Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 23
' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 23 Eignarráð á landinu, gögnum og gæðum: Ógrímuklæddnr kommúnismi — segir Albert Guðmundsson um tillögu Alþýðuflokksins FRUMVARP þingmanna Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum, snertir grundvallaratriði í afstöðu manna til þjóð- mála: eignarréttinn. Það er því að vonum að skiptar skoðanir hafi verið um frumvarpið I efri deild Alþingis, þar sem það hef- ur verið til umræðu undan- farið. Hér á eftir verða lauslega raktir helztu efnisþræðir í máli þing- manna (í síðari hluta fyrri umræðu) í deildinni 29. nóvember sl. Fyrst eru raddir gagnrýnenda og loks flutnings- og fram- sögumanns, Braga Sigur- jónssonar (A). Frumvarpið ónauðsynlegt. Steinþór Gestsson (S) sagði frumvarpið algjörlega ónauðsyn- legt, ef hliðsjón væri höfð af meintum tilgangi þess. Þeim til- gangi er þegar náð, með ýmsum lagasetningum, sem gera það kleift að taka land til samfélags- legra þarfa, ef og þegar þær eru fyrir hendi. Þá sagði Steinþór að í greinargerð með frumv. kæmi fram, að ráðstefna 120 þjóða f Vancouver f Kanada hefði komizt að þeirri niðurstöðu um eignar- rétt á landi, sem f tillögu Alþýðu- flokksins fælist. Víðtæk virtust því áhrif Alþýðuflokksins — en sá væri þó galli á gjöf Njarðar, að f þýðingu á Vancouversamþykkt- inni, er frumvarpi fylgdi, kæmi hvergi fram að land ætti fyrst og fremst eða eingöngu að vera ríkis- eign. I fyrsta lið þessarar fjölþjóð- legu samþykktar er fjallað um opinbert eftirlit á landi. Marg- þætt opinbert eftirlit er með landi hér. Má þar nefna ítölulög og lagaákvæði um, að hægt sé að efna til sérstakra landnota fyrir þéttbýlisfólk. I öðru lagi er talað um breytingu á notum frá land- búnaði til þéttbýlis, sem háð skuli opinberu eftirliti. Reglur um þetta efni eru til staðar f íslenzk- um lögum. 1 þriðja lagi er talað um „óverðugan hagnað“, ef land hækkar í verði vegna breyttra aðstæðna, s.s. opinberra fram- kvæmda. Hér eru lög er þetta varðar og nú stefnt að skatti af „sérstökum söluhagnaði". Þannig er um flesta eða alla þætti sam- þykktarinnar. En lftum á 4. gr. frumvarpsins: „Rfkinu skal skylt að kaupa bújarðir af bændum ef þeir óska...“ á gangverði, hús, ræktun o.s. fv. Hér væri ekki lftil kvöð á ríkið lögð. Alþingi er nú að velta fyrir sér, hvort framlag til jarða- kaupasjóðs eigi að vera 12 m. kr. eða máske eitthvað svolftið meira. Ætli þurfi ekki betur að hyggja að þessari kvöð, stærð hennar og umfangi. Steinþór ræddi um ákvæði jarðalaga um sumarbústaða- hverfi, veiðirétt og fleiri þætti málsins. Hann vék sfðan að því að þjóðnýting á landi bænda væri röng og hættuleg. Bújarðir væru betur komnar í höndum bænda sjálfra sem eign, er gengi frá kyn- slóð til kynslóðar. Varðveizla landsins væri ekki betur komin f annarra höndum en þeirra, er hefði lffsframfæri af að yrkja það. Sósfalisminn byrji yfirtöku bændastéttar. Ólafur Þórðarson (F) sagði það ekki nýja kenningu að rfkið skyldi allt eiga. Hitt væri nýtt að sósfalisminn skyldi ekki ganga jafnt yfir allar stéttir þjóðfélags- ins. Hann á skv. þessu frumvarpi að bitna á bændum einum; þeir skulu þola það, að af þeim séu teknar eignir þeirra. Það er sjónarmið út af fyrir sig að vera á móti öllum eignarrétti. En að haga afstöðu sinni til eignarréttar eftir meintum kjörfylgislíkum er lftilmótlegra. tsland er að þróast f þá átt að verða borgríki, þar sem meiri hluti þjóðarinnar býr í einni og sömu borginni og nærliggjandi „svefnbæjum". Er það sjálfgefið „réttlæti" að þessi „meirihluti" ráði öllu landi? Hvort skyldi þá rfkið betur til þess fallið en sveitarfélög að eiga heimalönd? Væri t.d. ranglæti að Norð- lendingar réðu Norðurlandi. Hvort skyldu forfeður Braga Sigurjónssonar þar nyrðra hafa samþykkt, að niðjar þeirra lytu landstjórn að sunnan? Deilur Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags um veiðirétt tel ég skoplegar. Þar virðist ráða mat á meintum kjósendavilja. Þetta vekur athygli á hugmynd, sem nú er f tízku að selja fslenzkum sjómönnum réttinn til að veiöa þorsk við strendur landsins. Það er talað um 5 til 10 milljarði króna. En það er maske eilftið skrftið að það skulu vera fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags sem eyða tfma Alþingis f það, hvern veg skuli daga úr kostnaði einstaklinga við að veiða lax í ám landsins. fallslega fleiri taka hér þátt f at- vinnurekstri með einum eða öðrum hætti en í öðrum löndum. Aftur á móti eru ýmis stærstu fyrirtækin f eigu ríkis eða sveitar- félaga Banka- og fjármálavald er í höndum ríkisins. En það greinir okkur fyrst og fremst frá sósíölsk- um rfkjum, að hér hefur tekizt að tryggja frelsi og þegnréttindi einstaklinga. Þegar ég ber saman aðstöðu einstaklingsins hér og í ríkjum sósfalismans, hlýt ég að verða andvígur þvf að stíga afgerandi spor í átt til sósfalsks hagkerfis. Þetta frumvarp væri stórt spor í þá átt, ef samþykkt yrði. Og illa er farið ef einmitt bændur verða fyrstir leiddir inn f slfkt hagkerfi. Ógrfmuklæddur kommúnismi Albert Guðmundsson (S) sagði þjóðnýtingarfrumvarp það sem hér væri til umræðu, ógrfmu- klæddan kommúnasma að sfnu mati. Að vfsu sé bændum leyft að vinna áfram á jörðum þeim, sem fslenzk bændastétt hafi átt f aldir, er þeir eigi ekki lengur að hafa rétt til að skila ævistarfi sínu, sem f bújörðunum liggur, til afkomenda sinna. Sfðan ræddi Albert um ýmsar greinar frum- varpsins, sem fælu f sér skerðingu eignarréttar, og sagði að sama væri, hvar borið væri niður f frumvarpinu, hvarvetna kæmu hrein kommúnfsk viðhorf fram. Hann fjallaði einkum um 4. og 5. gr. frumvarpsins, og sagði að ákvæðin um veiðirétt væru hrein eignaupptaka. Þar eru ákvæði sem væru ámóta og það, ef sagt væri við fbúðareiganda f Reykja- vfk: fbúð þfn er svona og svona mikils virði, við álftum það vera 10 ára leigu, eftir 10 ár ert þú leigjandi okkar eða á götunni. Albert sagði að lokum: Sjálfstæði þjóðarinnar varir ekki lengur en sjálfstæði þegnanna, einstakling- anna, sem hana mynda. Ég vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og annarra en sósfalista standi sem einn maður gegn þessu frum- varpi — og öllum öðrum, er miða f sömu átt. Afréttarlöng Ingi Tryggvason (F) færði rök fyrir þvf að afréttarlönd nýttust í raun f þágu allra landsmanna, er neyttu landbúnaðarafurða. Eðli- legt er að menn greini á, hvernig skuli hagað eignarrétti á landi. Á sfðasta ári vóru samþykkt á Alþingi Jarðalög, hverra megin- inntak var að umráðaréttur lands væri f höndum þeirra er nytjuðu það. Þeim var einnig ætlað að koma f veg fyrir það að eignar- réttur lands yrði misnotaður, þannig að f bága bryti við almannahagsmuni. Ég tel ótima- bært að breyta þessum lögum eða meginlfnum þeirra, meðan ekki er komin meiri reynsla á þau f framkvæmd. Stefnt að fram- tfðar- sósfalisma Helgi F. Seljan (Alb.) sagði það stefnu Alþýðubandalagsins að stefna að framtfðarsósfalisma, einnig að því er varðar landbúnað og eign á landi. Hins vegar væri naumast tfmabært að taka bænda- stéttina eina út úr nú, meðan þjóðfélagskerfinu væri ekki að öðru leyti breytt samhliða. Þess vegna gerði frumvarp Alþýðu- bandalagsmanna ráð fyrir þvf að bændur ættu áfram, að óbreyttum aðstæðum, bújarðir sfnar, með og ásamt hlunnindum sem þeim fylgdu og hefðu fylgt. Þess vegna væri rangt að jafna saman frum- varpi þeirra og Alþýðuflokksins og telja bæði söm um eignaupp- töku. Nær væri að minu mati að þjóðnýta á undan bújörðum ýmis framleiðslutæki, sem kannski hafa verið keypt fyrir nær 100% rfkisframlög og eða lánsfé. Albert Guðmundsson talar að vfsu fagur- lega um einkareksturinn — en hann er oftar en ekki aðeins á pappfrnum, sagði Helgi F. Seljan. Stjórnlaga- breyting Jón G. Sólnes (S) taidi sum ákvæði þessa frumvarps jaðra við stjórnarskrárbreytingu. Nefndi hann þar til bæði 7. 03 11. gr. frumvarpsins, þar sem rætt væri um „bætur" fyrir eignaupptöku. Stjórnarskráin segir hins vegar til um, að eign megi þvf aðeins taka f samfélagsþágu eins og það er orðað almennt, að hún sé gold- in fullu verði. Jón ræddi sfðan um margrædda 17. grein jarðræktar- lagafrumvarps frá fyrri tfð, þess efnis, að jarðræktarstyrkir yrðu að rfkiseign f bújörðum, en þetta ákvæði hefði mætt andófi bænda. Það andóf sýndi hve jarðeignin er rfkur þáttur f viðhorfi bóndans til landsins, sem hann yrkir. Rétt er að eignarrétti fylgir annmarki eða getur fylgt f vissum tilfellum er hann flyzt milli kynslóða, en engu að sfður er hér um að ræða rétt, sem bændur eiga og vilja búa við. Jón sagði alla vinnu, hvar sem unnin væri, ræktunarstarf, ef hún skapaði verðmæti í þjóðar- búið, eignamyndun hjá einstaklingum, sem rætur ættu f verðmætasköpun, heilbrigða, hvetjandi og þarfa. Vinstri menn hefðu önnur viðhorf til eignar, en þá væri líka komið að grund- vallaratriði um þegnrétt, er skipti mönnum f andstæðar póiitfskar fylkingar. Allar jarðir eign þess opinbera Bragi Sigurjónsson (A) sagði það skoðun sfna að það væri bændastéttinni til hagræðis, að allar jarðir væru eign hins opin- bera; að bændur hefðu þær undir höndum sem erfðafestujarðir, og þyrftu ekka að seija þær frá kyn- slóð til kynslóðar, eins og nú væri. Löngun til eignar er hins vegar rfk f manninum. Þar af leiddi að sett var inn f frumvarpið að bændum væri frjálst, ef þeir vildu, að eiga sjálfir jarðir sfnar „til eigin búrekstrar", meðan þeir nýttu þær. Ekki óttast ég ákvæði um skyldu rfkis til að kaupa bújörð á gangverði, hætti bóndi búskap. Bændur hætta ekki búskap meðan þeim er sætt á jörðum sfnum. En neyðist bóndi til að yfirgefa jörð af einhverjum ástæðum er eðlilegt að ríkið sjái Framhald á bis. 22 Sósfalskt þjóðskipulag Oddur Ólafsson (S) sagði ekki óeðlilegt, að menn, sem aðhylltust sósfalisma, legðu fram frumvarp sem þetta. Þjóðnýting lands og atvinnutækja væru grundvallar- skilyrði fyrir sósföisku þjóðféiagi. Fengi Alþýðuflokkurinn þetta frumvarp samþykkt væri unninn „áfangasigur“ á ieið til sósialismans. Við lifum i þjóðfélagi, sem er eins konar millistig milli sósfalisma og kapitalisma, sagði þingmaðurinn, þar sem frelsi ræður ríkjum og ýmislegt er tekið úr hvoru hag- kerfinu fyrir sig. En almennt talað lifum við f óvenju frjálsu og heilbrigðu þjóðfélagi. Þetta byggi ég m.a. á þvf að atvinnuvegir nkkar er'i f marera höndum. Hlut- Nýtt frumvarp um Kennaraháskóla 1 smíðum: Aðeins helmingur kenn- aramenntaðra við kennslu — Fjórðungur grunnskólakennara án réttinda A árabilinu 1967—1976 útskrifuðust frá Kennara- háskóla lsiands og Kennara- skóla Isiands 1299 kennarar með kennaraprófi. Af þeim kenna í grunnskóia á skólaár- inu 1976—1977 721 eða 55.5%. Af 2336 kennurum f grunnskól- um eru 1814 brautskróðir með fuilgildu kennaraprófi frá Kennaraskóla, Kennaraháskóla og Háskóla tslands, eða 77,7%. Hinir 522 eða 22.3% hafa ýmiss konar menntun sem hér segir: 87 eða 3,7% hafa háskólapróf án uppeldis- og kennslufræði, t.d. B.A.-prófsmenn, viðskipta- fræðingar o.fl. sem kenna flest- ir sérgreinar sfnar, 249 eða 10,7% hafa lokið stúdentsprófi og 88 þeirra hafa lokið hluta af háskólanámi eða eru f slfku námi, 21 eða 1,3% hafa verslunar- eða samvinnuskólapróf og kenna flestir sfnar sérgreinar svo sem bókfærslu og vélritun, 51 eða 2,2% hafa lokið iðn- eða tækninámi, búfræði- eða garðyrkjunámi, tón- eða mynd- listarnámi og kenna flestir sfn- ar sérgreinar, 13 eða 0,6% hafa lokið fóstur- námi og kenna yngstu ár- göngum grunnskólanemenda, 91 eða 3,9% hafa flestir einung- is lokið miðskóla- eða gagn- fræðaprófi, en f þeim hópi eru þó nokkrir sem hafa stundað annarskonar framhaldsnám en að framan greinir. Auk þess hafa margir þeirra langa starfsreynslu að baki. Þetta kom fram í svari Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra, er hann svaraði fyrispurn Helga F. Seljan (Abl) um kennaraskort á grunnskólastigi, hverjar væru orsakir hans og hver áform ráðuneytis um úrbætur. Ráðherra sagði að nú væri framundan hröð aukning f kennaranámi, sem sjáist af því, að á lokanámsári f Kennara- háskólanum væru nú 53, á 2. ári 86 og á fyrsta námsári 100. Þá sagði ráðherra að f smfðum væri frumvarp til nýrra laga um Kennaraháskóla íslands, sem á að styrkja stöðu hans sem miðstöðvar uppeldis og kennslufræði f landinu. Yrði það væntanlega lagt fram á þessu þingi. Unnið væri að könnun næsta byggingaráfanga skólans. Þá er og ráðgert að leggja fyrir yfirstandandi þing frumvarp til iaga um skilyrði, sem uppfylla þarf til þess að verða settur eða skipaður kenn- ari við grunnskóia og fram- haldsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.