Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 36
36 ‘,0*,U*«4*a. FlAlAfTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 Vtw MORÖdKf- KAFP/Nd te Marnma. er pabbi stundum óþekkur? — Nei, nei, barniA mitt. Pabbi er alltaf þægur. — Hvers vegna gaf vinnukonan honum þá utanundir f gær- kvöldi? Pabbi! Pabbi! Hvern heldurðu ég held ég hafi séð á harnum áðan? Kennslukonan: — Hvað er þetta Pétur. Ertu að leika þér hér og kemur ekki f skólann? Pési: — Þarna kemur það. Ég vissi að ég hafði gleymt ein- hverju. Gesturinn hafði flutt af gisti- húsinu án þess að greiða reikning sinn. Hóteleigandinn skrifaði honum: „Kæri herra L. Jónsson. Viljið þér gera svo vel að senda upphæðina á reikningi yðar frá gistihúsinu. Með mikilli virðingu. o.s.frv.“. En þessi L. Jónsson svaraði með eftirfarandi bréfi: „Kæri gistihúss eigandi. Upphæðin á reikningnum er 610 krónur. Virðingarfyllst L. Jónsson." Öldungur: — Það stendur hér að f London sé ekið yfir mann á hverjum hálftfma. Konan hans: — Aumingja maðurinn. Stúlkan: — Mér virðist myndin af mér alltaf verða Ijót- ari og Ijótari. Málarinn: — Já, verið þér rólegar, hún er bráðum búin. Dóttirin: — Hefurðu heyrt það pabbi , að það er búið að taka stærsta hótelþjóf f New York fastan? Faðirinn: — Hvaða hóteli stal hann? Er þetta hægt? „Þeg ar ég las nýlega um skatta- mál í Velvakanda komu mér í hug hjón, sem bæði verða 67 ára á sama tíma og fá sín eililaun. Maðurinn er við góða heilsu og vinnur áfram fullan vinnudag og heldur því sömu launum. Þegar hann svo gerir sína skattskýrslu þá verður hann auðvitað að telja ellilaun þeirra beggja fram sem sínar tekjur ásamt sínum launum. Nú færir hann í einfeldni sinni hálf ellilaun konunnar út frá- dráttarmegin á sína skattskýrslu. En hvað gerist svo? Þegar hann fer að skoða skattskýrsluna eftir frágang skattstofunnar hér í Reykjavík þá er komið rautt strik yfir þessi hálfu laun konunnar. Þegar hann biður um skýringar á rauða strikinu er honum sagt, að þetta sé ekki frádráttarbært, þetta séu ekki laun konunnar heldur styrkur, „ölmusa“. Þannig heiðra íslenzkir stjórn- mála- og alþingismenn þær hús- mæður sem staðið hafa í eldhús- inu í hartnær hálfa öld og alið upp börn okkar og í sumum tilvik- um líka barnabörnin eða tvær kynslóðir. Það er sko „annað að gista á kotum eða komast í Bakkasel". Öldungur." Frá skattamálum hverfum við að örlítið annarri hlið launamál- anna: 0 Láglauna- bætur „Ég var að sjá i blaði þínu að bankastjórar, ráðherrar og dómarar við Hæstarétt hafi fengið 10% launahækkun, eða sem svarar 20—25 þúsund krón- um á mánuði. En ekki voru þeir fyrr búnir að fá sínar „láglauna- bætur“ en kaffi, smjörlíki, fisk- iðnaðarvörur og fleira hækkaði um þó nokkrar krónur kílóið. Er samband þarna á milli? Ég fékk einu sinni á annað þús- und króna launahækkun á mín 70 þúsund króna laun, en þá hækk- uðu aðalneyzluvörur heimilisins, mjólkur- og kjötvörur, um 20—40% svo að hækkun launa minna hrökk ekki á móti hækkun nefndra vörutegunda, hvað þá öðrum hækkunum, sem urðu á almennri þjónustu um sama leyti. Samt sem áður óska ég banka- stjórunum og hinum til hamingju. Það hefur hvort sem er verið yfir- lýst stefna ríkisstjórnarinnar að bæta kjör láglaunastéttanna og því ekki að gera það í vikunni fyrir Alþýðusambandsþing? j.O.P.“ BRIDGE t UMSJA PÁLS BERGSSONAR Á að svína? Þarf að svína? Þetta eru spurningar, sem við veltum oft fyrir okkur við spila- borðið. Spíl dagsins er þraut og lausn hennar er nátengd þessum spurningum. Vestur gefur, allir á hættu. Norður Suður S. 7642 S. ÁD H.G843 H.AKD10 T. ÁG109 T. K8765 L. 2 L. AK Austur og vestur sögðu alltaf pass en suður er sagnhafi í 6 hjörtum. Vestur spilar út lauf- drottningu. Suður á slaginn og spilar trompás og kóng. Austur og vestur eru báðir með. Áður en lengra er haldið skalt þú mynda úrspilsáætlun þína, lesandi góður, Ætli besti möguleikinn sé að taka á tígulkóng og ás því austur getur átt spaðakóng, komi drottn- ingin ekki? Jú, þetta er mögu- leiki, en ekki sá besti. Við skulum taka síðasta trompið af andstæð- ingunum og líta á hendur austurs og vesturs. Vestur Austur S. KG98 S. 1053 H.653 H.97 T. 4 T. D32 L. DG987 L. 106543 Það er auðséð, að við töpum spilinu ef við reynum áðurnefnd- an möguleika. Þeir sem reyndari eru hafa ef- laust fundið lausnina nú þegar, en hún er þannig: Við áttum síð- asta slag á hjartadrottningu og tökum nú á laufkóng. Síðan spil- um við lágum tígli á ás blinds og spilum tígulgosa. 1. Eins og spilið liggur fylgir austur lit og nú látum við lágt heima. Þetta gerum við ekki vegna þess, að við vitum að austur á drottninguna, heldur vegna þess, að ef vestur á drottninguna, þá er hún einspil. Hann á þá ekki annað en lauf og spaða eftir á hendinni. Það er sama hvoru hann spilar, við fáum alla slagina. 2. Ef austur á ekki tigul til að láta í gosann, tökum við á kóng og nú má vestur fá á drottninguna. Hann er þá í sömu aðstöðu og í fyrra tilfellinu. Eina legan sem við höfum ekki tryggt okkur gegn er D432 hjá vestri. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftír Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 25 að vera þarna með honum. Hann notfærði sér það og sagði I hálfum hljððum við hana: — Þér þekkið allan sannleik- ann ( málinu, ekki satt? Hún neitaði þvf ekki, en leit undan og það virkaði á hann eins og játning. — Komið.... Klukkan var að verða tólf. Maigret ákvað að sveigja til hægri og fara f áttina til Place des Ternes og hún tiplaði á háum hælunum á eftir honum og reyndi eftir beztu getu að hafa við honum. — En ég ætla samt ekki að segja yður neitt, sagði hún mæðulega þegar þau höfðu gengið um hrfð. — Ég veit það. Það var margt sem hann víssi núna. Að vfsu vissi hann ekki enn hver var morðingí Lapies gamla, þekkti ekki nafnið á þeím sem hafði skotið á Petill- on nóttina áður. En hann vissi að þetta myndi allt saman koma f Ijós áður en langir tfmar liðu. En umfram allt vissi hann að Felicie.... Hvernig átti hann að koma orðum að þvf? 1 lest- inni hafði hann veitt þvf eftir- tekt að viðstöddum hafði fund- ist hún hlægileg f upphafinni og stirðnaðri sorg sinni; hjúkrunarkonan á sjúkrahús- inu hafði ekki getað á sér setið að hlæja að henni, kráareigand- inn f Poissy kallaði hann öllum illum nöfnum, aðrir hæddust að henni og kölluðu hana prins- essuna, Lapie hafði haft allt á hornum sér við hana og Maigret sjálfur hafði lengi vel látið barnalegan apakattargang hennar fara f taugararnar á sér. Einnig nú sneru sumir sér við til að horfa á þetta furðu- lega par og þegar Maigret opnaði dyr á litlu veitingahúsi, sem aðallega sóttu fastagestír sá hann augnaráðið sem þjónn- inn sendi stúlkunni við peningakassann. Það sem Maigret hafði upp- götvað voru hinar einföldu manneskjulegu tilfinningar sem duldar eru að baki fáran- legs útlits. — Nú skulum við fá okkur góðan hádegisverð, sagði hann. — Hverníg litist yður á það? Henni fannst þar af leiðandi að hún þyrfti að endurtaka. — En samt ætla ég ekki að segjayður neitt..... — Auðvitað ekki, Felicie litla... Þér segið mér bara ekki nokkurn skapaðan hlut.... hvað viljið þér borða.... Veitingastofan var gamaldags en hlýleg, veggirnir f mildum og hlýjum litum og allt var þarna hreinlegt og blátt áfram. Hann ákvað að lambakjöt f grænmetissósu væri hinn ákjósanlegasti málsverður og bað um það. Felicie hafði tekið slörið frá andlitinu. — Voruð þér ósköp óhamingju- samar f Fecamp ? Hann veit hvað hann gerir. Hann bfður eftir að varirnar titri og sfðan komi þrjózku- svipurinn sem hún er svo lag- inn að kalla fram á andlit sitt. — Þvf skyldi ég hafa verið óhamingjusöm? Nei, þvf það? Hvers vegna? Hann veit hvernig umhorfs er f Fecamp, skrautleg húsin og óhrjálegt umhverfið og ýldu- lyktin og sóðalyktin I hverfinu þar sem hún hafði alist upp sem barn. — Hvað eigið þér mörg syst- kini? — Sjö.... Og faðirinn drykkjuhrútur. Móðirin úti við þvotta allan daginn. Hann getur séð Felicie fyrir sér, horaða og hallæris- lega með enga skó á fótunum og sultarsvip á andlitinu. Sfðar varð hún gengilbeina f Iftilli bryggjukrá og fékk herbergi uppi á loftinu. Hún var rekin þaðan vegna þess hún hafði stolið nokkrum skildingum úr kassanum. Sfðan fær hún vinnu á heimili Ernest Lapie.... Nú situr hún hér og borðar eins og ffn fröken. Hún reynir að vanda sig eins og mest hún má og Maigret hæðist ekki að henni. — Ef ég hefði viljað hefði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.