með í reikninginn.
— Jarðskjálftar
Framhald af bls. 3
byggingarmál, bæði varðandi
nýbyggingar og þær byggingar
sem þegar eru risnar og mann-
virki önnur, svo sem raflinur,
reyna að fá gerða könnun á þvi
hvernig þau munu hugsanlega
standast þau átök sem ætla má
að þarna verði, hvar sé mest
hætta á að mannvirki hrynji
auk þess að leitast við að átta
sig á öðrum afleiðingum stór-
skjálfta, t.d. hvernig slíkur
jarðskjálfti kunni að leika land-
búnaðarframleiðslu á svæðinu
og fleira í þá veru.
Með mestu hamförum
hér á landi
Guðþjón sagði að núna væri
einnig verið að byrja á itarlegri
áætlun eða skipulagi um það
hvernig bregðast skuli við og
vinna i smáatriðum þegar jarð-
skjálfti dynur yfir. Guðjón
sagði, að miðað við fyrri
reynslu af þessum jarðskjálft-
um gætu þetta orðið einhverjar
mestu hamfarir sem Islending-
ar ættu yfir höfði sér. Talið sé
að styrkleiki þessara skjálfta
geti orðið 7 — 8 stig á Richters-
kvarða eða með mestu skjálft-
um er yrðu í heiminum. Guðjón
nefndi, að i hverju stigi á
Richterskvarða fælist 30 földun
á orku, þannig að jarðskjálfti af
styrkleika 8 yrði 900 sinnum
orkumeiri en Kópaskersskjálft-
inn. Mjög fágætt væri að nokk-
ur mannvirki stæðust jarð-
skjálfta af þessari stæróar-
gráðu, þannig að allt útlit væri
fyrir að næsti skjálfti á þessu
svæði myndi valda geysilegu
tjóni, lama landbúnaðarfram-
leiðsluna að miklu leyti auk
þess sem algjörlega væri óvíst
hvernig raforkukerfið stæðist
svo stóran skjálfta, en færi það,
væri þéttbýlissvæðið hér suð-
vestanlands einnig lamað að
miklu leyti. Guðjón kvaðst
telja, að húsbyggingum á þessu
landsvæði væri i mörgum til-
fellum mjög ábótavant og
nefndi að á siðustu árum hefði
töluvert færst I vöxt, að hús
væru þarna hlaðin, en reynslan
erlendis frá sýndi að slik hús
færu einatt mjög illa i stórum
jarðskjálftum.
— Þriðjungur
Framhald af bls. 29
af sérfróðum mönnum en i öðr-
um eru það forystumenn
flokksins, þingmenn og aðrir,
sem fjalla um málin. Félagar
Oðins fá þannig I senn tækifæri
til að heyra með hvaða hætti
forystumenn flokksins ætla að
bregðast við einstökum málum
og koma á framfæri ábending-
um sinum og tillögum. Óðinn
starfar i nánum tengslum við
verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks-
ins.
— Við lifum í lýðfrjálsu
landi, þar sem frjáls skoðana-
myndun þarf að vera fyrir
hendi. Frjáls skoðanamyndun
þarf ekki sist að vera fyrir
hendi í launþegasamtökunum,
þvi það má ekki gerast að ein-
hver einn aðili geti barið niður
allar andstæðar skoðanir. Þátt-
taka í stjórnmálafélögum á að
gefa fólki tækifæri til að koma
fram með skoðanir sínar og
hafa áhrif á gang mála, sagði
Pétur að lokum.