Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 3 Dr. Símon Jóh. * Agústsson látinn DR. StMON Jöhannes Ágústsson prófessor lézt f Landspftalanum s.l. miðvikudagskvöld, 72 ára að aldri. — Hann var fæddur 28. sept. 1904 f Kjós, Arneshreppi á Ströndum, sonur hjónanna Petrfnu Sigrúnar Guðmundsdótt- ur og Ágústs Guðmundssonar bónda þar. Sfmon Jóhannes varð stúdent frá M.R. 1927, en stundaði sfðan nám í Frakklandi og Þýzkalandi og lauk doktorsprófi f heimspeki við Parfsarháskóla 1936. Hann var starfsmaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur og barna- verndaráðs Islands 1937 — 1945 og ráðunautur barnaverndarráðs allt frá 1937. Ðá var hann for- stöðumaður Alþýðuskólans 1 Reykjavfk 1936—1940 og flutti er- indi fyrir kennara og hélt nám- skeið fyrir þá I háskólanum 1938—1944. — Arið 1945 varð Sfmon Jóhannes prófessor í heim- speki við Háskóla íslands og gegndi þvf starfi til 1974, er hann lét af störfum vegna aldurs. Símon Jóhannes Ágústsson var félagi í Vísindafélagi íslendinga frá 1941. Hann hefur ritað fjölda bóka, flestar á sviði fræðigreinar hans. Þá hefur hann þýtt allmarg- ar bækur og ritað greinar f blöð og tímarit. Fyrri kona Sfmonar Jóhannes- ar, Aðalheiður Sæmundsdóttir, lézt 1946, en síðari kona hans, Steinunn Bjarnadóttir, lifir mann sinn. Mörg „höfuð” á tollheimtunni Greiddu flutningstoll af 239 þús. kr. í stað 29 þús. kr. NOKKUR misbrestur virðist vera á þvf hvernig tollar eru innheimt- ir af vörum sem ekki koma til landsins eftir venjulegustu leið- um, þ.e. með vöruflutningum f áætlunarferðum sjóleiðis og flug- leiðis. Morgunblaðið hafði fregn- ir af þvf að Landleiðir hefðu f júlf s.l. fengið til landsins nýjan strætisvagn fyrir Hafnarfjarðar- aksturinn og kom bfllinn, sem er 50—60 manna, til landsins með Smyrli og kostaði 29 þús. kr. að flytja bflinn. Samkvæmt lögum á að greiða toll af vöruflutnings- gjaldi miðað við sannaniega greitt gjald. Morgunblaðið spurði Ágúst Hafberg framkvæmdastjóra Landleiða, um mál þetta og sagði hann að 1 upphafi málsins hefðu tollyfirvöld reiknað með að miðað yrði við 500 þús. kr. flutnings- gjald þegar 30% flutnings tollur- inn yrði reiknaður. Eftir nokkurt þref var upphæðin þó lækkuð niður f 239 þús. kr. en var þó enn liðlega 10 sinnum hærri en raunverulegur flutnings- kostnaður. Þó mun það t.d. vera reyndin að þegar bflaflutninga- skip hafa verið leigð til landsins af bflainnflytjendum, að þá er 30% tollurinn miðaður við sannanlegt flutningsgjald. 30% tollur af 29 þús. kr. flutningsgjaldinu er þvf að viðbættum söluskatti um 11 þús. kr., en um 90 þús. á 239 þús. kr. töluna og var þó rútubfllinn flutt- ur til landsins með áætlunarferð Smyrils. Hingað kominn kostaði þessi almenningsvagn um 17 millj. kr. en þar af fær rfkið yfir 6 millj. kr. í gjöld og ean tegundin af gjöldunum er 30% tollurinn af flutningsgjaldi. „Þetta sýnir aðeins,“ sagði Ágúst, „að islenzku lögin ganga fyrst og fremst út á það að vernda ríkið, en ekki borgarana. Þetta er í mörgum tilfellum og ég er alltaf að reka mig á fleiri og fleiri. Þegar um er að ræða að túlka tvö atriði á tvo vegu, er það alltaf túlkað hinu opinbera f hag. 1 þessu tilviki t.d. sem er smáatriði f allri heildinni, leggur ríkis- valdið áherzlu á að fá aldeilis sitt, en á sama tfma megum við ekki selja far með þessum tækjum upp f kostnað. Þarna er um að ræða sitt hvert höfuðið á sama búkn- um.“ Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Guðmund H. Jónsson hjá Byggingavöruverzlun Kópavogs og spurði hann um flutningstoll- inn á þeirri vöru sem BYKO flyt- ur með leiguskipum til landsins. Sagði Guðmundur að þeir hefðu greitt toll af raunverulegum kostnaði, en ekki miðað við þau vöruflutnangagjöld sem gilda hjá skipafélögunum og eru hærri. Að loknu kirkjuþingi: Einróma samþykkt ad breyta fyrirkomu- lagi prestskosninga Hassmálið: Einn í gæzlu til viðbótar EINN maður var í gær úrskurðað- ur f allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar hassmálsins mikla. Er hér um að ræða 29 ára gamlan íslending. Fyrir f varð- haldi var amerfskur hermaður af Keflavíkurflugvelli. KIRKJUÞINGI er nú lokið og hefur það staðið yfir undanfarnar tvær vikur,. 1 gær var efnt til blaðamannafundar þar sem biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, sr. Pétur Sigurgeirs- son vfgslubiskup, séra Jón Einarsson og Hermann Þorsteins- son, svöruðu spurningum. Það kom fram á fundinum að mikill einhugur hefur verið á þessu kirkjuþingi og taldi biskup það einkum koma f ljós í umfjöll- un þingsins um breytt fyrirkomu- lag prestskosninga. Var algjör samstaða i þinginu um frumvarp sem biskup flutti um það mál. Kosin var þriggja manna nefnd til að fylgja málinu eftir við ríkis- stjórn og Alþingi og sagðist biskup vona að afstaða þing- manna væri nú orðin önnur en verið hefði. Af öðrum málum sem hæst bar á kirkjuþingi er frumvarp um kirkjueignir. Þar er ályktað að gerð verði skrá um allar jarðeign- ir kirkjunnar og núverandi verð- gildi þeirra með það fyrir augum að ríkinu verði gert tilboð um að leysa þær til sfn með árlegu gjaldi. Á það við um þær jarðeign- ir sem kirkjan á í dag og hefur verið skipuð nefnd til að annast þetta verkefni og starfi hún með kirkjuráði og skili áliti á næsta kirkjuþingi. Lögð var á það áherzla að með þessu frumvarpi væri ekki verið að leggja til að skilja sundur rfki og kirkju. Umsögn kirkjuþings um annað Fiskiþing: Breyta verdur stefnu í fjármálum og fram- kvæmdum þjóðarinnar MORGUNBLAÐINU barst i gær fréttatilkynning frá Fiskiþingi þar sem fjallað er um verðbólgu- þróunina 1 eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Fiski- þingi: „Verðbólgan á tslandi hefir farið vaxandi allt frá árinu 1940, þo að ekki hafi keyrt um þverbak fyrr en sfðustu f jögur árin. Fyrir engar atvinnugreinar er verðbólgan skaðlegri, heldur en útfluningsframleiðsluna, sem al- gjörlega er háð því verðlagi, sem fæst fyrir framleiðsluvörur henn- ar á erlendum mörkuðum. 1 þeirri allsherjarkröfugerð, sem nú er höfð uppi, er gert allt of mikið úr þeim verðhækkunum, sem orðið hafa á útfluttum sjávarafurðum á síðustu tveim árum, en þess ekki gætt að hækkanirnar vega ekki á móti þeim aukna tilkostnaði, inn- lendum og erlendum, sem orðið hefir á sama tfma. Ein höfuðorsök óðaverðbólg- biskupsembætti var jákvæð, en alþingi hafði beðið um umsögn kirkjuþings í því máli. Aðspurður um hvort annar biskupinn yrði hærra settur en hinn svaraði biskup að svo væri ekki, heldur væri stefnt að því að fjölga enn biskupsembættum, að þau yrðu 3 eða jafnvel 4 þegar fram liðu stundir og fólki fjölgaði enn meira i landinu. Hermann Þorsteinsson er einn leikmanna á kirkjuþingi og sagði hann að leikmenn hefðu æ meira verið að taka að sér verkefni innan kirkjunnar. Hermann sagði að sem leikmaður á kirkjuþingi Framhald á bls. 22 Fágæt bók frá 1609: Frá blaðamannafundi að loknu kirkjuþingi: Herra Sigurbjörn Einarsson biskup, Hermann Þorsteinsson, sr. Jón Einarsson, Saurbæ, sr. Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup, Akureyri, og Guðmundur Einarsson, blaðafulltrúi biskups. Nýjatesta- menti Guð- brands á boðstólum HJÁ Guðmundi Áxelssyni f Klausturhólum er nú til sölu mjög fágæt bók komin hingað til lands f gegn um Damms fornbókasöiuna i Ósló, en þangað var hún keypt frá Frakklandi og á sfnum tíma var hún f eigu Napoleons III. Bókin sem hér um ræðir er Nýja testamenti Guðbrands, prentað á Hólum 1609. Aðeins er vitað um örfá eintök af þessari bók, en m.a. er eitt eintak f eigu Handritastofnun arinnar, en það eintak var f safni Þorsteins M. Jónssonar. Ekki er vitað nema um 3—4 eintök af Nýjatestamenti Guðbrands. unnar er hin mikla eyðsla ein- staklinga og opinberra aðila, sam- fara gífurlegum framkvæmdum rikisins, meira og minna óarðbær- um. Til þess að mæta þeim mikla vanda, sem nú steðjar að, er óhjá- kvæmilegt að gjörbreyta um stefnú 1 fjármálum landsins, draga úr eyðslu og óarðbærri fjár- festingu og stöðva hina stöðugu þenslu rikisbáknsins. Það liggur nú fyrir að óhjá- kvæmilegt er að draga mjög úr veiðisókn I aðalfiskistofna við landið á næstu árum. Minnkandi afli þýðir að gjaldeyristekjur þóðarinnar verða minni en áður var. 35. Fiskiþing telur þvi brýna nauðsyn, að stjórnvöld landsins sporni við þeirri óheillaþróun sem hér hefir viðgengizt á undan- förnum árum og tekin verði upp breytt stefna í fjármálum og framkvæmdum þjóðarinnar." TreystiÖ tengslin við vini og viðskiptamenn erlendis með gjafaáskrift lceland ReVÍeW Atlantica lceland Review Fjölbreytt, vandað og litauðugt ársfjórðungsrit áensku - segir frá landi og þjóð í máli og myndum. Einstaklingar, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök: Handhægasta og ódýrasta leiðin til að láta vita af sér og senda kveðju, sem allir kunna vel að meta. Það er reynsla þeirra fjölmörgu, sem um árabil hafa notfært sér þetta. Engin fyrírhöfn (TFndirritaður óskar að senda gjafaáskrift(ir) 1977 til , tilgreindra aðila: I........gjafaáskriftir ICELAND REVIEW, sem kosta | 1,800 að viðlögðum póstburðargjöldum kr. 660 per. Þér þurfið aðeins að panta gjafa- áskriftirnar, útgáfan sér síðan um að senda fallegt gjafakort til við- komandi með kveðju yðar og til- kynningu um aðþeirfái ICELAND REVIEW sent allt árið 1977 frá yður. Síðan eru eintökin póst- send jafnóðum og þau koma út, en þér greiðið áskrift í eitt skipti fyrir öll. Þetta er hagkvæmt: Ódýrt og fyrirhafnarlítið, en ritin minna vini og viðskiptamenn á yður allt árið. áskrift - samtals kr. 2,460.00. Nafn sendanda_______________ Heimilisfang________________ Sími. | Nafn viðtakanda______________________________________ | Gata/húsnr------------------------------------------- i Borg/land_______________________________________• ' Vinsamlega sendið með þessari pöntun ásérstöku blaði j nöfn annarra, sem þér viljið senda gjafaáskriftir. Póstsendið eða hringið til ICELAND REVIEW, Pósthólf 93, Sími 81590, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.