Morgunblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
Efnt til samkeppni
um kirkjubygg-
ingu í Breiðholti I
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
samkeppni um teikningu á
kirkjubyggingu f Breiðholti með-
al arkitekta. Það er sóknarnefnd
Breiðholtssóknar, sem hefur
starfað f mörg ár og kirkjubygg-
ingarnefnd sömu sóknar, sem
standa fyrir samkeppninni.
Dómnefnd skipa Sigurður E.
Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, Björn Björnsson,
prófessor, Kristinn Sveinsson,
byggingarmeistari, Helgi Hafliða-
son, arkitekt, Hilmar Ólafsson,
arkitekt og er Ólafur Jónsson,
framkvæmdastjóri, trúnaðarmað-
ur nefndarinnar. Boðuðu
áðurnefndir til blaðamanna-
fundar í gær;
Kirkjunni hefur verið valinn
staður f svonefndri Mjódd, (við
gatnamót Reykjanesbrautar og
Breiðholtsbrautar) þar sem er
áætluð þjónustumiðstöð fyrir
byggðinga I Breiðholti. Eins og
kunnugt er skiptist Breiðholt allt
í þrjú hverfi, Breiðholt eitt, tvö og
þrjú. Breiðholt eitt, er þegar full-
byggt með sex þúsund fbúa.
TR vill ekki semja
við erlendar þjóðir
Á félagsfundi Trésmíðafélags
Reykjavíkur var samþykkt eftir-
farandi tillaga:
„Félagsfundur Trésmíðafélags
Reykjavíkur, haldinn að
Hallveigarstíg 1 23/4 1976, skorar
á rfkisstjórn og Alþingi að semja
ekki frekar við erlendar þjóðir
um veiðar í íslenskri fiskveiðilög-
sögu.“
AUGLÝSINGASÍMtNN ER:
áíp22480
I JR*r0unbI«tiit»
I Breiðholti eru stafandi tveir
prestar og er sr. Lárus Halldórs-
son, prestur f Breiðholti eitt. Upp-
haflega var ætlunin að byggja
eina kirkju fyrir öll hverfin, en
horfið frá þvf, þar eð fbúafjöldi í
Breiðholti er nú þegar milli
sextán og sautján þúsund. En alls
er gert ráð fyrir tuttugu og fimm
þúsund f framtíðinni.
Aherzla er verður lögð á að
kirkjubygging sú, sem samkeppn-
in stendur um verði með yfir-
lætislausu sniði, einföld í fram-
kvæmd og ekki kostnaðarmeiri en
hóflegt megi teljast. Fjáröflunar-
nefnd Breiðholtssóknar hóf störf
í haust. Er nefndin m.a. með
happadrætti á Volvo bifreið og
verður gengið í hús f vikunni og
seldir miðar.
Arkitektafélag Islands, sem í
eru eitt hundrað meðlimir hefur
fengið bæklinga til útbreiðslu,
þar sem sett eru viss skilyrði um
kirkjubygginguna, annars kvað
dómnefndin að arkitektar fengju
nokkuð lausar hendur. Tekið er
fram að kirkjusalurinn eigi að
rúma þrjú hundruð manns í sæti.
Auk allra venjulegra kirkjuat-
hafna, skal höfð f huga notkun
kirkjunnar til hjómleika og helgi-
leika. I kirkjunni á einnig að vera
fundarsalur fyrir ýmsa félagslega
starfsemi safnaðarins, undirbún-
ing barna og fleira.
Verðlaunafé er samtals kr. 1.4
milljónir. Verða veitt þrenn verð-
laun og verða 1. verðlaun ekki
lægri en 600 þúsund krónur, —
Þar að auki er dómnefnd heimilt
að kaupa tillögur fyrir allt að 200
þúsund krónur. Frestur til að
skila tillögunum er til 31. mars,
1977 og ber að skila þeim til
trúnaðarmanns dómnefndar
Ólafs Jenssonar, Kjartansgötu 2,
Reykjavík,. Hann hefur einnig
með höndum afhendingu
keppnisgagna og veitir allar nán-
ari upplýsingar.
Allar vörur
á Hagkaupsverði
Sykur 95.—kg
í fjögurra
kgpokum
Opið til 10 í kvö/d
og 6 á morgun
L
SKEIFUNNI15IISÍMI 86566
15
Þroskaþjálfonemar
halda kökubazar
NEMENDUR Þroskaþjálfaskóla
tslands halda kökubasar f húsa-
kynnum dagheimiliins að
Lyngási, Safamýrí 5 á morgun,
laugardag.
Kökubasarinn er haldinn til efl-
ingar ferðasjóði nemendafélags-
ins, en afráðið er að nemar fari f
náms- og kynningarför til Dan-
merkur áður en þeir ljúka
fullnaðarprófi, sem tekur þrjú ár.
Telja þeir mikilvægt að islenzkir
þroskaþjálfar eigi þess kost að
+ 1 sfðustu viku var opnuð
ný verzlun að Hverfisgötu
74, Uppsetningaverzlunin.
Þar er á boðstólum allt sem
þarf til uppsetningar og frágangs
á handavinnu. Þá er selt þar allt
til skermasaums og mikið úrval
er af púðaflaueli. Einnig er seld
gjafavara, svo sem antik-dúkar.
Verzlunin er opin daglega frá
10—18 og laugardaga frá kl.
10—12.
kynnast stefnumótun og stafsemi
vegna vangefinna þar sem mál-
efni þeirFa eru komin f betra horf
en hér á landi.
Kökubasarinn hefst kl. 14.00 á
morgun.
Myndin sýnir vinnu nemenda.
Könnun á dag-
vistarmálum
í Hafnarfirði
Jafnréttisnefnd Hafnar-
fjarðar hefur i samvinnu
við jafnréttisnefndir í
Kópavogi, Garðabæ og Nes-
kaupstað ráðist í að fram-
kvæma félagslega könnun
á viðhorfum fólks til
ýmissa jafnréttismála.
Sendir voru út um 1000
könnunarlistar og skiluðu 710
svörum. Nú er verið að vinna úr
könnuninni en henni hafa stjórn-
að félagsfræðingarnir Þorbjörn
Broddason og Kristinn Karlsson.
Nú er að fara af stað starfs-
hópur á vegum jafnréttisnefndar-
innar sem hyggst vinna að athug-
un á dagvistarmálum í Hafnar-
firði, athuga hver sé þörfin í þess-
um efnum og hvað sé nauðsynlegt
að gera til að mæta þeirri þörf.
Guðrfður Óskarsdóttir og Margrét
Halldórsdóttir veita starfshóp-
num forstöðu