Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 31 Reynt ad koma fótum undir Nordurstjörnuna EINS og kunnugt er, er nú á annað ár sfðan framleiðsla fór fram f niðurlagningarverksmiðju Norðurstjörnunnar h.f. f Hafnar- firði, en fyrirtækið stöðvaðist vegna mikilla birgða af kippers, sem ekki tókst að koma á markað. Eignaraðilar fyrirtækisins hafa nú komið sér saman um að reyna að finna nýjan rekstrargrundvöll fyrir fyrirtækið. Var f þvf skyni kosin þriggja manna nefnd f sumar og hefur hún ráðið Pétur Pétursson, fyrrverandi forstjóra Álafoss og starfsmannastjóra Energoproject, til að vinna að könnun á hugsanlegu rekstrar- fyrirkomulagi. Að sögn Guðmundar Ölafssonar hjá Framkvæmdastofnun ríkisins liggur fyrst fyrir að reyna að selja þær birgðir, sem Norðurstjarnan á, en þær munu vera mikið á annað hundrað milijóna króna að verðmæti. Er það gert i samvinnu við Sölustofnun lagmetis. Fyrir hálfum mánuði tókst að selja um helming birgðanna og standa vonir til að afganginn takist að selja á næsta ári. Guðmundur sagði að verðið, sem fengist, væri lágt og líklega undir framleiðslukostnaði eins og hann væri í dag. Þess ber þó að geta að þegar framleiðsla kippersins fór fram var kostnaður lægri en nú er. Markaður fyrir kippers hefur verið að dragast saman á undanförnum árum, en Norðurstjarnan hafði ekki gengið frá sölu umræddra birgða þegar út í framleiðslu þeirra var farið. Framleiðslan var í náinni sam- vinnu við norskan aðila, Kristian Bieland, sem var smáhluthafi í Norðurstjörnunni og átti að selja afurðirnar undir vörumerkinu King Oscar. Athuganir nú miðast að því að kanna hvernig bezt má nýta fram- leiðslugetu verksmiðjunnar með tilliti til markaðsvinnslumögu- leika. Eignaraðild að Norðurstjörn- unni skiptist þannig að Fram- kvæmdasjóður á 45%, ríkissjóður 30%, einkaaðilar 18% og Hafnar- fjarðarbær 7%. Iðntækni hf. leitar að nýj- um rekstrargrundvelli Nú er unnið að þvf að endur- skipuleggja fjárhagslegan grund- völl Iðntækni h.f. en fyrirtækið hefur átt í örðugleikum að undan- förnu. Hefur starfsemi fyrir- tækisins legið niðri um skeið en stefnt er að þvf að hún hefjist þó aftur áður en langt um lfður. Erfiðleikar Ið ækni stöfuðu aðallega af miklum rannsóknar- kostnaði, einkum vegna þróunar gjaldmæla fyrir leigubifreiðar. Varð þróunarkostnaður vegna gjaldmælanna um 20 milljónir króna, sem er óvenjumikið hjá íslenzku fyrirtæki. Þetta leiddi til þess, að fyrirtækið komst f fjár- hagsörðugleika og gat ekki fjár- magnað kostnaðinn við að koma gjaldmælinum á erlendan mark- að. Endurskipulagning fyrirtækis- ins miðar meðal annars að þvi að auka hlutafé þess og hafa ákveðn- ir aðilar gefið vilyrði fyrir fram- Líbýa kaupir hlut í Fiat LlBVA hefur keypt hlut f ftalska bflaiðnaðarfyrirtækinu Fiat að þvf er tilkynnt var f Tórfno á fimmtudag. Er þetta f fyrsta sinn, sem Arabaland fjárfestir f ftölsku fyrirtæki. Stjórnarformaður Fiat, Giovanni Agnelli, sagði að hluta- fé fyrirtækisins hefði verið aukið um 10% og hefði stjórn Lfbýu lagt það fram, eða 207 milljónir dala, og eignazt þar með 9.09% hlutafjárins. Ffat er stærsti vinnuveitandi f einkaeign á Itaifu. I október sfðast liðnum keypti annað Arabaland, Iran, 25% iðn- aðarrisans vestur-þýzka, Krupps. Agnelli sagði á blaðamanna- fundi, að stjórn Líbýu hefði átt frumkvæðið að kaupunum, en samningurinn, sem hún heur gert við fyrirtækið, er upp á 415 millj. dollara. Líbýa mun samkvæmt honum kaupa skuldabréf fyrir 104 milljónir dollara, sem gera henni kleift að auka hlut sinn f 13%. Þá lánar Líbýa Fiat aðrar 104 milljónir dollara til 10 $ra á svipuðum kjörum og gilda um 6 mánaða lán á alþjóðlegum pen- ingamarkaði. Agnelli sagði að Lfbýumenn borguðu fjórfalt markaðsverð fyr- ir þær 30 milljónir hlutabréfa. sem þeir keyptu. lagi hlutafjár, ef fjárhagslegur grundvöllur finnst fyrir fyrirtæk- ið. Þá hafa stjórnendur Iðntækni leitað fyrir sér um sölu á fram- leiðsluleyfum gjaldmælanna er- lendis. Á meðan Iðntækni hefur verið lokað hefur öryrkjabandalagið TVEIR fslenzkir aðilar tóku þátt f fiskveiðitækjasýningunni Fish Expo, sem haldin var f lok október f Boston f Bandarfkjun- um. Voru það Elliði Norðdahl Guðjónsson, sem sýndi handfæra- vindu og Ifnu og netaspil fyrir smábáta, og Stálvinnslan h.f., sem sýndi flokkunarvél fyrir sfld, makrfl og smáfisk. Var árangur af þátttökunni góður. Þetta var f tfunda sinn sem Fish Expo er haldin en sýningin er haidin á hverju hausti til skiptis f Boston og Seattle. Hún er aðeins opin fólki, sem starfar að sjávar- útvegi og fiskiðnaði og sóttu hana að þessu sinni um sex þúsund manns, sem er aðsóknarmet. Það voru aðallega bandarisk fyrirtæki, sem þarna sýndu, en Norðmenn og Bretar voru með stórar sýningardeildir. Islenzka deildin var lítil, aðeins 9 fermetrar en vel staðsett. Elliði Norðdahl lagði aðaláherzlu á að kynna Elektra- handfæravinduna, sem sýnd var bæði raf- og vökvadrifin. Hann sýndi einnig nýja gerð af línu og netaspili, en það er þannig útbú- ið, að það má nota einnig sem kraftblökk. Vöktu tækin mikla at- hygli, bæði fólks úr sjávarútvegi annazt framleiðslu gjaldmælanna með leyfi fyrirtækisins. Vinna við þá framleiðslu 8 öryrkjar auk 5 tæknimanna sem ráðnir voru frá Iðntækni. öryrkjar störfuðu áður við gerð mælanna hjá Iðntækni en hafa komið sér upp vinnustofu í HátúnlOA. og blaðamanna fiskveiðirita. Kváðu forráðamenn fslenzku deildarinnar það athyglisvert hve handfæravindan virðist vera þekkt í Bandarfkjunum. Virðast markaðshorfur fyrir hana og línu- spilið f Bandaríkjunum mjög góðar. Flokkunarvél Stálvinnslunnar hefur þegar náð góðri fótfestu í Kanada, enda þótt markaðurinn þar hafi dregizt mjög saman vegna sfldarleysis. Tvö fyrirtæki í Kanada hafa nýlega sýnt áhuga á að kaupa afkastamiklar flokkun- arvélar til að grófflokka síld við löndun. Var það einn aðalhvatinn að þátttöku Stálvinnslunnar f sýningunni. Þó að ekki sé búizt við miklum markaði á austur- strönd Kanada á næstu árum, vegna þess hve lítið veiðist af sfld, þá rennir fyrirtækið vonaraugum til vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna, þar sem síld- veiðar hafa verið. Jafnframt er talið að markaður sé fyrir vélina til flokkunar sardfna og smáfisks, sem veiðist við strendur Kali- fornfu. Islenzku sýningaraðilarnir eru mjög ánægðir með þann árangur, sem þeir höfðu af þátttöku f Fish Expo og hafa þeir náð viðskipta- samböndum og borizt allmargar pantanir. Frá fslenzku deildinni á Fish Expo f Boston, en þar tóku þátt Elliði Norðdahl og Stálvinnslan h.f. Fish Expo: Þátttaka Islendinga gaf góðan árangur BAZAR OG KÖKUSALA TIL . STYRKTAR Karlakór Reykjavíkur, að Freyjugötu 14 kl. 2, laugardaginn 4. des. Geysimikið úrval af fallegum vörum. Jólagjafir handa allri fjölskyldunni. Kvenfélagið. Glæsilegt cassettu-ferðaviðtæki trá RADI@NEnE Bæði fyrir straum og rafhlöðui Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 43.570 - Sérstök jólakjör. Útborgun 1 5.000 síðan 8.000 á máni ^ „Militarý~ look" EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A sími 21565 e: ALLRA SÍÐUSTU SYNINGAR Nú eru það Gróttumenn sem bjarga helginni með PARADIS í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi (næsti bær) kl. 9—1 í kvöld. Nú þarf enginn að krókna úr kulda á planinu. Aldurstakmark 16 ára. Miðaverð kr. 1000. Knattspyrnud. Gróttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.