Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 40
Demantur M æðstur eðalsteina (§ull Sc ^tlfttr Laugavegi 35 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 t gærkvöldi var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu ballettsýning undir stjórn rússneska ballettmeistarans Natalie Konjus. önnur sýning verður f kvöld. Þessa mynd tók Friðþjófur af þeim Auði Bjarna- dóttur og Erni Guðmundssyni, úr Islenzka dansflokknum á æfingu fyrr í vikunni. Ljósm. Fríðþjófur Geirfinnsmálið: Grunur um aðild eða yfirhylmingu — Gæzluvardhald framlengt um 60 daga GÆZLUVARÐHALDS- VIST nýjasta fangans í Geirfinnsmálinu var f gær- kvöldi framlengt um 60 daga. Birgir Þormar full- trúi við sakadóm Reykja- vfkur kvað upp úrskurð- inn. Umræddur maður, sem er hálffertugur Reyk- vfkingur, hafði setið f gæsluvarðhaldi f 20 daga vegna rannsóknar Geir- finnsmálsins, og rann gæzluvarðhaldsúrskurður- inn úr f nótt. Birgir Þormar sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ýmislegt hefði komið fram við yf- irheyrslur yfir manninum undan- farna daga. Orðrétt sagði Birgir: „Það leikur sterkur grunur á því að maðurinn hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi f sambandi við hvarf Geirfinns. Þessi grunur byggist ekki eingöngu á fram- burði þeirra ungmenna, sem setið hafa inni í sambandi við þetta mál.“ Birgir Þormar sagði, að margt væri óljóst um hugsanlega aðild umrædds manns að málinu, hvort um væri að ræða beina aðild eða yfirhylmingu. Myndin hefði skýrst í yfirheyrslum að undan- förnu og hefði þótt nauðsynlegt að framlengja gæzluvarðhaldið í þágu rannsóknar málsins. Væri á þessu stigi ekkert hægt að segja frekar, en fram kemur hér í frétt- inni. Fanginn gerði enga athuga- semd við gæzluvarðhaldsúrskurð- inn í gærkvöldi og kærði hann ekki en eins og komið hefur fram f fréttum kærði hann fyrri gæzlu- varðhaldsúrskurðinn. Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands: Bretar náðu 52 til 53 þús. tonnum af þorski Allt bendir til að árskvóta sinn á 9 FISKIFELAG íslands áætlar að afli Breta 11 mánuði þessa árs á tslandsmiðum, eða þar til þeir þurftu að hætta veiðum vegna Oslóarsamningsins, sé um 70 þúsund lestir og er þá átt við afla upp úr sjó. Þar af eru 53 til 54 þúsund lestir af þorski. Gæti þar þó einhverju skakkað til eða frá, þar sem hér er um áætlaðar bráðabirgðatölur að ræða. Sam- kvæmt eldri samningi máttu Bretar veiða á Islandsmiðum 130 þúsund tonn á ári. Már Elfsson fiskimálastjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri heldur meiri Færeyingar fylli mánuðum afli en gengið hefði verið út frá í byrjun, en það stafar fyrst og fremst af þvf að aflabrögð urðu miklu betri hjá öllum togurum á íslandsmiðum f júlí og ágúst og jafnvel einnig í september. Þjóðverjar eru nú með annað ár í samning, þar sem samningsár þeirra er frá 28. nóvember til 28. nóvember. Til eru tölur um afla þeirra til októberloka. Er heildar- afli þeirra þá orðinn 52.200 lestir upp úr sjó og þar af 2.700 tonn af þorski. Er þetta tímabilið frá 1. desember í fyrra til októberloka eins og áður er sagt. Samkvæmt samningi mega Vestur-Þjóðverjar veiða á ári 60 þúsund tonn, þar af 5 þúsund tonn af þorski. Sagði Már Elísson, að hann gerði ekki ráð fyrir því að þeir næðu þorsk-kvótanum. Samsetning aflans er mest karfi og ufsi, og dálítið af grálúðu. Már Framhald á bls. 22 ASÍ-þing: Úrsögn úr NATO — brottför varnarliðs Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1977: Óbreyttar reglur við álagningu útsvars Lagabreytingar nauðsynlegar vegna hækkunar fasteignamats Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1977 var lögð fram á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gær og fylgdi borgarstjóri henni úr hlaði með ftarlegri ræðu um er borin út með blaðinu f dag. fjármál borgarinnar. Helztu þættir f fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir næsta ár eru þessir: % Heildartekjur borgar- sjóðs á næsta ári eru áætlaðar 9,9 milljarðar króna, sem er 17,9% hækkun frá áætlaðri útkomu þessa árs. 0 Rekstrarútgjöld borgar- innar á næsta ári eru áætluð 7,3 milljarðar og hækka um 31,6%. 0 Áætlað er að verja til gatna- og holræsamála 1,7 milljörðum króna, sem er 28,2% hækkun frá fjárhagsáætlun yfir- standandi árs. • Framlög til svonefndra eignabreytinga, þ.e. til framkvæmda og ýmissa annarra þarfa, nema 2,6 milljörðum króna sem er 15,6% hækkun frá gildandi fjárhags- áætlun. • Ef nýbygging gatna og holræsa (sem talin eru með rekstrarútgjöld- um) er tekin sérstak- lega ásamt fram- kvæmdalið eignabreyt- inga kemur í Ijós að áætlað er að verja til verklegra framkvæmda á næsta ári 3.2 milljörðum króna eða um 32,2% af heildarút- gjöldum borgarsjóðs. A miðopnu Morgunblaðsins í dag er birtur lokakafli ræðu þeirrar, sem Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri flutti er fjárhagsáætlunin var lögð fram. HELZTU TEKJUR _______BORGARINNAR_________ Aðaltekjustofn borgarinnar eru útsvörin og er gert ráð fyrir, að Framhald á bls. 22 — vísað til nefndar með 306 atkv. gegn 49 SNARPAR umræður urðu á þingi Alþýðusambands tslands f gærdag er fjallað var um viðaukatillögur við stefnuskrá ASÍ. Þessar tillögur voru aðal- lega um brottför bandarfsks hers frá lslandi, úrsögn Islendinga úr NATO, þjóðnýt- ingu og ákveðnar aðgerðir ASI gegn stóriðju á tslandi. Var þessum tillögum og öðrum breytingartillögum vís- að til milliþinganefndar og sambandsstjórnar að lokinni skriflegri atkvæðagreiðslu. Féllu atkvæði þannig að 306 fulltrúar greiddu atkvæði með því að vfsa tillögunum til milli- þinganefndar, 49 voru á móti, 3 seðlar auðir og 1 ógildur. Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.