Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 Erum ákveðnar að berjast til þrautar — VIÐ vitum nánast ekkert um þetta lið annað en það að það er Júgóslavfumeistari og f þvf eru nokkrar stúlkur sem voru í sigur- líði Júgóslavfu f sfðustu heimsmeistarakeppni, sögðu þær Helga Magnúsdóttir og Oddný Sigsteinsdóttir um væntanlega mótherja sfna f Evrópubikar- keppni kvenna, Radnici Belgrad, en þetta lið er væntanlegt til landsins f kvöld og leikur á sunnudaginn fyrri leik sinn við tslandsmeistara Fram f Evrópu- bikarkeppninni. Seinni leikurinn fer svo fram ytra sfðar f mánuðin- um. — Við höfum gert ítrekaðar til- raunir til þess að afla upplýsinga um þetta lið, en það hefur vægast sagt gengið illa, sagði Olafur A. Jónsson, einn af forystumönnum handknattleiksdeildar Fram á blaðamannafundi félagsins i gær, — til að byrja með fengum við gefið upp símanúmer hjá félag- inu, en þegar til kom reyndist það hins vegar vera á einhverri bæjarskrifstofu þar sem enginn kannaðist við það. — Við erum sannfærðar um að við getum staðið vel f þeim, jafn- vel þótt þær séu bæði frægar og góðar, sögðu þær Oddný og Helga. — Alla vega munum við berjast af krafti og reyna að leika skyn- samlega — bíða eftir færunum og skora helzt í hverri sókn. Það kom fram á nefndum fundi, að það er geysilega kostnaðarsamt fyrirtæki fyrir Fram að fá Júgóslavana sem mótherja. Lágmarkskostnaður við þessa tvo leiki mun vera um 1,5 milljónir króna. — Stúlkurnar eiga miklar þakkir skilið fyrir dugnað sinn f fjáröfluninni, sagði Ólafur, — þær hafa unnið að þvf sjálfar að útvega fjármagn til þess að greiða þennan kostnað. Reyndar er ekki séð fyrir endann á þeirri hlið mála enn, en við væntum þess fastlega að stuðningsfólk Fram muni fjölmenna f Laugardalshöll- ina á sunnudaginn, bæði til þess að styðja stúlkurnar í hinum erfiða leik þeirra og eins til þess að létta f járhagsáhyggjurnar. Pressideikur í handknattleik ÁKVEÐINN hefur verið pressu- leikur i handknattleik og mun hann fara fram f Laugardals- höllinni n.k. sunnudag og hefst að öllum Ifkindum kl. 20.00. Verður leikur þessi siðasta verkefni fslenzka handknattleikslandsliðs- JUGOSLAVNESKA kvennaliðið I handknattleik Radnici sem leikur við Fram f Evrópubikarkeppni kvenna er væntanlegt til landsins f dag, en leikurinn fer fram á sunnudagskvöld. Munu koma hingað 11 stúlkur og hvorki fleiri ins fyrir ferð þess til Austur- Þýzkalands og Danmerkur, og verður liðið sem fer f þá ferð væntanlega valið strax að ioknum pressuleiknum. Strax að loknum pressuleiknum á sunnudagskvöldið fer fram né færri en 5 fararstjórar, þannig að bærilega virðist séð fyrir þeirri hlið mála hjá félaginu. Þegar Framstúlkurnar fara til Júgóslavfu verður hans vegar ekka nema einn fararstjóri í hópnum, og er það jafnframt þjálfari liðs- ins, Guðjón Jónsson. leikur Fram og júgóslavneska liðsins Radnici f Evrópubikar- keppni kvenna i handknattleik, en þess leiks er getið annars staðar hér á síðunni. Landsliðsþjálfarinn og lands- liðsnefndin valdi í gær lið sitt fyrir pressuleikinn og verður það þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Aðrir leikmenn: Jón Karlsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Ólafur Einarsson, Vfkingi Björgvin Björgvinsson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinssin, Víkingi Viggó Sigurðsson, Víkingi Geir Hallsteinsson, FH Þórarinn Ragnarsson FH Viðar Símonarson, FH Ágúst Svavarsson, ÍR Pressuliðið verður svo valið i dag, og verður skipan þess til- kynnt f blaðinu á morgun. 5 FARARSTJORAR MEÐ 11 MANNA LIÐI Oddný Sigsteinsdóttir — hún og stöllur hennar f Fram eiga erfiðan leik f vændum á sunnudagskvöldið Kraftlyftingar MEISTARAMÓT Reykjavíkur í kraftlyftingum fer fram sunnudaginn 5. desember n.k. í Lyftingaheimilinu við Reykjaveg og hefst það kl. 14.00. Meðal þátttakenda er Gústaf Agnarsson, KR, sem keppir í yfirþungavigt. Hyggst hann leggja til atlögu við met Björns Lárussonar, KR, en þau eru með elstu metum sem enn standa. Þá verður hinn skemmtilegi keppnismaður, Skúli Óskarsson, UÍA, þarna meðal keppenda og ætlar hann sér stóra hluti að venju. ÁRANGUR LANDSLIÐSINS BER HÆST - SAGÐI ELLERT B. SCHRAM, FORMAÐUR KSÍ ÁRSÞING Knattspyrnusambands Islands, fjölmennasta sér- sambands ISt, verður haldið nú um helgina að Hótel Loftleiðum. Er búist við mjög góðri fundar- sókn, eins og raunar hefur verið á undanförnum KSt-þingum, en að sögn Ellerts B. Schram, formanns sambandsins, er þess ekki að vænta að fyrir þetta þing komi mál, sem stefnumarkandi geti tal- ist fyrir knattspyrnufþróttina. — Ég býst við að helztu mál þingsins verði umræður um starfið á starfsárinu, fræðslumálin og fjár- hagsstaða knattspyrnuhreyf- ingarinnar, sagði Ellert, — auk þess mun sennilega verða fjallað um einstök framkvæmdaatriði og skipulag móta, en mótafyrir- komulagið er orðið gffurlega um- fangsmikið mál, og þvf ekki að vænta að allir séu sammála um einstök atriði þess. Ellert sagði, er Morgunblaðið ræddi við hann, — að starfsemi KSÍ hefði verið mjög mikil á þessu ári, og færi raunar vaxandi frá ári til árs. — Það líður ekki sá dagur að ekki séu einhver mál varðandi fþróttina á dagskrá hjá okkur. sagði hann, — annað hvort einhver ákveðin verkefni sem þarf að vinna að, leysa úr vanda- málum eða móta stefnu. Eðlilega er þó starfið miklu meira yfir sumarmánuðina og var það t.d. þannig hjá okkur að tfmabilið frá maf fram f september mátti heita samfelld lota. Það eitt út af fyrir sig að við lékum sex A-landsleiki á þessum tfma kostaði ótrúlega mikla vinnu. Það þurfti að undir- búa þessa leiki, vinna að því að fá hingað þá fslenzka leikmenn sem leika með erlendum liðum, skipu- leggja landsliðsæfingar og fl. Sennilega gera fáir sér grein fyrir þvf hversu mikil vinna liggur að baki hverjum og einum landsleik. — Auk A-landsleikjanna lék svo fslenzka unglingalandsliðið fyrst f undankeppni Evrópu- keppni unglinga og sfðan í aðal- keppninni sem fram fór f Ung- verjalandi. Að þvf verkefni loknu tók við undankeppni næsta móts og sem kunnugt er tókst okkur þar að bera sigurorð af Norð- mönnum og tökum því þátt f úr- slitakeppninni á næsta ári. Er þetta f fjórða skiptið á fimm árum sem fslenzkt unglingalið kemst í úrslitakeppmi UEFA- keppninnar. Á miðju sumri sá svo KSI um framkvæmd Norður- landamóts drengja f knattspyrnu og var gífurlega mikil vinna f sambandi við það. Auk landsleikj- anna var svo engin smáræðis vinna við framkvæmd landsmóta hér heima, og allar nefndir samb- andsins voru að heita í fullu starfi yfir keppnistfmabilið. Um árangurinn f landsleikjum sumarsins sagði Ellert: — Þegar á heildina er litið held ég að við getum ekki leyft okkur annað en að vera ánægðir. Eg tel t.d. að íslenzka landsliðið hafi náð mjög hagstæðum úrslitum f leikj- um sínum við Belgfumenn og Hollendinga, sem teljast vera meðal beztu knattspyrnuþjóða heims. I sumar náðist svo merkur áfangi i knattspyrnusögu Islend- inga, er fslenzka landsliðið vann sinn fyrsta sigur á útivelli — gegn Norðmönnum f Ósló. Unglinga- landsliðið hefur einnig náð mjög góðum árangri og er það skoðun mfn að þar skorti ekki nema herzlumuninn á að það „slái í gegn“. — Hverja telur þú megin- fstæðu þess að fslenzka knatt- spyrnulandsliðið hefur náð svo góðum árangri undanfarin ár? — Ég vil einkum nefna þrennt til. I fyrsta lagi höfum við verið mjög heppnir með leikmenn á þessum árum. Við eigum nú 4 — 5 framúrskarandi leikmenn, sem hefur vitanlega sitt að segja. Reyndar höfum við áður átt góða knattspyrnumenn, en það sem skilur á milli nú og þá er að mun minna bil er á milli þeirra beztu nú en oftast áður. Þá hefur verið lagt mjög mikið upp úr því að búa liðið vel undir leiki. Leikmenn- irnir hafa verið sendir í æfinga- búðir fyrir leikina, og ég held að leikmennirnir hafi fundið að við viljum gera það fyrir þá sem í okkar valdi stendur, og að þeir meti það. Síðast en ekki sízt vil ég svo nefna það að KSI réð til sfn landsliðsþjálfara sem hafði það að aðalstarfi að sinna landsliðinu, og við vorum að mfnu mati mjög heppnir með þann mann. Þegar Ellert var spurður álits á • knattspyrnunni f sumar svaraði hann: Tony Knapp landsliðsþjálfari. Ellert telur eðlilegt að reynt verði að fá hann til starfa aftur næsta sumai. — Knattspyrnan f sumar var eins og alltaf áður mjög mismun- andi. Þó held ég að það sé að verða áberandi í leikjum fslenzkra liða að hver einstakur leikmaður skilur betur leikinn og er virkari í honum en áður. Þeir eru með þótt knötturinn sé víðs- fjarri, en hér áður var það oft þannig að þeir einir voru virkir sem voru með knöttinn f það og það sinnið. Sjálfsagt eiga hinir erlendu þjálfarar mikinn hlut að máli að þetta hefur breytzt til batnaðar og einnig hefur sjón- deildarhringur Islenzkra knatt- spyrnumanna stækkað m.a. með þátttöku Iiða í Evrópubikar- keppni og fl. 1 sumar var lfka mikið skorað af mörkum f fslenzku knattspyrnunni — leikinn nokkuð djarfur sóknar- leikur, og vil ég þar sérstaklega nefna til leiki Vals en frammi- staða þess liðs var einstök i sumar. Það var einnig auðséð að áhorfendur kunnu að meta hina góðu knattspyrnu liðsins og það fékk langflesta áhorfendur á leiki sfna. — Telur þú að reynsla hafi komið á fjölgun liða f 1. deild? — örugglega ekki svo mikil að unnt sé að draga af þvf neinar ályktanir. Eg vil f þessu sambandi minna á meginforsendu, þess að ákveðið var að fjölga liðum í 1. deild. Hún var sú að með því að gefa fleiri liðum tækifæri til þess að leika f deildinni var talið að knattspyrnan myndi almennt batna. Með meiri möguleikum á að komast f deildina myndi aukast metnaður liða sem eru f 2. deild að komast upp. Ef vel tekst til að skipuleggja keppnina er ég sannfærður um að fjölgun liða verður farsæl ráðstöfun — verður til þess að skapa fleiri góð lið og um leið fleiri góða knattspyrnu- menn. Ellert B. Schram, formaður KSI Sem kunnugt er birtust f Morgunblaðinu nú f haust greinar eftir hinn sovézka þjálfara Vals- manna, dr. Yuri Ilichev, þar sem hann fjallaði um fslenzka knatt- spyrnu. Kom m.a. fram f greinum þessum að dr. Yuri taldi grunn- þjálfun íslenzkra knattspyrnu- manna mjög ábótavant. Var Ellert að þvf spurður hvort þessi gagnrýni dr. Yuri hefði við rök að styðjast: — Ég er mjög sammála dr. Yuri um þetta, sagði Ellert. — Ég gerði mér það ljóst bæði sem fyrr- verandi knattspyrnumaður, stjornarmaður í stóru félagi um tfma, þjálfari og nú formaður KSl, að það sem fyrst og fremst þarf að gera fslenzkri knatt- spyrnu til framdráttar er að bæta grunnþjálfunina. Til skamms tfma hefur verið svo með ung- lingaþjálfunina að hún hefur verið f höndum manna sem fengist hafa við starfið meira af áhuga en þekkingu. Þetta hefur svo leitt til þess að drengirnir hafa ekki lært undirstöðuatriðin nægjanlega vel f byrjun. Ef okkur tekst að bæta þetta fáum við betri knattspyrnumenn og að þvf er stefnt með skipulögðu starfi. Tel ég að einn veigamesti þátturinn f starfi KSÍ á þessu -ári hafi verið sá, að efnt var til þjálfaranám- skeiða á vegum tækninefndar KSI. Námskeið þessí voru mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.