Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 Hluti af fulltrúum verzlunarfólks á ASt-þinginu. (Ljósm. ÓI.K.Mag.). r Halldór Blöndal í umræðum um stefnuskrá ASI: Á að hefja sóknarbaráttu með því að sundra liðinu? — Sögulegt augnablik sagði Björn Jónsson er stefnuskráin hafði verið samþykkt ALÞVÐUSAMBANDIÐ eignaðist stefnuskrá I fyrsta skipti f 36 ár I gærkvöldi er drög stefnuskrár- nefndar voru samþykkt með handauppréttingum. Margar breytingartillögur komu fram við drögin en þeim var öllum vlsað til milliþinganefndar og sambands- stjórnar. Mikill hiti var I um- ræðum um viðaukatillögur, sem sex þingfulltrúar er teljast til „órólegu deildarinnar" innan Alþýðubandalagsins báru upp. Tóku margir til máls um þetta mál, en flutningsmenn viðauka- tillögunnar og fylgismenn þeirra voru ofurliði bornir er samþykkt var að vfsa þessum viðauka- tillögum og öðrum breytingar- tillögum til milliþinganefndar. Urslit atkvæðagreiðslu um þetta mál urðu þau að 306 voru fylgj- andi þvf að vfsa máiinu til nefnd- ar en aðeins 49 vidlu að málið yrði tekið fyrir til sérstakrar afgreiðslu. Björn Jónsson, forseti ASI, sagði er stefnuskráin hafði verið samþykkt að það væri sögulegt augnablik f sögu verkaiýðshreyf- ingarinnar, er hún hefði nú f fyrsta skipti f 36 ár eignast stefnuskrá. — Við getum verið stolt af þvf að eignast slíkt plagg, sem stenzt fyllilega samanburð við stefnuskrár verkalýðshreyf- inga f öðrum löndum, sem þó hafa e.t.v. náð lengra f hagsmunabar- áttunni. Þetta eru merk tfmamót, við eigum nú sterkara, samhent- ara og rismeira Alþýðusamband. Stefnuskráin ætti að geta orðið okkur gott vegarnesti í þeirri sóknarbaráttu, sem við ætlum nú að hefja, sagði Björn Jónsson, for- seti ASÍ. Viðaukatiliögurnar sem áður eru nefndar eru í fjórum liðum og fjalla um að ASI berjist með beinum aðgerðum gegn erlendri stóriðju á Islandi, að þjóðnýtingu olíufélaga, tryggingarfélaga, banka og stórtækra fiskiskipa, sem reynast illa rekin, að ASI styðji baráttuna fyrir úrsögn tslands úr Nato, og brottför er- lends hers af fslenzkri grund. Loks f fjórða lið viðaukatillagn- anna segir að allir lffeyrisþegar fái sama lffeyri, án tillits til launa á starfsævi sinni. Flutningsmenn þessara tillögu eru Snorri Sig- finnsson, Bjarnfrfður Léosdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Ester Jóns- dóttir, Hermann Aðalsteinsson og Grétar Þorsteinsson. Verðum að taka þátt f samstarfi annarra þjóða I umræðum um þessar viðauka- tillögur flutti Guðmundur H. Garðarsson langt mál og sagði meðal annars að það væri blekk- ing að halda þvf fram, að Island gæti verið hlutlaust land. Hann sagði að Island yrði að taka þátt i samstarfi annarra þjóða og sagði að þrátt fyrir þátttöku Islendinga í NATO og veru bandarisks hers hér á landi þá væri fslenzka þjóð- in frjálsara fólk en hann þekkti annars staðar. Jón Olsen deildi nokkuð á skoðanir Guðmundar og svaraði Guðmundur ásökunum hans þegar f stað. Sagði Guðmundur að Jón hefði farið með ósannindi og borið upp á sig hluti, sem hann hefði ekki sagt. Jón Olsen kom ekki aftur í pontu og svaraði f engu seinni ræðu Guðmundar H. Garðarssonar. Halldór Blöndal talaði um að í fjálglegum ræðum hefði því verið lýst að nú skyldi hafin sóknarbar- áttu f kjarabaráttunni. — Ætlum við að hefja sóknina með þvf að sundra liðinu spurði Halldór og sagði sfðan. — Við heyjum enga baráttu nema standa saman. Hann sagðist samþykkja drögina að stefnuskránni eins og þau komu frá miðstjórn ASI, en lagði til að viðaukatillögunum yrði vfsað til milliþinganefndar og sambandsstjórnar. Gerði Halldór dagskrártillögu um þetta mál, en samþykkti að fresta afgreiðslu hennar að beiðni þingforseta. Karvel Pálmason sagði að um leið og tilraun væri gerð til að taka herstöðvarmálið inn f stefnu- skrána væri verið að reyna að koma f veg fyrir að nokkur stefnuskrá yrði samþykkt á þing- inu. Það sagði Karvel að sé fynd- ist illa farið. Litlar umræður urðu um Alþýðubankann ALÞVÐUBANKAMÁLIÐ kom loks til umræðu á ASl-þinginu um hádegisbilið f gær, en hafði upphaflega verið á dagskrá seinni part miðvikudags. Einn þingfulltrúa spurði I tölu sinni um Iffeyrissjóði hvort ekki mætti ræða Alþýðubankamálið á þinginu, hvort verið væri að fela eitthvað eða hlffa ákveðn- um mönnum. Skömmu sfðar sagði Eðvarð Sigurðsson forseti þangsins að farið hefði verið fram á að mál Alþýðubankans yrðu rædd, en þeim hefði verið frestað vegna anna frum- mælandans, Benedikts Davfðs- sonar. Gaf Eðvarð Benedikt orðið og að loknu framsögu- erindi hans var búist við almennum umræðum um þetta mál. Svo varð þó ekki og tók aðeins einn þingfulltrúa til máls. I framsöguerindi sfnu sagði Benedikt Davíðsson að aðeins einn mánuður væri liðinn sfðan almennur hluthafafundur hefði verið haldinn um málefni Alþýðubankans. Margir þing- fulltrúar hefðu verið á þeim fundi og aðrir fylgst með niður- stöðum fundarins i fjölmiðlum. Þvf væri ekki ástæða til að rekja nákvæmlega þau mál aftur. Unnið væri að því að treysta hag bankans og á sfnum tfma hefði verið leitað til miðstjórnar Alþýðusambands- ins og Seðlabankans um stuðning. Hefði Miðstjórnin tekið vel f allan félagslegan stuðning og gefið Seðlabankan- um yfirlýsingu þar sem heitið var að miðstjórnin gerði allt sem í hennar valdi stæði til að bankinn kæmist yfir erfið- leikana. Þessi yfirlýsing hefði verið forsenda þess að endur- reisn bankans hefði verið möguleg. Nú væri staða bankans þannig að tekizt hefði að mestu leyti að tryggja útlán, sem Benedikt Davfðsson. hefðu verið vantryggð þegar erfiðleikar bankans komu upp. —Enn er landi ekki að fullu náð, en vonir standa til að frek- ara fjárhagstjón bíði bankinn ekki, sagði Benedikt Davfðsson. — Aðeins með samstarfi og góðu átaki má bæta það félags- lega tjón, sem bankinn varð fyrir. Verkalýðshreyfingin verður að slá skjaldborg um bankann og treysta með þvf öryggi launafólks á tslandi, sagði Benedikt að lokum. Búist hafði verið við því að miklar umræður yrðu um Alþýðubankamálið og margir myndu fjalla um það. Svo varð þó ekki og aðeins Eirfkur Viggósson tók til máls áður en haldið var áfram með næsta mál á dagskrá. Sagði Eirfkur að Alþýðubankinn mætti ekki að- eins byggja viðskipti sfn á mönnum sem veltu milljónum með „gúmmítékkum“ og fölln- um víxlum. Þá spurði Eirfkur hvort hann væri inni á af- greiðslustofnun, þar sem ekki mætti ræða nein mál. Sigurður Óskarsson á ASÍ-þingi: Þessi friðhelgu dekurbörn, æð- andi um og heimtandi námslán” Veigamikil skref verið stigin í fræðslu- og menningarmálum ASÍ FRÆÐSLU- og manningarmil Al- þýðusambandsins voru til umratu á ASÍ-þinginu f gasrmorgun og var þá samþykkt ályktun um þassi mál. Stefán Ögmundsson hafSi framsögu um þannan málaflokk, en margir þingfulltrúar tjáSu sig um málið. Þeirra á meðal var Sigurður Óskars- son, Vérkalýðsfélaginu Rangæing, og fer hluti ræðu hans hár á eftir. í ályktun þingsins um fræðslu- og menningarmál segir m.a. að í siðast- liðnum fjórum árum hafi mörg veiga- mikil skref verið stigin f fræðsustarfi verkalýðshreyfingarinnar. í þvi sam- bandi er fyrst nefnd starfsemi MFA og þau tengsl og samstarf í fræðslu- starfi sem tekist hefur milli þess og verkalýðsfélaganna með námskeið- um, fræðsluhópum og öðru fræðslu- og menningarstarfi. Á árunum 1973—1975 gekkst MFA fyrir 38 námskeiðum og sóttu þau 897 félagar i verkalýðshreyfing- unni. 24 fræðsluhópar störfuðu á timabilinu og voru þátttakendur 344. Þá sóttu á þessu tímabili 69 manns Félagsmálaskóla alþýðu. Þátttakendur f þessu starfi voru þvf 1310, þar af 793 karlar og 517 konur. Lokaorð ályktunar ASÍ-þingsins segir: Að sfðustu vill 33. þing ASÍ taka undir eftirfarandi orð úr stefnuyfir- lýsingu MFA-samtakanna á Norður- löndum: „Námsstarfið á að styrkja samtök alþýðunnar f baráttu hennar fyrir breyttum þjóðfélagsháttum hennar fyrir breytum þjóðfélagsháttum er samræmist stefnu hennar og við- horfum. Með námsstarfinu vilja al- þýðusamtökin stuðla að þvi að auka almenna menntun og skapa raun- hæfar forsendur fyrir þátttöku þeirra fjölmennu þjóðfétagshópa f menn- ingarmálum, sem Iftillar fræðslu hafa notið. „ Að greina sannleikann frá lyginni" Hér fer á eftir meginhluti ræðu Sigurðar Óskarssonar. sem hann flutti um þetta mál á þingfundi ASÍ f gærmorgun: í umræðum þessum um málaflokk- inn fræsðlu- og menningarmál vil ég gera að sérstöku umræðuefni sfð- ustu málsgrein á bls. 1 i drögum að ályktun um fræðslu- og menningar- mál. Þar segir svo: „Þegar litið er til þess fjármagns. sem veitt er til menntunarkerfis þjóðarinnar, kemur i Ijós sú stað- reynd. að því fólki, sem öðru fremur stendur undir kostnaðinum við skólakerfið, er að langstærstum hluta ætlað sjálfu að greiða kostnað- inn við þá mjög svo takmörkuðu menntun, sem það á kost á og auk þess ætlað að afla sér hennar utan fulls vinnutima við framleiðslustörf- in i þjóðfélaginu." Ég vil hér þakka þeim mönnum, sem þessa málsgrein sömdu og þá væntanlega sömdu öll ályktunar- drögin. Ég tel hér vera drepið á mál, sem kafnað hefur f taugaveiklunar- kenndum umbrotum hinna svoköll- uðu námsmanna. Ég segi svokölluðu námsmanna vegna þess að allt of stór hluti þessara fallkandidata og eilffðarstúdenta sem kalla sig náms- menn er ekki f rándýrum skólum til þess að læra — öðru nær. Þetta sama fólk. þessi alltof stóri hópur svokallaðra námsmanna er heldur ekki að þykjast vera að læra og Ijúka prófum til þess að taka þátt I Iffsbaráttunni siðar. eins og verka- fólkið þekkir þá baráttu. Þessi frið- helgu dekurbörn. æðandi um og heimtandi námslán. lifa mörg hver, þegar á skólaárunum, á þann hátt, sem hinn almenni vinnandi maður lætur sig ekki dreyma um. Þess eru ótal dæmi að meðan hinn almenni vinnandi borgari tekur við tómu launaumslaginu vegna skatt- heimtu, sem að stórum hluta fer til menntamála, þá eru þessir betlibus- ar að eyða námslánunum suður i sólarlöndum. Ég tek það skýrt fram að þetta á sem betur fer ekki við um nema hluta námsmanna okkar, en það á við um alltof stóran hluta þeirra. Það er staðreynd og þetta vitið þið öll, sem hér eruð. I æðri menntastofnunum okkar sitja nú sérfræðingar með sveittan skallan við að finna út kerfi, sem gerir það næsta útilokað að tossar og letingjar geti fallið á prófum. Meginhluti æðri menntastofnana okkar er gegnsýrður af mannleysu- skap, gjörsamlega slitinn úr tengsl- um við hinn almenna vinnandi mann. Á þessu hefur verkalýðshreyf- ingin aldrei þorað að taka. Og af hverju ekki? Ég skal svara þvf sjálf- ur. Fjöldi námsmanna er róttækur. Róttækur á þann hátt sem þeir gjam- an verða, sem hafa sitt framfæri af þvf að heimta allt af öðrum. Þetta fólk og þá helzt sá hluti þess, sem aldrei hefur ærlegt handtak unnið. þykist ævinlega vera málsvari verka- fólks. Það smeygir sér inn f raðir hinna sönnu baráttumanna verka- lýðsins, en að það ætli sér nokkurn tfmann sjálft að deila kjörum með verkamanninum er fráleitt. Fjósflór. bátslúkar eða beituskúr eru ekki vinnustaðir hinna krefjandi námsmanna að námi þeirra loknu. ef þvf þá nokkurn tfmann lýkur. En það eru einmitt þessir menn, sem nú ráða alltaf miklu f þeim flokkum. sem sumir hafa reynt á þessu þingi og úr þessum ræðustól að kalla flokka hins vinnandi manns. Manni verður nánast óglatt af þvi að hlýða á prédikanir manna sem aldrei hafa deilt kjörum með hinum vinnandi skattþega og heyra þá lýsa aðdáun sinni á störfum hins stritandi laun- þega. Sem betur fer hafa verkalýðsfélög- in svo til undantekningalaust hafnað slfkum sjálfboðaliðum. en hinir svo- kölluðu stjómmálaflokkar verkalýðs- ins. nafn án rentu. væru annars eðlis og betri ef fulltrúar verkalýðsins réðu þar húsum, það gera þeir ekki, þvf miður. En innan raða verkalýðsfélaganna eru þó menn sem fallast f faðma við þessa verkalýðsaðdéendur og mynda jafnvel bandalag með þeim gegn reyndum, sönnum verkalýðsmönn- um. Þeir kallast einu nafni órótega deildin á þessu þingi. Þeir koma ýmist fram án grimu og það er virð- ingarvert, sumir kalla sig hlutleys ingja, bráðsnjallt. aðrir tjá sig ekki, en róa á bakvið. Ég bið fundarforseta velvirðingar ef ég hef farið eitthvað út af linunni að hans mati hvað varðar dagskrár- efnið. En þetta er allt I beinum nán- um tengslum við fræðslu-'og menn- ingarmál. Ég er hér nú að fræða þingheim um sannleikann f uppbygg- ingu þeirra flokka sem reynt er hér að kalla flokka hins vinnandi manns. Hvað varðar menningarmál þá er það menning að vita og greina sann- leikann frá lyginni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.