Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 27 Dagsbrúnarfundur: Breytt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda Á FUNDI sem Verkamannafélag- ið Dagsbrún hélt nýlega var m.a. samþykkt að breyta fyrirkomu- lagi á innheimtu félagsgjalda frá og með næstu áramótum. Verða félagsgjöld þá innheimt um leið og iðgjald til Llfeyrissjóðs Dags- brúnar og verða þau ákveðinn hundraðshluti af dagvinnukaupi. Verður gjaldið 1,2% af dagvinnu- kaupi viðkomandi félagsmanns og er talið að með þessu sparist nokkur innheimtukostnaður og að innheimta félagsgjalda verði réttlátari. Á fundinum voru samþykktar tillögur frá stjórn félagsins og segir m.a. I þeim: Sl'EKAN lÚLÍUSSON DRENGEN OG , HUNDEN BIRCÚÍTF. ?Í0V8iNC,S miULiOT&KSPOKlAO Kári litli í sveit 1 Danmörku BÓKAUTGÁFAN Birgitte Hövrings Biblioteksforlag ( Dan- mörku gaf nýlega út bókina Kári litli f sveit eftir Stefán Júlfusson, sem á dönsku nefnist Drengen og Hunden. Þetta er sjöunda íslenzka bókin, sem bókaútgáfan hefur gefið út, frá því að hún var stofnuð árið 1975. Áður hafa komið út tvær barnabækur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, tvær bækur eftir Þor- stein Stefánsson, saga eftir Ragn- hildi Ólafsdóttur og tvær barna- bækur eftir Armann Kr. Einars- son. Þá vinnur Þorsteinn Stefánsson nú að þýðingu á Litbrigði jarðar- innar eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son, sem þýtt hefur verið Jordens Farvespil. Þær bækur, sem Birg- itte Hövrings Biblioteksforlag hefur gefið út eftir Þorstean Stefánsson eru Dybgrönne Tun og Sölvglitrende hav. Bækur hans hafa einnig komið út í Vestur- Þýzkalandi og í Bandaríkjunum og fengið góða dóma. „Verkamannafélagið Dagsbrún telur nauðsynlegt að verkalýðs- hreyfingin undirbúi nú vandlega nýja sókn í kjarabaráttunni, sem miði að stórbættum lífskjörum. Eitt meginverkefni þessarar baráttu hlýtur að vera að rétta hlut þeirra, sem vinna eftir hin- um lágu töxtum almennu verka- lýðsfélaganna, og að bæta kjör elli- og örorkullfeyrisþega I undirbúningi kjarabaráttunn- ar telur telur fundurinn að meðal annars þurfi vandlega að athuga hvort ekki beri að beita því ákvæði kjarasamninga, sem heim- ilar uppsögn þeirra á samnings- tímabilinu vegna verulegrar gengisfellingar." Þá segir í frétt frá fundinum að hann fagni því frumkvæði verð- lagsstjóra að kanna innkaupsverð heildsala erlendis og skorar á stjórnvöld að láta fara fram ítar- lega könnun á þessum málum. Einnig Itrekaði fundurinn sam- þykkt trúnaðarráðs félagsins um mótmæli á breyttum hugmyndum á gildandi vinnulöggjöf. Farmaður í friði og stríði komin út hjá Skuggsjá UT ER komin hjá Skuggsjá bók sem ber heitið Farmaður f friði og strfði. Hún hefur að geyma sjóferðaminningar Ólafs Tómas- sonar stýrimanns, sem Jóhannes Helgi hefur fært f letur. Ólafur var lengi á Gullfossi gamla undir skipstjórn Sigurðar Péturssonar og Júlíusar Júlfnus- sonar. Hann sigldi á erlendum skipum á yngri árum sínum og fór víða. I bókinni lýsir Ólafur ferðum sfnum og kynnum af fólki af margvíslegu þjóðerni. Bókin er 208 blaðsfður og hefur að geyma nafnaskrá og fjölda mynda. Ólafur Tómasson Forseti tslands, herra Kristján Eldjárn ásamt Irvin Rantanen, for- stjóra Menningar- og upplýsingaþjónustu Bandarfkjanna, og Kenneth O’Rourke, forseta Alþjóðasambands starfsmanna flugfélaga, en hann afhenti forseta tslands nýlega gjöf samtakanna til íslenzku þjóðarinn- ar — medalfu, sem gerð var f tilefni 200 ára afmælis Bandarfkianna. 650 þús. kr hjálparstarfs RtKISSTJÓRNIN og Rauði kross tslands hafa f dag gefið samtals 600 þúsund krónur til hjálpar- starfs vegna jarðskjálftanna f Tyrklandi. Einnig hefur Kvenfé- lag Hreyfils gefið 50 þúsund krónur. A jarðskjálftasvæðunum er mest þörf fyrir vetrartjöld, olfuofna, svefnpoka og bfla með drifi á öllum hjólum. Gjafafénu verður varið til kaupa á einhverju af þessu f ná- Breiðfirzkir sjómenn — eftir Jens Hermannsson „BREIÐFIRZKIR sjómenn" heitir bók eftir Jens Hermannsson, sem Skuggsjá hefur sent frá sér. Er þetta önnur útgáfa og kom frumútgáfan út í fjórum heftum fyrir um það bil aldarfjórðungi og hefur lengi verið ófáanleg. í formálsorðum útgefanda gefnar til í Tyrklandi lægum löndum. Rauði kross ls- lands tekur á móti framlögum til hjálparstarfsins f Tyrklandi næstu daga á gfróreikning 90000 f öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Einnig á skrifstofu RKl að Nóatúni 21, skrifstofu Reykjavfkurdeildar RKt, öldu- götu 4, og á skrifstofu Akureyrar- deildar RKt að Skipagötu 18, Ak- ureyri. segir að Jens Hermanns- son hafi skráð þessa þætti sina fyrir og um 1950, en auðnaðist ekki að ganga endanlega frá þeim, því að hann lézt á föstudaginn langa árið 1953. Á kápusfðu segir svo um efni bókarinnar: „Hér er rakin að nokkru saga sjósóknar á Breiða- firði, sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður ... Á þeim árum sem hér greinir frá byrjuðu Breið- firðingar með vetrarvertfð undir Jökli, Hellissandi, Gufuskálum, Dritvfk og vfðar....“ Bókinni er skipt í eftirtalda kafla: Hrakningar og sjóslys, Ólafsvfk, Dritvfk, Fagureyjar- bræður, Ættarsala, Ymsar sagnir, Eyrarsveit, Suðureyjar og Höskuldsey. Setningu og prentun annaðist Skuggsjá og Bókfell h.f. annaðist bókband. Bókin er 351 bls. melka melka melka ■ Se? KORONA BUÐIRNAR SWEDISH DESIGN r/VAA_ u melka i'A melka í'í melka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.