Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 11 Ólafur bóndi á Oddhóli og fyrrum í Álfsnesi Ég vil nú hafa mínar konur sjálfur Dagur Þorleifsson skráði. Ólafur notar enga tæpitungu og dregur ekkert undan, hvorki sín ævintýri né annarra, þar með talin ástar- og fjármálaævintýri. Hann segir frá mönnum eins og þeir komu honum fyrir sjónir, án þess að hirða um hverjir kunni að kætast, reiðast eða hneykslast. Bók þessi mun lengi í minnum höfð fyrir bersögli og bragðmikið grín. Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk Enginn veit hver annars konu hlýtur Bókin segirfrá ungum stúlkum á hálum brautum höfuðborgarinnar og ástarævintýrum þeirra. Þær taka á leigu gamalt hús við Grettisgötu. Brátt bætast fleiri í hópinn, karlar og konur, og ástin birtist í margskonar myndum. Ýmist er ástarfuninn að brenna upp báða elskendurna, eða ástin tekið svo óvænta stefnu, svo enginn veit að lokum hver annars konu hlýtur. SntíAmj! RraénloMr Irá SUItbkti Enginnveit hverannarskonu hlýtur Séra Gunnar Benediktsson Stiklað á stóru ( iIIlUHIi' I/li'fsst>11 Slikhtdú stóni frá bernsku til brauðleysis Frásagnargáfa þessa byltingasinnaða klerks, hispursleysi og ritleikni er þjóðkunn. Aldrei hef- ur hann verið hreinskilnari og opinskárri um einkamál sín og ævikjör en í þessari bók, en margþætt reynsla hans og félagsleg skyggni gera minningar hans að samtíðarskuggsjá. Ekkert mannlegt lætur hann sér óviðkomandi, þekking hans víðtæk, penni hans léttur, en hvass og markviss. Joe Poyer: Með báli og brandi Þýðandi: Björn Jónsson Höfundur þessarar bókar hefur á síðustu árum verið að ryðja sér til rúms á erlendum skáld- sagnamarkaði og má til marks um það nefna sem dæmi, að hinn kunni Alistair Maclean sagði um fyrstu bók Poyers, North Cape, að hún væri besta ævintýraskáldsaga sem hann hefði lesið um árabil. Atburðir þessarar bókar hefjast í Júgóslavíu, sveigjast til Mið-Austurlanda og þeim lýkur í Burma, þar berst maður við mann. hAmmeR of thenoRth Magnús Magnússon Hammer of the north Myths and Heroes of the Viking age. r' <:j y % Bókin er í stóru broti. Aðalefni hennar er norræn goðafræði og goðsagnir. Höfundur hefur kynnt sér það efni rækilega bæði út frá íslenskum fornritum og nýjustu sögulegum fornfræðilegum heimildum. Bókin er tilvalið kynningarrit fyrir út- lendinga en einnig áhugaverð lesning íslend- ingum sjálfum. 120 litmyndir prýða bókina af stöðum, munum og minjum sem frægir eru úr sögunni. Lewis og Clark og ferðin yfir Norður-Ameríku eftir David Holloway í þýðingu örnólfs Thorlacius Lewis og Clark voru fyrstir hvítra manna til þess að fara yfir þvera Norður-Ameríku og eiga því mjög merkan og spennandi kafla í könnunar- sögu veraldarinnar. Lewis og Clark er þriðja bindið í bókaflokknum Frömuðir landafunda, en áður voru komnar út bækurnar Magellan og Kapteinn Scott. Hver bók er merkur kafli í þró- unarsögu mannsins. Ljós mér skein á dimmum dögum Endurminningar Sabínu Wurmbrand í þýðingu Sigurlaugar Árnadóttur. Bjargföst trú á guðlega handleiðslu veitti Sabínu Wurmbrand, eiginkonu ,,neðanjarðarprestsins“ styrk til þess að lifa af ómannúðlega meðferð í fangelsum kommúnista í Rúmeníu. Frásögn hennar er sérstæð og áhrifarík og hlýtur að grípa hug lesandans fanginn, sökum trúar og bjart- sýni, þrátt fyrir pyndingar og hvers konar harð- rétti sem eru megineinkenni í daganna þraut. Steinar J. Lúðvíksson Þrautgóðir á raunastund 8. bindi björgunar- og sjóslysasögu íslands Þessi bók fjallar um árin 1920—1924 og nú er komið að þeim þætti í útgeröarsögu íslendinga, þar sem skúturnar skipa sinn mikla sess. Meðal atburða má nefna strand Talismans viö Kleifar- vík, Krossmessugarðinn mikla og strand Sterl- ings við Brimnes. þá er í bókinni fjöldi Ijósmynda frá þessu tímabili og þar á meðal myndaflokkur frá síldveiðuhum fyrir Norðurlandi. Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson Þrítugasti marz 1949 mestu innanlandsátök frá siðaskiptum Þann 30. mars 1949 fékk innibyrgð spenna, tortryggni og gagn- kvæm andúð útrás í athöfnum og átökum, sem ekki hafa orðið önnur og meiri síðan um siðaskipti. Bókin er byggð á innlendum og erlendum gögnum úr skjalasöfnum ráðuneyta og hæstaréttar og viðtölum við stjórnmálamenn, lögreglumenn, varaliðsmenn, áhorfendur og sakborninga. í bókinni eru 60 Ijósmyndir, flestar áður óbirtar, þ.á m. úr kvikmynd. Gód bók er gulli betri ^ ÖRN OG ÖRLYGUR m Vesturgötu 42, Sími: 25722 Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar að miklu leyti nýtt verk í þremur bindum og myndskreyttum kassa. Prýdd 80 Ijósmyndum, sem margar hverjar hafa hvergi birst áður. Bamttmi vtó björgm Homstrendingabók greinir frá byggöarlögum Hornstranda og mannlífi þar um slóðir um langan aldur, harðri lífsbaráttu fólksins í þessum afskekkta og hrjóstruga landshluta, en jafnframt sérstæðri menningu þess og einkennilegum háttum. Drjúgur hluti bókarinnar er sagnaþættir og þjóðsögur af Hornströndum, og tekst höfundi að bregða sterku Ijósi á liðnar aldir. Horn- strendingabók er eitt af merkilegustu átthagaritum á íslenskri tungu og frábært rit vegna fróðleiks og ritsnilli Þórleifs Bjarnasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.