Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
17
Jólasundmót öryrkja:
Skridur er að
komast á þátt-
takendurna
5-6—
Jólasundmót öryrkja 1976
25. nóv. — 13. des.
(nafn)
(aldur)
(heimilisfang)
Sundstaður:
(tilgreiniÖ t.d. lömun. fötlun. blinda. vangafni o.s.frv.
l Örorka vegna:
I
l Sendist
| tM Í.S.f.
I Box 864, Reykjav8f>^
Þétttöku staðfestir
Myndir þær sem hér fylgja tðk Friðþjófur af hressum krökkum f
sundi f útilauginni að Skálatúni f Mosfellssveit.
SKRIÐUR cr nú að komast á
Jólasundmót öryrkja og sfðustu
daga hafa skrifstofu Iþrótta-
sambands tslands borizt fleiri
og fleiri þátttökutilkynningar.
Þannig var Sigurður Magnús-
son beðinn um að senda 25
viðurkenningarborða til Akur-
eyrar f gær, en ætlun skipu-
leggjenda mótsins á Akureyri
mun vera sú að afhenda borð-
ana við hátfðlega athöfn. Á
Akureyri eru það Iþróttabanda-
lag Akureyrar og tþróttafélag
fatlaðra þar sem sjá um fram-
kvæmd mótsins.
Sem dæmi um þátttökuna þá
munu á annað hundrað þroska-
heft börn úr öskjuhlíðarskóla
hafa lokið þátttöku f sundinu.
íbúar Blindraheimilisins ætla
sér að fjölmenna á sundstað í
næstu viku og leysa þrautina.
Það bendir því allt til þess að
starfsfólk íþróttasambandsins
muni hafa nóg að gera á næst-
unni við að senda út viður-
kenningarborða.
Kór Gagnfræðaskólans á Selfossi ásamt söngstjóranum.
Aðventusöngur á Sel-
fossi og í Skálholti
KÚR Gagnfræðaskólans á Selfossi
mun syngja á aðventukvöldi f
Skálholtskirkju föstudagskvöldið
3. desember kl. 9.30 og f Selfoss-
kirkju sunnudagskvöldið 5.
desember kl. 9.
Kórinn syngur bæði innlend og
erlend jólalög. Söngstjóri er Jón
Ingi Sigurmundsson. Glúmur
Gylfason leikur á orgel og
Heiðrún Hákonardóttir syngur
einsöng. Leikið verður undir á
ýmis hljóðfæri.
Þá munu sóknarprestarnir sr.
Guðmundur Óli Ólafsson og sr.
Sigurður Sigurðarson flytja hug-
vekjur.
JÓLALEIKRIT
Leikbrúðulands
1 DESEMBER f fyrra var
Leikbrúðulandi boðið til
Chicago til að kynna fslenzka
jólasiði á alþjóðlegri hátfð, sem
haldin er árlega f „Museum of
Science and Industry" þar í
borg. Sýningin sem leikflokk-
urinn fór með nefndist „Jóla-
sveinar einn og átta“ og er eftir
Jón Hjartarson. Sýningin vakti
mikla athygli þar vestra og var
Leikbrúðulandi boðið að koma
aftur f ár með sömu sýningu.
En áður en lagt verður af stað
verða 4 sýningar að Fríkirkju-
vegi 11, laugardaginn 4. des.,
sunnudaginn 5. des., laögardag-
inn 11. des. og sunnudaginn 12.
des., kl. 3 alla þessa daga.
Sýningar á jólaleikriti „Leik-
brúðulands" verða aðeins
fjórar.
Tvö þeirra, sem koma fram f
sýningu Leikbrúðulands.
Þessi glæsilega samstæða er búin útvarpstæki og magnara, cassettu, segulbands-
tæki, plötuspilara og 2 hátölurum og kostar aðeins kr. 146.940.- með öllu
Útvarpstækið er með langbylgju, mið-
bylgju, FM bylgju og FM stereo. Innbyggt
Ferritcore loftnet tryggir mikla næmni.
Magnarinn er 1 6w með bassa, diskant og
jafnvægisstillum. Stereo eða 4 rása MRX-
kerfi.
Plötuspilarinn er reimdrifinn með stórum
disk. Armurinn er vökvalyftur sjálfvirkt
stopp og færsla á arm.
Cassettusegulbanastækið er bæði fyrir
upptöku eða afspilari í stero 2 upptöku-
mælar og 3 stafa teljari. Sjálfvirk upptaka.
Hátalarnir eru tveir stórir, mál
31 X37X14.6 sm.
í hvoru boxi eru 2 hátalarar. 1 6 sm bassa-
hátalari og 5 sm. hátónahátalari.
ÞETTAER TÆKIFYRIR ALLA IFJÖLSKYLDUNN
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
ÁRS ÁBYRGÐ
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A
sími 21565
Nú geta allir
eignast fullkomna stereo eða 4 rása samstæðu frá
TOSHIBA
stærstir í heimi I framleiðslu electroniskra tækja
tfoóíuba