Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 Ég vil breyta iessu landi, iessu ijóðskipulagi Viðtal við suður-afríska leikritaskáldið Athol Fugard ATHOL Fugard, fæddur 1932, er einn helzti — hvfti — leikritahöfundur Suður-Afríku. Hann hefur getið sér góðan orðstfr utan heimalands sfns en þar er hann illa séður af yfirvöldunum og hefur verið settur f bann og útlægur ger. Hann býr f Port Elizabeth og starfar utan hins opinbera menningarvettvangs — „neðanjarðar“ — með þeldökkum og hvftum leikurum. Efni leikrita hans er m.a.: skorinorðar varnarræður fyrir jafnrétti kynþáttanna, næmar lýsingar á tilgangslausum vonum og dagdraumum, frásagnir af föngum, undirokuðu fðlki, sem aðeins getur fmyndað sé; Oelsið, brotnað og brjálazt út af þvf. Leikrit hans eiga að endurspegla stjórnmálaástandið f Suður-Afrfku. „Óþekktu landi eins og Suður-Afrfku geta menn sennilega hvergi kynnzt nánar en f leikritum Athol Fugards," skrifar rithöfundurinn Ernst Wendt. Um þessar mundir er verið að sýna sfðasta leikrit Fugards f London, en það var frumsýnt f Edinborg og þar átti Thomas Thieringer eftirfarandi viðtal við höfundinn fyrir þýzka blaðið Siid- deutsche Zeitung. — Hér í Englandi segja menn að þér séuð merkasti leikritahöfundur Suður- Afríku. Það er lítið vitað um leikhúslíf I heimalandi yðar. Gætuð þér sagt eitt- hvað um samband yðar og stjórnar- valdanna? — Nokkrar enfaldar staðreyndir. Eins og allir borgarar Suður-Afríku hafði ég vegabréf og frelsi til að fara, hvert sem ég vildi. Dag nokkurn tóku þeir vega- bréfið af mér. f fjögur-fimm ár mátti ég ekki yfirgefa landið. Eftir mikið uppi- stand var loks ákveðið að láta mig fá vegabréf mitt aftur. Þeir voru I vanda en upp frá þessu gilti vegabréfið aðeins eitt ár I senn, en ekki í fimm ár eins og venjulega. Ég má heldur ekki framar ferðast hvert sem ég vil. Þegar ég vildi fara með „Dimetos" til Englands, varð ég að sækja um það — og nú gildir vegabréfið aðeins I sex mánuði. — Þetta lýsir sem sagt að nokkru sambandi mínu við yfirvöld lands míns, ríkisstjórn „mína“. I-Suður-Afríku er ég persona non grata — ég er f ónáð. Þar líkar þeim ekki við verk mín. í leikritum minum hef ég óvægilega gagnrýnt ástandið I Suður-Afríku. Lögreglan gerir mér heimsókn reglulega, oft um miðjar nætur, hún gerir mér lifið leitt: Sfmi minn er hleraður, bréf min opnuð. En þetta gera þeir einnig mörgum öðrum löndum minum. Og þegar ég lit til baka á sfðustu 15 ár, spyr ég sjálfan mig: Hvaða þýðingu hefur starf mitt, leikhús mitt, yfirlýsingar mínar haft? Ég vil breyta þessu landi, þessu þjóðfélagi frá rótum. Þetta er slæmt og spillt þjóðfélag. En hreinskilnislega sagt þá veit ég ekki, að hve miklu leyti ég hafi stuðlað að þessum breytingum með ádeiluleikrit- um minum. — Ég er áreiðanlega ekki sérlega slyngur ,,stjórnmálamaður“. Ef einhver segði við mig, að ég ætti að skrifa um það, hvernig ég hugsaði mér betra þjóðfélag, þá myndi ég auðvitað þegar nefna ýmsa hluti, sem yrðu að breytast — allir þyrftu að hafa kosninga- rétt, kynþáttamisrétti yrði að afnema. En hvernig ætti að fara að þvi að byggja upp hið nýja þjóðfélag það geri ég mér ekki ljóst svona I fljótu bragði. SMUGUR A LÖGUNUM. — Þér eruð ríkisstjórn yðar til óþæg- inda sem rithöfundur og lifið, skilst mér, sem utanveltumaður og tilheyrið neðan- jarðarleikhúsi. Mynduð þér vilja segja eitthvað um leikhúsmál i Suður-Afríku? Þar eru opinber leikhús, sem njóta milljóna punda styrks árlega: stórkost- legar óperur, ótrúlegar leikhúsbygg- ingar — aðeins fyrir hvita. Þar eru sýnd verk sígildra höfunda, þar sem þau geta varla sýnt samtíma leikrit vegna banns fjölda erlendra rithöfunda. Til dæmis leyfir John Osborne ekki, að leikrit hans séu sýnd þarna, heldur ekki Pinter og ekki Edward Bond. En svo er þarna neðanjarðar leikhús, sem ég vinn einnig við. Við höfum ekkert leikhús til afnota og við höfum enga peninga. En við getum eigi að síður — þvi að það eru vissar smugur á lögunum — leikið fyrir blandaða áhorfendur, sem sagt fyrir svarta líka, á einkasýningum. I þessum klúbbleikhúsum getum við sýnt leikrit, sem stjórnin hefur annað hvort bannað eða myndi banna, og það bæði fyrir hvita og svarta. Að minum dómi er unnið gott starf I þessum neðanjaröarleikhúsum. En rikisstyrkta leikhúsið aftur á móti er dautt. Þar eru leiknir safngripir og þar er apað eftir Lundúna-leikhúsinu og hinum amerisku. Það er ósjálfstætt og stefnulaust. Ég skrifa ekki leikrit af þvi að ég hafi gaman að leiksýningum, heldur vegna fólks, sem ég vil koma að máli við. Það er samtimafólk, þetta þjóð- félag, þessi menning, sem er f mikilli hættu. — Þér sögðuð að opinber leikhús sýndu sígild verk vegna skorts á leikrita- höfundum. En hvaða leikrit sýnið þér? Skrifa ungir höfundar fyrir yðar leik- hús? Já, nokkrir, mér koma fyrst í hug þrir hvitir og fjórir svartir. I samanburði við mig eru þeir mjög ungir — ég er 42ja ára gamall — þeir eiga margt ólært, hvað handbragð snertir, en lofa þegar góðu. Ég held að brátt muni margt breytast I suður-afrísku leikhúsllfi. En eins og málum er háttað nú, mega menn búast við banni, ef þeir fara of óvægilega I sakirnar við að lýsa suður-afrisku þjóð- félagi, eins og það er i dag. Á sfðustu árum hafa þrjú leikrit eins höfundanna sem ég átti við áðan, verið bönnuð. — Hvaða leikrit eru sýnd I neðan- jarðarleikhúsinu? Ekki einnig hin svo- kölluðu sigilduverk? Og þó. Á siðustu þremur árum hafa til dæmis verið sýnd leikritin „Antigone", „Woyzeck", „Kákasíski kritarhringur- inn“ og „Hinir réttlátu“ eftir Camus. Við höfum farið frjálslega með textann, að vfsu ekki endurskrifað hann, en breytt honum verulega það er að segja við höfum lagað hann að aðstæðunum I landi voru. Við höfum til dæmis gert Woyzeck að svörtum verkamanni I Suður-Afriku f okkar gerð. Við höfum beitt eins konar hagræðingu, svo að „boðskapur" leikritsins kæmi okkur ein- faldlega nær. En svo að ég víki aftur að suður- afrfska leikhúsinu frá listrænu sjónar- miði. Ég held, að leiklistin hafi verið lengst aftur úr hjá okkur allra listgreina, að minnsta kosti algerlega stöðnuð. Ljóð- listin hefur verið með ágætum, skáld- Sá hvíti heldur ennþá á byssunni, en „róttækra breytinga" er allt um það von „á næstu árum" að mati Fugards. ATHOL FUGARD: „Ég er í ónáð. . . Lögreglan gerir mér heimsókn reglulega." sagnaritun hin merkasta og málaralist með afbrigðum góð, en leiklistin hefur staðið þessum listgreinum langt að baki. Það er að visu að breytast núna, og þar á sjónvarpið vissulega hlut að máli en það hóf starfsemi sfna fyrir skömmu. Ég held líka, að það muni veita hinum hefð- bundnu leikhúsum harða samkeppni en ekki neðanjarðarleikhúsinu. VILL RÓTTÆKAR BREYTINGAR — Svo að þér eruð þá bjartsýnn? Ef þér hefðuð sagt mér fyri sex árum, hvað myndi gerast i Suður-Afrfku — og þá á ég við Ródesiu, Mósambik og Sambfu — hefði ég ekki trúað þvi. Þá höfðum við i Suður-Afriku það á til- finningunni, svo hræðilegt sem það var, að ástandið myndi verða eins og það var um ófyrirsjáanlegan tima. Við héldum, að hin þjóðernissinnaða stjórn, sem við höfum ennþá hefði allt I hendi sér, að portúgalska stjórnin hefði algjör tök á Angola og Mósambik, og við höfum talið að stjórnin I Ródesiu væri föst f.sessi — allt á þeim grundvelli, að hinir hvitu héldu yfirráðum yfir hinum svörtu. Þær breytingar, sem orðið hafa á siðustu ár- um hafa komið okkur mjög á óvart, i landi mlnu valda þær ólgu og æsingi, meiri en menn gátu imyndað sér að orðið gæti. Fólk er tekið að efast og bera fram spurningar. Ég held, að þetta andrúms- loft hafi hrifið leikhús okkar með sér. Ungir rithöfundar eru farnir að skrifa leikrit sem hefðu verið óhugsanleg fyrir fáum árum. Miðað við það sem þegar hefur skeð, þá tel ég vfst, að róttækar breytingar muni verða á öllum sviðum á næstu árum. Það mun auðvitað skapa mörg vandamál — það eru margir hvftir menn í landi voru sem vilja ekki neinar breytingar, og það mun vissulega valda ýmsum erfiðleikum. — Þér töluðuð áðan um bann erlenura rithöfunda. Fáið þið ekki einnig stuðning frá leikritahöfundum í öðrum löndum? — Þér eigið við, hverjir standa með okkur erlendis? Ég held, að rússneskir rithöfundar eigi við sömu vandamál að stríða og við og séu I svipaðri aðstöðu. Ég get nokkurn veginn ímyndað mér hvernig það sé að vera rithöfundur I Rússlandi. Sennilega er ástandið I Rússlandi enn verra en hjá okkur. — Nú, en við höfum spurt áðurnefnda enska rithöfunda hvort við mættum sýna leikrit þeirra og okkur til undrunar hafa þeir sagt nei. Þetta flutningsbann var sctt fyrir allnokkrum árum, og nær allir enskir rithöfundar munu hafa undir- ritað það. Þegar ég kom siðan til London I sambandi við sýningar á leikritum mlnum, kom ég að máli við nokkra þeirra og þeir voru á báðum áttum. Ég skýrði fyrir þeim aðstæður okkar, og eftir það gáfu nokkrir þeirra okkur leyfi til að sýna leikrit sin, til dæmis Wesker og Nichlos. Pinter hafði einnig áhuga á að ræða málið — en þvi miður hefur ekki orðið af þvl ennþá. Sennilega myndi hann einnig gefa leyfi sitt og vafalaust Bond llka. — Svo að þið eruð þá ennþá einangraðir? Hverjir hafa haft mest áhrif á yður sem rithöfund? — Ég skal einfaldlega nefna þá leik- rita höfunda og þau leikrit sem ég hef lesið af mestri hrifningu og les enn: Brecht og Beckett. I æsku minni hafði ég miklar mætur á O’Neill og Williams, og ég hef vafalaust mikið af þeim lært. En ég verð annars meira fyrir áhrifum af leikhúsfólki en leikritahöfundum, af fólki sem hefur ekki eins mikinn áhuga á rituðu máli og á „rúmi og kyrrð“. Þetta eru þó hinar tvær vlddir leikhús- skynjunar: Leikari hefur rödd, sem rýfur kyrrðina, og líkama, sem hann hreyfir I rúminu. — Brecht var að sjálf- sögðu einnig leikhúsmaður og áhugi hans á hinu einfalda og milliliðalausa hefur haft mikil áhrif á mig. — Já, Brecht og Beckett hafa verið og eru mér afar mikils virði. Leikrit gerist þar sem leikarinn beitir rödd sinni og hreyfingum I kyrrð og rúmi. Þess vegna legg ég leikurum mínum ekkert annað til — engan furðu- legan útbúnað eða klæðnað o.s.frv. Leikarinn verður sjálfur að geta sýnt allt, allt er komið undir hans eigin leik, hans eigin túlkun. (Jr „Siiddeutsche Zeitung*' — svá — þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.