Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 21 Magnús Finnbogason setur bændafundinn. nóg. Milli 25—30% af verðinu fá bændur ekki fyrr en eftir dúk og disk og þá i verðlitlum krónum. Minnti hann á að milli 70 og 80 manns hefðu horfið úr mjólkurframleiðslunni á Suðurlandi að undanförnu og það væri ekki fyrir annað en litið væri upp úr þessu að hafa og vinnuálag væri óeðli- legt. Á meðan venjulegt fólk hefði 5 daga vinnuviku, þyrftu kúabændur að vinna 365 daga á ári. Sagði Sigurjón það sína skoðun að alltof litið samband væri milli bænda og forystumanna þeirra og mynda þyrfti félög bænda. þar sem verðlags- grundvöllurinn yrði lagður fyrir á hverj- um tima og bændur yrðu að sam- þykkja hann. Þá-vildi Sigurjón að land- inu yrði skipt i verðlagssvæði. Sláturfélagið á inni 110 milljónir hjá rfkinu Gisli Andrésson á Hálsi, formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands. gerði að umtalsefni gæruvandamálið frá fyrra ári, og sagði að Sláturfélagið hefði selt verksmiðju sinni gærurnar á hærra verði en SÍS verksmiðjum sin- um. eins hefði félagið selt 25 þúsund gærur til Loðskinns h.f. á Sauðárkróki og fengið 1 7 krónum hærra verð fyrir þær gærur en SÍS reiknaði gærurnar á til sinna verksmiðja. Sagði Gísli nú Ijóst að gæruverðið yrði greitt að fullu Fram kom hjá Gísla að Sláturfélagið á nú eftir að fá um 110 milljónir króna frá ríkissjóði fyrir framleiðslu ársins 1975 en bændur eiga hins vegar eftir að fá greiddar um 90 milljónir króna, þvi 20 milljónir hafa verið færðar frá öðrum deildum félagins og greiddar bændum. Gísli sagðist litið geta sagt um hvernig rekstur félagsins kæmi út á þessu ári en nú væru bændur að fá 2100 krónur fyrir hvern innlagðan dilk frá þessu hausti og ætlunin væri að reyna að inna vetrargreiðsluria af hendi fyrir jól en afurðalánin kæmu hins vegar ekki fyrr en rétt fyrir áramót. Varðandi það að sláturleyfishafar ættu að fá 75% afurðaverðsins t afurðalán sagði Gisli. að Sláturfélagið hefði hing- að til greitt um 68% af afurðaverðinú fyrir áramót. Félagið þyrfti að greiða ýmsan kostnað við slátrunina og ekki væri til staðar neinn verasjóður til að brúa þetta bil. Hvenær á að byggja sláturhús á Hvolsvelli? Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli, tók næstur til máls og ræddi um fjárhagsvandræði bænda vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar frá fyrra ári Mótmælti hann þvi að kaupfélögin gætu yfirboðið eitthvað, því flest kaup- félög væru búin að lána viðskipta- mönnum sinum vörur út á hærri upp- hæð en næmi innlegginu en mörg kaupfélog greiddu bændum 80—100% afurðaverðsins fyrir ára- mót. Sagðist Ólafur ekki vilja deila á Sláturfélgaið en fundurinn væri þó kallaður saman vegna þess að dráttur hefði orðið á greiðslum frá Slátur- félaginu Sagði hann það tal manna að stjórn Sláturfélagsins hefðu þá stefnu að byggja fyrst upp verslanir i Reykjavík. þá að byggja upp sláturhús og I þriðja lagi að greiða bændum. Ólafur tók fram að ef þetta væri mis- skilningur þyrfti að leiðrétta það, en bændur vildu að röðin á þessum atrið- um yrði öfug og greiðslur til bænda ættu að ganga fyrir. Spurðist hann fyrir um hvernær Sláturfélagið ætlaði að byggja sláturhús á Hvolsvelli og varpaði fram þvi að Flóabúið hefði ekki þurft að nota nema helming leyfilegra afskrifta í fyrra og getað greitt bænd- um hærra afurðaverð Sigurður Tómasson á Barkastöðum sagði að Ólafur kaupfélagsstjóri vildi það eitt að Sláturfélagið yrði lagt niður og kaupfélögin gætu tekið við verkefn- um þess. Til þess fundar væri boðað vegna þess bændur hefðu ekki fengið sitt kaup að fullu þó komið væri á annað ár frá innleggi. Sigurður sagði að oft heyrðist talað um að stjórnir sölufélaganna væru ekki nógu dugleg- ar en þarna þyrfti meira að koma til. Þetta ástand væri ekki tilkomið vegna þess að ekki væru til peningar i land- inu heldur væri fjármagninu ekki rétt stjórnað. Bændur eru i nauðavörn Séra Halldór Gunnarsson i Holti sagði bændur standa i nauðavörn. Sagði hann bændur ekki verða nógu sameinaða og sterka stéttarlega. Flestir væru bændur i Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum en þegar þessir flokkar væru i rikisstjórn ættu bændur í raun enga stjórnarandstöðu Bændur úr öllum flokkum þyrftu að standa betur saman um sin mál og blanda ekki saman flokkspólitiskum hagsmun- um og baráttunni fyrir bættum kjörum. Vitnaði Halldór til ummæla Ólafs kaupfélagsstjóra og sagði að sjálfsagt þætti kaupfélagsstjóranum óeðlilegt að Sláturfélagið sæi um afurðasölumálin en kaupfélagsstjórinn mætti ekki gleyma þvi að fleiri væru afurðir en kjöt og gærur. i Rangárþingi væri mikil kartöflurækt og þar mætti gjarnan standa betur að geymslu og sölumál- um. Að siðustu lagði Halldór fram tillögu um 20 manna nefndir bænda sem störfuðu stjórnum sölusamtakanna til trausts og halds. í framsögu sinni fyrir tillögunni vitnaði hann til baknefndar Alþýðusambands islands. Erlendur Árnason, Skiðabakka. lagði á það áherslu að bændur yrðu að standa fast saman um sölusamtök sin. Sagðist hann vera vantrúaður á að bændur færðu búreikninga rétt og i þeim kæmi ekki fram öll vinna við búið Erlendur sagði Rangæinga vera orðna langeyga eftir nýju sláturhúsi i sýslunni en sagði að siðustu að bænd- ur ættu að standa fast á rétti sinum en ekki vera með bægslagang. Jón Kristinsson i Lambey spurði hvort það væri rétt að sláturleyfishafi hefði fengið nærri 5000 krónum I afurðalán fyrir hvern 1 3 kllóa dilk en bændur fengju nú aðeins greiddar 2100 krónur. Núverandi samningar um búvöruverð skripaleikur Ölvir Karlsson, Þjórsártúni. sagði að vandamál bænda nú mætti rekja til verðlagsgrundvallarins og núverandi samningar við neytendur um búvöru- verð væri nánast skripaleikur en rlkis- valdið kæmist hjá þvi að taka þarna á sig nokkrar skuldbindingar. Mælti hann með þvi að samið yrði við ríkis- valdið beint. Spurði Ölvir hvað væri hæft i þvi að hægt væri að fá 1/3 hærra verð fyrir ullina á erlendum mörkuðum en bændur hér fá fyrir hana Árni Arason á Helluvaði sagði stjórnvöld erfið viðureignar og stefnu ríkisstjórnarinnar hafa bitnað hart á bændum. Hvatti hann bændur til að endurskoða sina pólitisku afstöðu. þvi einum of oft væru bændur heldur tryggir í pólitikinni Sagði Árni bændur vera tekjulægstu stéttina I landinu og Framhald ð bls. 22 Birgir ísL Gunnarsson, borgarstjóri: Framlög til framkvæmda aukast úr 29,5% 1 32,2% af heildarút- gjöldum borgarsjóðs — Greiðslustaða viðunandi með aðhaldi í rekstri BIRGIR Isl. Gunnarsson borg- arstjóri fylgdi frumvarpi að f járhagsáætlun Reykjavfkur- borgar fyrir árið 1977 úr hlaðai á borgarstjórnarfundi I gær með (tarlegri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir f járhags- stöðu borgarinnar á þessu ári og skýrði einstaka þætti fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár. 1 lok ræðu sinnar dró borgar- stjóri saman I stuttu máli helztu einkenni fjárhagsáætl- unarinnar og fer þessi loka- kafli ræðu borgarstjóra hér á eftlr: 1. Þrátt fyrir verðbólgu á ár- inu 1976 og aukin útgjöld á ýmsum sviðum af þeim sök- um hefur tekizt að halda greiðslustöðu borgarsjóðs í viðunandi horfi allt árið, og reyndar var greiðslustaðan góð fyrri hluta árs. Fjár- hagsleg afkoma borgarsjóðs I árslok ræðst að sjálfsögðu mjög af innheimtu álagðra gjalda siðustu daga ársins, en innheimtan er nú lakari en á sama tíma og í fyrra, en sfðasta ár var innheimtan verri en árið þar á undan. Tekizt hefur að halda greiðslustöðu viðunandi með aðhaldi í rekstri og með því að setja nýjar fram- kvæmdir ekki af stað, nema nokkurn veginn væri tryggt, að fjármagn væri fyrir hendi til að standa undir þeim. 2. Samkvæmt því frumvarpi að fjárhagsáætlun, sem hér liggur fyrir, munu heildar- tekjur borgarsjóðs milli áætlana hækka um 26.9%, en um 17.9% frá áætlaðri útkomu þessa árs. Reiknað er með að innheimta útsvör með 10% álagi, og verða þvi álagningarreglur þær sömu á þessu ári. Þó er reynt að stilla álagningu fasteigna- gjalda f hóf eins og mögulegt er og ekki reiknað með að nota lögheimilað álag að fullu, en það þurfti að gera árin 1974 og 1975. 3 Rekstrahlið fjárhagsáætlun- ar hækkar um 31.6% frá fjárhagsáætlun þessa árs. Til samanburðar má geta þess, að vfsitala vöru og þjónustu hefur á sama tfma hækkað um 29.9% og fram- færsluvfsitala um 31.9%. Þegar enn fremur hefur ver- ið tekið tillit til kauphækk- ana á sama tfmabili og ann- arra hækkana, verður ekki annað séð, en áætluð út- gjaldahækkun sé undir með- alhækkun. 4. A hverju ári eru teknar í notkun margvfslegar þjón- ustustofnanir í hinum ýmsu borgarhverfum, ekki sfzt nýju hverfunum. Slík þjón- ustuaukning kallar á aukið starfslið hjá borginni, og því væri það eðlilegt, að rekstrarkostnaður hækkaði meira en nemur meðaltals- hækkunum. Við útreikning áætlaðra útsvara er reiknað með fjölgun gjaldenda um 1%. Unnt er að reikna með þeirri fjölgun vegna aldurs- samsetningar, þótt fbúum hafi fjölgað mun minna í Reykjavfk á undanförnum árum. Ef horft er til framtfð- arinnar, þá vekur það áhyggjur, að hin sfaukna þjónusta borgarinnar er bor- in uppi með auknum þunga af þeim gjaldendum, sem fyrir eru, en þeim mun væntanlega ekki fjölga f hlutfalli við kostnaðaraukn- ingu vegna aukinnar þjón- ustu. 5. Framlög borgarsjóðs til byggingarframkvæmda á eignabreytingalið áætlunar- innar hækka úr 1.210 millj. kr. f 1.624 millj. kr., eða um tæplega 35%. Framlög til nýbygginga gatna og hol- ræsa hækka hins vegar úr 728.4 millj. kr. í 871.9 millj. kr., eða um tæp 20%. Sam- anlagðir framkvæmdir munu taka til sín 32.2% af heildarútgjöldum borgar- sjóðs á næsta ári á móti 29.5% skv. áætlun þessa árs. 6. 1 framkvæmdum hefur ver- ið dregið úr gatnagerð á undanförnum árum, en á þeim lið lögð áherzla á ný byggingarsvæði, bæði fyrir íbúðarhús og iðnaðar- og verzlunarbyggð. 7. Aukin áherzla er lögð á ým- is konar byggingarfram- kvæmdir. Stofnanir fyrir aldraða munu vega þungt á næsta ári og því næst skóla- byggingar. Athygli vekur í sambandi við skólabygging- ar, að ekkert lát er á þörf fyrir skólahúsnæði, þótt nemendum f Reykjavík hafi s.l. 3 ár fækkað um 1836, eða mun hærri tölu en nemur fjölda nemenda í fjölmenn- asta skólanum, þ.e. Fella- skóla, en þar eru nemendur 1488. 8. Af öðrum framkvæmdum er lögð vaxandi áherzla á barnaheimili, heilbrigðis- stofnanir og framkvæmdir vegna umhverfis og útivist- ar. 9. Ljóst er, að um ýmsar fram- kvæmdir er borgin háð framlögum frá rfkissjóði, eins og á sviði skólabygg- inga, íþróttamannvirkja, heilbrigðisstofnana og dag- vistunarstofnana. Ég hef rit- að fjárveitinganefnd Alþing- is bréf um þessi mál, sem lagt var fram f borgarráði s.l. þriðjudag. Fram- kvæmdageta borgarinnar og þar með nýting þeirra fjár- muna, sem f þessari áætlun eru ætlaðir til sameiginlegra framkvæmda rfkis og borg- ar, mun að sjálfsögðu fara eftir þvf, hvað endanlega verður samþykkt á Alþingi um fjárveitingar úr ríkis- sjóði til Reykjavfkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.