Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
5
Fiskiþing:
Búa þarf síldar- og loðnu-
verksmiðjur betur tækjum
ÞRÍTUGASTA og fimmta Fiski-
þing lauk störfum s.l. laugardag
og voru alls afgreidd 24 mál, sem
voru til umræðu. Mörg þessara
mála vörðuðu starfsemi Fiski-
félagsins, en önnur sjávarútveg-
inn og fiskvinnsluna almennt.
Meðal annars var gerð sérstök
álvktun um nýtingu sjávarafurða.
1 henni segir m.a., að gera verði
Afmælishátíð
J.C. kvenna í
gagngerðar breytingar á sfldar-
og loðnuverksmiðjum lands-
manna, svo að þær gætu nýtt
betur þann bræðslufisk sem til
þeirra berst.
„Það virðist ljóst af skýrslu
Þorsteins Gíslasonar, varafiski-
málastjóra, sem dvaldi í Noregi og
Danmörku hálfan mánuð á s.l.
sumri við að kynna sér rekstur og
fyrirkomulag sfldar- og loðnu-
verksmiðja í þeim löndum, að þar
eru verksmiðjur betur búnar
tæknilega og nýting þar af leið-
andi betri en hér gerist."
Þá segir að þingið telji, að þetta
megi ekki svo til ganga, þar sem
loðnuafurðir, mjöl og lýsi, væru
að verða mikilvægur þáttur I
þjóðarframleiðslunni.
Um stjórnun fiskveiða sam-
þykkti Fiskiþing þá ályktun, að
sóknin í þorskinn yrði takmörkuð
eins og unnt væri r, eð' aukinni
sókn í aðrar fisktegundir, sem
ekki væru fullnýttar eða vannýtt-
ar.
Starfandi er milliþinganefnd
Fiskiþings í þessu mikilsverða
máli, svo var einnig á s.l. ári og
taldi þingið störf hennar hafa
borið góðan árangur og fram-
lengdi því starfstíma hennar.
Um nýtingu vannýttra faskteg-
unda samþykkti þingið að leggja
til , að sumarloðnuveiðar væru
auknar, haldið væri áfram til-
raunum með veiðar á djúprækju,
kolmunna, spærlingi og skelfiski
og ýmsum djúpfiskum. Athugað
væri hvort loðnutroll fyrir minni
báta hentaði hér, svo sem reynzt
hefði I K:nada, þar sem sérstakt
smá bátatroll fyrir uppsjávarfisk
hefði reynzt vel. Ef skarkolaveiði
væri aukin, sem fiskifræðingar
teldu óhætt, þá bæri að láta
smærri bátum eftir meginhluta
þeirra veaða. Leita bæri álits
Fiskideilda á viðkomandi stöðum
áður en dragnótaleyfi væru veitt
á hinum ýmsu kolasvæðum.
Sjávarútvegsráðherra var sér-
staklega þökkuð hans framganga
í framangreindum málum.
Stjórn F.Í.B.
skorar á ríkis-
stjórnina að
heimila ekki
bensínhækkun
STJÖRN Félags fslenskra
bifreiðaeigenda hefur sent við-
skiptaráðherra og fjármálaráð-
herra bréf þar sem skorað er á
ríkisstjórnina að heimila ekki þá
hækkun á bensíni sem fyrirhuguð
er vegna gengissigs og olíufélögin
hafa farið fram á. I bréfi sem
F.Í.B. sendi ríkisstjórninni I
febrúar s.l. er bent á að við
erlendar verðhækkanir á bensíni
fari mikill hluti þeirra í rlkissjóð
og vill félagið að farnar verði
aðrar leiðir til að mæta erlendum
verðhækkunum.
Stapa í kyöld
FYRSTI eiginkvennaklúbbur
Junior Chamber hreyfingarinnar
á Islandi á 5 ára afmæli um þessar
mundir, en það er klúbburinn á
Suðurnesjum. Af þessu tilefni
heldur félag J.C. kvenna á Suður-
nesjum afmælishátfð í félags-
heimilinu Stapa, Njarðvíkum, í
kvöld, 3. desember.
Ríkisverksmiðj-
urnar með beztu
nýtinguna á sl.
loðnuvertíð
t NYUTKOMINNI bók Loðnu-
nefndar um loðnuveiðarnar 1975
og 1976 er tafla er greinir frá
framleiðslu mjöls og lýsis hjá
hinum einstöku verksmiðjum og
eins um hráefnisnýtingu. Sfldar-
verksmiðjur rfkisins á Seyðisfirði
voru með beztu heildarnýtinguna
á s.l. loðnuvertíð eða 23.6%. Verk-
smiðjan á Seyðisfirði tók á móti
19.446 lestum af loðnu og fengust
út úr þvf 3.216 lestir af mjöli eða
16,5% nýting, þá framleiddi verk-
smiðjan 1.375 lestir af lýsi og var
nýtingin 7.1%.
Sú verksmiðja, sem er með
næst beztu nýtinguna er Sfldar-
verksmiðja ríkisins á Reyðarfirði.
Verksmiðjan tók á móti 8.775 lest-
um af loðnu. Ur þvf magni
fengust 1.438 lestir af mjöli eða
16.4% og 561 lest af lýsi eða 6,4%
og er þvf heildarnýtingin 22,8%. 1
þriðja sæti er svo Síldarverk-
smiðja Vopnafjarðarhrepps. Sú
verksmiðja tók á móti 15.486 lest-
um af loðnu. Framleidd voru
2.454 tonn af mjöli, sem er 15,8%
nýting og 1.072 tonn af lýsi feng-
ust sem er 6,9% nýting, en
heildarnýtingin er 22,7%.
Alls tóku 25 verksmiðjur vfðs
vegar á landinu á móti loðnu, á
vertíðinni, alls 332.112 lestum.
Heildar mjölframleiðslan nam
52.432 tonnum og var,meðal-
nýtingin í ár 15,8% á móti 15.6% f
fyrra. Loðnulýsisframleiðslan var
13.483 lestir og nýtingin 4,1% en
var 4,9% í fyrra. Meðalnýting
verksmiðjanna á s.l. loðnuvertíð
var því 19,9%, en á loðnuvertíð
1975 20,5%.
„Sálgæzla
safnaðanna”
A KIRKJUÞINGI hefur séra
Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli
lagt fram ályktun um sálgæzlu
safnaðarfólks, svohljóðandi:
Um leið og kirkjuþing
minnir á almennan prestsdóm
alls safnaðarfólks telur það
æskilegt, að f söfnuðunum sé
stofnað til fræðsluhópa í
sálgæzlu, þar sem almenningi
gefist kostur á að kynnast þess-
um þætti kirkjulegs starfs, til
þess m.a. að auðvelda hæfu
áhugafólki að taka markvisst
þátt í sálgæzlu safnaðanna.